Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 48
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR36
sport@frettabladid.is
MIKIÐ ÚRVAL AF MÓTORHJÓLUM OG FYLGIHLUTUM Á MINNST 15% AFSLÆTTI*
KRAFTMEIRI ÚTSALA
N1 VERSLUN TRYGGVABRAUT 18-20, AKUREYRI. SÍMI 461 5522
Allir leður mótorhjólagallar
30% afsl.
Motocrossgallar
30 - 60% afsl.
Hjálmar
25-55% afsl.
Mótorhjóla skór/stígvél
25% afsl.
Allir varahlutir
25% afsl.
*Tilboðin fást aðeins hjá Nítró á meðan birgðir endast. Tilboðin gilda ekki með öðrum tilboðum eða afsláttum.
SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLU ER
LAUGARDAGURINN 5. NÓVEMBER
Verð áður Verð nú
VN 1700 Classic 2.420.000 kr. 1.990.000 kr.
VN900 Classic 1.640.000 kr. 1.390.000 kr.
VN900 Custom 1.790.000 kr. 1.490.000 kr.
ZX-6R 2009 1.920.000 kr. 1.590.000 kr.
Versys 2010 1.590.000 kr. 1.290.000 kr.
Z1000 2009 1.890.000 kr. 1.590.000 kr.
Z750R 2011 1.890.000 kr. 1.550.000 kr.
KX450Fi 2010 1.450.000 kr. 1.090.000 kr.
Rieju 450 1.295.000 kr. 1.095.000 kr.
Asia Wing 799.000 kr. 599.000 kr.
HJÖRTUR JÚLÍUS HJARTARSON hefur gert eins árs samning við 1. deildarliðs Víkinga og spilar því aftur undir
stjórn Ólafs Þórðarsinar en Hjörtur varð markakóngur og Íslandsmeistari undir stjórn Ólafs fyrir tíu árum. Hjörtur, sem er
orðinn 37 ára og skoraði 15 mörk í 1. deildinni í sumar, á því möguleika á því að fara upp úr B-deildinni í fjórða sinn á
fimm árum en fór upp með Þrótti (2007, 18 mörk), Selfossi (2009, 7 mörk í 10 leikjum) og síðan með ÍA í sumar.
E-RIÐILL
Valencia-Bayer Leverkusen 3-1
1-0 Jonas (1.), 1-1 Stefan Kiessling (31.), 2-1
Roberto Soldado (65.), 3-1 Adil Rami (75.)
Genk-Chelsea 1-1
0-1 Ramires (25.), 1-1 Jelle Vossen (61.).
Stigin: Chelsea 8, Bayer Leverkusen 6,
Valencia 5, Genk 2
F-RIÐILL
Arsenal-Marseille 0-0
Borussia Dortmund-Olympiacos 1-0
1-0 Kevin Großkreutz (7.)
Stigin: Arsenal 8, Marseille 7, Borussia
Dortmund 4, Olympiakos 3.
G-RIÐILL
Zenit-Shakhtar Donetsk 1-0
1-0 Nicolas Lombaerts (45.).
Apoel Nicosia-Porto 2-1
1-0 Ailton Jose Almeida (42.), 1-1 Hulk (89.), 2-1
Gustavo Manduca (90.)
Stigin: APOEL Nicosia 8, Zenit 7, Porto 4,
Shakhtar Donetsk 2.
H-RIÐILL
FC Bate Borisov-AC Milan 1-1
0-1 Zlatan Ibrahimovic (22.), 1-1 Renan (55.)
Viktoria Plzen-Barcelona 0-4
0-1 Lionel Messi, víti (24.), 0-2 Lionel Messi.
(45+2), 0-3 Cesc Fabregas (72.), 0-4 Lionel
Messi. (90+2).
Stigin: Barcelona 10, AC Milan 8, BATE
Borisov 2, Viktoria Plzen 1.
MEISTARADEILD
HANDBOLTI Íslenska landsliðið í
handknattleik leikur æfinga-
leik við sérvalið Úrvalslið HSÍ
í Laugardalshöll á föstudags-
kvöldið klukkan 20 en leikurinn
er liður í undirbúningi lands-
liðsins fyrir EM í Serbíu í janú-
ar.
Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari valdi 20 manna
hóp en úrvalslið HSÍ verður
valið með aðstoð handbolta-
áhugafólks sem valið getur þá
leikmenn sem það telur eiga
sæti í liðinu í netkosningu. Kjör-
ið fer fram á netsíðunni http://
hsihandbolti.wordpress.com/.
Kjörgengir eru leikmenn lið-
anna í N1-deild karla, að lands-
liðsmönnum undanskildum og
lýkur netkosningunni klukkan
18.00 í kvöld.
Valið á Úrvalsliðinu, bæði
byrjunarliðinu og öðrum liðs-
mönnum þess, verður byggt
á atkvæðagreiðslunni annars
vegar og niðurstöðu valnefnd-
ar HSÍ hins vegar. Í henni eiga
sæti meðal annars íþrótta-
fréttamenn á Morgunblaðinu,
RÚV, Sport.is, Stöð 2 og Vísi.
is. Úrvalslið HSÍ verður opin-
berað á fréttamannafundi HSÍ í
hádeginu á fimmtudag. - óój
Pressuleikur á föstudag:
Hægt að kjósa
liðið á netinu
ÓLAFUR BJARKI RAGNARSSON Var búinn
að fá mörg atkvæði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KÖRFUBOLTI David Stern, yfir-
maður NBA-deildarinnar, hefur
bannað eigendum liðanna að tjá
sig um NBA-deiluna og hefur nú
sektað Micky Arison, eiganda
Miami Heat, fyrir að tjá sig um
málið á Twitter. Það er enginn
vafi um að Arison er einn þeirra
eiganda sem vilja semja sem
fyrst og það mátti lesa það úr
svörum hans á Twitter.
Ekkert er að gerast í NBA-
deildunni síðan allt fór upp í
háaloft fyrir helgi en deildin
átti að byrja í nótt. NBA gaf
ekki út hver sekt Arisons var
há en fjölmiðlamenn í Banda-
ríkjunum hafa grafið það upp að
hún hafi verið 500 þúsund doll-
arar eða 58 milljónir íslenskra
króna sem er hæsta sekt sem
eigandi hefur fengið hjá hinum
sektaglaða David Stern. - óój
Ekkert gerist í NBA-deilunni:
Eigandi Miami
fékk risasekt
MICKY ARISON Er í hópi þeirra eigenda
sem vilja semja sem fyrst. MYND/AP
KÖRFUBOLTI Íslendingaliðin Sunds-
vall Dragons og Jämtland Bas-
ket töpuðu bæði sínum leikjum í
sænsku úrvalsdeildinni í körfu-
bolta í gærkvöldi. Sundsvall tap-
aði toppslagnum 80-82 á móti
Norrköping Dolphins og missti
fyrir vikið toppsætið til Háhyrn-
inganna.
Pavel Ermolinskij var með 19
stig fyrir Sundsvall, Hlynur Bær-
ingsson skoraði 11 stig og tók 6
fráköst og Jakob Örn Sigurðarson
var með 7 stig og 4 stoðsendingar
en Sundsvall-liðið byrjaði leikinn
illa og var 14 stigum undir í hálf-
leik.
Brynjar Þór Björnsson skor-
aði 22 stig á aðeins 26 mínútum
þegar Jämtland Basket tapaði
86-96 á útivelli á móti Uppsala
Basket. - óój
Sænski körfuboltinn í gær:
Sundsvall-liðið
af toppnum
STIGAHÆSTUR 19 stig frá Pavel dugðu
Sundsvall ekki í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Barcelona og AC Milan
urðu í gærkvöldi fyrstu tvö félögin
til að tryggja sér sæti í sextán liða
úrslitum Meistaradeildarinnar.
Ensku liðin Arsenal og Chelsea
náðu hinsvegar bara jafntefli í
sínum leikjum en halda engu að
síður efstu sætunum í sínum riðli
þótt að spennan í riðlum þeirra
hafi aukist talsvert eftir leiki gær-
kvöldsins.
L i o n e l M e s s i v a r
örlagavaldurinn í 4 -0 sigri
Barcelona á Viktoria Plzen en
hann skoraði þrennu í leiknum og
fiskaði auk þess einn leikmann
tékkneska liðsins útaf með rautt
spjald strax á 22. mínútu leiksins.
Rauða spjaldið var reyndar afar
harður dómur og gerði út um
leikinn fyrir Tékkana enda nógu
erfitt að ráða við Messi með
fullskipað lið.
Messi skoraði sjálfur úr vítinu
og kom Barcelona síðan í 2-0 í
uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir
laglegt samspil við Adriano. Cesc
Fabregas skoraði þriðja markið
á 72. mínútu og Messi innsiglaði
síðan þrennu sína í uppbótartíma.
Hann skoraði þarna þrennu annan
leikinn í röð og jafnframt fjórðu
þrennuna á tímabilinu.
Það var við hæfi að Messi hafi
skorað 200. markið sitt fyrir
Barcelona í 200. leik Barca undir
stjórn Pep Guardiola. Hann hefur
nú skorað 202 mörk í 286 leikjum
fyrir félagið þar af 22 mörk í 17
leikjum á þessu tímabili.
Sigur Barcaelona sá líka til þess
að AC Milan komst áfram þrátt
fyrir að liðið náði aðeins 1-1 jafnt-
efli á móti BATE Borisov í Hvíta
Rússlandi. Zlatan Ibrahimovic
kom AC Milan í 1-0 á 22. mínútu
en Renan jafnaði metin á 55. mín-
útu. Barcelona er með 10 stig en
AC Milan er með átta stig eða sex
stigum fleiri en BATE. AC Milan
er hins vegar með betri innbyrð-
isstöðu en BATE og verður því
aldrei neðar en hvít-rússneska
liðið.
Arsenal hefði líka farið áfram
með sigri á Marseille en liðin
gerðu hinsvegar markalaust
jafntefli annan leikinn í röð.
Arsenal og Marseille eru engu
að síður áfram í tveimur efstu
sætunum í F-riðlinum.
Arsenal er með eins stigs forskot
á Marseille en þýska liðið Borussia
Dortmund á enn möguleika eftir
1-0 heimasigur á Olympiacos.
Arsenal fær Dortmund í heimsókn
í næstu umferð í leik upp á líf eða
dauða fyrir þýska liðið.
Chelsea náði aðeins 1-1 jafnt-
efli á móti botnliði Genk í Belgíu.
Chelsea fékk frábært tækifæri til
að komast tveimur mörkum yfir í
fyrri hálfleik en Genk tókst síðan
að jafna leikinn í þeim seinni.
Ramires kom Chelsea í 1-0 á 25.
mínútu eftir laglegt þríhyrnings-
spil við Fernando Torres. Chel-
sea gat bætt við mörkum á næstu
mínútum ekki síst á 39. mínútu
leiksins þegar David Luiz lét ung-
verska markvörðinn Laszlo Kote-
les verja frá sér víti sem var dæmt
fyrir hendi. Jelle Vossen tryggði
Genk síðan jafntefli með laglegu
marki.
Spennan jókst í E-riðlinum þökk
sé þessu jafntefli Chelsea og 3-1
sigri á Valencia á heimavelli á
móti Bayer Leverkusen. Chelsea
er með 8 stig eða tveimur stigum
meira en Leverkusen. Valencia er
nú aðeins þremur stigum á eftir
enska liðinu eftir þennan góða
sigur.
Zenit St Pétursborg og APOEL
Nicosia eru í tveimur efstu sætum
G-riðils eftir eins marks sigra á
heimavelli. Porto tapaði á Kýpur
og er nú í 3.sæti riðilsins, þrem-
ur stigum á eftir Zenit og fjórum
stigum á eftir toppliði APOEL.
ooj@frettabladid.is
MESSI Í 200 MÖRKIN
Lionel Messi skoraði þrennu fyrir Barcelona í gær og sá til þess öðrum fremur
að Barcelona er komið áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt AC
Milan. Arsenal náði bara markalausu jafntefli og tókst ekki að komast áfram
MARK NÚMER 200 Lionel Messi er aðeins annar leikmaðurinn í sögu Barcelona til að skora 200 mörk fyrir félagið. MYND/AFP