Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 8
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR8 1 Hver verður leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu næstu fjögur ár? 2 Hvað heitir nýtt borðspil sem Ólafur Stefánsson er, meðal annarra, að gefa út? 3 Hver er yngsti handhafi forsætis- ráðherravalds á Íslandi? SVÖR 1. Magnús Geir Þórðarson 2. Ævintýra- landið 3. Katrín Júlíusdóttir SVEITARSTJÓRNIR Dagur B. Eggertsson, for- maður borgarráðs, segir marga sundlaugar- gesti vilja að aðgangseyrir verði hækkaður til að hægt sé að lengja afgreiðslutíma sundlauganna. Starfshópur sveitarfélaganna á höfuð- borgar svæðinu leggur til að stök gjöld í sund hækki verulega. Dagur segir koma í ljós hvaða stefnu borgin taki þegar fjár- hagsáætlun verði lögð fram í lok næstu viku. „Það er ekkert launungarmál að mjög margir gestir sundlauganna segja betra að menn borgi aðeins meira, sérstaklega ferða- menn, og að þá sé dregin til baka skerðing á opnunartíma lauganna,“ segir Dagur sem kveður stefnuna þá að gestir borgarinnar greiði gjald sem sé nær því sem sé á hinum Norðurlöndunum. Aðspurður hvort slík hækkun komi ekki illa við ferðaþjónustuna segir Dagur „himin og haf“ vera á milli verðsins á sundstöðum eins og Bláa lóninu og í laugunum á höfuð- borgarsvæðinu. „Þeir sundstaðir sem eru fyrst og fremst að markaðssetja sig gagnvart ferðafólki virðast treysta sér til að taka marg- falt hærra gjald af sínum gestum heldur en sveitarfélögin gera í laugunum. Og þeir liggja nær því sem þykir eðlilegt erlendis,“ segir formaður borgarráðs. - gar Formaður borgarráðs segir ferðamenn virðast tilbúna til að borga meira í sund, til dæmis í Bláa lóninu: Lengri afgreiðslutími fyrir hærra gjald DÝR DÝFA Dagur segir verðlagið í Bláa lóninu nær því sem þyki eðlilegt fyrir sundferð erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Ung kona sem bjó um nýfætt barn sitt í ruslagámi við Hótel Frón á Laugavegi hefur verið ákærð fyrir manndráp af ásetningi. Ríkissaksóknari gaf ákæruna út á mánudag en hún hefur ekki verið birt konunni, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær. Konan, sem er frá Litháen, skildi barnið eftir í gámnum 2. júlí síð- astliðinn. Niðurstöður krufningar leiddu í ljós að barnið hafði verið lifandi fætt og varð það niðurstaða lögreglurannsóknar að konan hefði ein borið ábyrgð á andláti þess. Konan var metin sakhæf af geð- læknum og hefur nú verið ákærð. Verði hún fundin sek um mann- dráp af ásetningi gæti hún átt sextán ára fangelsisvist yfir höfði sér. Til vara er hún hins vegar ákærð fyrir brot gegn 212. grein hegningarlaga, sem kveður á um það þegar móðir deyðir barn sitt sökum „neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugar- ástands“. Við því liggur allt að sex ára fangelsisvist. Konan sat í gæsluvarðhaldi í nokkra daga en hefur verið í far- banni síðan hún var látin laus. - sh Kona sem skildi barn sitt eftir í ruslagámi gæti átt þungan dóm yfir höfði sér: Móðirin ákærð fyrir manndráp MÁL SEM VAKTI ÓHUG Fólk lagði blóm og bangsa við Hótel Frón daginn sem barnið fannst í gámnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ ÞJÓÐKIRKJAN Ríkisendurskoðun telur að greina þurfi á milli trúar- legra og veraldlegra málefna í skipulagi Biskupsstofu. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um Biskupsstofu sem birt var í gær. Þá er gerð athugasemd við það að biskup sé forseti kirkjuráðs. Ráðið fer með framkvæmdavald í mál- efnum þjóðkirkjunnar og úrskurð- ar einnig um mál sem því berast frá lægri stjórnsýslueiningum. Biskup gæti því sem forseti kirkjuráðs lent í því að fjalla um mál sem hann hafi áður komið að á lægra stjórnsýslu- stigi og Ríkisendurskoðun þykir ekki fara vel á því. Þá takmarki stjórnunarstörf biskups þann tíma sem hann hefur til að sinna meginhlutverki sínu sem faglegur leiðtogi þjóðkirkj- unnar. Þess vegna leggur Ríkisendur- skoðun til að myndaðar verði tvær sjálfstæðar skipulagseiningar innan Biskupsstofu sem hvor hafi sinn yfirmann. Þannig verði dregið úr skyldum biskups í fjármálaum- sýslu kirkjunnar. Biskup haldi hins vegar sæti sínu í kirkjuráði, hafi þar málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðarétt. Meðal annarra tillagna í skýrsl- unni er að unnið verði að heild- stæðri stefnumótun um starfsemi Biskupsstofu. Þar skuli koma fram lykilmarkmið stofnunarinnar og árangursmælikvarðar settir. Þá þarf að forgangsraða og tíma- setja aðgerðir til að framfylgja stefnunni. Meðal annars skuli meta hvort kirkjan eigi að sinna öllum þeim verkefnum sem nú er sinnt á Biskupsstofu. Til að auka gegnsæi í fjár- málum þjóðkirkjunnar er lagt til að helstu sjóðir kirkjunn- ar, Kirkjumálasjóður, Kristni- sjóður og Jöfnunarsjóður sókna, og Hinn almenni kirkjusjóður verði sameinaðir í einn Kirkjusjóð. Þá þurfi að móta skýrar regl- ur um verklag við styrkveiting- ar, meðal annars varðandi mat á umsóknum og eftirfylgni með nýt- ingu styrktarfjár. Einnig er lagt til að stefnt verði að sameiningu fámennra sókna og í þeim tilgangi verði sett skilyrði um lágmarksfjölda sóknarbarna. Frum- kvæði að sameiningu verði fært frá biskupafundi til kirkjuþings. Loks telur Ríkisendurskoðun að eignarhald og viðhald prestssetra eigi að vera hjá sóknum, að undan- skildum prestssetursjörðum. thorgils@frettabladid.is Biskup víki úr sæti forseta kirkjuráðs Ríkisendurskoðun segir að greina þurfi á milli trúarlegra málefna og verald- legra. Biskup verði ekki lengur forseti kirkjuráðs en hafi tillögurétt á fundum. Mælst til sameiningar fámennra sókna um allt land. MÆLST TIL BREYTINGA HJÁ BISKUPSSTOFU Ríkisendurskoðun vill að skilið verði á milli trúarlegra og veraldlegra málefna í starfsemi Biskupsstofu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.