Fréttablaðið - 02.11.2011, Síða 8
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR8
1 Hver verður leikhússtjóri í
Borgarleikhúsinu næstu fjögur ár?
2 Hvað heitir nýtt borðspil sem
Ólafur Stefánsson er, meðal
annarra, að gefa út?
3 Hver er yngsti handhafi forsætis-
ráðherravalds á Íslandi?
SVÖR
1. Magnús Geir Þórðarson 2. Ævintýra-
landið 3. Katrín Júlíusdóttir
SVEITARSTJÓRNIR Dagur B. Eggertsson, for-
maður borgarráðs, segir marga sundlaugar-
gesti vilja að aðgangseyrir verði hækkaður
til að hægt sé að lengja afgreiðslutíma
sundlauganna.
Starfshópur sveitarfélaganna á höfuð-
borgar svæðinu leggur til að stök gjöld í
sund hækki verulega. Dagur segir koma
í ljós hvaða stefnu borgin taki þegar fjár-
hagsáætlun verði lögð fram í lok næstu viku.
„Það er ekkert launungarmál að mjög
margir gestir sundlauganna segja betra að
menn borgi aðeins meira, sérstaklega ferða-
menn, og að þá sé dregin til baka skerðing
á opnunartíma lauganna,“ segir Dagur sem
kveður stefnuna þá að gestir borgarinnar
greiði gjald sem sé nær því sem sé á hinum
Norðurlöndunum.
Aðspurður hvort slík hækkun komi ekki
illa við ferðaþjónustuna segir Dagur „himin
og haf“ vera á milli verðsins á sundstöðum
eins og Bláa lóninu og í laugunum á höfuð-
borgarsvæðinu. „Þeir sundstaðir sem eru
fyrst og fremst að markaðssetja sig gagnvart
ferðafólki virðast treysta sér til að taka marg-
falt hærra gjald af sínum gestum heldur en
sveitarfélögin gera í laugunum. Og þeir liggja
nær því sem þykir eðlilegt erlendis,“ segir
formaður borgarráðs. - gar
Formaður borgarráðs segir ferðamenn virðast tilbúna til að borga meira í sund, til dæmis í Bláa lóninu:
Lengri afgreiðslutími fyrir hærra gjald
DÝR DÝFA Dagur segir verðlagið í Bláa lóninu nær því
sem þyki eðlilegt fyrir sundferð erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DÓMSMÁL Ung kona sem bjó um
nýfætt barn sitt í ruslagámi við
Hótel Frón á Laugavegi hefur
verið ákærð fyrir manndráp af
ásetningi. Ríkissaksóknari gaf
ákæruna út á mánudag en hún
hefur ekki verið birt konunni, að
því er fram kom í fréttum Stöðvar
2 í gær.
Konan, sem er frá Litháen, skildi
barnið eftir í gámnum 2. júlí síð-
astliðinn. Niðurstöður krufningar
leiddu í ljós að barnið hafði verið
lifandi fætt og varð það niðurstaða
lögreglurannsóknar að konan hefði
ein borið ábyrgð á andláti þess.
Konan var metin sakhæf af geð-
læknum og hefur nú verið ákærð.
Verði hún fundin sek um mann-
dráp af ásetningi gæti hún átt
sextán ára fangelsisvist yfir höfði
sér. Til vara er hún hins vegar
ákærð fyrir brot gegn 212. grein
hegningarlaga, sem kveður á um
það þegar móðir deyðir barn sitt
sökum „neyðar, ótta um hneisu eða
sökum veiklaðs eða ruglaðs hugar-
ástands“. Við því liggur allt að sex
ára fangelsisvist.
Konan sat í gæsluvarðhaldi í
nokkra daga en hefur verið í far-
banni síðan hún var látin laus. - sh
Kona sem skildi barn sitt eftir í ruslagámi gæti átt þungan dóm yfir höfði sér:
Móðirin ákærð fyrir manndráp
MÁL SEM VAKTI ÓHUG Fólk lagði blóm
og bangsa við Hótel Frón daginn sem
barnið fannst í gámnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Alla virka daga kl. 18.00
Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ
ÞJÓÐKIRKJAN Ríkisendurskoðun
telur að greina þurfi á milli trúar-
legra og veraldlegra málefna í
skipulagi Biskupsstofu. Þetta
kemur fram í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um Biskupsstofu sem birt
var í gær.
Þá er gerð athugasemd við það að
biskup sé forseti kirkjuráðs. Ráðið
fer með framkvæmdavald í mál-
efnum þjóðkirkjunnar og úrskurð-
ar einnig um mál sem því berast frá
lægri stjórnsýslueiningum. Biskup
gæti því sem forseti kirkjuráðs lent
í því að fjalla um mál sem hann hafi
áður komið að á lægra stjórnsýslu-
stigi og Ríkisendurskoðun þykir
ekki fara vel á því.
Þá takmarki stjórnunarstörf
biskups þann tíma sem hann hefur
til að sinna meginhlutverki sínu
sem faglegur leiðtogi þjóðkirkj-
unnar.
Þess vegna leggur Ríkisendur-
skoðun til að myndaðar verði tvær
sjálfstæðar skipulagseiningar
innan Biskupsstofu sem hvor hafi
sinn yfirmann. Þannig verði dregið
úr skyldum biskups í fjármálaum-
sýslu kirkjunnar.
Biskup haldi hins vegar sæti sínu
í kirkjuráði, hafi þar málfrelsi og
tillögurétt en ekki atkvæðarétt.
Meðal annarra tillagna í skýrsl-
unni er að unnið verði að heild-
stæðri stefnumótun um starfsemi
Biskupsstofu. Þar skuli koma fram
lykilmarkmið stofnunarinnar og
árangursmælikvarðar settir.
Þá þarf að forgangsraða og tíma-
setja aðgerðir til að framfylgja
stefnunni. Meðal annars skuli meta
hvort kirkjan eigi að sinna öllum
þeim verkefnum sem nú er sinnt á
Biskupsstofu.
Til að auka gegnsæi í fjár-
málum þjóðkirkjunnar er lagt
til að helstu sjóðir kirkjunn-
ar, Kirkjumálasjóður, Kristni-
sjóður og Jöfnunarsjóður sókna,
og Hinn almenni kirkjusjóður verði
sameinaðir í einn Kirkjusjóð.
Þá þurfi að móta skýrar regl-
ur um verklag við styrkveiting-
ar, meðal annars varðandi mat á
umsóknum og eftirfylgni með nýt-
ingu styrktarfjár.
Einnig er lagt til að stefnt verði
að sameiningu fámennra sókna og í
þeim tilgangi verði sett skilyrði um
lágmarksfjölda sóknarbarna. Frum-
kvæði að sameiningu verði fært frá
biskupafundi til kirkjuþings.
Loks telur Ríkisendurskoðun að
eignarhald og viðhald prestssetra
eigi að vera hjá sóknum, að undan-
skildum prestssetursjörðum.
thorgils@frettabladid.is
Biskup víki úr sæti
forseta kirkjuráðs
Ríkisendurskoðun segir að greina þurfi á milli trúarlegra málefna og verald-
legra. Biskup verði ekki lengur forseti kirkjuráðs en hafi tillögurétt á fundum.
Mælst til sameiningar fámennra sókna um allt land.
MÆLST TIL BREYTINGA HJÁ BISKUPSSTOFU Ríkisendurskoðun vill að skilið verði á
milli trúarlegra og veraldlegra málefna í starfsemi Biskupsstofu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEISTU SVARIÐ?