Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 4
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR4 EFNAHAGSMÁL Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að auka þurfi tapsáhættu fjármálafyrirtækja. Ráðherrann talaði á haustráðstefnu KPMG, þar sem sjónum var beint að eftirliti. Árni Páll sagði að tapsáhættu fjármálafyrirtækja hefðu hingað til verið settar þröngar skorður. Íslenskt réttarumhverfi hefði takmarkað niðurfærslu krafna án gjaldþrotameðferðar að miklu leyti og einstaklingar hefðu verið settir undir mannfjandsamlega gjaldþrotalöggjöf. „Þar með hefur verið skapaður sá rammi að fjármálafyrirtækjum væri gert mjög auðvelt að sækja kröfur á hendur jafnt einstaklingum og fyrir tækjum.“ Ráðherrann sagði að undanfar- in misseri hefði þessari umgjörð verið breytt í grundvallaratriðum. „Við verðum að venja okkur við það sem þjóð að afskriftir krafna eiga að vera algengari í framtíð- inni og tapsáhætta fjármálafyrir- tækja meiri. Það er besta leiðin til að verja almenning fyrir áföll- um af starfsemi fjármálafyrir- tækja, að auka tapsáhættu þeirra hvers um sig af eigin starfsemi. Þannig hvetjum við best til var- kárni í rekstri þeirra og að þau axli sína samfélagslegu ábyrgð í rekstrinum.“ Árni Páll sagði ljóst að ekki væri hægt að hafa stjórn á fjár- málamörkuðum í gegnum eftir- lit. Takmörk séu fyrir því hverju hægt er að ná fram með reglum og eftirliti. „Við getum aldrei vænst þess að eyða áhættu úr fjármálakerfinu með því einu að hafa nógu marga í vinnu hjá opinberum eftirlitsstofn- unum. Það er alveg sama hvað þeir láta sér detta í hug að byrgja marga brunna, nýsköpunargetan í fjár- málakerfinu er eðli málsins sam- kvæmt svo mikil að það verða búnir til fleiri brunnar en eftirlitsaðilar geta látið sér detta í hug að byrgja.“ Árni Páll segir mikilvægt að leggja grunninn að heildstæðri sýn á fjármálamarkaði; hvað hverjum og einum sé ætlað að gera og hvernig hægt sé að tryggja að allir aðilar á markaðnum geti náð eins miklum árangri og mögulegt er, veitt þjónustu með eins litlum tilkostnaði fyrir almenning án óásættanlegrar áhættu. kolbeinn@frettabladid.is Hættan á tapi betri en of mikið eftirlit Efnahags- og viðskiptaráðherra segir að auka verði tapsáhættu fjármálafyrir- tækja og afskriftir krafna þurfi að vera tíðari. Þannig verði almenningur best varinn áföllum í starfsemi þeirra. Eftirlit hafi ekki stjórn á fjármálamörkuðum. TÍÐARI AFSKRIFTIR Árni Páll Árnason segir að afskriftir krafna eigi að vera algengari í framtíðinni og tapsáhætta fjármálafyrirtækja meiri. Þannig verði almenningur best varinn af áföllum af starfsemi fjármálafyrirtækja. VARÐ VIÐ ÁSKORUN Yasuhiro Sonoda segir vatnið frá Fukushima nægilega vel hreinsað. NORDICPHOTOS/AFP JAPAN Japanski þingmaður- inn Yasuhiro Sonoda gerði sér lítið fyrir og drakk glas fullt af vatni, sem tekið var úr næsta nágrenni kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum fyrr á árinu. Hann virtist reyndar tauga- óstyrkur og hendur hans titruðu svolítið, en þetta gerði hann engu að síður vegna áskorunar frá fréttamönnum. Þeir hvöttu hann til að sanna með þessu fullyrðingar sínar um að vatnið sé hættulaust eftir að það hefur verið hreinsað. Hann sagði það að vísu ekki sanna eitt eða neitt, að drekka vatnið úr glasinu, heldur eigi menn að kynna sér gögnin sem hann hefur lagt fram. - gb Þingmaður sannar mál sitt: Drakk vatn frá kjarnorkuveri SAMGÖNGUR Mikill áhugi er á störfum hjá hinu nýja flugfélagi WOW Air að því er fullyrt er í tilkynningu frá almannatengli Skúla Mogen- sen, eiganda félagsins. „Þegar hafa borist tæplega 600 umsókn- ir um fjórar stjórnunar- stöður og ótil- greindan fjölda af sumarstörf- um flugliða sem auglýst voru fyrir helgi. Ráðið verður í nokkra tugi starfa, bæði stjórnunarstöður og störf flugliða, en flestar umsóknirnar sem bárust eru um störf flug- liða,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur enn fremur fram að búist sé við að hægt verði að byrja að bóka flug með WOW Air á næstu dögum. Áætlunar- flug hefjist síðan í vor. - gar Pfaff • Grensásvegi 13 • Sími 414 0400 • www.pfaff.is facebook.com/pfaff.is Láttu ljós þitt skína í ljósaveislu Pfaff í dag milli kl. 11–16 GENGIÐ 01.11.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,5906 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,33 115,89 183,78 184,68 157,85 158,73 21,210 21,334 20,403 20,523 17,437 17,539 1,4745 1,4831 181,06 182,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Í Fréttablaðinu í fyrradag var ranglega sagt að Norvik, sem á meðal annars Kaupás, hefði gert kyrrstöðusamning við lánardrottna sína. Hið rétta er að Straumborg ehf., sem á 22% hlut í Norvik, gerði slíkan samning sem gildir til janúar 2013. Beðist er vel- virðingar á þessu. LÖGREGLUMÁL Höfuðpaurinn meinti í umfangsmiklu fíkniefnamáli, sem kom upp í síðasta mánuði, á að baki níu refsidóma. Síðast var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir fíkniefnasmygl til landsins og fleiri sakir. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er rök- studdur grunur um að smygltilraun- in á amfetamíni, kókaíni, e-töflum og sterum í kílóavís í síðasta mán- uði, hafi verið að hans undirlagi. Lögreglan og tollgæslan fundu efnin falin í gámi sem kom með hollensku flutningaskipi til Straumsvíkur. Maðurinn var nú í júní dæmdur fyrir að fjármagna og smygla rúmum 300 grömmum af kókaíni frá Bandaríkjunum árið 2009. Hann var tekinn með efnið, sem hann hafði drýgt og var þá orðið nær 500 grömm, auk rúmlega 300 gramma af amfetamíni. Þá var hann dæmdur fyrir að fela nær 150 grömm af kókaíni og mikið magn steralyfja, í föstu og fljótandi formi, í ferðatöskum sem hann sendi með fraktflugi frá Amster- dam til Íslands árið 2008. Enn fremur var maðurinn dæmdur fyrir að hafa árið 2009 smyglað til landsins fjórtán stykkjum af vefaukandi steralyfj- um frá Hollandi. Að auki ræktaði hann í íbúð á Seltjarnarnesi 39 kannabisplöntur. Hann reyndist einnig vera með kannabislauf í fórum sínum. Auk þessa var maðurinn dæmd- ur fyrir að vera með kannabisefni í vörslu sinni og fyrir umferðar- lagabrot, þar sem hann ók sviptur ökuréttindum. Hann var sviptur ökurétti ævilangt. Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúr- skurð héraðsdóms yfir manninum sem verður í gæsluvarðhaldi til 11. nóvember. - jss Karlmaður sem situr inni vegna stórsmygls á fíkniefnum og sterum margdæmdur: Höfuðpaur í fíkniefnamáli með níu dóma STERAR Maðurinn var dæmdur fyrir smygl á sterum í föstu og fljótandi formi. SKÚLI MOGENSEN LÖGREGLUMÁL Lögreglan handtók samtals níu manns í tengslum við innbrot í veitingastaðinn Hafið bláa við Óseyrarbrú nýverið. Fyrst voru fimm ungmenni handtekin og fannst hluti af þýfi af veitingastaðnum í bifreið þeirra. Síðar var gerð húsleit í Þorláks- höfn. Þar fannst nokkuð af áfengi og öðrum munum sem tengdust innbrotinu. Þrír voru handteknir til viðbótar hinum fimm. Sá níundi var síðan boðaður til yfirheyrslu í lögreglustöð. Í tengslum við þetta mál er lögreglan að rannsaka mörg innbrot sem átt hafa sér stað í Þor- lákshöfn að undanförnu. - jss Stolið úr Hafinu bláa: Níu handteknir eftir innbrotið LEIÐRÉTT Góður gangur hjá nýju félagi: Segja 600 vilja í störf hjá WOW VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 17° 13° 12° 15° 15° 11° 11° 24° 15° 23° 13° 25° 11° 18° 22° 11°Á MORGUN 10-15 m/s NV-til, annars hægari. FÖSTUDAGUR Víða 5-10 m/s, hægari NA-til. 3 13 170 -2 0 0 3 1 3 4 6 -3 16 14 8 9 5 11 11 10 11 9 3 4 8 10 7 4 6 6 9 HVASST Í DAG Það verður heldur hvasst í dag, eink- um á Vestfjörðum og á Snæfellsnesi. Á morgun verður vindur genginn niður, nema NV-til. Þá hlýnar og horfur á að frostlaust verði orðið í byggð annað kvöld. Á föstudaginn eru víða horfur á skúrum. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.