Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 2. nóvember 2011 31
arionbanki.is — 444 7000
Viltu vinna
miða á leikinn?
Taktu þátt í leik á arionbanki.is og þú gætir
unnið miða fyrir tvo!
Mætum í Laugardalshöllina á föstudaginn
kl. 20:00 og keyrum upp íslenska handbolta-
stemmningu eins og hún gerist best.
Íslenska landsliðið gegn Úrvalsliði HSÍ
Arion banki er aðalbakhjarl HSÍ
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 02. nóvember
➜ Tónleikar
17.00 Þórarinn Hjartarsson segir og
syngur Lífsdagbók ástarskáldsins Páls
Ólafssonar í Landnámssetrinu í Borgar-
nesi. Miðaverð er kr. 2.500.
17.30 Sig-
ríður Aðal-
steinsdóttir,
mezzósópran,
er gestur
Jónasar Ingi-
mundarsonar
í tónleikaröð-
inni Íslenskt?
Já takk.
Tónleikarnir
fara fram í
Salnum og er
miðaverð kr.
1.500.
20.00 Lionsklúbbur Hveragerðis heldur
tónleika í Hveragerðiskirkju til styrktar
baráttu gegn einelti í samstarfi við
samtökin Liðsmenn Jerico. Ragnheiður
Gröndal, Páll Rósinkranz og Magnús
Þór Sigmundsson koma fram ásamt
barnakór úr grunnskóla Hveragerðis.
Aðgangseyrir er kr. 2.000.
21.00 Hljómsveit gítarleikarans Ómars
Guðjónssonar kemur fram á tónleikaröð
Jazzklúbbsins Múlans í Norræna Hús-
inu. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
21.00 Tvíeykið Duo Harpverk, skipað
hörpuleikaranum Katie Buckley og slag-
verksleikaranum Frank Aarnink, kemur
fram á sérstæðum tónleikum á Café
Rosenberg.
➜ Fundir
20.00 Hvítabandið líknarfélag heldur
fund að Hallveigarstöðum við Túngötu.
Gestur fundarins er Sigríður Víðis Jóns-
dóttir, rithöfundur og höfundur bókar-
innar Ríkisfang - Ekkert.
➜ Uppákomur
20.00 Hið vikulega Pöbb Quiz verður
haldið á Faktorý. Þátttaka er ókeypis en
veglegir vinningar í boði.
20.30 Skemmtistaðurinn Bakkus
stendur fyrir skúlptúrkeppni.
➜ Dans
14.00 Síðdegisdans verður hjá Félagi
eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4.
Stjórnendur eru Matthildur Guðmunds-
dóttir og Jón Freyr Þórarinsson.
➜ Handverkskaffi
20.00 Hildur Jónsdóttir bókbindari
kynnir marmoreringu á pappír, sem
er ævaforn aðferð til þess að búa til
skrautlegan pappír, í Handverkskaffi í
Gerðubergi. Aðgangur er ókeypis.
➜ Uppistand
20.00 Drengirnir í Mið-Íslandi halda
uppistand ásamt norska uppistandaran-
um Dag Sørås og Ernu Dís Eriksdóttur
í Þjóðleikhúskjallaranum. Miðaverð er
kr. 2.000.
➜ Tónlist
22.00 Extreme Chill heldur sérstakt
raftónlistarkvöld á Kaffibarnum þar sem
Dj Thor, B. G. Baarregaard, Mooglie og
Dj Andre & Beatmakin Troopa stjórna
tónlistinni.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Kjartan Ólafsson fer yfir niður-
stöður nýrrar rannsóknar sem leitast
við að meta hversu algengt er að börn
lendi í hættulegum aðstæðum á inter-
netinu. Erindið flytur hann á Félags-
vísindatorgi Háskólans á Akureyri í stofu
M102 að Sólborg við Norðurslóð.
14.10 Andrew Whitehead frá Univer-
sity College Cork í Írlandi flytur fyrir-
lesturinn Hlæjandi búddar: endurmat á
leiðargildi kímni í ljósi hefða kínversks
búddisma í stofu 222 í aðalbyggingu
Háskóla Íslands.
➜ Samkoma
20.00 Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir,
atvinnu- og hlunnindaráðgjafi Bænda-
samtaka Íslands, ræðir um íslenskan
æðardún og náttúruleg verðmæti hans
á fræðslukvöldi Vitafélagsins í Sjóminja-
safninu Víkinni, Grandagarði.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
„Ég held að Norðmenn séu almennt
fyndnir,“ segir Bergur Ebbi Bene-
diktsson, 25 prósent af uppistands-
hópnum Mið-Ísland.
Mið-Ísland snýr aftur í Þjóð-
leikhúskjallarann í kvöld og annað
kvöld eftir sumarfrí. Ari Eldjárn,
Bergur Ebbi, Halldór Halldórs-
son og Jóhann Alfreð Kristinsson
koma allir fram ásamt sjónvarps-
manninum Birni Braga Arnars-
syni, sem er kynnir kvöldsins og
uppistandaranum Ernu Dís Eríks-
dóttur. Aðalgestur kvöldsins er
norski grínistinn Dag Sørås.
„Hann er með uppistandið sitt á
ensku, þannig að gestir þurfa ekki
að taka með sér norsk-íslenska
vasaorðabók á uppistandið,“ segir
Bergur. „Hann hefur mikið komið
fram í Bretlandi. Þar er hans
helsta vígi. Annars kemur hann
líka fram í Noregi og Svíþjóð.“
Sýningarnar hefjast klukkan 20
báða dagana og miðaverð er 2.000
krónur. - afb
Norskur grínisti
með Mið-Íslandi
SNÚA AFTUR Mið-Ísland snýr aftur í Þjóðleikhúskjallarann í kvöld og annað kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA