Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 10
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR10 hafa snúið að vinnumarkaðssjón- armiðum til að takmarka flæði ódýrs vinnuafls til landsins. Ekk- ert bendi til þess að þegar undan- þágan fellur úr gildi um áramót sæki flóð einstaklinga frá þessum löndum um atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Það sem af er ári er fjöldi nýskráðra Rúmena og Búlg- ara hjá Útlendingastofnun undir 30 manns. „Okkar reynsla er sú að þetta eru sárafáir einstaklingar. Það er engin ástæða til að fara á límingunum þó að þessi undanþága falli niður,“ segir hann. Varðandi gagnrýnis- raddir um aukin umsvif erlendra glæpagengja eftir áramót, segir Þorsteinn: „Brotamennirnir koma hvort sem er. Það eru ekki þeir sem eru að sækja um atvinnu- eða dval- arleyfi. Og eins og vitað er þá geta þeir komið frá hvaða löndum sem er.“ sunna@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Takmarkanir á veit- ingu dvalar- og atvinnuleyfa til Rúmena og Búlgara hér á landi falla niður um áramót, en þær hafa verið í gildi síðan árið 2007, er ríkin gengu í Evrópusambandið. Er þar um að ræða undanþágur frá ákvæð- um EES-samningsins um frjálst flæði vinnuafls á milli aðildarríkja. Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðunni að undanförnu. Jakob Frímann Magnússon, fram- kvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, sagði í sjónvarpsfréttum fyrir nokkrum dögum að Rúm- enía og Búlgaría fengju aðild að Schengen-samkomulaginu, sem kveður á um vegabréfsfrelsi, um áramót. Sagðist Jakob hafa áhyggj- ur af því að glæpagengi ættu þá greiðari leið til landsins. Rúmenía og Búlgaría munu hins vegar ekki gerast aðilar að Schen- gen-samstarfinu um áramót, held- ur þurfa enn að bíða. Það sem gerist um áramótin er að ríkis- borgarar þeirra hafa sömu rétt- indi og aðrir borgarar EES-ríkja til að dvelja hér á landi í sex mán- uði í atvinnuleit án þess að sækja um formlegt dvalarleyfi. Þorsteinn Gunnarsson, sviðs- stjóri hjá Útlendingastofnun, segir takmarkanirnar fyrst og fremst LEIKTÆKNISKÓLI Micheal Checkhov tækni Undirbúningur fyrir áheyrnarprufur Textagreining Kvikmyndaleikur kama og raddar kun Mag t Nýtt námskeið frá 15. nóvember. til 20. des. 2011 Kennsla fer fram öll þriðjudagskvöld frá kl. 19.30 til 23.00 Skráning og fyr rnir á leiktaekniskolinn@gmail.com. Aldurtakmark 18 ár Magnús og Þorsteinn eru meðal reyndustu leikara sinnar kynslóðar með áratuga reynslu af vinnu við leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Námskeið í hagnýtri og skapandi leiklist HVALFJARÐARGÖNG Verða lokuð á virkum nóttum næstu vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SAMGÖNGUMÁL Hvalfjarðargöng- in voru lokuð í nótt og verða áfram lokuð næstu þrettán virkar nætur. Göngin verða lokuð frá mið- nætti til klukkan sex á morgn- ana. Um helgar verður opið sam- kvæmt venju. Þegar göngin eru lokuð verður unnið að viðhaldi og endurbótum á göngunum og tæknibúnaði í þeim, samkvæmt upplýsingum frá Speli og Vega- gerðinni. Viðhaldsvinnunni á að ljúka aðfaranótt föstudagsins 18. nóvember næstkomandi. - þeb Viðhald í Hvalfjarðargöngum: Göngin lokuð næstu nætur BANDARÍKIN Matvæla- og lyfjaeftir- lit Bandaríkjanna gaf út viðvör- un vegna lakkrísneyslu. Er þetta gefið út í tilefni af hrekkjavöku, sem var í fyrradag. Fréttastofa ABC greinir frá aðvörun eftir- litsins, sem segir að mikil neysla á efninu glýseríni, sem er í lakkrís, geti valdið hjartsláttartruflunum. Til dæmis geta 50 grömm á dag af lakkrís í tvær vikur komið fólkið yfir fertugu inn á spítala. Fólk með háan blóðþrýsting og hjarta- eða nýrnasjúkdóma er við- kvæmara fyrir lakkrísáti. - sv Aðvörun vegna hrekkjavöku: Ekki borða of mikinn lakkrís DÓMSMÁL Mál gegn rúmlega þrítugum karlmanni, sem tvítugur piltur kærði fyrir nauðgun í heimahúsi í Hafnarfirði, hefur verið fellt niður. Eftir rannsókn lögreglu og Ríkissaksóknara var ekki talið líklegt að ákæra myndi leiða til sakfellingar, að því er fram kemur á Vísi.is. Fréttablaðið greindi frá kærunni í maí í fyrra. Þar kom fram að maðurinn hefði boðið piltinum í samkvæmi heim til sín, áfengi verið haft um hönd og pilturinn sofnað. Hann hefði vaknað við að maðurinn var að misnota hann. Maðurinn flutti búferlum til útlanda í kjölfar kærunnar. - jss Sá kærði flutti til útlanda: Nauðgunarmál fellt niður SAMGÖNGUMÁL Yfir 900 þúsund farþegar stigu inn í strætis- vagna Strætó bs. í októbermán- uði, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Strætó telur farþega í öllum vögnum í þrjá daga í októ- ber ár hvert. Í sama mánuði í fyrra voru far- þegarnir rúmlega 76 þúsundum færri en nú, sem þýðir að farþeg- um fjölgaði um 9,15 prósent milli ára. Sé horft aftur til ársins 2005 eru farþegar nú rúmlega fjörutíu prósentum fleiri nú en í október þá, að því er fram kemur í til- kynningu frá Strætó. Yfir fimm þúsund farþegar fara nú með leið eitt á hverjum degi að meðaltali, og yfir fjögur þús- und með leið sex. Við þessu hefur verið brugðist með því að kaupa lengri vagna sem geta tekið fleiri farþega. Það hefur þó ekki alltaf dugað til, að sögn Einars Krist- jánssonar, sviðsstjóra skipulags- og þróunarsviðs Strætó. Auka- vögnum hefur því stundum verið bætt við á mestu álagstímunum. Færri farþegar eru nú en áður á sumum leiðum, til að mynda leiðum tvö og fimm, en þær leið- ir hættu akstri á kvöldin og um helgar. Nýlega greindi Strætó frá því að farþegum á fyrstu níu mánuð- um ársins hefði fjölgað um tæpa milljón milli ára. - þeb Yfir 900 þúsund farþegar í strætisvögnum í októbermánuði: Aldrei fleiri farþegar hjá Strætó STRÆTISVAGN Á FERÐ Yfir fimm þúsund manns fara með leið eitt á hverjum degi að meðaltali nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ekki líklegt að Rúmenar og Búlgarar streymi til Íslands Takmarkanir á atvinnu- og dvalarleyfisveitingum til Rúmena og Búlgara falla úr gildi um áramót. Löndin hafa enn ekki fengið aðild að Schengen. Ekkert bendir til að fólk flæði inn í landið, segir Útlendingastofnun. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, sagði í samtali við RÚV í síðustu viku að hann teldi að það væri æskilegt að innanríkisráðuneytið byggi til viðbragðsáætlun við breytingum á Schengen- samkomulaginu um áramót. Jakob sagði að „þá opnist gáttirnar fyrir tveimur meginvöggum óaldarlýðs og glæpagengja“ og vísaði til Rúmeníu og Búlgaríu. Jakob baðst í gær afsökunar á ummælum sínum; þar hefði of mikið verið alhæft. Hann vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið að öðru leyti en að koma skriflegri afsökunarbeiðni á framfæri. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum þess að gildistöku á þeim hluta Schengen- samkomulagsins sem snýr að þessum tveimur þjóðum var frestað til 1. jan. nk. af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar,“ segir Jakob meðal annars í afsökunarbeiðninni. Jakob segir brýnt að auka löggæslu í mið- borginni í ljósi nýliðinna atburða í úraverslun á Laugavegi. Óttast komu glæpagengja og vill meiri löggæslu í miðbænum JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON GRAFIRNAR SKREYTTAR Íbúar Spánar gerðu sér margir ferð að gröfum ætt- ingja sinna til að skreyta þær blómum í tilefni allraheilagramessu. NORDICPHOTOS/AFP Okkar reynsla er sú að þetta eru sárafáir einstaklingar. Það er engin ástæða til að fara á líming- unum þó þessi undanþága falli niður. ÞORSTEINN GUNNARSSON SVIÐSSTJÓRI HJÁ ÚTLENDINGASTOFNUN FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMFÉLAGSMÁL Norðurlöndin eiga að leiða grænan hagvöxt, sem er mikilvægur þáttur í sameiginleg- um aðgerðum í loftslagsmálum. Þetta segja forsætisráðherrar Norðurlandanna í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér, en Norðurlandaráðsþing hófst í gær. Ríkin eiga og geta verið í farar- broddi þegar kemur að virkri grænni atvinnustarfsemi og sjálfbærum lausnum, segja ráð- herrarnir. Þeir hafa falið fagráðherrum að þróa afmörkuð samstarfssvið í þessum málum. Meðal annars á að leggja áherslu á tilraunastöð fyrir grænar lausnir, menntun og rannsóknir um grænan hag- vöxt, vistvæn innkaup og aukinn sveigjanleika í orkunotkun. Til þess að ríkjunum takist að leiða grænan hagvöxt þurfa að koma til framlög á mörgum svið- um og hefur framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar verið falið að tryggja samhæf- ingu og skila skýrslu um málið fyrir sumarfund ráðherranna á næsta ári. - þeb Forsætisráðherrar á Norðurlandaráðsþingi sem hófst í Kaupmannahöfn í gær: Eiga að leiða grænan hagvöxt FORSÆTISRÁÐHERRAR Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sat fund Norðurlandaráðs. NORDEN.ORG/MAGNUS FRÖDERBERG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.