Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2011, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 02.11.2011, Qupperneq 24
2. NÓVEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Dagatal viðskiptalífsins MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER ➜ Útgáfudagur Peningamála SÍ ➜ Vaxtaákvörðun SÍ ➜ Atlantic Petroleum 9 mán. uppgjör ➜ Fasteignamarkaðurinn í mánuðum eftir landshlutum ➜ Ráðstefna um breytingar í smásölu og heildsölu ➜ Ný fjarskiptaáætlun stjórnvalda FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER ➜ Gistinætur og gestakoma (Hagstofan) ➜ Gjaldeyrismarkaður SÍ ➜ Íslensku markaðsverðlaunin FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER ➜ Útboð ríkisbréfa ➜ Vöruskipti við útlönd í janúar-september 2011 (Hagstofan) ➜ Hagvísar í nóvember 2011 ➜ Raungengi SÍ ➜ Krónumarkaður SÍ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER ➜ Vöruskipti við útlönd (Hagstofan) ➜ Erlend staða SÍ ➜ Fjöldi þinglýstra leigusamninga Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á dagatal viðskiptalífsins 150 120 90 ÞRÓUN HÚSNÆÐISVERÐS miðað við verðbólgu Höfuðborgarsvæði - Fjölbýli Höfuðborgarsvæði - Einbýli Utan höfuðborgarsvæðis Landið allt 120 100 80 60 2006 2007 2008 2009 2010 2011 ÞRÓUN HÚSNÆÐISVERÐS Höfuðborgarsvæði - Fjölbýli Höfuðborgarsvæði - Einbýli Utan höfuðborgarsvæðis Landið allt 2006 2007 2008 2009 2010 2011 miðað við kaupmátt ÞRÓUN HÚSNÆÐISVERÐS 200 150 100 50 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Höfuðborgarsvæði - Fjölbýli Höfuðborgarsvæði - Einbýli Utan höfuðborgarsvæðis Landið allt Vísitala neysluverðs Vísitala kaupmáttar KAUP- OG LEIGUSAMNINGAR 45.000 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 FRÉTTASKÝRING Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Þinglýstum kaupsamningum hefur fjölgað hægt og þétt síðustu 18 mánuði eftir hrun. Raunar hefur velta á markaði næstum því þre- faldast frá því sem var í upphafi árs 2009. Á sama tímabili hefur raunverð húsnæðis í raun staðið í stað. Þó hefur húsnæðisverð hækk- að hraðar en kaupmáttur síðastliðið ár, mest á landsbyggðinni. Greiningaraðilar telja flestir að umsvif aukist áfram á næstunni þó markaðurinn verði áfram lítill í samanburði við það sem var fyrir hrun. Ekki er búist við því að hús- næðisverð lækki frekar og þá verð- ur sennilegast áfram frost í bygg- ingu nýrra húsa. Í skýrslu sem greiningardeild Arion banka sendi nýverið frá sér kom fram að byggingarkostnaður væri um 26 prósentum yfir mark- aðsverði fasteigna og því spáð að nýbygging taki varla við sér fyrr en það breytist. Þá var það mat deild- arinnar að húsnæðisverð myndi hækka nokkuð á næstu árum þótt lítill kaupmáttur muni vinna á móti. Greiningardeild Íslandsbanka hefur einnig spáð verðhækkun- um á markaðnum en benti í júní á að skuldavandi heimilanna setji því skorður hve mikil hækkun- in verði. Þó taldi hún hugsanlegt að bóla myndaðist á markaðn- um, ekki síst ef gjaldeyrishöftin verða lengi við lýði. Fáir fjárfest- ingakostir innanlands geti valdið því að fjárfestar leiti í hrönnum á markaðinn. Arnar Ingi Jónsson hjá hag- fræðideild Landsbankans telur einnig að umsvif muni aukast. „Í fyrsta lagi hefur þessi aukn- ing verið úr mjög litlum gildum. Aukning úr tveimur í fjóra er 100 prósent aukning en það er ekki þar með sagt að mikið sé að ger- ast. Við teljum því vera líkur á að þetta aukist áfram á næstunni þó það verði alls engin sprenging. Við eigum ennþá langt í land til að ná einhverju eðlilegu meðaltali sé horft svolítið aftur í tímann” segir Arnar. Spurður hvort raun- verð húsnæðis muni lækka frekar segist Arnar síður eiga von á því, það hafi þegar lækkað um þriðj- ung frá hápunkti og virðist hafa náð ákveðnum lágpunkti. Hjá Íbúðalánasjóði eru menn sama sinnis. „Þetta er ennþá ekki mjög stór hópur sem er í húsnæð- iskaupum, menn eru svolítið að sitja á sér. Þar spilar bæði inn í efnahagsástandið en einnig það að það eru breytingar í farvatninu með hvers konar húsnæðislán eru í boði þannig að menn eru kannski ekki að flýta sér,“ segir Sigurður Erlings son, framkvæmdastjóri, og bætir við að hann eigi von á því að umsvifin aukist áfram en ekki mjög hratt. Ásókn í leiguhúsnæði jókst tals- vert eftir hrun. Sú þróun er ekki talin líkleg til að ganga til baka á næstunni. „Við höfum séð að í grunninn hefur afstaða fólks til séreignar ekki breyst. Hins vegar virðist vera stærri hópur að leita út á leigumarkaðinn,“ segir Sig- urður og bætir við: „Þetta eru helst tveir hópar; ungt fólk í námi eða að koma sér fyrir á vinnumarkaði og svo eldri hópur sem fór kannski illa út úr hruninu og er ekki lánshæf- ur. Meðan þessi seinni hópur er að reisa sig við má búast við áfram- haldandi mikilli eftirspurn á leigu- markaði þótt margt annað spili auð- vitað inn í.“ Hækkanir framundan Umsvif hafa aukist nokkuð á húsnæðismarkaði undanfarið eftir lágdeyðu fyrst eftir hrun. Greiningaraðilar telja flestir að þessi þróun haldi áfram á næstu misserum. Heimild: Þjóðskrá* Höfuðborgarsvæðið, Akureyri, Árborgarsvæðið og Suðurnes Fjöldi kaupsamninga* Fjöldi leigusamninga Velta kaupsamninga í milljónum króna Heimild: Hagstofa Íslands Heimild: Hagstofa Íslands Heimild: Hagstofa Íslands HÚSNÆÐISMARKAÐUR Þótt lítill kaupmáttur og erfið skuldastaða dragi úr þrótti er búist við auknum umsvifum á húsnæðismarkaði næstu misseri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Erna Gísladóttir, fyrrum forstjóri B&L, átti hæsta tilboðið í hlut BLIH, móðurfélag B&L og Ingvars Helga- sonar, og hefur því verið tekið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær, en þar var haft eftir Ólafi Þór Jóhannessyni, framkvæmdastjóra Miðengis sem á 63% hlut í BLIH, að hann væri vongóður um að gengið verði frá sölunni á næstu dögum. Salan er enn háð samþykki birgja, þar á meðal Subaru, Hyundai, Niss- an/Renault og BMW og Landrover. Erna ætti að vera mörgum þeirra vel kunnug því að hún starfaði hjá B&L frá árinu 1987 fram til 2008. Guðmundur Gíslason, afi Ernu, var meðal stofnenda Bifreiða og landbúnaðarvéla, fyrir 57 árum, og Gísli, faðir Ernu var stjórnar- formaður um árabil. Fjölskyldan seldi dótturfélagi Sunds allt hlutafé í fyrirtækinu árið 2007. Tvö fornfræg bílaumboð líklega seld á næstu dögum: Fyrrum eigandi B&L að kaupa fyrirtækið MEÐ HÆSTA TILBOÐ Erna Gísladóttir, fyrrum forstjóri B&L, mun líklega kaupa fyrirtækið án næstu dögum. Danske Bank, stærsti banki Dan- merkur ætlar að segja upp um 2.000 starfsmönnum á tímabilinu 2012 til 2014. Með þessu er ætlunin að spara um 2 milljarða danskra króna eða rúm 42 milljarða króna í rekstrar- kostnaði. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar birtingar á uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung í morgun en það var afleitt fyrir bankann. Í frétt- um danskra fjölmiðla kemur fram að Danske Bank tapaði tæpum 400 milljónum danskra kr. eftir skatta eða um 8 milljörðum króna. Sér- fræðingar höfðu búist við hagnaði upp á tæpar 700 milljónir danskra kr. Það eru írsku dótturbankar Danske Bank sem eru áfram þung- ir í skauti og eru að stórum hluta ástæðan fyrir tapinu. Peter Straa- rup, forstjóri bankans, hefur í kjöl- farið ákveðið að setjast í helgan stein. Hagræða vegna tapreksturs og forstjórinn hættur: 2.000 verður sagt upp hjá Danske Bank

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.