Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 Sterkar tennur, fallegt bros – það er Flux! Hefur þú skolað í dag? FÆST Í APÓTEKUM H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA / A C TA V IS 1 1 8 0 9 0 Fyrir börn og fullorðna Þriðjudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Jólabakstur Allt 22. nóvember 2011 273. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Opið mán.-fös. 10-18.Opið á laugardögum 10-14.þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.is JÓLANÆRFÖTIN NÝKOMIN. teg LUNA - í A B C D skálum á kr. 7.680,- Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Mediflow heilsukoddinnEinstakur heilsukoddi með mjúku yfirlagi og vatnsfyllingu. Stillanlegur vatnspúði sem veitir fullkominn stuðningMinnkar verki í hálsi. Eykur svefngæði 9.750 kr. Gefðu góða gjöf Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari fann leið til að vera í klefa með meistaraflokkum. Valgeir nýtir þetta tæki, sem heitir Corex, mikið í þjálfuninni enda ekki ómerkari menn en Owen Hargreaves, fótboltamaður hjá Manchester City, á meðal þeirra sem lofsyngja það. Valsaði um hjá New York Knicks Þ etta byrjaði með því að égfór sem n dd svo f Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn standa fyrir fyrirlestraröðinni Lýðheilsa – fyrr og nú í sal Þjóðminjasafnsins á fimmtudag frá klukkan 12 til 13.15. Litið verður um öxl og og skyggnst í heimildir um mataræði og tengsl næringar og heilsu á síðustu öld. JÓLAB KSTURÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2011 Kynningarblað Kökur, eftirréttir, uppskriftir, leikir, ljúfar stundir og góð ráð. Að baka saman piparkökur eða búa til piparkökuhús er orðið hefð hjá mörgum og ómissandi þáttur í að koma fjölskyldumeðlimum í jólaskap. Piparkökuhúsaleikur Kötlu er nú haldinn í sextánda sinn og þátttaka í leiknum er orðin jólahefð á mörgum heimilum. Keppt er í barna- og fullorðins- flokki og verðlaun veitt fyrir falleg- ustu og best gerðu húsin. Skila þarf húsunum inn fimmtudaginn 1. des- ember frá kl. 17 til 19. Piparkökuhúsin Öll fjölskyldan sameinast í piparkökuhúsaleik KötluHinn árlegi piparkökuhúsaleikur Kötlu er nú haldinn í sextánda sinn. Þátttaka í leiknum er orðin árviss jólahefð hjá mörgum fjölskyldum, enda ekkert nema ímyndunaraflið sem setur fólki skorður í piparkökuhúsagerðinni. Börnin tóku forskot á sæluna í Smáralindinni og skreyttu piparkökuhjörtu af miklum móð. Ekki veitir af að æfa sig fyrir piparhúsaleik Kötlu sem nú er að hefjast í sextánda sinn. HVASST SYÐRA Í dag verða víða suðaustan 8-15 m/s, hvassast syðst. Rigning S- og SA-lands en skúrir eða él V-til. Hiti 0-8 stig. VEÐUR 4 2 -1 2 7 4 Ræðir aftur við Heiðar Lars Lagerbäck hefur hrifist af leik Heiðars Helgusonar upp á síðkastið. sport 30 Veðurbarinn leikstjóri Reynir Lyngdal leikstýrir spennumynd uppi á Langjökli. fólk 34 REYKJAVÍKURBORG „Það er verið að bæta töluvert í,“ segir Jón Hall- dór Jónasson. upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, um jóla- skreytingar sem settar verða upp á vegum borgarinnar í ár. Áætlað er að borgin verji 31 milljón króna í jólaskreytingar að þessu sinni. Sex milljónir er við- bótarkostnaður miðað við fyrri ár. Helgast það af endurnýjun og viðbótum. Meðal þess sem er verið að endurnýja eru ljósaseríur í um eitt hundrað trjám í miðborginni sem ekki var kveikt á í fyrra. Þessi tré eru á Laugavegi, í Bankastræti, Lækjargötu og á Sóleyjargötu. „Síðan ætlum við að bæta við fimm jólatrjám á torgum svo þau verða samtals 25,“ segir Jón Halldór. „Við erum að láta smíða tíu stórar jólaklukkur sem nú í vikunni verða hengdar upp yfir Laugavegi og Skólavörðustíg. Þá má nefna að við erum að láta gera nýja stjörnu á Óslóartréð en kveikt verður á því næsta sunnudag. Við erum að nota peninginn til að hleypa lífi í borgarbúa.“ - gar Talsverður viðbótarkostnaður vegna endurnýjunar jólaskreytinga í Reykjavík: Sex aukamilljónir í jólaskraut JÓLIN NÁLGAST Á SÓLEYJARGÖTU Starfsmenn Orkuveitunnar voru í óðaönn í gær að setja upp glænýjar ljósaseríur á Sóleyjar- götu þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG IÐNAÐUR „Ef þetta verður að lögum er ég verulega hræddur um að okkar fjárfestar muni hætta við,“ segir Magnús Garðarsson, for- stjóri Íslenska kísilfélagsins, um fyrirhugaða breytingu á lögum sem munu leggja kolefnisgjald á rafskaut sem meðal annars er notað til kísilframleiðslu. Breytingin er hluti af frum- varpi um ráðstafanir í ríkisfjár- málum sem var til umræðu á þingi í upphafi mánaðar. Umsagnarferli er nýlokið og frumvarpið verður næst tekið fyrir í efnahags- og við- skiptanefnd. Íslenska kísilfélagið vinnur að gerð kísilverksmiðju í Helguvík en Magnús segir í samtali við Frétta- blaðið að þetta gjald muni breyta öllu umhverfi til kísilframleiðslu hér á landi. „Þetta er mjög hár skattur sem mun hækka enn meira fram til 2015, og þegar svona skattur er kominn er alltaf hægt að halda áfram að hækka hann þar til að svona iðnaður hér á landi verð- ur alls ekki samkeppnishæfur.“ Magnús bætir því við að þó að Kísilfélagið sé komið lengst í ferl- inu, séu fleiri kísilfyrirtæki að undirbúa starfsemi hér á landi. Þau áform séu í hættu vegna kolefnis- gjaldsins. „Þetta drepur alveg niður allar efnahagslegar forsendur fyrir kísilvinnslu á Íslandi. Fyrirtækin fara einfaldlega eitthvert annað. Til dæmis er hægt að fá raforku á svipuðu verði í Bandaríkjunum, þar sem ekki er talað um kolefn- isskatta.“ Hann segist jafnframt vera hissa á að stjórnvöld, sérstak- Skattur fælir kísiliðnað frá Forsvarsmaður Íslenska kísilfélagsins er uggandi um framtíð kísiliðnaðar ef fyrirhuguð álagning kolefnis- gjalds gengur eftir. Segir breytinguna fara á svig við fjárfestingarsamning sem gerður var við stjórnvöld. Allnokkrar umsagnir bárust um setningu kolefnisgjalds á rafskaut til iðn- aðar. Meðal annars segir í umsögn Elkem Íslands, sem rekur verksmiðju á Grundartanga, að álagning þessi sé brot á samkomulagi sem stjórnvöld gerðu við stóriðjufyrirtæki árið 2009. Verði af henni muni það hafa í för með sér útgjöld upp á 430 milljónir árið 2013, 645 milljónir árið eftir og loks 860 milljónir árið 2015. Það muni bæði „þurrka upp allan rekstrarhagnað félagsins“ og koma í veg fyrir áhuga Elkem á að stækka verksmiðjuna, eins og staðið hafi til um nokkurt skeið. Stækkunaráform Elkem í uppnámi lega Vinstri græn, sjái ekki kost- ina sem kísilframleiðsla á Íslandi hefur út frá umhverfissjónarmiði. Í greinargerð með frumvarpinu er þess getið að álagning kolefnis- gjalds verði endurskoðuð á næsta ári, en Magnús segir það ekki gefa ástæðu til bjartsýni. „Við gerðum fjárfestingarsamn- ing við ríkið, einmitt til að tryggja fjárfestum okkar fyrirsjáanlegt hagkerfi. Þar segir að engar áætl- anir séu um að leggja nýja skatta á orkufreka starfsemi. Svo er ekki liðið árið áður en svona nokk- uð kemur fram. Trúverðugleiki stjórnvalda er enginn ef af þessu verður.“ - þj MENNING Háteigsskóli sigraði í Skrekk, hæfileikakeppni grunn- skólanna í Reykjavík, í Borgar- leikhúsinu í gærkvöld. Atriði Háteigsskóla hét Síðasta blóm- ið. Þetta er í fyrsta sinn sem Háteigskóli sigrar í keppninni. Í öðru sæti varð Langholts- skóli með atriðið 100 manna þorp og Réttarholtsskóli hlaut þriðja sætið fyrir Ástandið. Allir grunnskólar með ung- lingadeild gátu sent eitt atriði á Skrekk og kepptu átta þeirra til úrslita að undangengnum fjórum undanúrslitum á jafnmörgum kvöldum. Auk skólanna þriggja sem þegar eru nefndir áttu þar sína fulltrúa Árbæjarskóli, Hóla- brekkuskóli, Laugalækjarskóli, Norðlingaskóli og Víkurskóli. Fyrsti Skrekkurinn var árið 1990. Keppnin nú var því sú 22. í röðinni. - gar Síðasta blómið vann í Skrekk: Fyrsti sigurinn til Háteigsskóla Jólatré handa öllum Tveir hönnuðir standa í annað sinn fyrir átakinu Pakki á pakka. Í ár er það til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands. tímamót 18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.