Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 6
22. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 Auglýsing um styrki til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra Samkvæmt 3. mgr. 11. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, eins og henni - ráðherra fé til rannsókna af tekjum vegna sölu veiðikorta. rannsókna á stofnum villtra dýra sem undir áðurnefnd lög ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, merktar Veiði- kortasjóður, fyrir 20.desember 2011. Í umsókn um styrk úr Veiðikortasjóði skal umsækjandi greina frá efni og afmörkun fyrirhugaðra rannsókna, hverjir koma að rannsóknunum, skipulagi þeirra og áætluðum tímamörkum ásamt upplýsingum um menntun og/eða fyrri rannsóknir. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að senda inn umsóknir. ráðgjafanefndar úthluta styrkjum eigi síðar en 15. febrúarr 2012. 21. nóvember 2011 NEYTENDUR Kílóverð á frosnum fiski í verslun- um er einnig fyrir ís, vatn og umbúðir. Þegar frosinn fiskur er soðinn er þyngdin í sumum til- vikum einungis helmingurinn af því sem borg- að var fyrir. Þetta er niðurstaða úttektar Neyt- endasamtakanna sem framkvæmd var af Matís á gæðum frosins fisks í stórmörkuðum. Kvartanir neytenda um óeðlilega rýrnun á frystum fiski við þíðingu og eldun berast reglu- lega til Neytendasamtakanna og var því talin ástæða til að kanna málið nánar. Fyrir þau sýni sem könnuð voru náði nettóþyngd fisks ekki merktri þyngd. Neytendur eru því að borga fyrir umbúðir, íshúð og hrím í umbúðum á sama kílóverði og fyrir fiskinn. Nýting fisksins við suðu var á bilinu 69 til 79 prósent. Þegar íshúð og vatnstap við þíðingu var tekin með í reikninginn varð nýtingin 50 til 79 prósent. Þegar nýtingin er aðeins 50% þýðir það að aðeins helmingurinn af keyptum fiski endar á diski neytandans. Í skýrslu Matís kemur fram að íshúð var aðeins til staðar á sumum sýnanna. Því er raun- hæfur verðsamanburður neytenda á frosnum fiski útilokaður þegar hann er ýmist í boði með eða án íshúðar og hún vigtuð með. Kannaður var frystur og pakkaður fiskur í frystiborðum Krónunnar, Bónuss, Nóatúns og Hagkaups í júlí og nóvember. - sv Nýting frosins fisks úr stórmörkuðum allt niður í 50 prósent við suðu: Borgum fyrir vatn og umbúðir FROSINN FISKUR Úttekt Matís sýnir að umbúðir, ís og vatn eru hluti af kílóverði frosins fisks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Þrír íslenskir karl- menn, sem grunaðir eru um að hafa staðið að skotárás á bifreið á föstudagskvöldið, höfðu veitt öku- manni hennar eftirför áður en þeir létu til skarar skríða. Tveir þeirra hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald og sá þriðji var handtekinn í gærkvöld. Mennirnir þrír voru grímu- klæddir við eftirförina, sem stóð nokkra stund um hverfið þar sem þeir skutu síðan á bifreiðina. Í bíln- um sem þeir veittu eftirför voru farþegar, auk ökumannsins. Þeir skutu tveimur skotum, að því er talið er, úr haglabyssu á bílinn á planinu við bílasöluna Höfðahöllina og splundraðist afturrúða hans við skothríðina. Fólkið í bílnum sakaði ekki og þykir mikil mildi að ekki skyldi fara verr þegar kúlnahríð- in lenti á honum. Sá sem ók bílnum hélt rakleiðis á honum niður að lög- reglustöð við Hverfisgötu, þar sem hann leitaði ásjár lögreglu. Skot- mennirnir höfðust ekki frekar að. Lögregla rannsakar nú bifreið sem talið er að þeir hafi verið á þegar þeir skutu á hinn bílinn, en sú rann- sókn var á frumstigi í gær. Annar mannanna var handtekinn skömmu eftir árásina og úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 25. nóvem- ber. Hinn maðurinn gaf sig síðan fram við lögreglu í fyrradag og var hann úrskurðaður í gæslu- varðhald. Talið er að hann hafi staðið á bak við árásina og að hún hafi verið gerð að undirlagi hans. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri og hafa komið við sögu lögreglu vegna ýmissa mála áður. Sá þriðji sem handtekinn var í gærkvöld er sautján ára gamall. Fyrir fáeinum vikum hlaut hann sex mánaða fang- elsisdóm en hafði ekki hafið afplán- un. Dóminn fékk hann vegna þátt- töku í alvarlegri líkamsárás sem tengist mótorhjólagenginu Black Pistons. Lögregla telur að þessi atburður tengist fíkniefnum. Fjölmennt lið lögreglu hefur unnið að málinu og notið við það aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. jss@frettabladid.is Einn árásarmanna beið eftir afplánun Þrír karlmenn sem grunaðir eru um að hafa staðið að skotárás á bifreið á föstudagskvöld höfðu veitt bílnum eftirför áður en þeir létu til skarar skríða. Tveir sitja í gæsluvarðhaldi og þriðji maðurinn var handtekinn í gærkvöld. Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í austurborginni síðastliðið föstudagskvöld hafa báðir hlotið dóma. Annar þeirra, sá sem gaf sig fram og er talinn standa á bak við árásina, var fyrir nokkrum árum dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir og frelsissviptingu. Fáeinum mánuðum síðar var hann aftur dæmdur í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa tálmað handtöku félaga síns. Ýtti hann þá svo við lögreglumanni að hann missti takið á félaganum, sem hljóp í burtu. Hinn maðurinn hefur hlotið dóma fyrir umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Dómar skotmannanna LÖGREGLUMÁL Tveir Pólverjar voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald á laugardagskvöld vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar á landa sinn. Gæsluvarðhaldið, sem er á grundvelli rannsóknarhags- muna, rennur út á morgun. Atvikið átti sér stað í leigu- herbergjum í Funahöfða aðfara- nótt laugardagsins, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Menn- irnir urðu ósáttir sem endaði með því að tveir gengu í skokk á þeim þriðja og stórsköðuðu hann, eink- um í andliti, þar sem hann mun hafa hlotið mörg beinbrot. Grun- ur leikur á að ölvun hafi verið í spilinu þegar ósættið kom upp. Nágrannar gerðu lögreglu við- vart og hinn slasaði var fluttur á spítala, þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann mun ekki vera í lífshættu. Tvímenning- arnir létu sig hverfa eftir árás- ina en voru handteknir snemma á laugardagsmorgun og færðir fyrir dómara um kvöldið. Mennirnir eru allir um og yfir þrítugt. Þeir hafa dvalið hér og unnið um alllangt skeið. - jss Tveir karlmenn í gæsluvarðhaldi eftir mjög alvarlega líkamsárás: Stórsköðuðu landa sinn í andliti HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Úrskurð- aði mennina tvo í gæsluvarðhald. Ætlar þú að snæða rjúpur á næstu jólum? JÁ 12,4% NEI 87,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgdist þú með fréttum af landsfundi Sjálfstæðisflokksins? Segðu þína skoðun á vísir.is. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AF VETTVANGI Skotmenn- irnir létu til skarar skríða á bílaplaninu við Höfðahölliina. Mikil mildi var að ekki fór verr, því þeir möluðu aftur- rúðu bifreiðarinnar með kúlunum. LÖGREGLUMÁL Lögreglunni á Selfossi var gert viðvart vegna tveggja manna sem bönkuðu upp á í húsi í bænum og kynntu sig sem starfsmenn vörslusviptinga- fyrirtækis. Erindi þeirra væri að sækja bifreið manns sem var í skuld með hana. Eigandinn krafði mennina um gilda pappíra sem heimil- aði þeim vörslusviptinguna. Þeir framvísuðu pappírum sem maðurinn taldi ekki gilda og neitaði að afhenda bifreiðina. Mennirnir létu hann vita af því að skuldin myndi hækka talsvert ef hann afhenti hana ekki. Svo hurfu þeir á braut. Bíleigandinn er í greiðsluskjóli hjá Umboðs- manni skuldara. - jss Lögreglu gert viðvart: Rukkarar undir fölsku flaggi LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði kannabis- ræktun í iðnaðarhúsnæði í Garða- bæ í síðustu viku. Í framhaldinu var farið í tvær húsleitir til við- bótar, aðra á höfuðborgarsvæðinu en hina á Suðurnesjum. Kókaín fannst á fyrrnefnda staðnum en á hinum reyndist vera önnur kannabisræktun. Þar og í Garðabæ var samanlagt að finna nokkra tugi plantna. Þrír karlmenn, tveir á þrítugs- aldri og einn á fertugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknar- innar en við húsleitirnar var enn- fremur lagt hald á ýmsa muni, meðal annars fartölvur. Lögreglan á Suðurnesjum veitti aðstoð við húsleitina í umdæmi hennar. Kannabisrækt í Garðabæ: Fundu kanna- bis og kókaín KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.