Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 36
22. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR24 Jólahlaðborð 2011 Jólaveisla fyrir einstaklinga og hópa allar helgar á aðventunni videyjarstofa@holt.is sími 552 5700 www.videyjarstofa.is Gallery Restaurant – Hótel Holt sér um allar veitingar í Viðeyjarstofu. Lifan di píanó tónli st með ljúfu m jólalö gum Bókin Ekkert nýtt, nema veröldin hefur að geyma bréfaskipti skáldsins Gríms Thomsen og Fjölnismanns- ins Brynjólfs Péturssonar. Hjalti Snær Ægisson segir bréfin geyma lýsingar á örlagatíma í evrópskri sögu út frá íslensku sjónarhorni. Bréfasafnið Ekkert nýtt, nema veröldin er komið út hjá Sögu- félagi og hefur að geyma öll bréf sem varðveitt eru milli Gríms Thomsen og Brynjólfs Pétursson- ar. Bréfin eru rituð á árabilinu 1845-50 og veita innsýn í evrópskt menningarlíf og samfélag Hafnar- Íslendinga. Aðalgeir Kristjánsson og Hjalti Snær Ægisson bjuggu bréfin til prentunar. Hjalti Snær segir að alvaran og hátíðleikinn sem hvíli yfir höfuðskáldum 19. aldarinn- ar í hugum margra sé að sumu leyti óskiljanlegur. „Í bréfum Fjölnismanna er oft grillað alveg út í eitt, og það er svipað með bréf- in sem Grímur skrifar til Brynj- ólfs. Absúrdkómíkin er aldrei langt undan.“ Grímur Thomsen hefur lengi verið mönnum ráðgáta, enda eru heimildir um ævi hans glopp- óttar. „Um Grím hefur enn ekki verið skrifuð heildstæð ævisaga. Manni hættir eiginlega til að líta svo á að þetta séu tveir eða þrír menn, ungskáldið, kanselistinn og Bessastaðabóndinn. Þegar betur er að gáð má þó sjá að þarna er rauður þráður, og í bréfunum til Brynjólfs kemur greinilega í ljós að Grími var fátt óviðkomandi.“ Bréfunum fylgja ítarlegar skýringar, enda kemur gríðar- legur fjöldi manna og atburða við sögu. Hjalti Snær segir að bréf- in lýsi skoðunum Gríms á hug- myndafræðilegri deiglu samtím- ans: „Danska einveldið lagðist af 1848, um svipað leyti og febrúar- byltingin var gerð í Frakklandi. Grímur fylgdist rækilega með þróun mála, enda starfaði hann fyrir Danakonung.“ Grímur Thomsen var barn síns tíma en þó sérstakur að mati Hjalta Snæs: „Hann er einn örfárra Íslendinga sem hrifust af skandinavismanum og lagði allt- af meiri áherslu á samnorræn ein- kenni en einangrað íslenskt þjóð- erni. Hugmyndir hans eru því óneitanlega viðeigandi nú þegar spurningin um átök íslensks þjóð- ernis og yfirþjóðlegra stærða er alls staðar á dagskrá.“ Útgáfa sendibréfa hefur lengi tíðkast hérlendis, enda virðast íslenskir lesendur afar áhugasam- ir um bréfaskipti. „Árið 1946 kom út bókin Húsfreyjan á Bessastöð- um, sem er safn bréfa frá Ingi- björgu Jónsdóttur, móður Gríms Thomsen, til bróður síns, Gríms amtmanns Jónssonar. Sú bók varð metsölubók.“ Meðritstjóri Hjalta Snæs, Aðalgeir Kristjánsson, hefur rannsakað Grím Thomsen og samferðamenn hans um ára- bil. „Það er hrein unun að hlusta á Aðalgeir tala um Grím,“ segir Hjalti. „Manni finnst næstum eins og þeir hljóti að hafa þekkst pers- ónulega, slík er ástríða hans fyrir bréfum og kvæðum Gríms.“ 24 menning@frettabladid.is Tónlist ★★★ Tónleikar í salnum Þórarinn Jóhannes Ólafsson og Krystyna Cortes Salurinn í Kópavogi Falleg túlkun Ég heyrði það strax á fyrstu tónunum að Þórarinn Jóhannes Ólafsson er með fallega rödd. Hann hélt debut-tónleikana sína á Íslandi í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið. Með honum spilaði Krystyna Cortes á píanó. Þórarinn hefur lært söng á Ítalíu og í Kanada, en einnig hér á landi. Lögin sem hann söng voru úr ýmsum áttum, en þau íslensku og ítölsku voru mest áberandi. Textaframburður var prýðilegur og maður fann að Þórarinn hefur næman skilning á tónlistinni sem hann söng. Túlkunin var einlæg og sannfærandi. Eins og áður sagði hljómaði röddin almennt vel. Neðra tónsviðið var fínt, það voru helst toppnóturnar sem þvældust fyrir. Þórarinn er tenór, en ég velti því samt fyrir mér megnið af tónleikunum hvort mörg laganna væru ekki of há fyrir hann. Efstu tónarnir voru yfirleitt mjóir og hljómlausir, það var eins og Þórarinn næði þeim ekki almennilega. Jú, hann náði þeim reyndar að nafninu til, en ekki það vel að þeir virkuðu eins og dramatískir hápunktar. Þetta var býsna mikill galli á dagskránni. Og synd, því ég held að Þórarinn sé sannur músíkant. Það kom ekki síst í ljós í einu aukalaginu, sem er yfirleitt kennt við myndirnar um Guðföðurinn. Tilfinningin í laginu var sönn, flæðið í túlkuninni var óheft, hún snerti við manni. Það eru ekki allir söngvarar sem ná því. Krystyna Cortes lék á píanó eins og áður sagði. Flygillinn var alveg opinn og ég er ekki frá því að hún hafi spilað heldur sterkt í byrjun tónleikanna. En að öðru leyti var leikur hennar mjúkur og eðlilegur og féll prýðilega að söngnum. Jónas Sen Niðurstaða: Falleg rödd og fín túlkun en megnið af dagskránni hefði mátt vera neðar á tónsviðinu. KJARTAN SIGURJÓNSSON heldur orgeltónleika í Dómkirkjunni í kvöld. Á efnisskránni eru Gotneska svítan eftir Bell- mann og Fantasía og fúga eftir Bach. Auk þess leikur hann verk eftir Clérambault og Sweelinck. Tónleikarnir hefjast klukkan átta. Absúrdkómíkin aldrei langt undan HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 22. nóvember 2011 ➜ Tónleikar 20.00 Spiridons Shishigin heldur tón- leika í MÍR salnum, Hverfisgötu 105. 20.30 Á fjórðu tónleikum djasstónleika - raðar Kex Hostels kemur fram tríó gítar- leikarans Björns Thoroddsen. 20.30 Lára Rúnars og Rúnar Þórisson koma fram á Kaffi, kökur & rokk og ról í Edrúhöllinni, Efstaleiti 7. Aðgangseyrir er kr. 500. Kökur og kaffi á boðstólnum. 21.00 Voces Thules heldur tónleika í Langholtskirkju. Aðgangseyrir er kr. 2.000. Nemar greiða kr. 1.000. ➜ Fundir 15.00 Marías H. Gestsson ræðir við- skiptakjör og hagstjórn í litlu opnu hagkerfi í málstofu sem haldin er í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndasafnið sýnir Carrie eftir William Wyler í Bæjarbíói í Hafnar- firði. Verð aðgöngumiða er kr. 500. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Gunnar Karlsson ræðir hlutleysi í sagnfræði í fundaröð Sagnfræðinga- félags Íslands. Fyrirlesturinn fer fram í Þjóðminjasafni Íslands. 12.05 Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við LHÍ, heldur fyrirlestur í Opna listaháskólanum í Skipholti 1, stofu 113. 17.00 Sölvi Sveinsson, cand. mag. í sagnfræði og skólastjóri Landakotsskóla, flytur fyrirlestur sem heitir Að lesa list er góð í Bókasafni Seltjarnarness. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Sinfóníur Beethovens Námskeiðið Sinfóníur Beethovens með Árna Heimi Ingólfssyni tónlistar fræðingi verður haldið í Norræna húsinu á vegum Endur- menntunar Háskóla Íslands. Nám- skeiðið er öllum opið og verður haldið næstu þrjú þriðjudagskvöld. Skráning og frekari upplýsingar á endurmenntun.is. Námskeið GRÍMUR OG HJALTI SNÆR Hjalti segir að hin hátimbraða mynd sem hefur loðað við þjóðskáldin sé illskiljanleg. Bréf Fjölnismanna leiftri til dæmis af kímni og í bréfum Gríms Thomsen til Brynjólfs Péturssonar sé ávallt stutt í húmorinn. Í bréfum Fjölnis- manna er oft grillað alveg út í eitt, og það er svipað með bréfin sem Grímur skrifar til Brynjólfs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.