Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 42
22. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Heitasti íslenski knattspyrnumaðurinn um þessar mundir er Dalvíkingurinn Heiðar Helguson. Heiðar hefur farið algjörlega á kostum með liði sínu, QPR, í síðustu leikjum og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Stoke um helgina. Alls er hann búinn að skora fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. Það eru talsverð meiðsli hjá framherjum landsliðsins um þessar mundir en bæði Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru fótbrotnir og spila ekki aftur fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Heiðar t i lkynnti í lok september að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu. Framherjinn er orðinn 34 ára gamall og vill einbeita sér að því að spila fyrir félag sitt. Frábær frammistaða hans upp á síðkastið hefur aftur á móti orðið þess valdandi að margir vilja sjá Heiðar endurskoða afstöðu sína og taka fram landsliðsskóna á nýjan leik. Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Íslands, Svíinn Lars Lagerbäck, hitti Heiðar á dögunum og ræddi þann möguleika við leikmanninn að spila áfram með landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn fékk ekki jákvætt svar frá Heiðari þá en hann mun ræða við hann síðar um málið. „Ég var í London og ákvað að kíkja á völlinn. Þar sem Heiðar var að spila ákvað ég að kasta á hann kveðju eftir leikinn. Þetta var enginn fundur heldur stutt spjall svo við fórum ekkert almennilega yfir málin. Hann bauð mér aftur á móti að vera í sambandi við sig síðar og ég mun væntanlega gera það,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég get ekki fullyrt neitt um hvort hann spili aftur fyrir landsliðið eða ekki. Maður veit Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, sími 528 44OO Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar Tekið er við umsóknum frá barnafjölskyldum í Reykjavík dagana 23., 24., 30. nóv. og 1., 7. og 8. des. kl. 11–14 Þeir sem þegar hafa fengið inneignarkort frá Arion banka í gegnum Hjálparstarfið geta sótt um á www.help.is. Einnig taka prestar á landsbyggðinni við öllum umsóknum þar. Síðasti umsóknardagur hjá þeim er 8. desember.P IP A R\ TB W A • SÍ A • 1 13 25 4 Reykjavíkurdeild GRINDAVÍK (vann B-riðil) er komið í undanúrslit Lengjubikars karla í körfubolta og Þór Þorlákshöfn (A-riðill) tryggir sér sætið með heimasigri á 1. deildarliði Skallagríms í lokaumferðinni á mánudaginn kemur. Keflavík og Njarðvík spila hreinan úrslitaleik í Keflavík um sigurinn í D-riðli og það verður líka allt undir í leik Snæfells og Stjörnunnar í C-riðli sem fram fer í Hólminum. Úrslitahelgi Lengjubikarsins fer síðan fram í DHL-höll þeirra KR-inga 2. til 3. desember næstkomandi. Röng úrslit í viðtali Í viðtali við Heiðar Helguson í Frétta- blaðinu í gær var sagt að QPR hefði unnið 6-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði. Hið rétta er að QPR tapaði fyrir Fulham, 6-0. Sagði Heiðar að sá leikur hefði verið vendipunktur fyrir QPR, enda hefði liðið spilað betur síðan. LEIÐRÉTTING MUN RÆÐA AFTUR VIÐ HEIÐAR Landsliðsþjálfari Íslands, Lars Lagerbäck, hefur líkt og aðrir hrifist af leik Heiðars Helgusonar upp á síðkastið. Lagerbäck mun ræða betur við Heiðar um þann möguleika að taka landsliðsskóna úr hillunni. ÚTILOKAR EKKI NEITT Lagerbäck ætlar að spjalla betur við Heiðar Helguson síðar og athuga hvort hann fáist til að spila fyrir landsliðið á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Heiðar Helguson segir ólíklegt að hann muni gefa aftur kost á sér í íslenska landsliðið en síðast spilaði hann í 4-0 tapi Íslands gegn Ungverjalandi í ágúst síðastliðnum. „Ég held ekki,“ sagði hann spurður hvort komi til greina að gefa aftur kost á sér. „Ég held að þetta sé orðið ágætt. Við erum með unga og öfluga leikmenn sem eru margir hverjir tilbúnir til að taka við keflinu. Ég held að það sé réttur tími til að breyta til.“ Heiðar hitti Lars Lagerbäck, nýráð- inn landsliðsþjálfara, að máli eftir leik Tottenham og QPR í lok október. „Ég vissi ekki einu sinni að hann væri þarna. Ég rakst á hann frammi á gangi eftir leikinn og við ræddum málin í nokkrar mínútur. Meira var það ekki,“ sagði Heiðar við Fréttablaðið. Hann er 34 ára gamall og hefur skorað tólf mörk í 55 A-landsleikjum. Heiðar stendur við ákvörðunina FÓTBOLTI Manchester City og Man- chester United hafa verið í nokkr- um sérflokki í ensku úrvalsdeild- inni í vetur en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðunum í Meistaradeildinni. Bæði lið eiga það nú sameiginlegt að mega ekki tapa leikjum sínum í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeild- arinnar í kvöld. Manchester Uni- ted tekur þá á móti Benfica á Old Trafford en Manchester City heim- sækir ítalska liðið Napoli. Liðin eru bæði í öruggu sæti eins og er en það gæti breyst snögglega í kvöld. Manchester City hefur unnið alla 9 leiki sína síðan Carlos Tevez-mál- ið kom upp í München í lok septem- ber og liðið er komið upp í annað sætið í sínum riðli eftir tvo sigra á Villarreal. Verkefni kvöldsins verður ekki af auðveldara tag- inu því Napoli hefur ekki tapað á heimavelli í tíu Evrópuleikjum í röð. Napoli næði eins stigs forskoti á City með sigri og Ítalirnir mæta síðan Villarreal í lokaumferðinni á sama tíma og City tekur á móti Bayern München. „Við eigum góða möguleika af því að við erum í öðru sæti en þetta verður mjög erfiður leikur í Napoli. Þetta er síðasti mögu- leiki Napoli-liðsins og við verð- um að spila vel til að sjá til þess að við förum áfram,“ sagði Robert Mancini, stjóri Manchester City, en sigur tryggir City sæti í 16 liða úrslitunum. Bayern tryggir sér sæti í 16 liða úrslitum með því að ná í stig á móti Villarreal en Real Madrid, AC Milan og Barcelona eru öll komin áfram. Manchester United hefur unnið fimm síðustu leiki sína í öllum keppnum án þess að fá á sig mark eða alla leiki síðan liðið steinlá á heimavelli á móti City. Liðið er á toppnum í C-riðli en það er mikil spenna í riðlinum og sigurvegari kvöldsins fer langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Tapi United í kvöld bíður liðsins úrslita- leikur á útivelli á móti Basel í síð- ustu umferð. Wayne Rooney tók ekki þátt í æfingu United í gær. „Wayne Rooney fékk nokkur högg í leiknum á laugardaginn og æfði ekki í dag en hann ætti að vera í lagi á morgun,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Þetta er stór leik- ur og alvöru Evrópuleikur þegar við lítum á sögu þessara liða. Bæði lið þurfa að vinna þannig að þetta ætti að vera opinn leikur,“ sagði Ferguson. - óój Efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar verða í eldlínunni í Meistaradeildinni í kvöld: Manchester-liðin mega ekki tapa NANI OG SIR ALEX FERGUSON Léttir á blaðamannafundi. NORDICPHOTOS/GETTY Leikir kvöldsins A-riðill (Stig innan sviga) Napoli (5)-Man. City (7) S2 Sport 3 19.45 Bayern (10)-Villarreal (0) S2 Sport 4 19.45 B-riðill CSKA (5)-Lille (2) S2 Sport 17.00 Trabzonspor (5)-Inter Milan (9) C-riðill Galati (0)-Basel (5) Man. Utd (8)-Benfica (8) S2 Sport 19.45 D-riðill Real Madrid (12)-Dinamo Zagreb (0) Lyon (4)-Ajax (7) líka aldrei með leikmenn þegar þeir komast á aldur. Ég mun ræða við hann. Auðvitað mun ég reyna að snúa honum ef ég tel mig geta notað hann. Það sama á samt við um Heiðar og aðra leikmenn að ef þeir hafa ekki 100 prósent áhuga á að spila fyrir landsliðið þá spila þeir ekki.“ Svíinn hefur ekki formlega störf fyrir KSÍ fyrr en um ára- mótin en hann er enn að vinna fyrir sænska knattspyrnusam- bandið. Hans starf fyrir KSÍ fer því ekki á fullt fyrr en eftir jól. „Ég hef ekki skipulagt að hitta neina leikmenn enn sem komið er. Ég hef verið í smá sambandi við Eið Smára en aðeins í gegn- um tölvupóst. Um miðjan næsta mánuð mun ég fara í að skipu- leggja ferðir til þess að hitta leik- menn,“ sagði Lagerbäck en hann kemur síðan til landsins fljótlega eftir áramót. „Þá mun ég hitta mitt sam- starfsfólk og skipuleggja starfið betur. Ég mun einnig ræða við þjálfarana á Íslandi. Svo þarf að skipuleggja vináttulands- leiki þannig að það verður nóg að gera.“ henry@frettabladid.is Lengjubikar karla í körfu A-riðill: Skallagrímur-ÍR 92-99 (37-47) Stig Skallagríms: Lloyd Harrison 26 (10 frák./9 stoðs.), Sigurður Þórarinsson 18, Dominique Holmes 16, Sigmar Egilsson 14, Birgir Þór Sverrisson 8, Óðinn Guðmundsson 5, Davíð Guðmundsson 3, Davíð Ásgeirsson 2. Stig ÍR: Nemanja Sovic 21, James Bartolotta 21 (8 frák./7 stoðs.), Robert Jarvis 15, Eiríkur Önundarson 13, Hjalti Friðriksson 12, Ellert Arnarson 6, Þorvaldur Hauksson 4, Bjarni Valgeirsson 3, Níels Dungal 2, Kristinn Jónass.2. B-riðill: Fjölnir-Grindavík 78-83 (38-48) Stig Fjölnis: Calvin O’Neal 30, NathanWalkup 20, Árni Ragnarsson 15, Arnþór Guðmundsson 9, Jón Sverrisson 2, Björgvin Ríkharðsson 2. Stig Grindavíkur: Giordan Watson 19, J’Nathan Bullock 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13, Páll Axel Vilbergsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 7, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 4, Þorsteinn Finnbogason 3. D-riðill: Valur-Keflavík 93-115 (54-56) Stig Vals: Darnell Hugee 19, Garrison Johnson 19, Igor Tratnik 17 (12 frák.), Ragnar Gylfason 10, Austin Magnus Bracey 8, Benedikt Blöndal 5, Snorri Þorvaldsson 4, Birgir Björn Pétursson 4, Ágúst Dearborn 4, Alexander Dungal 3. Stig Keflavíkur: Charles Parker 28 Jarryd Cole 21, Steven Dagustino 19, Hafliði Már Brynjarsson 12, Almar Guðbrandsson 9, Ragnar Albertsson 8, Halldór Örn Halldórsson 6, Gunnar Stefánsson 5, Sigurður Gunnarsson 3, Valur Orri Valsson 2, Kristján Tómasson 2. Enska úrvalsdeildin í fótb. Tottenham-Aston Villa 2-0 Emmanuel Adebayor 2 mörk (14. og 40.) STAÐA EFSTU LIÐA Man. City 12 11 1 0 42-11 34 Man. United 12 9 2 1 29-12 29 Tottenham 11 8 1 2 23-15 25 Newcastle 12 7 4 1 18-11 25 Chelsea 12 7 1 4 25-17 22 Liverpool 12 6 4 2 16-11 22 Arsenal 12 7 1 4 25-22 22 Aston Villa 12 3 6 3 16-17 15 QPR 12 4 3 5 13-22 15 West Brom 12 4 2 6 11-17 14 ÚRSLIT Í GÆR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.