Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Opið á laugardögum 10-14. þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is JÓLANÆRFÖTIN NÝKOMIN. teg LUNA - í A B C D skálum á kr. 7.680,- Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig á aðra. Margir Iðjuþjálfara, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga. • Auðveld í uppsetningu. • Engar skrúfur eða boltar. • Tjakkast milli lofts og gólfs. • Hægt að nota við hallandi loft, timbur/gifsloft og mikla lofthæð. Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum í USA. • Margir aukahlutir í boði. • Falleg og nútímanleg hönnun. • Passar allstaðar og tekur lítið pláss. • Viðurkennd af Sjúkratryggingum Íslands, hjálpartækjamiðstöð. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Mediflow heilsukoddinn Einstakur heilsukoddi með mjúku yfirlagi og vatnsfyllingu. Stillanlegur vatnspúði sem veitir fullkominn stuðning Minnkar verki í hálsi. Eykur svefngæði 9.750 kr. Gefðu góða gjöf Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari fann leið til að vera í klefa með meistaraflokkum. Valgeir nýtir þetta tæki, sem heitir Corex, mikið í þjálfuninni enda ekki ómerkari menn en Owen Hargreaves, fótboltamaður hjá Manchester City, á meðal þeirra sem lofsyngja það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Valsaði um hjá New York Knicks Þ etta byrjaði með því að ég fór sem nuddari til Bol- ton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni 2003,“ segir Valgeir Viðarsson sjúkra- þjálfari sem hefur sérhæft sig í sjúkraþjálfun íþróttamanna. „Ég var hjá þeim í fimm vikur sem hluti af læknateyminu og sjúkra- þjálfurunum og kynntist þá meðal annars enskum sjúkraþjálfara sem ég hef haldið sambandi við síðan. Síðastliðið vor komst ég svo að því að hann er að vinna hjá New York Knicks og ég fékk leyfi til að heimsækja hann, bæði í vor og svo aftur í haust. Með honum fékk ég að valsa um alla æfingaaðstöðu Knicks og fylgjast með því sem hann er að gera þarna. Í vor fékk ég að hitta nokkrar af stjörnum liðsins en í haust hittist þannig á að samningarnir hjá NBA-liðun- um voru lausir og leikmönnunum því bannað að æfa. En þetta var mjög skemmtilegt og fróðlegt og ég lærði alveg helling.“ Valgeir vinnur sem sjúkra- þjálfari hjá Atlas endurhæf- ingu og sérstakt áhugamál hans er sjúkraþjálfun íþróttamanna, ekki síst fyrirbyggjandi æfingar. „Við bjóðum upp á ástandsskoð- un íþróttamanna þar sem metnir eru áhættuþættir á mögulegum meiðslum og bent á fyrirbyggjandi æfingar til að styrkja veiku punkt- ana. Bolton var til dæmis með gamlan leikmannahóp þegar ég var hjá félaginu, en við unnum út frá þessu og það var áberandi hversu lítið var um meiðsli hjá þeim.“ Ertu í íþróttum sjálfur? „Ég var í hópíþróttum þegar ég var yngri en það má segja að sjúkraþjálfun- in sé mín leið til að fá að vera inni í búningsklefunum með meistara- flokkunum.“ fridrikab@frettabladid.is Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn standa fyrir fyrirlestraröðinni Lýðheilsa – fyrr og nú í sal Þjóðminjasafnsins á fimmtudag frá klukkan 12 til 13.15. Litið verður um öxl og og skyggnst í heimildir um mataræði og tengsl næringar og heilsu á síðustu öld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.