Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 38
22. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 folk@frettabladid.is Tónleikar ★★★★ Fjallabræður Ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni, Jónasi Sigurðssyni og Mugison Fríkirkjan, 19. nóvember Það var í einu orði sagt mögnuð stemning á tónleikum Fjallabræðra í Fríkirkjunni á laugardagskvöldið. Hljómsveitin hélt tvenna tónleika sama kvöldið og var uppselt á þá báða. Ég var á þeim seinni og það var greinilegt að gestirnir sem troðfylltu Fríkirkjuna klukkan hálf ellefu voru mættir til þess að skemmta sér. Og það sama gildir um Fjallabræðurna sjálfa. Hljómsveitin samanstendur sem kunnugt er af um það bil fimmtíu manna karlakór og rokkhljómsveit, en á laugardagskvöldið spilaði fiðluleikarinn Unnur Birna Björns- dóttir líka stórt hlutverk, auk þess sem nokkrir blásarar komu við sögu. Kórstjórinn og gítarleikarinn Halldór Gunnar Pálsson sá svo um að halda mönnum við efnið, bæði kórnum sjálfum og tónleika gestum með skemmtilegum kynningum milli laga. Fjallabræður byrjuðu á nokkr- um lögum af plötunni sem þeir gáfu út fyrir tveimur árum og náðu upp fínni stemningu. Þeir tóku svo nýtt lag sem Unnur Birna söng forsöng í, mjög flott. Þegar sér- stakir gestir sveitarinnar komu á svið fór hins vegar fyrst að hitna almennilega í húsinu. Fyrstur kom Fríkirkjan nötraði FJALLABRÆÐUR Voru í mögnuðu stuði í Fríkirkjunni á laugardagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta var mjög stíf vinna í júlí, ágúst, september og október, þá var maður eiginlega að frá klukkan átta á morgnana til fjögur um nóttina,“ segir Frosti B. Eiðs- son en hann hefur lagt nótt við nýtan dag að klára bókina Golf á Íslandi sem hæglega mætti kalla „biblíu“ íslenskra kylfinga. Bókin, sem er 240 síður, inniheldur upp- lýsingar og sögu allra golfvalla á Íslandi auk annars skemmtilegs fróðleiks. Meðal þeirra sem láta ljós sitt skína í bókinni eru Ragn- hildur Sigurðardóttir og Birgir Leifur Hafþórsson, margfaldir Íslandsmeistarar í golfi. Frosti, sem er sjálfur mikill kylfingur og hefur verið með lægst sex í forgjöf en er núna með níu, segir bókina eiginlega hafa eyði- lagt golfsumarið fyrir sér, hann gráti það þó þurrum tárum. „Þetta var mjög stíf vinna en það jafn- ast ekkert á við það að vera með myndavélina á lofti, úti á velli, að fylgjast með fólki líða vel og þurfa sjálfur ekkert að hafa áhyggjur af vondu höggunum,“ segir Frosti. Hann bætir því við að það hafi komið honum á óvart hversu margir voru reiðubúnir til að leggja þessu verkefni lið en sjálfur tekur hann rúmlega helming allra mynda sem birtast í bókinni. Golf- ið hefur notið geysilegra vinsælda hér á landi og hefur breyst úr því að vera svokallað „elítusport“ í að verða íþrótt fyrir alla. Það kemur því ekkert á óvart að fjöldi nafn- togaðra einstaklinga skuli leggja til sögur af golfvellinum í bókinni, svo sem Eyjólfur Kristjánsson og Sigmar Vilhjálmsson, kenndur við Hamborgarafabrikkuna. - fgg Golfbókin eyðilagði golfsumarið mitt GOLF OG AFTUR GOLF Frosti B. Eiðsson, höfundur bókarinnar Golf á Íslandi, þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af vondu höggunum í sumar þar sem hann eyddi meira tíma með myndavélinni úti á golfvelli en golfkylfunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 27. Magnús Þór Sigmundsson og söng með þeim lögin Jörðin sem ég ann og Freyja. Það síðarnefnda var ennþá betra og kallaði fram gæsa- húð og kökk í hálsinn. Næst kom Jónas Sigurðsson og tók tvö lög, Allt er eitthvað og Hamingjan. Þegar seinna lagið hljómaði hrein- lega nötraði Fríkirkjan af stuði og stemningu. Jónas hafði líka kynnt það vel og tengt það við ákveð- ið atriði í norska sjónvarpinu sem fékk metáhorf … Það hefði ekki hver sem er getað fylgt eftir þeim hápunkti sem flutningur Hamingjulagsins var á laugardagskvöldið, en Mugison er heldur ekki hver sem er. Hann fór létt með það. Fyrst tók hann Ljós- víkinginn í flottri kórútgáfu og svo ofursmellinn Stingum af, en bæði kórinn og gestir í salnum sungu með í því og gleðin skein af hverju andliti. Aftur skalf kirkjan. Fjallabræður kláruðu svo tón- leikana með tveimur lögum til viðbótar, en í því seinna gekk mannskapurinn syngjandi út úr kirkjunni – fyrst kórinn, þá hljóð- færaleikararnir, hljóðmaðurinn og loks glaðir og sáttir tónleikagestir. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fjallabræður og gestir fylltu Fríkirkjuna af gleði og góðri tónlist á laugardagskvöldið. AFMÆLISDAGUR þokkagyðjunnar Scarlett Johansson er í dag. við sjáum hana næst í kvikmyndinni We Bought a Zoo, þar sem hún er í aðalhlutverki ásamt Matt Damon. GLÆSILEG Jennifer Hudson þykir líta einkar vel út þessa dagana. Hún klæddist stuttum silfurlituðum kjól á rauða dreglinum. KÆRUSTUPARIÐ Justin Bieber og Selena Gomez klæddu sig heldur betur upp í tilefni kvöldsins. SIGURVEGARI Söngkonan Taylor Swift var glæsileg í gulllituðum síðkjól með hliðartagl. FYRIRSÆTAN Heidi Klum afhenti verðlaun en hún klæddist silfurlituðum kjól með útskornu munstri. Söngkonan Jennifer Lopez mætti með hluta af fataskápnum sínum en hún skipti fimm sinnum um föt á bandarísku tónlistarverðlaun- unum. Söngkonan tróð upp fyrir áhorf- endur og skipti þrisvar um fatnað á sviðinu. Meðal þess sem hún klæddist var sjálflýsandi stuttur kjóll, síðkjóll með hlébarðamynstri sem Lopez síðan reif utan af sér og stóð loks í gegnsæjum sam- festingi þöktum demöntum. Söngkonan var valin suður- ameríski listamaður ársins og tók hún við verðlaununum í svörtum síðum blúndukjól. Þegar kom að eftirpartýinu var Lopez hins vegar komin í stuttan silfurlitaðan kjól. SKIPTI FIMM SINNUM UM FÖT Bandarísku tónlistarverð- launin eða American Music Awards fóru fram í Los Angeles aðfaranótt mánu- dags. Söngkonan unga Taylor Swift var valin listamaður árs- ins fram yfir þau Lil Wayne, Lady Gaga, Adele og Katy Perry sem einnig voru tilnefnd í þeim flokki. Taylor Swift, sem vakti athygli í gulllituðum síðkjól, fór einnig heim með verðlaun fyrir kántrí- plötu ársins og sem kántrí- söngkona ársins. Aðrir sem fóru heim með verðlauna styttu voru Bruno Mars, Adele, Nicky Minaj, Usher, Beyoncé, Rihanna og Jennifer Lopez. Það var greinileg tískubylgja í gangi á rauða dreglinum þar sem flestar konurnar klæddust gull- eða silfurlituðum kjólum í tilefni kvöldsins. SWIFT TÓNLISTAR- MAÐUR ÁRINS 2011 MEÐ BLEIKT HÁR Katy Perry kom fram á verðlaun- unum. JAKKFATA- KLÆDDUR Bruno Mars var að vonum ánægður með verðlaun sín sem karlkyns popp- tónlistarmaður árins. NORDIPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.