Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 21
JÓLABAKSTUR ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2011 Kynningarblað Kökur, eftirréttir, uppskriftir, leikir, ljúfar stundir og góð ráð. Að baka saman piparkökur eða búa til piparkökuhús er orðið hefð hjá mörgum og ómissandi þáttur í að koma fjölskyldumeðlimum í jólaskap. Piparkökuhúsaleikur Kötlu er nú haldinn í sextánda sinn og þátttaka í leiknum er orðin jólahefð á mörgum heimilum. Keppt er í barna- og fullorðins- flokki og verðlaun veitt fyrir falleg- ustu og best gerðu húsin. Skila þarf húsunum inn fimmtudaginn 1. des- ember frá kl. 17 til 19. Piparkökuhúsin verða til sýnis í Smáralind frá 1. til 20. desember, en laugardaginn 10. des- ember verður tilkynnt hvaða hús fá verðlaun í ár. Glæsilegir vinningar: Fyrir 1. sætið í fullorðinsflokki eru ýmsir vinningar að verðmæti 55.989 kr. Fyrir 2.-3. sæti í fullorðinsflokki eru vinningarnir að verðmæti 37.179 hvor. Vinningar í barnaflokki fyrir 1.-5. sæti eru að verðmæti 14.800 kr. hver. Öll fjölskyldan sameinast í piparkökuhúsaleik Kötlu Hinn árlegi piparkökuhúsaleikur Kötlu er nú haldinn í sextánda sinn. Þátttaka í leiknum er orðin árviss jólahefð hjá mörgum fjölskyldum, enda ekkert nema ímyndunaraflið sem setur fólki skorður í piparkökuhúsagerðinni. Einbeitingin skín úr hverju andliti, enda til mikils að vinna að skreytingin takist vel. MYND/VALLI Börnin tóku forskot á sæluna í Smáralindinni og skreyttu piparkökuhjörtu af miklum móð. Ekki veitir af að æfa sig fyrir piparhúsaleik Kötlu sem nú er að hefjast í sextánda sinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.