Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGJólabakstur ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 20114 Byrjið á að henda í piparköku-deig því það þarf að standa yfir nótt. Teiknið svo upp einfalt snið af litlu húsi og klippið út. Fletjið deigið út í um það bil 3 mm þykkt á bökunarpappír, leggið sniðið á og skerið út. Bakið við 175 gráður í 10 til 12 mínútur. Til að líma húsið saman er hægt að nota bráðið súkkulaði eða bráð- inn sykur. Einfalt er að bræða súkkulaði í vatnsbaði og sprauta því á samskeytin með kramarhúsi en það getur þurft að bíða svolítið meðan það storknar. Sykurinn er bræddur á pönnu og sykurbráðin borin á og hliðunum haldið saman í smá stund. Sykurbráð- in verður þó mjög heit svo fara þarf va rlega með hana. Ef húsin eru lítil er hæg t að líma þau saman með þykkum glassúr og losna þannig við allan hita. Skreytið að vild. Piparkökudeig 1,5 kg hveiti 3 dl mjólk 3 dl sykur 2 dl sýróp 100 g smjörlíki 1 og ½ msk. kanill 1 msk. matarsódi 1 msk. engifer Bræðið saman sykur, sýróp, smjörlíki og krydd í potti, bætið mjólk út í og látið kólna. Blandið matarsóda saman við hveitið, hellið sykurleg- inum út í og hnoðið vel. Geymið á köldum stað yfir nótt. Uppskrift af uppskriftir. seia.is Einfaldari hús í sniðum Piparkökuhús er gaman að búa til og skreyta. Ef ykkur vex í augum að líma saman stórt piparkökuhús er sniðugt að búa til mörg lítil. Auðveldara er að setja þau saman og tilbreyting í að skreyta lítið jólaþorp. Lítil piparkökuhús er einfalt að líma saman með glassúr og losna þannig við hættulega heita sykurbráð. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.