Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 46
22. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR34 BESTI BITINN Í BÆNUM Bíll trommuleikarans Einars Scheving er kominn í leitirnar en honum var stolið á dögunum eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag. Strax sama dag fékk Einar símtal þar sem hann var látinn vita af bílnum. „Þetta var fólk sem var á göngutúr í götunni sinni í Skerja- firði. Það hafði séð blaðið um morguninn,“ segir Einar, sem var að vonum himinlifandi yfir fregnunum. Bíllinn var í góðu ásigkomulagi. Geislaspilara hafði verið stolið úr honum og klinki, auk kassa með kertum sem sonur hans hafði verið að selja fyrir drengjakór Reykjavíkur. Trommudót og 25 kynningareintök af nýjustu plötu hans Land míns föður lágu aftur á móti ósnert í bílnum. „Það er greinilega enginn áhugi fyrir þessari tónlist á þeim bænum. Þetta eru ekki smekkmenn á tón- list en ætla samt að hafa það kósý yfir hátíðarnar með drengjakór- skertunum,“ segir Einar, sem getur núna brosað út í annað eftir að hafa fengið bílinn til baka. Spurður hvort fólkið sem benti honum á bílinn fái fundarlaun eins og hann var búinn að lofa segir trymbillinn: „Þetta gerð- ist svo hratt að maður átti eftir að útfæra fundarlaunin en maður gerir eitthvað gott fyrir þau.“ - fb Þjófar ekki smekkmenn á tónlist ÁNÆGÐUR Trommuleikarinn Einar Scheving er himinlifandi yfir því að hafa fengið bílinn sinn til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður. Halldóra heldur til New York í næstu viku með sína fyrstu skólínu. Þar mun hún taka þátt í stórri sýn- ingu á vegum Fashion Footwear Association of New York ásamt fjölda þekktra hönnuða. „Ég átti ekkert endilega von á að ég myndi komast inn því samkeppnin er hörð. Ég fór í gegnum langt umsóknar- ferli og hef núna verið samþykkt inn í félagið sem er mikil viðurkenning. Sýningin er hugsuð sem vettvangur fyrir verslanir, fjölmiðla og stílista annars vegar og hönnuði hins vegar til að mynda tengsl. Ég stefni að því að koma skónum mínum í verslanir erlendis þannig að þetta er risastórt tækifæri.“ Halldóra er 27 ára Mývetningur sem segist hafa elskað skó allt frá barnæsku þegar hún horfði á glæsi- lega skó ömmu sinnar. Hún útskrif- aðist frá London College of Fashion fyrir rúmu ári og ákvað að henda sér strax út í djúpu laugina með því að framleiða sína eigin línu. Hall- dóra notar nær eingöngu íslenskt hráefni í skóna sína og segir það vekja mikla athygli erlendis. „Ég sýndi línuna mína á Boston Fashion Week um daginn og fékk flott viðbrögð sem ég var mjög ánægð með. Þar var mikið rætt um hráefn- ið í skónum mínum sem er til dæmis roð, íslenskt lambaleður og hross- hár.“ Halldóra sækir ekki eingöngu hráefni í íslenska náttúru heldur líka innblástur. Hún segir hana vera þátt í því sem til þarf til að komast af innan hönnunarheimsins. „Við erum heppin að vera frá Íslandi af því að náttúran og allt sem er í kringum okkur er svo mikill inn- blástur og við eigum frábær hráefni til að nýta. Annars held ég að það sem þurfi til sé að vera einstakur, duglegur, jákvæður og óhræddur við að láta bara vaða.“ Íslenskur skóhönnuður sýnir í New York SKÓSJÚK Halldóra Eydís sér um hluta framleiðslunnar sjálf, og handsaumar til dæmis hrosshár á skóna. Hátt í fimm þúsund manns geta nú varpað öndinni léttar eftir að Meistaramánuðinum lauk á sunnu- daginn. Um árlegt lífsstílsátak er að ræða þar sem þátttakendur hætta öllu sukki í einn mánuð. Átakið fékk sérlega góðar viðtökur í ár og skráðu þúsundir manna sig til leiks, þó svo að eflaust hafi einhverjir tekið þátt af meiri alvöru en aðrir. Á meðal þátttakenda voru Diljá Ámunda- dóttir borgarfulltrúi og Ómar R. Valdimarsson laganemi og blaða- maður. Næsta föstudags- kvöld verður svo haldinn fögn- uður í miðborg Reykjavíkur þar sem menn geta borið saman bækur sínar og skellt um leið í sig lang- þráðum bjór og hamborgara. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Rosalega misjafnt en ég fer einu sinni til tvisvar í viku og kaupi Bláfjallabrauð, ost og kókómjólk handa okkur í vinnunni.“ Bragi Brynjarsson, sölumaður og stuðn- ingsmaður Liverpool. „Ef ég kjafta frá því um hvað myndin er þá getur fólk allt eins sleppt því að koma,“ segir Reyn- ir Lyngdal leikstjóri. Um miðjan desember hefjast tökur á nýrri kvikmynd undir leikstjórn Reyn- is sem hefur hlotið vinnutitilinn Frost. Myndin verður væntanlega fyrsti íslenski vísindaskáldsögu- tryllirinn og er gerð eftir handriti Jóns Atla Jónassonar. Björn Thors og Anna Gunndís Guðmundsdótt- ir fara með aðalhlutverkið í mynd- inni, en hún verður að mestu leyti tekin uppi á Langjökli. Reynir kemur inn í kvikmynd- ina með tiltölulega skömmum fyrirvara sem leikstjóri þótt hann og handritshöfundurinn Jón Atli hafi verið að bralla ýmis- legt saman að undanförnu. Leik- stjórinn segir þetta vera ákaflega spennandi verkefni, þeir séu búnir að skoða aðstæður uppi á jökli en tökudagarnir þar verði væntan- lega á bilinu tíu til fimmtán. „Auð- vitað er þetta eins klikkað og það getur orðið og ekkert ósvipað því að ráða sig á dall. Ég vona bara að Canada Goose-úlpan haldi á mér hita. Maður verður allavega veður- barinn yfir jólamatnum. En það er líka hugmyndafræðin á bak við myndina, að vera eins „extreme“ og mögulegt er, ögra okkur og koma okkur í þær aðstæður sem myndin gerist í.“ Þrátt fyrir að tökurnar fari fram í aðdraganda jólanna á Reynir von á því að halda jólin heima í faðmi fjölskyldunnar. Anna Gunndís er næstum nýflutt til landsins eftir að hafa búið í Baskahéraði Spánar og lært þar á brimbretti. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í Svörtu kóm- edíunni hjá Leikfélagi Akureyrar og er núna búin að landa aðalhlut- verki í nýrri íslenskri kvikmynd. „Þetta er auðvitað bara fyrst og fremst geðveikt og magnað og ég er jafnvel að fara upp á jökul með flugbjörgunarsveitinni í vik- unni til að undirbúa mig sem best,“ segir Anna og bætir því við að það verði sérstaklega gaman að leika á móti Birni Thors, hann sé í sér- stöku uppáhaldi. „Ég er bara ofsa- lega þakklát að fá að stökkva inn í stóra mynd með góðu fólki.“ freyrgigja@frettabladid.is REYNIR LYNGDAL: CANADA GOOSE HELDUR Á MANNI HITA Gera fyrsta íslenska vísindaskáldsögutryllinn ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Tökur hefjast á vísindaskáldsögutryllinum Frosti um miðjan desember. Þær fara fyrst fram í höfuðborginni og svo uppi á jökli eftir áramót. Aðalhlutverkin verða í höndunum á Birni Thors og Önnu Gunndísi en leikstjóri verður Reynir Lyngdal. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.