Fréttablaðið - 09.12.2011, Side 20

Fréttablaðið - 09.12.2011, Side 20
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR20 MYNDASYRPA: Áfram frostaveður um allt land Í LJÓSASKIPTUM Mikið frost hefur verið á Þingvöllum undanfarið og var friðsælt og fallegt um að litast þar í gær. Frostið hefur farið yfir tuttugu gráður og Öxarárfoss er í klakaböndum. HUGAÐ AÐ DÝRUNUM Börnin á leikskólanum Sólhvörfum gáfu öndunum brauð í Laugardalnum fyrr í vikunni. Endurnar þar líkt og annars staðar hafa talsvert minna athafnasvæði í frostinu FERÐAMENN Í BÓKALEIT Þessir ferðamenn voru kappklæddir fyrir kuldann en hlýjuðu sér í Eymundsson og skoðuðu bækur um Ísland á ensku. JÓLAMARKAÐURINN Undirbúningur fyrir jólamarkaðinn á Ingólfstorgi stóð sem hæst þegar ljósmyndara bar að garði, en hann var opnaður síðdegis í gær. Jólaundirbúningur heldur áfram í frosthörkunum Frosti er spáð um allt land áfram. Jólaundirbúningurinn er í fullum gangi hvað sem því líður og ýmislegt verður á vegi ljósmyndara Fréttablaðsins á ferðum sínum. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari fór meðal annars á Þingvelli, hitti leikskólabörn sem bíða spennt eftir jólum, fylgdist með undirbúningi jólamarkaðar á Ingólfstorgi og kíkti í bókabúðir í vikunni sem er að líða.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.