Fréttablaðið - 09.12.2011, Page 22
22 9. desember 2011 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Í hrjóstrugum hæðum í norðaustanverðri Afríku umbreytast afgangsföt almenn-
ings á Íslandi í hjálpargögn fyrir heimilis-
lausa sómalska flóttamenn. Hvergi sést
skýrar hvernig fatnaður sem almenningur
gefur Rauða krossinum veitir lífsbjörg á
vettvangi hamfara og örbirgðar.
Eitthvað af fatnaði fer beint í hjálpar-
starfið – hér heima og á sléttum Hvíta-Rúss-
lands – og annað verður að peningum með
sölu til útlanda eða í fataverslunum Rauða
krossins. Í þetta sinn voru peningarnir not-
aðir til að hjálpa flóttafólki í Sómalíu.
Fadma Abdullah lætur sig þó litlu varða
hvaðan gott kemur. „Við hjónin erum með
fimm börn og við höfum sofið úti í sjö sól-
arhringa,“ segir hún við mig þar sem ég
fylgist með dreifingu hjálpargagnanna í
eyðimörkinni utan við borgina Hargeysa.
Fadma heldur fast utan um pakkana sem
sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans voru að
rétta henni.
Stopular rigningardembur eru farnar
að koma og þá hefur þessi stóra fjölskylda
ekkert skjól. Fyrr en nú. Meðal hjálpar-
gagna frá Rauða krossi Íslands eru tveir
stórir og þykkir plastdúkar, 4x6 metra, sem
munu gefa þeim þak yfir höfuðið. Þau fá
líka potta og pönnur, hreinlætisvörur, teppi
og fötur.
Hjálparstarf Rauða kross Íslands í Sóm-
alíu er tvíþætt. Á meðan fatasöfnun félags-
ins fjármagnar aðstoð við um 20 þúsund
flóttamenn hafa framlög almennings verið
notuð til að kaupa bætiefnaríkt hnetusmjör,
sem er gefið alvarlega vannærðum börnum
í sunnanverðri Sómalíu. Okkur telst til að
fyrir aðstoðina frá Íslandi hafi tekist að
hjúkra allt að 30 þúsund börnum til heil-
brigðis. Samtals eru þetta því 50 þúsund
mannslíf sem Íslendingar hafa snert.
Af öryggisástæðum kemst ég ekki til
sunnanverðrar Sómalíu til að fylgjast með
dreifingu hnetusmjörsins. En starfið fer
samt fram og reyndar er Rauði krossinn ein
af fáum hjálparstofnunum sem skæruliðar
leyfa að athafna sig.
Nýhafnar rigningar bera með sér von
um betri tíð. Dýr hirðingjanna braggast
furðufljótt og bændur nota tækifærið til að
sá. Hjálparstarfinu er hvergi nærri lokið en
útlitið er aðeins bjartara en áður.
Afgangsfötin umbreytast
í hjálpargögn í Sómalíu
Hjálparstarf
Þórir
Guðmundsson
sviðsstjóri
hjálparstarfssviðs
Rauða kross
Íslands
Kjördæmavitundin
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um bágt
ástand í heilbrigðismálum á þingi í
gær. Hann tiltók þrjár stofnanir, en
allar er þær að finna í kjördæmi þing-
mannsins. Jónína Rós Guðmunds-
dóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,
deildi að mörgu leyti áhyggjum
Einars, en sagðist þó lítt
þekkja til umræddra
stofnana. Hennar
þekking væri betri á
stofnunum austar; í
hennar kjördæmi. Það
er ljóst að þingmenn búa
yfir ríkri vitund um eigin
kjördæmi.
Heilbrigði grunnurinn
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, hefur áhyggjur af
því að hagvöxtur sé allur byggður á
einkaneyslu sem sé til komin vegna
hárra kjarasamninga, vaxtaendur-
greiðslna, lánafrystinga og úttektar
á lífeyrissparnaði. Það sé ekki heil-
brigður grunnur undir hag-
vöxt. Ekki er víst að
allir séu sammála
því að hækkun
launa eigi
heima í þessari
upptalningu.
Aðeins þingmennirnir
Þingmenn Hreyfingarinnar gáfu
út yfirlýsingu á fimmtudag vegna
ummæla Lilju Mósesdóttur um
fjármál stjórnmálaflokka. Þar segir að
Hreyfingin hafi aldrei fengið neinum
fjármunum úthlutað úr ríkissjóði.
Vel má vera að það sé rétt hjá Þór
Saari og félögum, en í ársreikningi
þinghóps Hreyfingarinnar 2010 má
sjá að þinghópurinn fékk tæpar 4
milljónir það ár og rúma milljón árið
áður. Þinghópurinn er vissulega ekki
flokkurinn, en þessar upplýsingar
hefði nú ekki skaðað að hafa
með, svona í ljósi lýðræðis-
legrar umræðu.
kolbeinn@frettabladid.is
S
extán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefur nú staðið
í fimmtán daga. Átakið hefst árlega á alþjóðadegi gegn
kynbundnu ofbeldi og því lýkur á alþjóðlega mannrétt-
indadaginn. Þetta er engin tilviljun, enda var meiningin
að tengja þetta saman í hugum fólks og gera því grein fyrir
því að líf án ofbeldis eru mannréttindi.
Þetta á nefnilega til að gleymast. En barátta gegn kynbundnu
ofbeldi má ekki afskrifast sem óþörf, væl eða sem barátta sem
þegar hefur unnist. Þannig er það ekki, ekki einu sinni á Íslandi.
UNICEF á Íslandi hefur bent
á að í fyrra var tilkynnt um
kynferðislegt ofbeldi gagnvart
börnum á 21 tíma fresti, oftar
en einu sinni á dag var tilkynnt
um ofbeldi gagnvart barni hér á
landi. Ofbeldi er einhver stærsta
ógn sem steðjar að íslenskum
börnum. Til Neyðarmóttöku
vegna nauðgana og Stígamóta leita um 230 manneskjur ár hvert
vegna nauðgana, og fleiri leita til Stígamóta vegna annars kyn-
ferðisofbeldis. Í Kvennaathvarfið koma 300 til 400 konur árlega. Á
þetta benti Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs-
ins, í grein sem skrifuð var í Fréttablaðið vegna átaksins. Þar segir
hún frá nýlegri rannsókn sem sýndi að 42 prósent íslenskra kvenna
hafa verið beittar líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi. 22 prósent
höfðu verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka.
Á heimsvísu eru vandamálin auðvitað enn stærri. 603 milljónir
kvenna búa í ríkjum sem telja heimilisofbeldi ekki glæp, eins og
Michelle Bachelet, yfirmaður UN Women, benti á í annarri grein
í Fréttablaðinu vegna átaksins. Hún bendir á fleiri sláandi stað-
reyndir: „Á heimsvísu hafa allt að sex af hverjum tíu konum verið
beittar ofbeldi og/eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Meira en 60
milljónir stúlkna eru brúðir á barnsaldri og á bilinu 100 til 140
milljónir stúlkna og kvenna hafa verið beittar misþyrmingum á
kynfærum. Margir foreldrar kjósa að eignast drengi og meira en
100 milljónir stúlkna „vantar“ vegna kynjavals fyrir fæðingu. Fleiri
en 600.000 konur og stúlkur sæta mansali þvert á landamæri á
hverju ári; mikill meirihluti þeirra til að enda í kynlífsþrælkun.“
Þrátt fyrir umfang vandans sem enn er til staðar verður líka
að muna eftir árangrinum sem þó hefur náðst. Á örfáum árum
hafa orðið gríðarlegar, jákvæðar breytingar í þessum málaflokki,
ekki síst í viðhorfi fólks. Sífellt fleiri kjósa að greina frá ofbeldi
og sífellt fleiri taka afstöðu með þolendum og gegn ofbeldi. Mikil
umræða hefur farið fram um ofbeldismál undanfarin misseri, sem
hefði verið óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan. Vissulega mætti
umræðan þó oft vera hófstilltari, en umræður eru betri en þöggun.
Ísland var í vor meðal fyrstu aðildarríkja Evrópuráðsins til að
undirrita samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi
gagnvart konum og heimilisofbeldi. Þetta er fyrsti bindandi
alþjóðasamningurinn sem tekur á þessari baráttu heildstætt, en
hann hefur ekki verið fullgildur enn.
Margt hefur unnist en margt er enn eftir. Átök eins og það sem
nú er að klárast verða áfram þörf. Þau geta opnað augu einstaklinga
sem enn ekki sjá en þau geta líka gegnt því hlutverki að brýna
stjórnvöld og samfélög til breytinga. Vonandi verða gerðar enn
fleiri jákvæðar breytingar að loknu þessu átaki.
Ekki má gleyma árangrinum sem náðst hefur.
Meiri breytingar
SKOÐUN
Þórunn Elísabet
Bogadóttir
thorunn@frettabladid.is