Fréttablaðið - 09.12.2011, Síða 26
26 9. desember 2011 FÖSTUDAGUR
Ánægjulegt er að nú sér senn fyrir endann á gríðarlega erf-
iðum árum í rekstri ríkissjóðs
Íslands. Á sama tíma berast okkur
fréttir um baráttu ríkisstjórna í fjöl-
mörgum ríkjum heimsins fyrir því
að koma erfiðum og í senn mikil-
vægum aðgerðum á sviði ríkisfjár-
mála í framkvæmd. Þessar ríkis-
stjórnir eru nú margar hverjar í
svipaðri stöðu og núverandi ríkis-
stjórn var í þegar hún tók við í byrj-
un febrúar 2009 þó mér sé til efs að
nánast nokkrar þeirra hafa þurft að
glíma við viðlíka aðstæður og komu
upp hér á landi.
Með fjárlögum ársins 2012 sem
Alþingi samþykkti í vikunni var
stigið mikilvægt skref að halla-
lausum ríkisrekstri. Gera fjár-
lögin ráð fyrir rúmlega 20 millj-
arða króna halla eða 1,16% af
vergri landsframleiðslu. Hallinn
á næsta ári verður því tífalt minni
en hann var þegar núverandi rík-
isstjórn tók við ríkisfjármálunum.
Árið 2008 var hann 216 milljarð-
ar, 140 árið 2009, 120 árið 2010 og
46 á þessu ári. Þessi þróun sýnir
þann árangur sem náðst hefur og
hversu stutt er í að ríkisfjármálin
verði kominn á sjálfbæran grunn.
Umbyltingin hefur þó ekki orðið
án fórna því ríkisstjórnin hefur
þurft grípa til mikilla aðhalds- og
tekjuöflunar aðgerða sem reynt
hafa á almenning í landinu.
Launa- og bótahækkanir
Sá mikli árangur sem þegar hefur
náðst við að ná niður fjárlagahallan-
um hafa meðal annars skapað nægi-
legt svigrúm til að mæta útgjöldum
vegna tímabærra kjarabóta. Síð-
astliðið vor náðist samkomulag á
vinnumarkaði um talsverðar launa-
hækkanir næstu árin. Hafa þær
umtalsverðan kostnaðarauka í för
með sér fyrir ríkið vegna hækkana
hjá opinberum starfsmönnum auk
verulegra hækkana til almanna-
trygginga- og atvinnuleysisbóta.
Fjárlög 2012 gera ráð fyrir að kostn-
aður ríkissjóðs við þessar hækkan-
ir og verðlags- og gengisuppfærslur
nemi 26,8 milljörðum króna.
Samhliða samkomulagi við aðila
vinnumarkaðarins var ráðist í
umtalsverðar hækkanir á lífeyri,
örorku- og atvinnuleysisbótum.
Þannig hækkaði grunnlífeyrir,
aldurstengd örorkuuppbót, tekju-
trygging og heimilisuppbót um
8,1% frá 1. júní 2011. Með því hækk-
aði lágmarkstrygging þeirra sem
hafa engar tekjur aðrar en bætur
almannatrygginga um 12.000
krónur. Grunnatvinnuleysisbætur
hækkuðu einnig um 12.000 krónur
í tæpar 162.000 krónur á mánuði.
Til viðbótar þessum bótaflokk-
um var ráðist í hækkanir á endur-
hæfingar lífeyri, barnalífeyri, upp-
bót á lífeyri og sérstakri uppbót
til framfærslu, vasapeningum og
örorkustyrk um 8,1%. Sama máli
gegnir um mæðra- og feðralaun,
umönnunargreiðslur, maka- og
umönnunarbætur, barnalífeyri
vegna menntunar, dánarbætur, for-
eldragreiðslur, fæðingarstyrk og
ættleiðingarstyrki. Í fjárlagafrum-
varpi næsta árs er gert ráð fyrir
áframhaldandi hækkunum á alla
þessa flokka þ.m.t. laun umfram
verðlagsþróun þannig að sú kaup-
máttaraukning sem hófst með
þessum aðgerðum heldur áfram,
ekki síst sökum þess að persónufrá-
dráttur verður nú að fullu verð-
tryggður. Til viðbótar þessu má loks
geta að fjárlög 2012 gera áfram ráð
fyrir útgreiðslu vaxtabóta upp á 18
milljarða króna.
Ýmsir hafa spurt hvers vegna
ekki sé gengið enn lengra í fyrr-
greindum hækkunum en vart verð-
ur séð annað en allt það svigrúm
sem ríkisstjórninni hefur tekist
að skapa þrátt fyrir fordæmalaus-
ar aðstæður í ríkisfjármálum hafi
verið nýtt til þessa. Þá ber að hafa
í huga að ríkisstjórnir fyrri tíma
og við auðveldari efnahagsaðstæð-
ur hafa ekki treyst sér til viðlíka
hækkana í þessum efnum.
Varðstaða um velferðarkerfið
Ríkisstjórnin, og reyndar Alþingi
allt, hefur lagt ríka áherslu á að
verja velferðarsamfélagið í gegn-
um þessa erfiðu tíma. Við vinnslu
fjárlagafrumvarps ársins 2012 var,
eins og undanfarin ár, forgangs-
raðað í þágu velferðar og almanna-
þjónustu og aðferðafræði sem felur
í sér flatan niðurskurð útgjalda
ekki viðhöfð. Viðmið um samdrátt
í útgjöldum voru 3% í almennum
rekstri og stjórnsýslu, en 1,5% í
velferðarmálum, s.s. heilbrigðis-
þjónustu, skólamálum, löggæslu,
bótakerfum og sjúkratryggingum.
Við meðferð Alþingis á frumvarp-
inu var ákveðið að ganga enn lengra
í þessa átt og var dregið úr aðhalds-
kröfu á heilbrigðiskerfið sérstak-
lega líkt og gert var árið 2010. Hefur
ríkt pólitísk samstaða um að sé
þess kostur að draga enn frekar úr
aðhaldskröfu á velferðarliði sé það
fyrst gert á sviði heilbrigðismála.
Sterkur efnahagsbati
Eftir efnahagshrunið og nú síð-
ustu misserin hefur enginn hörg-
ull verið á spámönnum sem hrópa
hátt um að allt muni eða sé að fara
á versta veg. Oft eru þetta þeir sömu
og lokuðu augum og eyrum fyrir
öllum viðvörunarmerkjum fyrir
hrun. Var því meðal annars spáð að
með samþykki fjárlagafrumvarps
yfirstandandi árs myndi kreppan
dýpka með tilheyrandi skelfingu
fyrir hið opinbera, heimili og fyr-
irtæki. Sem betur fer hefur sú spá
ekki ræst fremur en margar aðrar
í þessa veru. Um það vitna nýjustu
tölur Hagstofunnar sem kynntar
voru í vikunni.
Efnahagsbatinn á fyrstu níu mán-
uðum ársins var sterkari en bjart-
sýnustu greiningaraðilar þorðu að
spá. Í nóvember á síðasta ári var
gert ráð fyrir hagvexti upp á 2%
fyrir árið 2011 en nýjustu tölur
Hagstofunnar benda til að hann
hafi orðið 3,7% á fyrstu níu mán-
uðum ársins. Á milli annars og
þriðja ársfjórðungs er vöxturinn
nær ævintýralegur eða upp á 4,7%.
Til að setja þessa tölu í samhengi þá
er vöxturinn á þriðja ársfjórðungi
innan ríkja ESB að meðaltali 0,3%
og mesti hagvöxtur meðal þeirra
mældist hjá Rúmeníu upp á 1,8%.
Efniviður heimsendaspámanna
til að berja í landsmenn bölmóðinn,
svartsýni og sundurlyndi fer sífellt
minnkandi. Á aðeins þremur árum
hefur Ísland endurheimt efnahags-
legt sjálfstæði sitt eftir hrunið 2008
og stefnir markvisst í átt að halla-
lausum ríkisbúskap og traustari
forsendum fyrir sjálfbærum vexti
efnahagslífsins. Því ber að fagna
um leið og rétt og skylt er að viður-
kenna að mörg erfið verkefni bíða
engu að síður úrlausnar.
Við erum sannanlega á réttri leið
en ekki komin alla leið í mark. Við
þurfum að örva fjárfestingu og ná
niður atvinnuleysi, gera fjármál
ríkis og sveitarfélaga betur og að
fullu sjálfbær, treysta forsendur
velferðarsamfélagsins til framtíðar
litið eins og efni frekast leyfa, hlúa
að umhverfinu og okkur sjálfum.
En, eftir það sem á undan er geng-
ið er okkur engin vorkunn að klára
þau verkefni.
Ótvíræður árangur
Tölvuárásir eru vaxandi og alvarleg ógn. Ekkert íslenskt
fyrirtæki er í raun og veru
öruggt. Þó ekki liggi fyrir tölur
um umfang tölvuárása á íslensk
fyrirtæki og stofnanir er vitað að
vandinn er umtalsverður.
Á ráðstefnu um tölvuöryggi sem
haldin var í síðasta mánuði var
gerð óformleg könnun á meðal ráð-
stefnugesta en um hundrað gestir
voru á ráðstefnunni. Meðal annars
var spurt hvort fyrirtæki viðkom-
andi hefði orðið fyrir tölvuárás af
einhverju tagi á síðustu 12 mánuð-
um. 44% svöruðu spurningunni ját-
andi. Þá sögðu 24% að fyrirtækið
hefði orðið fyrir fjárhagslegu tjóni
vegna tölvuárásar, bilunar í tölvu-
búnaði eða villu í upplýsingakerf-
um á síðustu 12 mánuðum.
Rekstur fyrirtækja er háður
upplýsingatækni en fæstir gera
sér grein fyrir þeim hættum er
felast í notkun hennar og huga
ekki nægilega að öryggi. Oft er
treyst á ákveðin stikkorð, s.s. „eld-
veggi“ eða „öruggar varnir“.
Undirritaðir hafa starfað við
upplýsingaöryggi í á annan ára-
tug og reynsla okkar er að úttekt-
ir á tæknilegum öryggisvörnum
leiða oft í ljós að þær eru orðin
tóm. Öryggi á Íslandi er stórkost-
lega ábótavant og færa má sterk
rök fyrir því að tiltölulega auðvelt
væri að lama íslenskt samfélag
með tölvuárásum. Þá geta tölvu-
þrjótar nálgast nánast hvaða upp-
lýsingar sem er úr hvaða tölvu-
kerfi sem er. Úr fjárhagskerfum,
launakerfum eða tölvupósti stjórn-
enda svo dæmi séu tekin.
Erum við eitthvað verri en
aðrar þjóðir í þessum málum?
Engar samanburðarrannsóknir
eru til um það og fullyrðingar um
slíkt byggjast því á huglægu mati.
Flestir sem þekkja til mála eru
hins vegar sammála um að Ísland
er ekki framarlega þegar kemur
að upplýsingaöryggi.
Hvað er til ráða? Í fyrsta lagi
þurfa fyrirtæki og stofnanir að
gera sér grein vandamálinu og
ákveða hvort og þá hvernig skuli
bregðast við. Hafa verður í huga
að það eru engar skyndilausnir til
staðar sem bjarga málunum. Þetta
er ferli sem tekur langan tíma og
snýr ekki einungis að tæknilegum
þáttum heldur ekki síður stjórn-
unarlegum breytingum og við-
horfsbreytingum þegar kemur að
rekstri upplýsingaumhverfa.
Það sem ber að varast í allri
umræðu í kringum þetta mál-
efni er orðið „öruggt“. Þeir sem
halda því fram að eitthvað sé
„öruggt“ í tæknilegum efnum
eiga að vita betur. Staðreyndin er
sú að þrátt fyrir að bestu mögu-
legu varnir séu til staðar er ekki
hægt að koma alfarið í veg fyrir
innbrot einbeittra og hæfra hópa
eða aðila. Hins vegar er hægt að
draga verulega úr áhættu, lág-
marka hugsanlegt tjón og tryggja
eftir bestu getu tiltekin gögn. Síð-
ast en ekki síst er það fyrirtækja
að skilgreina og ákveða við hvaða
lágmarksöryggi þau vilja búa.
Öryggismál munu ekki batna
fyrr en stjórnendur sýna ábyrgð
og taka á þessum málum og horf-
ast í augu við raunveruleikann.
Áhætta af tölvuárásum
Ofbeldi karla:
106 – 4 (2009)
Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, eins og annað ofbeldi,
er að mestu framið af körlum.
Talið er að um 95% alls ofbeld-
is í heiminum sé framið af karl-
mönnum. Hagstofa Íslands segir
okkur að árið 2009 afplánuðu 110
einstaklingar á Íslandi refsingu
vegna manndrápa, kynferðis- og
ofbeldisbrota. Af þeim voru 106
karlar og 4 konur. Tölfræði og
staðreyndir tala sínu máli og sýna
ólíka stöðu karla og kvenna.
Fullyrðingar á borð við:
„Konur eru í eðli sínu ólíkar körl-
um, þær sýna heldur hluttekn-
ingu og umhyggju,“ heyrast oft í
umræðum um jafnrétti kynjanna.
Slíkar staðhæfingar snerta kjarna
þeirrar eðlishyggju sem færir
okkur einfaldar og stundum
grunnhyggna staðalmynd af körl-
um og konum. Tilbrigði við slíkar
staðalmyndir eru síðan notuð til
að útskýra ólíka stöðu kynjanna.
Karlar eiga því síður að venjast
að eðli þeirra sé notað til að skýra
neikvæða hegðun. Þannig er eðli
karla gjarnan kennt við eiginleika
sem taldir eru eftirsóknarverðir,
á borð við – ábyrgð, skynsemi,
útsjónarsemi og dirfsku.
Ef við hins vegar samþykkjum
ólíkt eðli kynjanna er ekki frá-
leitt að leiða líkur að því að karlar
séu í eðli sínu, fremur en konur,
ofbeldisfullir. Og þegar svo miklu
munar á tíðni karla og kvenna
meðal afbrotamanna – er því ekki
úr vegi að kalla ofbeldisvanda-
málið karlavandamál.
Ástæður ofbeldis er meðal ann-
ars að finna í gildismati gerenda.
Gildismat mótast af ótal ástæðum.
Stundum yfir langan tíma. Stund-
um vegna atviks. Viðbrögð sam-
félagsins endurspegla hugmyndir
til gerenda og þolenda.
Nýverið birtust fregnir af
afganskri konu sem dæmd var
til fangelsisvistar vegna þess að
henni var nauðgað. Hún gat kom-
ist hjá refsingunni ef hún giftist
manninum sem nauðgaði henni.
Fréttin vakti óhug í mörgum lönd-
um. Ekki síst vegna þess að frá-
sögnin sýndi okkur að kraftur
félagslegrar innrætingar getur
verið slíkur að samfélagið færir
einstaklingum réttlætingu ofbeld-
is um leið og það fordæmir brota-
þola. Við þurfum þó ekki að horfa
til ofbeldis í fjarlægum löndum
til að sjá áhrif hugmynda í sam-
félaginu endurspeglast í tilvikum
ofbeldisbrota.
Markmið jafnréttislaga er að
jafna stöðu kynjanna á öllum
sviðum samfélagsins. Því mark-
miði skal meðal annars náð með
vinnu gegn kynbundnu ofbeldi
og áreitni. Til þess þarf að vinna
markvisst á fjölmörgum svið-
um. Vinnan felur í sér fræðslu
og samtal um stöðu kynjanna.
Slíkt samtal verður að ná lengra
en svo að karlar séu álitnir í eðli
sínu ofbeldisfullir. Samtalið þarf
að fela í sér greiningu á hlutverki
og ábyrgð einstaklinga óháð
óræðu eðli þeirra.
Hugmyndir ofbeldismanna eru
mótaðar af skilaboðum sem undir-
byggja réttlætingu ódæðisverka.
Ef réttlæting á sér stað í samspili
skilaboða samfélagsins og karla,
verður að eiga sér stað merkingar-
bært inngrip í formi upplýsingar
og fræðslu. Slíkt inngrip mun ekki
skila árangri nema karlar hlusti –
og þeir trúi að til séu raunveruleg-
ir valkostir við það úrræðaleysi í
samskiptum sem einatt einkennir
ofbeldi.
Kynbundið
ofbeldi
Tryggvi
Hallgrímsson
sérfræðingur á
Jafnréttisstofu
Ef við hins vegar
samþykkjum
ólíkt eðli kynjanna er
ekki fráleitt að leiða
líkur að því að karlar
séu í eðli sínu, fremur en
konur, ofbeldisfullir.
Öryggismál
Ólafur R.
Rafnsson
ráðgjafi í öryggismálum
Theódór R.
Gíslason
ráðgjafi í öryggismálum
Fjármál
Steingrímur J.
Sigfússon
fjármálaráðherra
Efniviður heims-
endaspámanna
til að berja í landsmenn
bölmóðinn, svartsýni og
sundurlyndi fer sífellt
minnkandi.