Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 28
28 9. desember 2011 FÖSTUDAGUR Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Það fylgja því alltaf ónot þegar maður les um eða verður vitni að því að hundur leggist á fé. Og þótt að það sé kannski frekar á tilfinningalegum nótum sagt þá er það yfirleitt óhugnanlegra þegar rakkinn kemst í lambfé. Þá verður ungviðið frekar fyrir barðinu á hundinum en fullorðna féð sleppur. Sumir hundar hafa þann sið – ef hægt er að tala um að hundar hafi sið – að tæta fé. Þeir fara þá með gelti og hlaupum um safnið og urra og glefsa en bíta kannski ekki og ef þeir þá bíta þá er það tilviljanakennt og nán- ast hending ein sem ræður hvort kindinni blæðir eða ekki. Slíkir hundar eru til óþurftar og ættu ekki að fá að þrífast en því miður eru þeim á stundum gefin grið en sjaldnast tekst að temja þá til betri umgengni við fénaðinn. Þó eru þess dæmi. Dýrbíturinn verður ekki tam- inn, hann er vargur og lætur aldrei af vana sínum að fara í fé og bíta eða hvekkja með öðrum hætti. Dýrbíturinn er hættuleg- ur enda er það regla að þegar upp um kemst þá er sá lúmski skratti sleginn af. Lesið hef ég vand- aðar skýrslur frá búnaðarfélög- um sem segja frá því að sumir hundar sýni strax sem hvolpar að hverju stefni og er þá undan- tekningarlaust mælt með því að gripið sé inn í og skepnunni lógað. En það er því miður of oft látið undir höfuð leggjast. Þekkt er að hvolpar setji sig í stellingar dýrbítsins strax nokkurra vikna og ættu menn þá þegar að vera á varðbergi. Þeir bíta sjaldnast svo ungir en eðlið leynir sér ekki. Þessir illskeyttu snatar skjóta upp herðakambinum og sýna tennurnar, urra og kasta sér að fénu – gera í raun allt nema bíta. Þetta þykir hláleg sjón en er mik- ilvæg viðvörun og hana ætti að taka alvarlega. Of oft er talað um þessa hegðun þessara smáhvutta sem broslega tilburði en það eru þeir að sönnu ekki. Sjaldgæfust er sú tegund dýr- bíta sem velur sér bara gemlinga að leggjast á. En hún er þekkt. Og man ég glöggt eftir vitnis- burði bónda úr Biskupstung- um sem talaði um þessa hegð- un hunds sem ónáttúru. Ekki er vitað hvað veldur þessari sér- visku – ef hægt er að tala um sérvisku í hundi – sem þannig hagar sér en engu að síður er þetta sorgleg staðreynd. Það er hörmung að sjá veturgamalt fé illa leikið eftir óðan hund; sjá þar kannski á eftir vel ættaðri kind og vita að hún verður aldrei til brúks – ef hún þá lifir. Hvað er til ráða? Einhverjir hafa talað um fræðslu en það er erfitt að kenna fleiri hundum en bara þeim gömlu að sitja, fyrir nú utan það að hundar eru daprir á bókina. Helst hefur mér skil- ist af ráðunautum að besta ráðið sé að skilja hundkvikindi þessi strax sem hvolpa – leyfa þeim ekki vera saman og stöðva strax alla tilburði í þeim til að hópa sig en það er oftar en ekki í hópum sem þetta náttúruleysi byrjar. Einn og einn skrattakollur þjálf- ar þetta þó upp með sér – ef hægt er að taka svo til orða að hund- ur þjálfi sig – og er þá ekkert til ráða annað en að aflífa dýrið. Einn og einn bóndi sem ég hef rætt við hefur nefnt að gelding gæti dugað á svona hund en því trúi ég illa og engar rannsóknir hef ég lesið sem benda til þess að það að leggjast bítandi á fé tengist náttúru hundsins. Því er ekki annað en biðja bændur að vera á varðbergi; gljáfægður hundsfeldur og góð bygging og hlaupageta segja ekki nema hálfa söguna; glansandi skrokkur og vinalegt augnaráð geta blekkt. Bítandi hundur er gangandi tímasprengja – ef hægt er að kalla hund tímasprengju? Svari nú hver fyrir sig. Ég veit ekki hvort það eru stundargrið að neysluauglýs- ingum banka og fjármálafyrir- tækja virðist hafa linnt síðust daga. Mér finnst það hinsvegar graf- alvarlegt mál ef þær beinast að fólki sem hefur lítið á milli hand- anna og þarf að fjár- magna sinn heimilis- rekstur með lánsfé. Að auglýsa neyslu- lán til kaupa á allt að 10 ára gömlum bílum eða öðrum verðlausum varningi er að mínu mati bæði ábyrgðar- laust og siðferðislega rangt. A u ð v i t a ð ve l t i r maður fyrir sér þeirri þversögn stjórnvalda hvernig saman fari að hvetja til einkaneyslu sem auka á hagvöxt á sama tíma og fólk er skattpínt, vextir spari- fjáreigenda neikvæðir og útlánavextir háir. Vissulega kann það að virka hvetjandi fyrir sparifjáreigend- ur sem fá neikvæða vexti að fjár- festa í einhverju öðru, t.d. fast- eignum ef innistæður leyfa, en slíkar fjárfestingar hafa ýmsar hliðarverkanir, t.d. skattalegar. Þær eru vissulega áhættusamar á þessum óvissutímum og varla er hægt að reikna með að þegn- ar eins og eldri borgarar taki slíka áhættu og þá fyrirhöfn sem því fylgir. Það væri svo að bera í bakkafullan lækinn að ræða mál okkar sem í raun borgum brús- ann af hruninu. Þar á ég við fólk sem ekki hefur þurft að leita sér- stakra úrlausna á sínum málum og átti umtalsverðan hlut í sínum fasteignum en hefur nú verið rúið eignum vegna lækkunar fast- eignaverðs og ákvæða verðtrygg- inga sem eiga sér enga hliðstæðu í hinum siðmenntaða heimi. Því þarf varla að koma á óvart að traust almennings á banka- stofnunum og þjóð- þinginu sé nánast ekk- ert. Ekki bætir úr skák að vilji menn fylgjast með þjóðmálaumræð- unni verða menn að þola að sitja undir gaspri, stóryrðum og þrefi sem ekki yrði liðið á nokkr- um öðrum vettvangi. Ekki veit ég hvað til bragðs skal taka. Við höfum frá árinu 1262 aðeins haft sjálfstæði í 67 ár. Við áttum nokkra þokkalega áratugi í veldi Noregskonunga en öldum saman verri undir danskri stjórn. Nú kann okkur að bjóðast að lúta stjórn Evrópusambandsins, sem við að vissu marki höfum þegar undirgengist. Ef það getur hjálpað okkur til að losna undan vitsmuna- og marklausri umræðu væri það líklega til vinnandi. Dýrbíturinn verður ekki taminn, hann er vargur og lætur aldrei af vana sínum að fara í fé og bíta eða hvekkja með öðrum hætti. Nú kann okk- ur að bjóðast að lúta stjórn Evrópusam- bandsins sem við að vissu marki höfum þegar undir- gengist. Að líta í eigin barm er oft erfiðara en að gagnrýna aðra. Það er hugsanlega ástæða þess að mörg okkar velja að sitja heima frekar en að láta til okkar taka í hinum ýmsu málum, s.s. stjórnmálum. Við kjósendur teljum málefnin eiga það til að fara miður vel í höndum hinna „útvöldu“, sem við teljum oft á tíðum ekki í takt við þjóðfélagið og væntingar okkar hinna. Við höfum fullan rétt á slíkum skoðunum því fulltrúar okkar á þingi og í bæjar- og borgarstjór- num sitja í umboði okkar kjós- enda. Það er skiljanlegt að fjór- flokkakerfið sé gagnrýnt m.a. fyrir litla endurnýjun og klíku- skap. Við viljum ekki ættar- og „vinavæðingaflokka“ heldur opna flokka sem gefa hæfum einstaklingum tækifæri. Þetta eru eðlilegar kröfur kjósenda sem við eigum að halda á lofti. Nú þegar landsfundur sjálf- stæðismanna er yfirstaðinn og flokkurinn búinn að hafna nýjum öflugum leiðtoga kann mörgum að finnast stöðnun í flokknum. Þeir sem standa fyrir utan, þ.e. eru ekki kjörnir á landsfund, gætu upplifað okkur sem sátu fundinn sem huglausa sauði; að hafa ekki þorað að grípa tækifærið. Eins og mörgum er mér ekki sama hvað kjósendum finnst. Engu að síður finnst mér að fólk utan landsfundar ætti að virða niðurstöður fundarins og treysta þeim fjölda fulltrúa sem mætti til leiks til að taka ákvörðun. Ef það fólk treysti okkur ekki til að klára málið, hvers vegna steig það ekki sjálft fram? Ekki svo að skilja að allir komist á landsfund, en víða í Sjálfstæðisfélögum er fámennt og þar skortur á nýju fólki. En flestir fulltrúar fund- arins eru kosnir á þar til aug- lýstum fundi hjá sínu félagi og ræður búseta því hvaða félagi hver tilheyrir. Landsfundur sjálfstæðis- manna er samkoma allra sem tengjast flokksstarfinu, hvort sem það er grasrótin, frambjóð- endur eða forysta. Á landsfundi er unnið mjög lýðræðislega að stefnu flokksins og álykt- unum. Þetta kann að hljóma skakkt í eyrum þeirra sem ekki vilja trúa en þannig er þetta samt. Þar leggur fólk á bratt- ann, býður sig fram og er kosið leynilegri kosningu. Ég kem úr grasrótinni og þekki á eigin skinni hvað það er að láta til sín taka innan flokksins. Það krefst þess að menn kveði sér hljóðs en það er líka eðlilegt, ætli menn að koma fram með sínar skoðanir. Óánægjuraddir í samfélaginu, sem segja flokkinn sérhags- munaflokk þeirra útvöldu, gáfu framboði Hönnu Birnu réttlátan byr að mínu mati. Með hennar kosningu myndum við hugsan- lega hafa náð að slá á gagnrýni um sérhagsmuni. Engu að síður hafa margir flokksmenn þá skoðun að Bjarni Benediktsson sé mjög sterkur leiðtogi. Ég hef séð og heyrt til hans þegar á móti blæs og þann eldmóð sem hann hefur fyrir málstað flokksins. Fólk sem stendur fyrir utan flokkstarfið gerir sér kannski ekki grein fyrir að landsfundarfulltrúar gætu hafa látið það ráða för; að nú sé ekki tími til að missa reyndan og sterkan leiðtoga. Lengi skal manninn reyna syng- ur Megas og mér finnst Bjarni eflast við hver átök. Á landsfundinum var kosið í Miðstjórn flokksins, þess má geta að þar hlutu konur meiri- hlutakosningu, sjö konur á móti fjórum körlum. Miklar breyt- ingar voru samþykktar á skipu- lagi innan flokksins, breytingar sem Framtíðarnefnd undir forystu Kristjáns Þórs Júlíus- sonar lagði til. Landsfundar- fulltrúar lögðu á sig mikla vinnu í nefndum, þar á meðal í menntamálum, velferðarmálum og fjármálum heimilanna, þar sem lagðar voru línur fyrir kosna fulltrúa að vinna eftir. Ég er þakklát fyrir að hafa setið fund þar sem menn fá tækifæri til að takast á um mál- efnin, kjósa forystu á lýðræðis- legan hátt og í stjórnir án afskipta annarra. Mitt atkvæði er mitt einkamál og það er virt. Ég starfa í stjórn hverfafélags Laugarness og Túna, sem telst til grasrótarstarfs flokksins. Hvorki þaðan né annars staðar frá var beitt þrýstingi á mig varðandi kosningu formanns. Ég hvet alla þá sjálfstæðis- menn sem sitja núna þarna úti og vilja breytingar að stíga fram. Við erum of fáliðuð í grasrótinni. Kjósendur eiga að láta í sér heyra og varpa fram spurningum. Ef þú situr heima og býsnast yfir ástandinu, af hverju ekki að mæta til starfa í þínu félagi? Við í okkar félagi fögnum öllum þeim sem mæta á fundi. Án þess að undirrituð hafi gert á því sérstaka könnun er vænt- anlega það sama upp á ten- ingnum í öðrum félögum innan flokksins. Við konur þurfum að vera mun duglegri að stíga fram og við foreldrar að hvetja unga fólkið til að láta í sér heyra. Ætlum við að hafa eitthvað að segja? Í mínu félagi sárvantar fleiri konur og ungt fólk til þess. Það er ekki nóg að sitja heima og kvarta, við erum aflið sem þarf til að koma málum á hreyf- ingu. Verum sjálfum okkur samkvæm og náum fram breyt- ingum í samfélaginu með því að tryggja grasrótinni verðugar raddir. Ég hvet alla áhugasama að stíga skrefið. Til að ná toppi fjallsins þarf fyrst að komast að rótum þess. Lára Óskarsdóttir, ritari í félagi sjálfstæðismanna í Laugarnes- og Túnahverfi Ætlum við að hafa eitthvað að segja?Ábyrgðarlaust að auglýsa neyslulán Fjármál Viktor A. Guðlaugsson leiðsögumaður Stjórnmál Lára Óskarsdóttir ritari í félagi sjálfstæðismanna í Laugarnes- og Túnahverfi Lærð ritgerð um dýrbíta Dýrbítar Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.