Fréttablaðið - 09.12.2011, Side 36

Fréttablaðið - 09.12.2011, Side 36
Pollapönk heldur tónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudag til að fagna útgáfu plötunnar Aðeins meira pollapönk. Hljómsveitin flytur tólf ný frumsamin lög og er eitt tileinkað Bjartmari Guðlaugssyni tónlistarmanni. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Nánar á salurinn.is. Þetta hefur feng- ið aldeilis ótrú- lega gó ð a r viðtökur hjá söluaðilum og verður að ég held stærsti matarmarkaður sem haldinn hefur verið hérlendis,“ segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins í Nóatúni 17, sem fékk þá hugmynd að halda jólamarkað með mat fyrir utan búðina hjá sér. „Þetta átti upp- haflega bara að vera eitthvað svona lítið og sætt í tilefni hins alþjóð- lega dags móður jarðar, 10. des- ember, sem haldinn er hátíðlegur með svona uppákomum um allan heim,“ segir hún. „En nú eru selj- endurnir orðnir um tuttugu og úrvalið sem verður í boði er alveg ótrúlegt.“ Það eru Búrverjar sem standa fyrir markaðnum í samstarfi við Beint frá býli og eins og nafnið gefur til kynna verður boðið upp á alls kyns mat beint frá fram- leiðendum. Meðal þess sem þarna verður á boðstólum er gras fóðrað holdanautakjöt, hvannarlamb, tvíreykt hangikjöt, brjóstsykur, ís, ostar, sultur, kofareykt bjúgu, reyktur lax og silungur og svona mætti næstum endalaust áfram telja. Jólamarkaðurinn byrjar klukk- an 12 á hádegi og stendur að minnsta kosti til klukkan 16, „en auðvitað höldum við áfram lengur ef það verður stemning fyrir því,“ segir Eirný. Enginn ætti að láta kuldann aftra sér frá því að mæta á planið við Nóatún 17 því sölubásarnir verða inni í stóru tjaldi sem hitað er upp með hitalömpum auk þess sem rjúkandi heitt súkkulaði með rjóma verður í boði. „Þetta er bara alveg ótrúlega gaman,“ segir Eirný. „Terra Madre-dagurinn gengur út á það að gera litlum sjálfstæðum fram- leiðendum hátt undir höfði og ég vona að fólk komi og kynni sér þá miklu grósku sem er í slíkri mat- vælaframleiðslu hérlendis. Þetta eru sko allt saman klassaframleið- endur og það verður enginn svik- inn af jólamatnum sem þeir bjóða upp á.“ fridrikab@frettabladid.is Hlédís Sveinsdóttir, formaður Beint frá býli, og Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins, hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning jólamarkaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jólamatur frá tuttugu fram- leiðendum á markaði Búrið og Beint frá býli gangast á morgun fyrir matarmarkaði þar sem sjálfstæðir framleiðendur selja vörur sínar í tilefni af alþjóðlegum degi móður jarðar. Allt frá holdanautakjöti til brjóstsykurs verður í boði. AÐVENTA, SAGA GUNNARS GUNNARS- SONAR UM SVAÐILFARIR FJALLA- BENSA, VERÐUR LESIN Í HEILD SINNI Á ÞREMUR STÖÐUM Á SUNNUDAG Í SAMSTARFI VIÐ GUNNARSSTOFNUN. Á Skriðuklaustri sér Hjörtur Pálsson skáld um lestur Aðventu og byrjar klukkan 14. Í Gunnarshúsi að Dyngju- vegi 8 í Reykjavík les Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og byrjar klukkan 13.30. Í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn byrjar lestur klukkan 15 að staðartíma og meðal lesara verð- ur Sturla Sigurjónsson sendiherra. Þá verður hluti sögunnar lesinn í í Lam- bertseter-samkomuhúsinu í Ósló. Gunnarsstofnun, í samstarfi við sendi- ráð Íslands í Berlín og Sögueyjuna Ísland, stóð einnig fyrir lestri á Aðventu á þýsku í Berlín síðast liðinn laugardag í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá því sagan kom út í Þýska- landi. Hátt í 200 manns mættu og hlýddu á þýska leikarann Matthias Schervenikas, auk þess sem ný útgáfa á Vikivaka Gunnars var kynnt. Aðventa lesin víða Þorleifur Hauksson las Aðventu á Skriðuklaustri árið 2009. Aðventukransinn bygg- ist á norður-evrópskri hefð. Grenið táknar lífið í Kristi og hringur- inn eilífðina. Fyrsta kertið, spádómskertið, minnir á fyrirheit spá- manna um komu Jesú. Annað kertið, Betlehemskertið, bein- ir athygli að fæðingar- stað Jesú. Þriðja kertið nefnist hirðakertið þar sem fjárhirðum voru sögð tíðindin á undan öðrum. Fjórða kertið, englakertið, minnir á boðbera fregnanna. visindavefur.hi.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.