Fréttablaðið - 09.12.2011, Side 42

Fréttablaðið - 09.12.2011, Side 42
6 föstudagur 9. desember F orðum daga fór hver sá er ekki eignaðist nýja flík fyrir jólin í jólaköttinn og þó að fæstir trúi enn á þann skaðvald lifir hefðin fyrir nýrri jólaflík enn góðu lífi. Úr nægu er að velja, hvort sem konur kjósa að klæðast kjólum eða buxum á aðfangadag. Tískan fyrir jólin: SÍÐIR, SVARTIR EÐA LITRÍKIR Vera Wang Síðkjólarnir hafa verið vinsælir undanfarið ár og hafa vinsældir þeirra lítið dalað. Þær sem vilja breyta til eða kjósa svolitla dramatík yfir jólin geta fundið sér fallegan síðkjól við hæfi. Þeir hafa líka þann kost að vera hæfileg flík fyrir vindasama íslenska vetur. NORDICPHOTOS/GETTY Valentino „Litli svarti kjólinn“ er löngu orðinn klassík enda er hægt að nota slíka flík við nánast hvaða tilefni sem er. Mikið framboð er af litlum svörtum kjólum um þessar mundir í ólíkum sniðum og úr hinum ýmsu efnum. Day Birger et Mikkelsen. Matthew Williamson Þægilegar en klæðilegar buxur sáust víða á tísku- pöllunum í vetur og eru vinsælar um þessar mundir. Slíkar buxur eru í raun hin fullkomna jólaflík. Companys. Miu Miu Proenza Schouler Jil Sander Celine

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.