Fréttablaðið - 09.12.2011, Síða 50

Fréttablaðið - 09.12.2011, Síða 50
9. DESEMBER 2011 FÖSTUDAGUR6 ● UNICEF Skotta er fluggáfaður grallaraspói og því þremur bekkjum á undan í skóla. Hún er með mínus níu á báðum augum og þarf því alltaf að vera með gleraugu. Það skemmtilegasta sem hún gerir er að leysa gátuvísur upp í rúmi og gæða sér um leið á frosnum rækjum. Hana dreymir um að verða tannsmiður. Uppáhaldslagið hennar er Brostu með Baggalúti. Skjóða er hress og vinamörg. Henni finnst fátt skemmtilegra en að vera á leikvellinum en stundum étur hún kannski aðeins og mikið af sandi og gömlum skóm. Hún er samt að reyna að hætta því. Hún er með loðna undirhöku eins og móðuramma sín og er mjög stolt af því. Ef hún verður mjög spennt yfir ein- hverju á hún það til að fá uppþembu og þá ropar hún óskap- lega mikið – þá hlæja bestu vinir hennar, Skreppur og Skotta. Skreppur er fjörkálfur og það er sjaldan lognmolla í kringum hann. Hann fer allra sinna ferða á einhjóli og getur hrækt á staura í allt að tveggja metra fjarlægð. Honum finnst sérstak- lega gott að borða svartan mat eins og lakkrís og hjólbarða. Enginn veit með vissu hvað kom fyrir vinstra augað á honum en sjálfur segist hann hafa verið bitinn af krókódíl þegar hann var á ferðalagi í Frakklandi. Skotta, Skreppur og Skjóða eru fjörkálfar með tilgang Einkennismerki dags rauða nefsins eru rauð nef – sem ætti svo sem ekki að koma á óvart. Nefin í ár eru hin bráðskemmtilegu Skoppa, Skreppur og Skjóða Þau kosta 1.000 krónur og fást í Hagkaup, Bónus, Te og kaffi, MP banka, hjá skátunum og íþróttafélögum. Kynnumst þeim aðeins nánar. SKREPPURSKJÓÐASKOTTA Steindi leggur degi rauða nefsins nú lið í þriðja skiptið. Þegar er búið að taka upp grínatriðin sem hann tekur þátt í og því getur hann slakað á og notið dagsins – og svo auðvitað þáttarins um kvöldið. Steindi deilir hér með lesendum hvernig líklegt er að dagurinn hans verði – en svo skemmtilega vill til að 9. desember er einnig afmælisdagurinn hans. 9.0010.00 Ligg og hrýt, klóra kannski kon- unni minni á bakinu og vona að hún launi mér greiðann. 12.00 Þarna er ég löngu vaknaður. Vaknaði um leið og vonbrigðin með að fá ekkert bak-klór voru ljós. 13.00 Ég er mættur á einhvern svaða- legan skyndibitastað með fé- lögum. Við stækkum allir máltíð- irnar okkar. 14.00 Klappa ókunnugum hundi. 15.0016.30 Fer í sturtu, það eru liðnir tveir dagar síðan ég fór seinast í sturtu og svo var ég líka að klappa ein- hverjum djöfulsins rakka. 17.00 Fer í mokkajakka sem ég keypti í Þýskalandi fyrir nokkrum mán- uðum og spegla mig. Ég spyr mig svo hvenær það sé tímabært að rokk‘ann. 18.00 Ég borða mat með kærustunni minni. Sennilega höfum við salt- kjöt með hvítri því það er uppá- haldsmaturinn minn og ég á afmæli í dag. 19.3000.03 Dagur rauða nefsins í opinni dag- skrá á Stöð 2. Gerist heimsforeldri og opna beikonbugðurnar mínar, konan fær saltlakkrís. 00.45 Ég horfi á bregðurusl fyrir svefn- inn eða einhverja mynd sem endar á tölustaf. Sofna í sófanum og fæ massívan hálsríg. Dagur rauða nefsins í lífi Steinda Jr. Svo skemmtilega vill til að Steindi á afmæli í dag. Ánægjan er því tvöföld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það er ýmislegt hægt að gera til að brjóta upp hversdaginn á vinnustaðnum og láta gott af sér leiða á sama tíma. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir fyrir framtakssamt fólk. ÁHEITASÖFNUN Settu upp nefið og gerðu eitthvað fyndið, eitthvað eftir- minnilegt eða jafnvel eitthvað leiðinlegt. Skiptir ekki máli, láttu bara vinnufélagana heita á þig. Þú gætir t.d. verið í náttfötunum í allan dag, talað eingöngu dönsku, sippað í stað þess að ganga eða jafnvel klippt af þér allt hárið. VINNUHÁTÍÐ Bjóddu upp á andlitsmálningu, kökukast, töskukast, boltakast, kossabás, krókódílahlaup, tertuátskeppni, grill – og rukkaðu hóflega fyrir öll herlegheitin. BASAR Þetta er auðvitað sígilt. Matreiddu það sem þú gerir best, hvort sem það eru snúðar, svið eða egg og beikon. Settu upp matarbás og leyfðu öðrum að njóta með þér gegn vægu gjaldi. SÝNING Ertu með sviðsbakteríu? Settu upp metnaðarfulla sýningu og sýndu hvað þú ert góð eftirherma, uppistandari, leikari, söngvari, fingrabrúðuleikhús- stjóri … FJÁRÖFLUNARBÍÓ Taktu DVD-tækið og sjónvarpið með í vinn- una. Stilltu græjunum upp á góðum stað, og rukkaðu fyrir bíóið. Þú getur líka selt popp og kók, nef eða bara flögur og vatn. MÁLARI Dröslaðu málaragræjunum, litum og trön- um með þér í vinnuna og teiknaðu eða málaðu andlitsmyndir af vinnufélögunum og seldu þeim á spottprís. TÍSKUSÝNING Ef þú ert upprennandi fatahönnuð- ur gætir þú skipulagt tískusýningu. Svo er hægt að selja fötin eftir á til styrktar UNICEF (ef þau eru flott – og passa). SPILAKVÖLD Stattu fyrir spilamóti með þátt- tökugjaldi. Allt frá bingói til flókinna hlutverkaleikja er leyfilegt. Ertu ekki að grínast? Notaðu grín og spé til að safna fé!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.