Fréttablaðið - 09.12.2011, Page 94
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR66
FÖSTUDAGSLAGIÐ
„Það er alltaf samkeppni á milli
þeirra. Þeir eru báðir skapmenn
og metnaðarfullir strákar. Báðir
myndu að sjálfsögðu vilja selja
meira en hinn,“ segir Ásthildur
Ragnarsdóttir, móðir popparanna
Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs.
Jón Jónsson hefur selt fyrstu
plötu sína, Wait for Fate sem kom
út í sumar, í um 3.500 eintökum. Þar
með hefur hann tekið fram úr litla
bróður sínum Friðriki Dór í sölu.
Sá síðarnefndi gaf seint á síðasta
ári út sína fyrstu plötu, Allt sem þú
átt. Hún seldist í um 2.000 eintök-
um í fyrra en er núna komin sam-
anlagt í um 2.600 eintök, að sögn
útgefandans Senu.
Friðrik Dór hefur þó verið dug-
legri en bróðir hans við að selja
hringitóna og lög á netinu og fá
áhorf á Youtube, enda tveir ólíkir
markhópar sem hlusta á tónlistina
þeirra. Jón Jónsson syngur popplög
sem ná til yngri jafnt sem eldri ald-
urshópa á meðan Friðrik Dór bland-
ar saman poppi og R&B-tónlist, sem
yngri hlustendur hrífast meira af.
Ásthildur móðir þeirra segir það
hafa komið sér og föður þeirra mest
á óvart hve Friðrik Dór hefur náð
langt. „Jón var búinn að vera að
troða upp og syngja í langan tíma.
Hann var tólf ára þegar hann kom
fyrst fram á Stöð 2 í Íslandi í dag
og var oft að syngja á jólaskemmt-
unum fyrir Hafnarfjarðarbæ. En
þetta kom okkur verulega á óvart
með Friðrik.“
Bræðurnir halda sína fyrstu
„alvöru“ tónleika saman í Bæjar-
bíói í Hafnarfirði 16. desember og
að sjálfsögðu verður Ásthildur á
staðnum. „Jú, jú, ég er áhangandi
númer eitt.“
Jón og Friðrik Dór eru báðir á
mála hjá Senu. Aðspurður segir
útgáfustjórinn Eiður Arnarsson þá
hafa staðið vel undir væntingum. „Í
sjálfu sér vorum við nokkuð sáttir
við sölu Friðriks í fyrra. Um er að
ræða plötu fyrir kaupendahóp sem
hefur ekki verið mjög duglegur við
að kaupa geisladiska,“ segir hann.
„Með Jón voru efri mörk vænting-
anna um þrjú þúsund. Hann er að
gera enn betur en við áttum von á.“
Eiður segir Jón sjarmerandi
náunga sem hafi tekist að hrífa
fólk með sér. „Honum hefur tek-
ist það sem er stundum erfitt fyrir
listamenn sem syngja á ensku og
hljóma svolítið útlenskir. Honum
hefur tekist að búa til tengingu á
milli þeirra laga sem þú heyrir í
útvarpinu og íslenska listamanns-
ins. Hann týnist ekki eins og sumir
hafa gert með svona efni.“
freyr@frettabladid.is
ÁSTHILDUR RAGNARSDÓTTIR: ALLTAF SAMKEPPNI Á MILLI ÞEIRRA
Jón Jónsson siglir fram úr
litla bróður í plötusölu
VINSÆLIR Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór hafa selt plötur sínar í rúmlega sex þúsund eintökum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„María Pálsdóttir leikur á móti mér
í þessu atriði, hennar persóna heitir
Hermann Gunnarsson, en ég held
að þetta hafi nú ekkert verið meira
henni að kenna en mér. Við vorum
bara allar frekar æstar og misst-
um okkur aðeins í lokaatriðinu,“
segir Alexía Björg Jóhannesdóttir
leikkona.
Hún rifbeinsbrotnaði í sýningu
leikhópsins Pörupilta, Uppnám, í
Þjóðleikhúskjallaranum um síðustu
helgi. Lokaatriði Uppnáms er mikið
slagsmálaatriði og Alexía segir þær
hafa gefið allt í botn að þessu sinni,
enda var kvikmyndafyrirtækið
Saga Film að taka sýninguna upp
þegar óhappið varð.
Alexía er hins vegar hvergi af
baki dottin og mun standa sína
vakt á lokasýningu hópsins um
helgina. Hún viðurkennir þó að
það hafi komið henni glettilega á
óvart hversu sársaukafullt það er
að vera rifbeinsbrotinn. „Maður
á erfitt með að anda og leggjast
út af,“ segir Alexía, en hún leikur
einnig stórt hlutverk í Kirsuberja-
garði Borgarleikhússins. „Þar er
ég bandbrjálaður dansandi töfra-
maður og ég verð að viðurkenna
að ég var hálfskælandi um síðustu
helgi þrátt fyrir að hafa tekið heilar
fjórar verkjatöflur.“
Eiginmaður Alexíu er Guðmundur
Steingrímsson, sem í gær tilkynnti
stofnun nýs stjórnmálaafls. Leik-
konan segir að þrátt fyrir augljós-
ar annir í kringum framboðið hafi
Guðmundur gefið sér góðan tíma til
að hjúkra henni. „Hann hefur alltaf
verið mjög duglegur og hefur hjálp-
að mér að leggjast niður. Ég held
samt að hann sé hálfhræddur að
koma við mig af ótta um að slasa
mig enn frekar.“ - fgg
Rifbeinsbrotnaði í slagsmálaatriði
HÖRKUKVENDI Alexía Björg sýnir af
sér mikla hörku og mun standa á sviði
rifbeinsbrotin um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Líkt og í fyrra eru það Arnaldur
Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir
sem hafa skorið sig nokkuð úr í
jólabókaflóðinu þetta árið. Eins og
Fréttablaðið greindi frá í gær skaust
Yrsa upp fyrir Arnald og Einvígið
hans á bóksölulista bókaútgefanda
í eina skiptið sem listinn var ekki
birtur en Arnaldur
var kominn á
kunnuglegan
stað sam-
kvæmt nýja
listanum, sat
þar makinda-
lega í efsta
sæti í gær.
En það eru ekki bara vinsældir í
harðspjaldabókum sem Arnaldur og
Yrsa berjast um því þau eiga einnig
tvær söluhæstu hljóðbækurnar um
jólin samkvæmt
upplýsingum frá
Stefáni Hjörleifs-
syni, fram-
kvæmdastjóra
Skynjunar.
Það er Ingvar
E. Sigurðs-
son sem les
Einvígið eftir
Arnald en
Elva Ósk
Ólafsdóttir
les Brakið.
- fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég finn að orðstír hátíðarinnar hefur vaxið.
Það er vel talað um hana og mikil aðsókn
í að koma hingað,“ segir Grímur Atlason,
framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.
Aukin áhersla hefur verið lögð á að heim-
sækja erlendar tónlistarhátíðir til að koma
Airwaves betur á framfæri og íslenskum tón-
listarmönnum og hefur það skilað sér í meiri
áhuga á hátíðinni. „Frá því að ég tók við
höfum við lagt mikla áherslu á að við séum
í tengslum við sambærilegar hátíðir. Það er
vesen að koma hingað því við erum langt í
burtu frá öllum,“ segir Grímur. „Síðustu tvö
árin höfum við farið mjög víða. Við höfum
tekið með okkur hljómsveitir á ýmsa staði og
hjálpað hljómsveitum og það er að skila sér.“
Sem dæmi um þetta má nefna að Grímur
var nýverið staddur á hátíðinni M For
Montreal í Kanada ásamt Of Monsters and
Men og For a Minor Reflection. Þar spiluðu
hljómsveitirnar undir merkjum Airwaves
og fengu góðar viðtökur. Í janúar er fulltrú-
um Airwaves svo boðið til Hollands þar
sem hin árlega bransahátíð Eurosonic fer
fram. Íslenskum böndum hefur fjölgað þar
undanfarið og í ár stíga Hjálmar, Ghostigital
og Sóley þar á svið. Einnig verður íslensk
tónlist kynnt á hátíðinni by:Larm í Ósló í
febrúar.
Miðasala er hafin á næstu Airwaves-
hátíð og þegar hafa selst nokkur hundruð
miðar. Þar af hefur Icelandair selt um
fimmtíu pakkaferðir. Síðasta hátíð fékk
mjög jákvæða umfjöllun erlendis í fjölmiðl-
um á borð við Rolling Stone, Mojo, BBC og
Billboard. - fb
Orðstír Airwaves vex erlendis
GÓÐUR ORÐSTÍR Að sögn Gríms Atlasonar hefur orðstír
tónlistarhátíðarinnar vaxið mikið erlendis.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Survivor með Destiny‘s Child
og spilað nógu hátt til að trufla
gangráða í 50 metra radíus.“
Andri Þór Sturluson, ritsjóri vefmiðilsins
Sannleikurinn.com.