Morgunblaðið - 30.07.2010, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 3 0. J Ú L Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 176. tölublað 98. árgangur
PRJÓNALÍNA
ÁSDÍSAR SÝND
Í LONDON
KR HEFNDI
ÓFARANNA FRÁ
SÍÐASTA ÁRI
ARTFART
ALDREI STÆRRA
LÖGÐU FRAMARA 4:0 ÍÞRÓTTIR LISTASPRENGING 32LITRÍK PRJÓNA- OG HÖRLÍNA 10
Þemað á fimm ára afmæli
hátíðarinnar er óhefðbundin rými
Morgunblaðið/Golli
Veiðimenn hafa orðið varir við
laxadauða í Norðurá í Borgarfirði
vegna þurrka. Ástandið er sagt
verra en það var sumarið 2007. Hit-
inn hafi verið slíkur í Norðurárdal í
langan tíma að áin hafi ekki náð að
kólna með þeim afleiðingum að lax-
inn sé hættur að fá nægt súrefni.
„Ástandið er náttúrlega bara
mjög slæmt. Það vantar gersamlega
vatn. Það vantar ekkert fiskinn, það
er nóg af honum, en hann heldur sig
bara í djúpu hyljunum,“ segir Guð-
mundur Viðarsson staðarhaldari í
veiðihúsinu við Norðurá. »14
Farið að bera á laxa-
dauða í Norðurá
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Tveir fyrrverandi viðskiptaráðherr-
ar, Finnur Ingólfsson og Valgerður
Sverrisdóttir, kannast ekki við að
neinar athugasemdir hafi borist frá
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) þess
efnis að ekki hafi verið staðið rétt að
innleiðingu tilskipunar Evrópusam-
bandsins um innistæðutryggingar
hér á landi fyrir um áratug.
„Ég er alveg viss um það að það
komu aldrei neinar athugasemdir af
hálfu nokkurs aðila um innleið-
inguna á þessu hérna,“ segir Finnur.
Undir þetta tekur Benedikt Árna-
son, fyrrum skrifstofustjóri í við-
skiptaráðuneytinu, sem hafði um-
sjón með innleiðingu tilskipunar-
innar.
Engin ríkisábyrgð
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins viðurkenndi í svari til
norska fréttavefjarins ABC Nyheter
í vikunni að ekki væri gert ráð fyrir
ríkisábyrgð á bankainnistæðum í
umræddri tilskipun. Íslendingum
bæri eftir sem áður að endurgreiða
innistæðueigendum innan sam-
bandsins á þeim forsendum m.a. að
ekki hefði verið staðið rétt að innleið-
ingu tilskipunarinnar.
Engin breyting
„Þetta kemur mér í sjálfu sér ekki
á óvart. Ég sé ekki að þetta breyti
stöðunni í neinum grundvallaratrið-
um,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra, en vildi ekki tjá
sig frekar um málið.
„Þetta er bara ánægjuleg staðfest-
ing á að ríkisábyrgð sé ekki til stað-
ar,“ segir Höskuldur Þórhallsson,
Framsókn, um svar ESA.
MTilskipunin rétt »4
Innleidd án athugasemda
Tilskipun um innistæðutryggingar innleidd á réttan hátt
Veldur ekki grundvallarbreytingu, segir fjármálaráðherra
Morgunblaðið/Ernir
Vongóður Seðlabankastjóri bendir
á jákvæð teikn í hagkerfinu.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri
telur að það skref lánshæfismats-
fyrirtækisins Moody’s að breyta
horfunum fyrir lánshæfismat Ís-
lands úr stöðugum í neikvæðar þurfi
ekki að hafa neikvæð áhrif.
Már telur brýnt að eyða óvissu í
hagkerfinu en telur aðspurður að
Icesave-deilan hafi óveruleg áhrif,
enda hafi ekkert nýtt komið fram í
henni að undanförnu. Hann kveðst
almennt bjartsýnn: „Það er svo
margt um þessar mundir sem er að
þróast á betri veg í undirliggjandi
efnahagsstöðu þjóðarinnar.“ »2
Samt bjartsýnn
Már um neikvæðar horfur Moody’s
ins sem snýr til sjávar ber þó ekki eins oft fyrir augu og sú
sem vísar að miðbænum. Í dumbungi gærdagsins var þessi
ókunnari hlið Hörpu dularfull og allt að því draumkennd sýn.
Bygging Hörpu, nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss við höfnina,
hefur varla farið framhjá neinum og eru í það minnsta Reyk-
víkingar orðnir vanir því að berja hana augum. Þá hlið húss-
Áætlað er að starfsemi hefjist í húsinu 4. maí á næsta ári og
mun Sinfóníuhljómsveit Íslands þá leika undir stjórn Vladim-
írs Ashkenazy. Er aðalsalurinn fullbókaður til jóla þess árs.
Dumbungur gærdagsins sveipaði Hörpu draumkenndri dulúð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Héraðsdómur
Reykjavíkur
kvað upp úr-
skurð þess efnis
að læknir og lög-
fræðingur skuli
fara með mat á
varanlegri fjár-
hagslegri örorku
en ekki tveir
læknar.
Hið bótaskylda tryggingafélag
krafðist mats tveggja lækna en þeir
meta oftast bótaskyldu lægri en
læknir og lögfræðingur. »20
Læknir og lögfræð-
ingur meti örorku
Héraðsdómur
Eignir innistæðutryggingasjóða
í fimmtán elstu ríkjum Evrópu-
sambandsins voru töluvert und-
ir lögboðnu lágmarki árið 2005.
Þetta kemur fram í skýrslu ESB
um tryggingasjóðakerfið.
Hér á landi skal trygginga-
sjóður innistæðueigenda inni-
halda um 1% af tryggðum inni-
stæðum. Því marki hefur yfir-
leitt ekki verið náð frá 2002.
Ástæðan er hraður vöxtur inni-
stæðna í bankakerfinu. »18
Á svig við lög
SJÓÐIR UNDIR MÖRKUM