Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 Austara haf nýrrar brúar yfir Hvítá hjá Flúðum verður steypt í ágúst. Þegar steypan hefur feng- ið sinn tíma til að harðna og lokið hefur verið frágangi við mannvirkið verður hægt að hleypa umferð á. Verktakinn býst við að það geti orðið í október, heldur fyrr en samið var um. Unnið hefur verið að fullu við brúarsmíðina undanfarna mánuði og er verkið á áætlun. Starfsmenn JÁ-verks vinna það verk sem und- irverktakar Ræktunarsambands Flóa og Skeiða. Vestara hafið var steypt á síðasta ári. Raunar taka brúarsmiðir sé frí um verslunarmannahelg- ina. Jarðvinna er á undan áætlun og hefur því minni áhersla verið á hana að undanförnu. Veg- urinn vestan við brúna er að mestu tilbúinn og austari kaflinn langt kominn. Þótt opnað verði fyrir umferð í haust verður bundið slitlag ekki lagt á veginn fyrr en næsta vor. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Umferð hleypt á nýja brú yfir Hvítá í október „Ég get staðfest að Elías [Jón Guðjónsson] hef- ur verið í fæðing- arorlofi í tvo mánuði frá sínum störfum,“ segir Katrín Jakobs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, í svari við fyrir- spurn Morgunblaðsins um tölvu- póstsendingar Elíasar, aðstoðar- manns ráðherrans, til nafngreinds fjölmiðlamanns um niðurstöðu rík- isstjórnarinnar í Magma-málinu svo- nefnda. Katrín segir Elías sjálfan þurfa að svara fyrir það hvernig hann ver sínu fæðingarorlofi en tekur fram að skýra þurfi „reglur um notkun net- fanga í ráðuneytum og gera grein fyrir þeim þar sem iðulega fylgir líka undirskrift með titli ráðuneyt- isins – eðlilegast [sé] að nota slík net- föng eingöngu tengt því starfi.“ Til áréttingar skal bent á, að Elías Jón sendi umræddan tölvupóst úr net- fangi ráðuneytisins. Spurð hvort það teljist eðlilegt, að aðstoðarmaður menntamálaráð- herra, sem ekki hefur beina aðkomu að Magma-málinu, taki að sér upp- lýsingagjöf til fjölmiðla um málið segir Katrín, að vel þekkt sé að að- stoðarmenn ráðherra vinni saman þvert á ráðuneyti og ráðherra, enda fundi þeir allir reglulega og vinni saman að málum. Elías hafi og einn- ig starfað í fjármálaráðuneytinu. Katrín segist hafa rætt málið við Elías sem baðst afsökunar. Engin eftirmál verði því af tölvupóst- sendingunni. Skýra þarf reglur um notkun net- fanga ráðuneyta Katrín Jakobsdóttir Nítján ára piltur var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot sem voru framin á síðasta ári. Hon- um var einnig gert að greiða um 384 þúsund krónur í miskabætur. Þrátt fyrir ungan aldur á pilt- urinn að baki nokkurn sakaferil og var síðast dæmdur í mars sl. fyrir líkamsárás. Að þessu sinni játaði pilturinn innbrot, þjófnaði, nytja- stuld, eignaspjöll og líkamsárás. Meðal annars stal hann í félagi við aðra tómum áfengis- og gos- umbúðum úr gámi fyrir aftan kaffi- hús á Akureyri, ótilgreindu magni af ýmiss konar ísvörum úr ísbíl, sextíu lítum af dísilolíu og ótil- greindu magni af bensíni, m.a. 130 lítrum í einni þjófnaðarferð, 120 lítrum í annarri og 110 í þriðju og eru ferðirnar þá ekki allar upp- taldar. Jafnframt réðst hann að manni, sló hann í jörðina og skallaði í and- litið eftir að hann stóð upp. Afleið- ingarnar voru að upp úr fjórum tönnun brotnaði auk verulegra eymsla. Stal ótilgreindu magni af ísvörum Reykjavíkurborg hefur ákveðið að veita tímabundið leyfi til götu- og torgsölu. Í tilkynningu segir að borgaryfirvöld hyggist fara yfir fyrirliggjandi reglur um leyfisveit- ingar ásamt því að móta stefnu til framtíðar. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu fyrir lok sept- embermánaðar. „Það er ekki rétt sem komið hef- ur fram í fjölmiðlum að nýr meiri- hluti hafi þegar mótað stefnu um götu- og torgsölu. Við viljum fara vel yfir þessi mál og finna varan- lega staðsetningu sem hentar sölu- aðilum jafnt og borgarbúum,“ segir Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, í til- kynningu Reykjavíkurborgar. „Höfuðborgarstofa sér um leyf- isveitingar fyrir götu- og torgsölu í Reykjavík. Í skoðun hefur verið að nýta betur svokallaðan Hljómalind- arreit en þar hafa borgaryfirvöld sett upp aðstöðu fyrir söluvagna, meðal annars aðgengi að rafmagni. Aðrir staðir í miðborginni verða einnig skoðaðir og horft verður til reynslu annarra þjóða við mótun stefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Hljómalindarreitur í skoðun  Torg- og götusala heimiluð tímabundið í borginni  Unnið er nú að stefnumótun leyfisveitinga til framtíðar Morgunblaðið/ Jim Smart Götusala Í skoðun er að setja upp aðstöðu fyrir söluvagna í miðbænum. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vextir sem lífeyrisþegar Trygginga- stofnunar ríkisins fá skerða tekjur þeirra, hvort sem vextirnir eru í raun verðbætur til að viðhalda eign- inni eða raunveruleg ávöxtun. Það sama á við þótt vextirnir haldi ekki í við verðbólguna og eignin sé í raun að minnka að raungildi. Lífeyrir sem Tryggingastofnun reiknar út í ársbyrjun og greiðir fólki mánaðarlega er í raun áætlun sem byggist á tekjuáætlun sem líf- eyrisþegarnir bera formlega ábyrgð á. Málið er síðan gert upp um mitt næsta ár, þegar talið hefur verið fram til skatts. Þá fá margir bak- reikning frá Tryggingastofnun. Hvernig má það vera að tæplega helmingur þeirra lífeyrisþega sem fengu fjármagnstekjur á árinu 2009 hafi ekki gert Tryggingastofnun grein fyrir þeim? Greinilegt er að flestir treysta tillögu Trygginga- stofnunar að tekjuáætlun og sökkva sér ekki ofan í málið. Það er að mörgu leyti skiljanlegt. Ástæðan fyrir því að tillaga Tryggingastofn- unar er ekki betri varðandi vextina er aftur sú að inneignir geta breyst hratt og ekki síður sú staðreynd að fjöldi fólk taldi ekki skattfrjálsar inneignir í bönkum og vexti af þeim fram til skatts. Það breyttist þegar bankarnir voru skyldaðir til að gefa skattinum þetta upp árlega og farið var að setja upplýsingarnar sjálf- virkt inn á skattframtöl. Trygginga- stofnun hefur nú betri upplýsingar og það leiðir vonandi til færri bak- reikninga næsta sumar. Hrein eignaupptaka Eftir stendur óréttlætið varð- andi verðbæturnar, að vextirnir skuli skerða lífeyrisgreiðslur til aldraðra og öryrkja þótt þeir dugi varla til að halda verðgildi eignarinnar óbreyttu. Það er bundið í lög- um um almanna- tryggingar. Að vísu er tæplega 100 þúsund kr. frítekju- mark á ári. „Þetta er ranglátt og verið að taka af höfuðstólnum,“ seg- ir Guðmundur Magnússon, formað- ur Öryrkjabandalags Íslands. Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssam- bands eldri borgara, vekur athygli á því að eldri borgarar hafi upphaf- lega lagt fyrir peninga sem búið hafi verið að greiða tekjuskatt af og síðan greitt fjármagnstekjuskatt. „Í þokkabót hefur þetta áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun, meira að segja svokallaðan grunnlíf- eyri sem allir áttu að fá en nú er tekjutengdur,“ segir Helgi og bætir við: „Þetta er í mínum huga hrein eignaupptaka.“ Áhrifin eru keðjuverkandi, eins og Guðmundur vekur athygli á. Þannig geta niðurgreiðslur á sjúkraþjálfun fallið niður þótt tekju- trygging skerðist aðeins um nokkr- ar krónur vegna vaxtatekna. Það getur dregið úr möguleikum ör- yrkja að halda sér í formi og afla tekna og meira verður að sækja til ríkisins. Skerðing lífeyris vegna verðbóta er keðjuverkandi  Margir fá bakreikning vegna vaxta sem varla viðhalda raungildi eignarinnar „Fólk telur fram eftir bestu sam- visku. Þetta kemur illa í bakið á fólki,“ segir Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, um bakreikning sem margir lífeyrisþegar fá frá Trygg- ingastofnun. Hann segir erfitt að áætla vaxtatekjur og ekki hægt að ætlast til þess af lífeyris- þegum. Tryggingastofnun sé hins vegar með nefið niðri í þessu og geti fylgst með frá degi til dags. „Það er verið að krefja fólk um endur- greiðslur á lífeyri sem það hefur tek- ið við í góðri trú.“ Kemur í bakið á fólki ÞURFA AÐ ENDURGREIÐA Helgi K. Hjálmsson Samkvæmt tölum Hagstofunnar þann 1. janúar 2010 eru 1486 Ís- lendingar búsett- ir í Noregi. Sam- kvæmt tölum norskra stjórn- valda eru þeir þó 1625 en það er 9,35% munur. Ómar Harðar- son, deildarstjóri mannfjölda- og manntalsdeildar, kveður muninn eðlilegan. „Það geta verið margar ástæður fyrir þessu. T.d. notum við þá aðferð fyrir ársuppgjörið að telja eingöngu þá sem eru skráðir á árinu. Ef marg- ir hafa farið í desember þá kemur oft fyrir að þeir eru skráðir í janúar og eru því ekki taldir með. En Norð- menn nota hina aðferðina og nota mánaðarglugga,“ segir Ómar sem kveður Noreg ráða skráningum og senda afrit til Íslands. Þannig byggj- ast tölurnar á sömu gögnum en þeg- ar hreyfingar eru miklar á milli landa geta tölurnar skekkst vegna mismunandi skráningaraðferða. „Stundum eru flutningar líka teknir til baka. Þá eru þeir skráðir til Noregs en svo er hætt við þá ef fólk kemur beint aftur,“ segir Ómar. Mismunandi tölur um búferlaflutninga Margt fólk hefur flust til Noregs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.