Morgunblaðið - 30.07.2010, Side 18

Morgunblaðið - 30.07.2010, Side 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Eignir innstæðutryggingasjóða í fimmtán elstu ESB ríkjunum, sem hlutfall af tryggðum innstæðum námu aðeins um 0,59 prósentum ár- ið 2005 og voru því umtalsvert undir þeim mörkum, sem sjóðunum voru sett samkvæmt lögum. Kemur þetta fram í skýrslu ESB um tryggingasjóðakerfið. Í nær öll- um tilvikum voru eignir einstakra sjóðakerfa undir mörkum, en eignir þýska kerfisins voru þó aðeins yfir þarlendum mörkum, eða 0,58 pró- sent af tryggðum innstæðum. Staðan var best í Svíþjóð, þar sem hlutfallið var 1,44 prósent og í kjölfarið fylgdi Portúgal með 0,99 prósent. Önnur tryggingakerfi voru með verra eignahlutfall. Innstæður jukust hratt Samkvæmt íslenskum lögum á tryggingasjóður innstæðueigenda að innihalda um 1,0 prósent af tryggðum innstæðum, en því marki hefur yfirleitt ekki verið náð frá árinu 2002 og því hafa aðildarfyr- irtæki þurft að greiða aukalega til sjóðsins til að markmiðinu sé náð. Ástæðan fyrir þessu er hraður vöxt- ur innstæðna í bankakerfinu á þess- um tíma. Að þeim greiðslum afhent- um var staða sjóðsins í samræmi við kröfur laganna, að minnsta kosti til ársins 2005. Vandinn við íslenska kerfið var hins vegar sá að þak var sett á það hve mikið bankarnir áttu að greiða aukalega í sjóðinn á hverju ári ef eignir hans voru undir tilskildu marki. Því minnkaði hlut- fallið hratt frá árinu 2006 vegna mikillar aukningar innstæðna í kerf- inu. Sama þróun varð í mörgum öðr- um Evrópuríkjum. Þrátt fyrir að eignahlutfallið í íslenska sjóðnum hafi verið undir mörkum verður ekki séð að það hafi verið verra en hjá sumum ríkjum ESB. Hlutfallið í Frakklandi var t.a.m. 0,14 prósent árið 2005 og á Írlandi var það 0,19 prósent. Evrópskir sjóðir voru margir undir marki  Eignahlutfall tryggingasjóða var sums staðar mjög lágt Reuters ESB Eignarhlutfall innstæðutryggingasjóða í Evrópusambandsríkjum var í mörgum tilfellum töluvert undir mörkum sem sjóðunum voru sett. Innstæðutryggingar » Samkvæmt lögum eiga eignir Tryggingarsjóðs inn- stæðueigenda að nema 1,0% af meðaltali tryggðra innlána. » Sé sjóðurinn undir því marki ber bönkum að greiða í hann það sem upp á vantar. » Aukagreiðslurnar þurfa hins vegar ekki að fara yfir 0,15% af tryggðum innstæðum. Arnold Schwarz- enegger, ríkis- stjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir efnahagslegu neyðarástandi í ríkinu. Skatt- tekjur hafa dreg- ist mikið saman vegna slæms efnahagsástands, en fylla þarf í 19 milljarða dala gat á fjárlögum. Schwarzenegger, sem sjálfur er repúblikani, hefur ekki tekist að fá löggjafarþingið, sem stýrt er af demókrötum, til þess að samþykkja nauðsynlegar niðurskurðar- aðgerðir. Fimm vikur eru síðan samþykkja átti fjárlög, en ekki sér enn fyrir endann á þeirri vinnu. Náist ekki samkomulag segir Schwarzenegger að Kalifornía verði uppiskroppa með reiðufé strax í október. Svipuð staða kom upp í fyrra, en þá neyddist ríkið til að gefa út skuldaviðurkenningar í stað þess að greiða með peningum. Talið er líklegt að það sama verði uppi á teningnum í ár og eiginlegir peningar aðeins notaðir í forgangs- greiðslur, svo sem vegna mennta- kerfisins og vaxtagreiðslna af skuldabréfum. Jafnframt ætlar Schwarzenegger að skikka opin- bera starfsmenn til að taka ólaunað leyfi, í sparnaðarskyni. Neyðar- ástand í Kaliforníu Fjárlagagatið 19 milljarðar dala Arnold Schwarzenegger Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Stjórnvöld í Bretlandi tilkynntu í vikunni um breytt fyrirkomulag fjár- málaeftirlits þar í landi. Fjármála- eftirlitið, FSA, verður lagt niður í núverandi mynd og starfsemi þess færist að mestu inn í Englands- banka, sem mun því hafa eftirlit með stærstu fjármálamiðstöð Evrópu. Ætlunin er að hið nýja fyrirkomulag, sem var eitt af baráttumálum Íhalds- flokksins fyrir nýafstaðnar þing- kosningar, verði komið í starfhæft form árið 2012. Mikil gagnrýni hafði komið fram á þrískiptinguna sem verið hefur við lýði, og skiptir eftirlitshlutverkinu á milli fjármálaeftirlits, seðlabanka og ríkisstjórnar. Hlutverk seðlabank- ans verður nú útvíkkað og honum ætlað að tryggja bæði efnahagslegan stöðugleika í víðu samhengi, sem og eftirlit með starfandi fjármálafyrir- tækjum. Ríkisstjórnin mun þó áfram eiga lokaorðið um það hvort og þá hvernig fjármálafyrirtækjum í vanda skuli bjargað með fjárfram- lagi. Hinu nýja fyrirkomulagi er ætlað að auka yfirsýn yfir þróun mála á fjármálamörkuðum og gera eftirlits- aðilum jafnframt kleift að grípa inn í áður en raunverulegan vanda ber að höndum, til dæmis með reglusetn- ingu um eiginfjárhlutfall, skuldsetn- ingu eða veðtryggingar. Eftirlitið færist allt undir sama hatt  Englandsbanki tekur við eftirlits- hlutverki  Fjármálaeftirlit lagt niður Reuters Banki Englandsbanki fær aukin völd. FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hefur minnkað umtalsvert það sem af er ári. Samkvæmt til- boðum um kaup og sölu á fimm ára trygg- ingum gegn greiðslufalli íslenska ríkisins er álagið um 285 punktar um þessar mundir. Skuldatryggingaálagið fór í tæpa 500 punkta í byrjun janúar í kjölfar þess að forseti Íslands neitaði að staðfesta lög um ríkisábyrgð á Ice- save-skuldbindingunum. Í stórum dráttum hefur álagið farið lækkandi síðan þá. Það sem vekur athygli við þessa þróun er að álagið hefur farið lækkandi þrátt fyrir að óvissa hafi aukist í íslensku hagkerfi. Óvissan varðandi úrskurð dómstóla um gengistryggð lán og hættuna á að hann myndi kalla á meiriháttar eiginfjárframlag frá rík- issjóði í bankakerfið endurspeglaðist ekki á markaðnum með skuldatryggingar ríkisins. Það sama á við um þá óvissu sem komin er upp í hinu svokallaða Magma-máli. Miðað við yfirlýsingar stjórnvalda er ekki hægt að úti- loka að ríkið muni ganga inn í kaupin og það gæti kostað frekari skuldsetningu upp á tugi milljarða króna. Réttilega ætti slíkt að þrýsta skuldatryggingaálagi skuldsetts ríkis sem er í gjörgæslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins upp á við en slíkt hefur ekki átt sér stað. Þeir sérfræð- ingar sem blaðið bar málið upp við töldu margvíslegar ástæður geta legið að baki þessu, en flestir voru sammála um að uppkaup Seðlabanka Íslands á skuldabréfum ríkissjóðs í erlendri mynt hefðu ráðið miklu um þessa þróun. Uppkaup ríkisins og vanmat markaða Þegar blaðið leitaði útskýringa Pauls Rawk- ins, framvæmdastjóra hjá lánshæfismatsfyr- irtækinu Fitch í London, á því að skuldatrygg- ingaálag ríkissjóðs hækkaði ekki í kjölfar gengisdómsins í júní, benti hann á tilkynningu ríkissjóðs frá 16. júní um að hann byðist til að leysa til sín skuldabréf sín í erlendri mynt sem mögulega skýringu. Í fundargerð peninga- stefnunefndar Seðlabankans frá 23. júní kem- ur fram það sjónarmið að í skuldatrygginga- álaginu á íslenska ríkið felist vanmat á raunverulegu áhættuálagi á íslenskar fjár- eignir. Nefndarmaðurinn sem lét í ljós þessa skoðun taldi að ekki væri svigrúm til þess að lækka vexti um meira en 25 punkta. Sem kunnugt er ákvað nefndin að lækka stýrivexti um 50 punkta í júní. Athygli vekur að áhyggj- ur af vanmati á áhættuálagi ríkissjóðs koma ekki fram í fundargerð peningastefnunefndar frá því í maí. Þá var skuldatryggingaálagið á ríkið um 370 punktar og hafði farið lækkandi meðan það hafði almennt hækkað á ríki í Evr- ópu vegna ótta um skuldastöðu svokallaðra jaðarríkja evrusvæðisins. Áhyggjur af van- mati spretta því upp eftir að ríkissjóður bauðst til þess að leysa til sín skuldabréf sín í erlendri mynt. Þeir sem eiga viðskipti á mark- aðnum með skuldatryggingaafleiður benda á að markaðurinn er alla jafna grynnri en ella yfir hásumarið og því verður áhugavert að fylgjast með þróuninni með skuldatryggingar ríkissjóðs þegar líða tekur á ágústmánuð. Álag minnkar en óvissa eykst  Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hefur lækkað linnulítið það sem af er ári  Óvissa vegna áhrifa gengisdóms á bankakerfið hefur ekki leitt til hækkunar  Peninganefndarmaður talar um vanmat ● Nýr banki, Metro Bank, var opnaður í Lundúnum í gær. Er þetta sagður vera fyrsti nýi bankinn, sem opnaður er á Bretlandseyjum í heila öld en aðstand- endur hans sjá tækifæri í óánægju al- mennings með gömlu bankana í kjölfar bankakreppunnar. Annar stofnandi bankans er bandaríski kaupsýslumað- urinn Vernon Hill. Fyrsta útibú bankans var opnað í miðborg Lundúna og þar fengu kjölturakkar kex að maula á meðan eigendur þeirra opnuðu reikn- inga í bankanum. Fyrsti nýi bankinn í Bretlandi í heila öld ● Bandaríski bifreiða- framleiðandinn Ford leggur um þessar mundir lokahönd á sölu á Volvo. Kaupandinn er kínverski fjár- festingarsjóðurinn Zheijang Geely Holding Group, sem greiðir 1,8 milljarða bandaríkjadala fyrir sænska bílaframleiðandann. Viðskiptaráðuneyti Kína hefur nú lagt blessun sína yfir kaupin. Ford hefur undanfarið losað sig við evrópskar eignir sínar, og ber þar hæst sölu fyrirtækisins í hlutum sínum í Aston Martin, Land Rover og Jaguar. Ætlun fyrirtækisins er að einbeita sér að framleiðslu Ford-bíla. Volvo skiptir um hendur Höfuðstöðvar Volvo í Gautaborg ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækk- aði um 0,25 prósent í gær og endaði í 192,797 stigum. Verðtryggði hluti vísi- tölunnar hækkaði um 0,32 prósent og sá óverðtryggði um 0,06 prósent. Velta á skuldabréfamarkaði nam 9,22 millj- örðum króna í gær. Gengi bréfa Marels leiddi töluverða lækkun á hlutbréfamarkaði í gær. Bréf félagsins lækkuðu um 5,50 prósent og lækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 1,84 prósent. Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 2,86 prósent og Össurar um 1,26 prósent. bjarni@mbl.is Skuldabréf hækka en hlutabréf lækka ÞETTA HELST…                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-.-/ +01.1, ++2./3 ,+.-1 +4.2/0 +2.51, ++5 +.310+ +0,./0 +51 +,-.33 +00.+0 ++2.11 ,+.+3, +4.1-2 +2.2,+ ++5.3, +.30,+ +03.-, +51.// ,++.1-/, +,-.2, +00.2/ ++1.++ ,+.+4/ +4.12/ +2.21 ++5.2/ +.302+ +03.52 +51.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.