Morgunblaðið - 30.07.2010, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010
Fjör Það er gaman hjá drengjunum í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Um helgina eiga þó fleiri en ungir piltar kost á heljarstökkum út í Eyrarvatn því þá verða Sæludagar fyrir alla fjölskylduna.
hag
Undir þessari
fyrirsögn fjallar
Morgunblaðið,
þann 28. júlí sl.,
um breytingar á
farvegi Krossár.
Það er eðli jök-
uláa að bera undir
sig aur og grjót í
farvegi. Við það
hækkar farveg-
urinn. Áin leitar
þá í nýjan farveg.
Þannig bylta íslensk jök-
ulvötn sér fram og aftur um
aurana. Vötnin eru stöðugt
að breyta farvegi sínum, en
gjarnan líður lengra á milli
þess að árnar færa sig í alveg
nýjan farveg, oft margir ára-
tugir. Sífellt er verið að
þrengja að jökulvötnum, svo
sem vegna vegagerðar, land-
búnaðar og á síðari árum
fjölbreytilegrar annarrar
nýtingar lands, svo sem
vegna flugvalla, sum-
arbústaða og virkjana. Mjög
er þrengt að Markarfljótinu
neðan við ármót þess og
Krossár.
Krossá er ekki að taka
landið. Hún er að velta sér
yfir á land sem hún hefur
margoft runnið um í aldanna
rás. Um leið og hún brýtur
gamla farveginn undir sig og
gróðurinn sem þar óx, losnar
annað land og gróður hefur
landnám sitt þar. Þeir sem
heimsækja Þórsmörk og
Goðaland sækjast
eftir ósnortinni
náttúru. Með nú-
tímatækni er auð-
velt að fjötra
Krossá í þröngan
stokk með mörg-
um brúm, þannig
að hún hætti að
tefja þá sem þang-
að fara og þar
starfa. Er ekki
kominn tími til að
spyrja hvort þetta
sé það sem við
viljum? Er ekki réttara að
friðlýsa farveg Krossár og ef
til vill fleiri jökuláa, svo
landsmenn eigi þess kost að
kynnast þeim öflum sem for-
feður okkar hafa átt við að
glíma? Höfum við ekki þegar
gengið of langt í að stýra far-
vegi Krossár? Eigum við
ekki að leyfa Krossá og efsta
hluta Markarfljóts að byltast
frjálsum um aura sína?
„Krossá er bara
að taka landið“
Eftir Halldór
Árnason
Halldór
Árnason
»Er ekki réttara
að friðlýsa
farveg Krossár,
svo landsmenn eigi
þess kost að kynn-
ast þeim öflum sem
forfeður okkar hafa
átt við að glíma?
Höfundur er
umhverfisfræðingur.
Á undanförnum
árum hafa fréttir
af mannaráðn-
ingum verið fyrir-
ferðarmiklar í um-
ræðunni og hafa
bloggarar landsins
keppst við að
halda lífi í slíkum
umræðum. En nú
bregður svo við að
ekkert heyrist þó
skipað sé í mik-
ilvægt starf innan stjórnsýsl-
unnar og lögbrotið augljóst.
Í síðustu viku var Runólfur
Ágústsson skipaður umboðs-
maður skuldara af félagsmála-
ráðherra, en sá ráðherra er
m.a. yfirmaður jafnréttismála
í landinu. Af fréttum verður
ráðið að skipun Runólfs hafi
byggst á svokölluðu hæf-
ismati, en það mat er sagt
hafa verið unnið af ráðning-
arstofu út í bæ án þess að það
mat verið rökstutt frekar.
Meðal umsækjanda um stöð-
una var Ásta Sigrún Helga-
dóttir sem gegnt hefur starfi
forstöðumanns Ráðgjafastofu
um fjármál heimilanna frá
árinu 2003. Augljóst er að nið-
urstaðan hefur verið pöntuð af
jafnréttismálaráðherranum
enda er vandséð hvernig hægt
er að komast að þeirri nið-
urstöðu að Runólfur sé hæfari
en Ásta Sigrún.
Til stuðnings þessari full-
yrðingu nægir að líta til laga
um umboðsmann skuldara nr.
100/2010 og bera saman sam-
an starfsferil þessara tveggja
einstaklinga. Þarf
ekki í þessu sam-
bandi að tíunda
ákvæði jafnrétt-
islaga sem
jafnréttismála-
ráðherranum bar
einnig að hafa í
huga við ráðn-
inguna. Fyrir ligg-
ur að starfssvið
umboðsmanns
skuldara er að
stórum hluta hið
sama og forver-
ans, Ráðgjaf-
arstofu um fjármál heim-
ilanna. Þessi skipan kemur
skýrt fram í nefndaráliti fé-
lags- og tryggingamála-
nefndar, en þar segir meðal
annars: „Með frumvarpinu er
lagt til að komið verði á fót
nýrri stofnun umboðsmanns
skuldara sem byggð verði á
grunni Ráðgjafarstofu um
fjármál heimilanna.“ Í lög-
unum um umboðsmann skuld-
ara er sérstaklega tilgreint
hvað ráðherra skuli hafa að
leiðarljósi við skipun í emb-
ættið. Í 2. gr. laganna segir
orðrétt: „Ráðherra skipar um-
boðsmann skuldara til fimm
ára í senn. Skal hann hafa
menntun á háskólastigi og búa
yfir víðtækri þekkingu og
reynslu af málefnum á starfs-
sviði stofnunarinnar“ (leturbr.
höf.).
Ef borin er saman starfs-
reynsla Runólfs og Ástu Sig-
rúnar í ljósi þeirra krafna sem
gerðar eru til ráðherra er ljóst
að Ásta Sigrún er mun hæfari
auk þess sem færa má fyrir
því rök að Runólfur uppfylli
ekki hæfisskilyrði laganna.
Runólfur er lögfræðingur og
stundaði framhaldsnám við
viðskiptaháskólann í Kaup-
mannahöfn á árunum 2001-
2003, hann starfaði sem
fulltrúi sýslumannsins í Borg-
arnesi, var rektor við háskól-
ann í Bifröst um árabil og síð-
ar sem framkvæmdastjóri
Keilis í skamman tíma. Þá
starfaði hann um skeið hjá
Vinnumálastofnun, sem heyr-
ir undir félagsmála- og jafn-
réttisráðherrann. Runólfur
hefur einnig sinnt pólitísku
starfi innan Samfylkingar og
Þjóðvaka. Af þessu má sjá að
Runólfur hefur enga sérstaka
reynslu af ráðgjöf til skuldara,
greiðsluaðlögun og öðrum
verkefnum Ráðgjafarstofu um
fjármál heimilanna og nú um-
boðsmanns skuldara.
Ásta Sigrún starfaði sem
lögfræðingur fjölskyldudeild-
ar félagsþjónustu Reykjavík-
urborgar í 6 ár áður en hún
hóf störf hjá félagsmálaráðu-
neytinu, en þar sinnti hún
starfi lögfræðings, m.a. á
skrifstofu jafnréttis- og vinnu-
mála. Á árinu 2003 tók Ásta
Sigrún við starfi forstöðu-
manns Ráðgjafarastofu um
fjármál heimilanna og hefur
stýrt þeirri stofnun til þessa
dags. Ásta Sigrún hefur verið
farsæl í starfi og hefur verið
almenn ánægja með störf
stofnunarinnar. Allt þetta er
mönnum vel kunnugt, m.a.
jafnréttisráðherranum. Við
ráðningu í starfið bar ráðherr-
anum að meta hvort þeirra bjó
„yfir víðtækri þekkingu og
reynslu á málefnum á starfs-
sviði stofnunarinnar“ eins og
lögin kveða á um. Þá kemur
spurningin hvort þau hafi
bæði verið hæf og ef svo var,
hvort var hæfara? Runólfur
sem enga þekkingu eða
reynslu hefur á málefnum á
starfssviði stofnunarinnar eða
Ásta Sigrún sem farsællega
hefur sinnt starfi forstöðu-
manns forvera stofnunarinnar
og hefur víðtæka þekkingu á
málefnum stofnunarinnar.
Svarið liggur í augum uppi.
Sá sem valinn var til starfans,
Runólfur Ágústsson, uppfyllti
varla hæfisskilyrði laganna.
Það er í raun undravert að það
hafi farið fram hjá ráðherran-
um. Ákvörðun ráðherrans var
skýrt brot á lögum um um-
boðsmann skuldara svo ekki
sé talað um brot á jafnrétt-
islögum sem hann sniðgekk
augljóslega í leiðinni. Það vek-
ur athygli að fréttamenn, fem-
ínistar og bloggheimar þegja
flestir hverjir þunnu hljóði um
lögbrot ráðherrans. Af hverju
skyldi það nú vera?
Skrítin þögn
Eftir Guðmund
B. Ólafsson »Ef borin er
saman starfs-
reynsla Runólfs
og Ástu Sigrúnar
í ljósi þeirra krafna
sem gerðar eru
til ráðherra er ljóst
að Ásta Sigrún
er mun hæfari.
Guðmundur B.
Ólafsson
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.