Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010
✝ Tryggvi Harð-arson fæddist í
Víðikeri í Bárðardal
27. maí 1939. Hann
lést 19. júlí 2010 á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri.
Foreldrar hans
voru Guðrún Anna
Benediktsdóttir hús-
freyja og Hörður
Tryggvason, bóndi í
Víðikeri. Systkini
hans eru Haukur, f. 3.
maí 1936 og Steinunn,
f. 13. september 1945.
Árið 1970 kvæntist Tryggvi, El-
ínu Baldvinsdóttur, f. 1. júní 1944,
frá Arnarstöðum í sömu sveit. For-
eldrar hennar voru Sigurlína Guð-
mundsdóttir og Baldvin Árnason.
Börn Tryggva og Elínar eru: 1)
Guðrún Sigríður, f. 1971. Maki
ára aldurs en þá flutti hann með
foreldrum sínum og systkinum að
Svartárkoti í Bárðardal þar sem
hann átti heima til æviloka.
Tryggvi vann með foreldrum sínum
við búskapinn auk vinnu utan heim-
ilis. Frá 1964 stundaði hann refa-
og minkaveiðar og hafði hann
mikla ánægju af því. Eins vann
hann ötullega að uppgræðslu lands
bæði á eigin vegum og í samstarfi
við Landgræðsluna. Tryggvi og El-
ín bjuggu í Svartárkoti ásamt for-
eldrum Tryggva til ársins 1992.
Auk búskaparins stunduðu þau
veiðar í Svartárvatni og héldu við
þeirri gömlu hefð að kofareykja sil-
ung. Tryggvi var mikið náttúru-
barn og naut þess að ferðast og
skoða landið jafnt gangandi sem
akandi á jeppa eða vélsleða. Hann
hafði gaman af tónlist og lék gjarn-
an á gítar eða harmonikku hvort
heldur á mannamótum eða heima
sér til ánægju.
Útför Tryggva fer fram í Lund-
arbrekkukirkju í dag klukkan 14.
Hlini Jón Gíslason, f.
1971. Börn þeirra eru
Hafrún Huld, Tryggvi
Snær, Elín Heiða og
Gísli Berg. 2) Heið-
rún, f. 1972. Sam-
býlismaður Garðar
Jónsson, f. 1958. Börn
hennar Aldís Ósk og
Sandra Sif, faðir
þeirra er Agnar Daní-
elsson. Börn Heiðrún-
ar og Garðars: Tinna
Dögg og óskírður
drengur. Barn hans
Sveinn. 3) Sigurlína,
f. 1977. Sambýlismaður Magnús
Skarphéðinsson, f. 1974. Börn
þeirra Katrín Ösp og Daníel Ró-
bert. 4) Hörður Hafliði, f. 1979.
Sambýliskona Sif Sigurðardóttir, f.
1981.
Tryggvi ólst upp í Víðikeri til 7
Inn milli fjallanna hér á ég heima,
hér liggja smaladrengsins léttu spor.
Hraun þessi leikföng í hellinum
geyma,
hríslan mín blaktir enn í klettaskor.
Við þýðan þrastaklið
og þungan vatnanið
æskan mín leið þar sem indælt vor.
(Guðm. Magnússon.)
Kæri bróðir.
Nú er komið að kveðjustund eftir
rúmlega 70 ára samleið.
Í Víðikeri stigum við systkinin
fyrstu sporin í glöðum jafnaldrahópi
dætra Möggu og Kára föðurbróður.
Einn vinsælasti leikstaðurinn var
Bæjargrófin þar sem við náðum
leikni í að grípa smásilunga, safna í
polla og hafa fyrir leikfélaga.
Minnisstætt er, þegar við grófum
djúpu holuna vestan við túngarðinn.
Við óvænta fyrirstöðu uppástóð
Dústa frænka að við værum komin
niður á hornin á „skrattanum“. Skelf-
ingu lostin hlupum við heim þar sem
skipta þurfti um buxur.
Á vetrum voru innileikir óteljandi
og amma og fleiri ólöt að segja okkur
sögur.
Sumarið 1946 flutti fjölskyldan í
Svartárkot. Þar er víðsýni einstakt,
en bærinn stendur í jaðri Ódáða-
hrauns í rösklega 400 metra hæð yfir
sjó.
Í Svartárvatni er bleikjuveiði en
urriði í Svartánni. Fyrsta fiskirækt á
Íslandi var flutningur á frjóvguðum
bleikjuhrognum þaðan í Svartárvatn.
Á haustin horfðum við á bleikjuna
hrygna. Einu sinni urðum við bræð-
urnir heldur æstir að eltast við
hrygningarpar í uppsprettu, en að
henni lá mjó en djúp renna. Við stóð-
um beggja vegna þegar parið leitaði
út. Báðir stukkum við yfir hana á
sama tíma og stað því við mættumst á
miðri leið og fengum ærlegt bað.
Faðir okkar var mikið náttúru-
barn. Hann þekkti með nafni flestar
háplöntur á heiðarlöndunum og alla
fugla sem áttu sér þar samastað.
Þessa nutum við systkinin.
Diddi bróðir hélt sig við heimaslóð-
irnar, hann stundaði bústörf á sumr-
in en vetrarvertíð í Vestmannaeyjum
um 10 ára skeið.
Ungur að árum tók hann að sér
refa- og minkaveiðar fyrir Bárðdæla-
hrepp, frá byggð austan Skjálfanda-
fljóts, allt suður á Hraunárdal. Ég
fékk oft að fljóta með, sérstaklega á
refaveiðar á vorin.
Á bæjarstjóraárum mínum á
Húsavík var það fastur siður að
stunda refaveiðarnar með Didda á
vorin. Þetta var kærkomin hvíld frá
erilsömu en skemmtilegu starfi. Síð-
ustu sameiginlegu veiðiferðina fórum
við bræður á Hraunárdal 1978. Feng-
um við norðan-krapahríð í tvo sólar-
hringa. Í óveðrinu gátum við lítið
sinnt veiðunum en röbbuðum mikið
saman. Þegar rofaði til skaut ég þar
mína síðustu tófu.
Kæri „litli bróðir“. Við munum
ekki oftar stilla saman strengi á gítar
og harmonikku eða píanó, eða á nikk-
urnar, þú gjarna með milliröddina en
raddsetning var sjaldan vandamál
hjá okkur í dægurmúsík, trúlega
vegna sjálfmenntunar í hljóðfæraleik
og þingeysks lítillætis.
Þú varðst þeirrar gæfu aðnjótandi
að eignast góða og samheldna fjöl-
skyldu, verða einstaklega vinmargur
og njóta þeirra forréttinda að fá að
eyða starfsævinni í Svartárkoti, í
nánum tengslum við hina villtu nátt-
úru. Síðasta heila daginn þinn fórstu
lokaferðina inn á öræfin. Sú ferð hef-
ur án efa verið erfið sjúkum líkama,
en fyrir þig sem veganesti í „nýjar
veiðilendur“ mun hún hafa verið
ómetanleg.
Farðu í friði, kæri „litli bróðir“.
Innilegar samúðarkveðjur til að-
standenda.
Þinn „stóri bróðir“,
Haukur Harðarson.
-
Þegar mér barst sú sorgarfrétt að
Diddi í Koti væri látinn, hrönnuðust
minningarnar upp um þennan ást-
sæla frænda í Svartárkoti í Bárðar-
dal.
Það var gaman að heimsækja
Tryggva því hann var mikill sögu-
maður og naut þess að vera með vin-
um og ættingjum, þar sem hann var
hrókur alls fagnaðar. Tryggvi spilaði
á harmonikku og gerði það manna
best og fátt var skemmtilegra en
hlusta á hann spila á nikkuna með
vinum og frændum á böllum og ætt-
armótum. Tryggvi var bæði refa- og
minkaskytta í Bárðardal og fóru oft
Víðikersbræður með honum og sem
ungum dreng í sveit í Víðikeri fannst
mér þessar ferðir klæddar dulúð og
spennu, Tryggvi naut þess að segja
sögur úr þessum veiðiferðum sínum.
Þegar mér verður hugsað til ár-
anna í Bárðardal er eins og margt
hafi gerst í gær, t.d þegar hann fór
með okkur í fjallgöngu upp á Sel-
landafjall og þegar dregið var fyrir
silung í vatninu.
Diddi var mikill athafnamaður og
vann mikið starf fyrir Landgræðsl-
una, þegar ég fór 2004 frá Koti og
upp í Mývatnssveit trúði ég varla eig-
in augum þegar ég sá hvað var búið
að rækta mikið land upp. Það hefur
ávallt verið gott að koma í Svartárkot
þar sem mikil gestrisni hefur ríkt og
minnist ég þessara heimsókna með
hlýju.
Með þessum fátæklegu orðum
mínum vil ég minnast míns kæra
frænda og allra góðu tímanna okkar
saman í sveitinni. Ég sendi Ellu og
börnum og barnabörnum og syst-
kinum hans, Hauki og Steinunni,
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Drottinn blessi minningu þína,
kæri frændi.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Vald. Briem)
Bragi Egilsson.
Fallinn er frá kær frændi og vinur,
Tryggvi bóndi í Svartárkoti í Bárð-
ardal.
Tryggvi – eða Diddi, eins og hann
var kallaður af frændfólki og vinum –
var fæddur í Víðikeri, sem er 8 km
norðar í Bárðardal. Þá bjuggu í Víði-
keri fjórar fjölskyldur, allar í sama
húsinu. Það voru: Sigrún, ekkja
Tryggva bónda Guðnasonar, og synir
hennar, Egill og Sverrir, Kári og
kona hans Margrét og dætur þeirra;
Hildur, Sigrún, Rannveig og Áslaug,
Hörður og Guðrún og börn þeirra;
Haukur, Tryggvi og Steinunn og
Kjartan og Kristbjörg og dæturnar
Vera og Þorgerður. Það var því
þröngt í Víðikersbænum, en þar
sannaðist gamla máltækið, „að
þröngt mega sáttir sitja.“
Snemma bar á veiðináttúru Didda.
Hann var ekki hár í loftinu er hann
fór að veiða síli í Grófinni, bæjar-
læknum í Víðikeri, með höndunum.
Fleira í náttúrunni vakti áhuga hans,
skordýr þurfti að skoða, einkum hun-
angsflugur sem hin börnin forðuðust.
Hann varð einnig fróður um blóm og
jurtir eins og fleiri ættmenn hans.
Árið 1946 flutti fjölskyldan í Svart-
árkot, bæ sem stendur nánast á
bökkum Svartárvatns og í jaðri
Ódáðahrauns. Þar varð Diddi öllum
leiðum kunnugur og virtist þekkja
allt út og inn og var gaman og fróð-
legt að fara með honum í allskyns
leiðangra þar sem eknar voru leiðir
sem kaupstaðarbúanum sýndust óá-
litlegar, jafnvel ófærar, en Diddi var
magnaður bílstjóri, sem skilaði öllu
heilu. Hann virtist taka eftir öllu,
gróðri, fuglum og sporum eftir dýr,
enda var hann í áratugi minka- og
refaskytta sveitarinnar.
Á yngri árum var Diddi 10 vertíðir
í Vestmannaeyjum. Fyrst eina í
Vinnslustöðinni og síðan 9 í Fiskiðj-
unni. Það var alltaf mikil tilhlökkun
hjá okkur hjónum og börnum okkar
þegar von var á Didda frænda. Hann
spilaði á gítar á þeim árum, en sneri
sér svo að harmonikunni og varð all-
góður harmonikuleikari, sem
skemmti mörgum bæði heima og
heiman.
Eiginkona Tryggva er Elín Bald-
vinsdóttir frá Arnarstöðum í Bárð-
ardal og hófu þau búskap í Svartár-
koti, ásamt foreldrum hans, um 1970.
Þau eignuðust fjögur börn, þrjár
dætur og son, og búa tvær dæturnar
og fjölskyldur þeirra nú í Svartár-
koti.
Diddi var vel byggður og hraustur
maður, en fyrir 3-4 árum fór heilsa
hans að bila og versnaði með árunum.
Þá reyndi verulega á Ellu, sem ann-
aðist hann frábærlega vel.
Á heimili Didda og Ellu hefur alltaf
verið gestkvæmt enda þau ákaflega
gestrisin og gott þar að koma og
vera. Við, sem þetta skrifum, höfum
notið þess ríkulega, komið árlega og
verið þar margfaldar gestanæturnar,
nú síðast um mánaðamótin. Ekki datt
okkur í hug er við kvöddum Didda á
mánudegi að hann væri allur hálfum
mánuði síðar. Þó heilsa hans væri
orðin afar slæm var ákveðið að við
kæmum aftur seinna í sumar og fær-
um inn á afrétt í smölun eins og við
höfðum áður gert. Af því verður ekki.
Við, börn okkar og fjölskyldur
þeirra, sendum Ellu, börnunum og
fjölskyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur og eigum að skila
kveðjum frá systrunum Sigrúnu og
Rannveigu og þeirra fólki.
Hvíldu í friði, kæri frændi og vinur,
og þökk fyrir allt.
Hildur og Gísli.
Látinn er æskufélagi og sam-
starfsmaður heima í Bárðardal,
Tryggvi Harðarson, bóndi í Svartár-
koti, eftir erfið veikindi.
Mín fyrsta minning um Tryggva er
þegar ég fór fyrst í skóla 8 ára. Skól-
inn var í Víðikeri, kennari var föð-
urbróðir hans Kári Tryggvason og
var skólinn á heimili Kára. Þrjár fjöl-
skyldur bjuggu í sama húsinu. Var
því þröng á þingi en vistin var góð.
Leikvöllurinn var svell og harðfenni.
Árin liðu í leik og starfi. Í Svartár-
koti er sauðfjárbú, einnig var veiði í
Svartárvatni til búdrýginda. Tryggvi
var mikill náttúruunnandi. Hann var
veiðimaður, veiddi silung á heimaslóð
og kunni vel til verka í reykhúsinu.
Einnig veiddi hann refi og minka,
hann vildi vernda fugla og fiska í mó-
um og vötnum. Tryggvi var athugull
og gætinn ferðamaður, marga ferð-
ina fór hann að leita kinda inn í
Ódáðahraun og á Austurafrétt Bárð-
dæla með nágrönnum sínum úr
Bárðardal og Mývatnssveit.
Tryggvi var músíkalskur, spilaði á
gítar og harmóníku sér til afþreying-
ar og öðrum til ánægju.
Tryggvi Harðarson og fjölskylda
hans hafa verið framverðir byggðar í
Bárðardal í full 60 ár. Þótt Tryggvi sé
fallinn halda dætur hans og tengda-
synir merkinu uppi, meðal annars
með með þátttöku í öflugu starfi í
Kiðagili, skólanum okkar á Stóruvöll-
um. Kæra fjölskylda, missir ykkar er
mikill en minning um góðan dreng lif-
ir.
Ég minnist Tryggva Harðarsonar
með virðingu og þakklæti
Egill Gústafsson.
Ég minnist bóndans, sem bjó á næsta
bæ við Ódáðahraun,
stórgerður sonur mikillar móður
og maður í sjón og raun.
Í hrjúfum svipnum var barnsleg blíða
og brennandi frelsisþrá,
og þarna gekk hann á hólm við
heiminn
og hraunin öskugrá.
(Davíð Stefánsson.)
Svartárkot og Grænavatn eru
grannbæir. Báðir liggja næst öræf-
um, hvor í sinni sveit. Sellandafjall í
milli, áþekkt á að sjá að sunnan og
norðan. Og það segir nokkuð um víð-
áttuna, að bæjarleiðin er ekki nema
þrjátíu kílómetrar. En það er gott ná-
grenni. Svo er fólkinu fyrir að þakka.
Traustari granna en Tryggva er
ekki hægt að fá, þótt fé sé í boði en
ekki fyrirhöfnin ein. Margan snún-
inginn tók hann af Grænvetningum,
ekki síst þegar huga þurfti að eftir-
legukindum í afrétt að áliðnu hausti.
Og marga gistinguna og greiðann
hafa gangnamenn úr Mývatnssveit
þegið í Svartárkoti. Gestrisni hús-
bænda þar enda jafnan við brugðið,
svo í búskapartíð þeirra Elínar sem
fyrr í tíð foreldra hans.
Tryggvi var ekki þeirrar gerðar
sem hrópar á torgum sér til athygli.
Yfirlætisleysi hans og æðrulaust
þrek, greiðvikni og gott skaplyndi
gerðu hann hins vegar að æskilegri
fyrirmynd ungum mönnum, og virð-
ingu foreldra minna átti hann meiri
en aðrir menn. Hann var hraust-
menni og drengur góður.
Erlingur Sigurðarson
frá Grænavatni.
Tryggvi Harðarson
✝
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
FRIÐRIK SIGURBJÖRNSSON,
Bárugötu 23,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi
miðvikudaginn 14. júlí.
Útförin hefur farið fram.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð.
Kristbjörg Kristjánsdóttir,
Svana Friðriksdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓR JAKOBSSON,
Framnesvegi 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 28. júlí.
Ásta Þórsdóttir, Knútur Benediktsson,
Guðný Þórsdóttir, Tryggvi Már Valdimarsson,
Þóra Margrét Þórsdóttir, Jón Eiríkur Rafnsson,
barnabörn og langafabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓSK ÓLAFSDÓTTIR,
frá Bolungarvík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn
17. júlí.
Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík
laugardaginn 31. júlí kl. 14.00.
Halldór Ben Halldórsson, Erla Gunnlaugsdóttir,
Ólafur Halldórsson, Sigurlaug Ingimundardóttir,
Sólveig Halldórsdóttir,
Una Halldóra Halldórsdóttir, Geir Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.