Morgunblaðið - 30.07.2010, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.07.2010, Qupperneq 32
32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010  Stuðsveitin Hjálmar verður með tvenna tónleika á Akureyri um helgina. Í kvöld stígur sveitin á svið á Græna hattinum kl.23.00 og á morgun verður sama upp á ten- ingnum þegar hljómsveitin spilar aftur á sama tíma á tónleikastaðn- um vinsæla. Tvö kvöld með Hjálm- um á Græna hattinum Fólk Eins og fram kom í tímaritinu Monitor í gær not- ar tölvurisinn Apple lag í nýrri auglýsingu sem er keimlíkt laginu „I Sing I Swim“ með hljóm- sveitinni Seabear og hefur nokkur umræða skapast um málið á veraldarvefnum undanfarna daga. Meðlimir hljómsveitarinnar taka þessu öllu með stakri ró og hafa þess í stað efnt til ábreiðu- keppni á vefsíðuni Youtube. Þar gefst fólki tæki- færi á að senda inn sínar eigin útgáfur af lögum sveitarinnar og verður vinningshafanum boðið að koma og spila sína útgáfu á tónleikum með sveitinni. „Það er margt fólk sem hefur verið að taka lög eftir okkur og setja á Youtube, þannig að við ákváðum að þakka fyrir okkur með því að verð- launa fyrir besta lagið. Sá sem vinnur fær að spila á undan okkur á einum tónleikum og líka með okkur í lokalaginu á tónleikunum,“ segir Halldór Ragnarsson, bassaleikari Seabear, um keppnina á Youtube. Ábreiðukeppnin er ekki eina keppnin sem hljómsveitin stendur fyrir þessa dagana því á vefsíðunni TracksAndFields.com er hægt að taka þátt í keppni um bestu endurhljóðblönduna á laginu „Wolfboy“ sem er að finna á annarri plötu sveitarinnar We Built A Fire sem kom út fyrr á þessu ári. Hægt er að senda inn lög til sjötta september, en eftir það gefst fólki færi á að hlusta á innsend lög og kjósa það sem því finnst best. matthiasarni@mbl.is Efna til ábreiðu- og endurhljóðblöndunarkeppni Morgunblaðið/Eggert Seabear Ábreiður og endurhljóðblandanir.  Færeyskir fjölskyldudagar á Stokkseyri eru haldnir í annað sinn nú um helgina. Í ár koma fram 16 listamenn frá Færeyjum sem munu syngja, spila og dansa færeyska dansa alla versl- unarmannahelgina. Þar á meðal eru Eivör Páls- dóttir, Högni Lisberg, Angelika Nielsen, Benjamin Petersen ásamt hljómsveitum eins og Kvönn, Yggdrasil, Hilmar Joensen band og fleirum. Auk þeirra verða Hilmar og Gunnvör með kennslu í færeyskum dönsum. Dagskrá má nálgast á stokkseyri.is og miða á midi.is Færeysk skemmtun á Stokkseyri um helgina  Það verður mikið fjör á Faktorý um verslunarmannahelgina þar sem plötusnúðar ætla að sjá um að skemmta gestum verksmiðjunnar. Í kvöld mætir Dj Maggi Legó og þeytir skífum frá miðnætti til lok- unar. Annað kvöld halda DJ Valbrá og Marlon Pollock uppi stemming- unni og á sunnudag sér Björn Teits- son um að koma gestum í gírinn. Plötusnúðar yfirtaka Faktorý um helgina t.a.m. sýnd á BSÍ, í Elliðaárdalnum og í kjallaraherbergi. „Svo er einnig að koma danshöf- undur frá Stokkhólmi sem skapar mjög spennandi verk þar sem áhorf- endur fá iPod og eiga að ganga um Reykjavík og fá leiðbeiningar um það hvernig þeir eiga að haga sér og eiga að dansa um borgina. Einnig verða 6 listamenn starfandi innan RPSP pró- grammsins og munu þeir notast við vinnureglur frá mjög mikilsvirtum erlendum hópum sem eru notaðir sem upphafspunktur. Sem dæmi um listamenn sem hafa sent inn reglur eru Gob Squad og Tim Etchells og við erum ótrúlega stolt af því að hafa fengið innlegg frá þessum sviðs- listamönnum.“ Hefur sýnt í Tate Modern Richard DeDomenici kemur einnig til landsins á vegum hátíðarinnar en hann hefur m.a. sýnt í Tate Modern listasafninu í Lundúnum. Hann verð- ur með ókeypis vinnustofu sem ein- staklingar geta enn skráð sig í á art- fart@artfart.is. „Vinnustofan fer fram 3. - 5. ágúst og hann mun vinna með hugmyndir sínar um list í almennings- rýmum. Hann er ansi róttækur og hefur meðal annars lent í kasti við lög- in við framkvæmd gjörningsins Cable-Tie Chicago þegar hann reyndi að komast leiðar sinnar í Chicago með plastpoka á hausnum og hendurnar bundnar á bakinu með plast-bensli. Hann mun einnig sýna verk í opn- unarteiti hátíðarinnar og hann verður líka með fyrirlestur sem er eins konar leikverk og fjallar um samskipti hans við lögregluna,“ Hver og einn einstaklingur fær að að vinna sitt með aðferðum hans og hugmyndafræði og 5. ágúst sýna þeir verkin um alla Reykjavíkurborg. Stella Polaris kemur frá Noregi Leikhópurinn Stella Polaris kemur einnig til landsins frá Noregi með styrk frá Vodafone og Fimleikafélag- inu Ármanni, en í honum eru skandin- avískir fjöllistamenn sem skapa fjöl- breytt verk, sum í stíl við sirkus. Á menningarnótt ætlar hópurinn að frumsýna verkið The Dream of the Shaman sem þeir frumsýndu á Ól- ympíuleikunum í Lillehammer í Nor- egi og fer það fram í Hljómskálagarð- inum. „Þetta er rosa-sýning og þau vinna á mjög stórum skala. Verkin sem þau sína hérna á menningarnótt verða mikið sjónarspil. Í verkum sínum skapa þau alveg nýjan heim og er markmið þeirra að skapa heim á milli ævintýra og raunveruleika og menn fara bara inn í aðra vídd,“ segir Ás- gerður að lokum. Listasprenging á artFart í ár, listamenn hvaðanæva Sviðslist Stella Polaris setur upp sviðslistaverkið The Dream of the Shaman sem var frumsýnt á Ólympíuleikunum í Lillehammer í Noregi. Skipuleggjendur Arna Ýr Sævarsdóttir, Alexander Graham Roberts, Sigurður Arent Jónsson og Ásgerður G. Gunnarsdóttir.  Hátíðin hefur aldrei verið eins stór og í ár  DeDomenici með opna vinnustofu  Stella Polaris skapar Reykvíkingum nýjan heim á menningarnótt Guðmundur Egill Árnason gea@mbl.is ArtFart-sviðslistahátíðin sem er styrkt af Kultur Kontakt Nord, Reykjavíkurborg og mennta- málaráðuneytinu verður haldin í fimmta sinn í ár en hátíðin skapaðist þegar sviðslistahópar sem allir höfðu fengið styrk sem skapandi sum- arstarfshópar ákváðu að stofna hátíð í kringum verkin sem þeir voru allir að frumsýna þá. Síðan hefur hátíðin vax- ið talsvert og ljóst er að í ár er engin breyting á örum vexti hátíðarinnar sem setur svip sinn á borgina 5.-22. ágúst. „Þetta er fimm ára afmælið í ár og hún hefur vaxið eiginlega alveg síðan hún byrjaði. Á þriðja árinu fór að koma meiri áhugi að utan og síðan í fyrra varð algjör sprenging, alveg 24 verk og í ár verða 28 verk svo ég myndi segja að hún hafi verið á hraðri uppleið. Við vildum líka gera hana að- eins stærri og veglegri í ár. Þema há- tíðarinnar í ár er óhefðbundið rými og við vildum skapa sérstaka dagskrá í kringum þá hugmynd. Það fékk nafn- ið Reykjavík Public Space Pro- gramme (RPSP). Þessi hluti er nýj- ung á artFart, en innan hans eru vinnustofur út frá hugmyndum um list í almenningsrýmum, auk fyr- irlestra og sýninga,“ segir Ásgerður G. Gunnarsdóttir, einn skipuleggj- enda sviðslistahátíðarinnar. Óhefðbundnar staðsetningar Í áranna rás hefur fólk verið að sýna verk á alls kyns stöðum en ekki bara í leikrýmum og í ár verða verk Morgunblaðið/Jakob Fannar Hátíðin stendur frá 5.-22. ágúst en þemað er óhefðbundin rými. Hátíðin fer m.a. fram á:  BSÍ  Norðurpólnum  Útgerðinni  Elliðaárdalnum  Íslensku óperunni  galleríum og kjöllurum. Nýir staðir ARTFART-LISTAHÁTÍÐIN  Íslandsmeistaramótið í pylsuáti fer fram Ráðhústorgi á Akureyri á sunnudaginn. Skráningu þátttak- enda lýkur í dag. En hún fer fram á útvarpsstöðinni Voice FM 98,7. Þátttakendur munu þurfa að sporð- renna fjórum pylsum í brauði á sem skemmstum tíma. Fimm fljótustu keppendur munu síðan taka þátt í lokaúrslitum sem fara fram kl. 15 á sunnudaginn. Þeir hafa svo tíu mín- útur til að borða eins margar pyls- ur og þeir mögulega geta. Íslandsmeistaramótið í pylsuáti á sunnudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.