Morgunblaðið - 30.07.2010, Page 33

Morgunblaðið - 30.07.2010, Page 33
Menning 33FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 TEKJUBLAÐIÐ Áskriftarsími 512-7575 Takmarkað upplag - aðeins selt í 12 daga* www.heimur.is TRYGGÐU ÞÉR EINTAK! *skv. ákvörðun Tölvunefndar TEKJUBLAÐIÐ - TRYGGÐU ÞÉR EINTAK! AÐEINS SELT Í 12 DAGA! Undanfarin ár hefur gamli rokk- arinn Neil Young verið upptekinn við að gera upp langan tónlistarferil sinn og síðast voru það árin 1963 til 1972 sem gefin voru út í pakkanum Neil Young Archives – Volume I. Nú vinnur Young að safnpakka númer tvö og hefur hann tilkynnt að í hon- um verði að finna fjórar plötur sem aldrei hafa verið gefnar út áður. Um er að ræða þrjár hljóðvers- plötur og eina tónleikaplötu sem Yo- ung ætlar að gefa út á vínylplötum. Tónleikaplatan heitir Odeon- Budokan og vísar nafnið í tónleika- staði í Lundúnum og Tókíó sem Yo- ung spilaði á með hljómsveitinni Crazy Hores á tónleikaferðalagi árið 1976. En hljóðversplöturnar heita Chrome Dreams, Homegrown og Oceanside – Countryside. Plötuna Homegrown hefur rokkarinn kallað dekkri hliðina af metsöluplötunni Harvest. Til stóð að gefa út Home- grown árið 1975 en hætt var við út- gáfu hennar líkt Chrome Dreams tveim árum síðar. Young grefur upp óútgefnar plötur Rokkarinn Neil Young heldur áfram að gera upp ferilinn sinn. Gamanleikarinn Drew Carey hefur löngum verið þekktur fyrir að vera heldur feitlaginn, en hann tók sig nýverið á og lifir nú heilbrigðara lífi. Að sögn Carey var hann búinn að fá nóg af holdafari sínu og fannst tími til kominn að gera eitthvað í mál- unum. „Veistu, það er ömurlegt að vera feitur,“ sagði leikarinn í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS. „Ég var kominn með sykursýki af tegund 2. Í dag þjáist ég ekki af syk- ursýki og þarf því engin lyf lengur.“ Carey fylgdi strangri áætlun til að ná tilsettu markmiði, en hann segist hafa misst rúm 36 kg síðan í janúar á þessu ári. „Engin kolvetni. Ég svindlaði tvisvar, en annars borðaði ég ekki nein kolvetni, ekki einu sinni kex. Ekki brauð, engin pizza, ekkert. Eggjahvítur á morgnanna eða grískt jógúrt með niðurskornum ávöxtum. Svo drekk ég ekki neitt nema vatn. Ég elska að vera mjór,“ segir Ca- rey og bætir við: „Þetta var erfitt í fyrstu en þegar ég fór að nota minni fatastærðir varð þetta auðveldara. Þegar þú sérð árangurinn þá viltu ekki stoppa.“ Heilbrigður Leikaranum líkaði ekki við holdafar sitt. Engin óhollusta fyrir Carey Chelsea Clinton, dóttir Hillary Clin- ton utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og Bill Clinton fyrrverandi for- seta, mun á morgun ganga að eiga Marc Mezvinsky, 32 ára kaupsýslu- mann. Mikil leynd hvílir yfir brúðkaupið en fregnir herma að það fari fram í litlum bæ í New York-fylki. Búist er við að brúðkaupsgestirnir verði um fimm hundruð talsins, en fjölmiðlar vestanhafs furða sig á því að núver- andi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er ekki á gestalistanum. „Mér var ekki boðið í brúð- kaupið,“ sagði Obama í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina í gær. „Ég held að Hillary og Bill vilji eiga þessa stund út af fyrir sig, Chelsea og verðandi eiginmann hennar. Og það kemur sér vel fyrir alla.“ Forsetinn sló á létta strengi og sagði að það myndi enginn vilja hafa tvo forseta viðstadda í einu brúð- kaupi. „Leyniþjónustan yrði á svæðinu, gestir þyrftu að fara í gegnum málm skynjara og allar gjafirnar opn- aðar.“ Reuters Obama Forsetinn verður fjarri góðu gamni um helgina. Obama ekki boðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.