Morgunblaðið - 31.07.2010, Side 6

Morgunblaðið - 31.07.2010, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010 Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Hitamet í júlímánuði kann að verða slegið í Reykjavík í dag. Hlýjasti júlímánuður sem hefur mælst í Reykjavík var árið 1991 en þá mældist meðalhitastigið 13,03 gráður. Eftir mælingar í gær var meðalhitastig júlímánaðar 13,00. Það vantar því tveggja aukastafa breytingu á með- alhitastigi til að setja nýtt met. Mælingar eru framkvæmdar á þriggja klukkustunda fresti all- an sólarhringinn. Júnímánuður var sá hlýjasti sem mælst hef- ur í Reykjavík og því mikil tíðindi ef hlýjasti júlí- mánuður fylgir beint á eftir. Trausti Jónsson, veðurfræðingur hjá Veð- urstofu Íslands, segir spána vera í kringum fimmtán stig í dag en það gefi ekki endilega til kynna að meðalhitinn nái yfir þrettán stig. „Spá- in er nú sínhvorum megin við þetta. Ég kíkti á tvær spár. Önnur nær þessu ekki en hin rétt nær yfir þetta. Ég mundi því orða það þannig að ef okkur tekst að komast upp í 13,1 stig þá sláum við met. En það er óvissa um 0,2 - 0,3 gráður,“ segir Trausti sem kveður það þó ljóst að saman hafi júní og júlí verið þeir hlýjustu frá því að mælingar hófust. „Það er alveg óhætt að segja að það sé á hreinu. Hitinn hefur verið yfir 12 stig samtals að meðaltali. Það er heldur meira en áður hefur verið í Reykjavík.“ Nýtt hitamet kann að verða sett í dag  Meðalhitastig í júní og júlí samtals það hlýjasta síðan mælingar hófust  Munar einungis 0,03 gráðum  Spár tvísýnar um hvort metið verði sett  Júnímánuður var sá hlýjasti í Reykjavík Morgunblaðið/Eggert Heitt Þó svo að veðrið sé ákaflega gott og hitinn mikill þá geta Íslendingar stólað á kaldan sjóinn. Hitamet » Hitamet í júlímánuði í Reykjavík var sett árið 1991 en þá mældist meðalhitinn 13,03 gráður. » Meðalhitinn í júlímánuði fram að gærdeginum var 13,00. » Einungis vantar tveggja aukastafa breytingu til að slá metið en spár eru tvísýnar um hvort það hafist. » Þó þykir víst að júní og júlí-mánuðir til samans verði þeir hlýjustu frá því að mæl- ingar hófust. » Spáin er um fimmtán stig í Reykjavík í dag. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skipverjar á Hugin VE kepptust við að frysta makríl og þrífa skipið skammt frá Vestmannaeyjum síðdeg- is í gær. Síðan átti að halda til hafnar og taka þátt í þjóðhátíð. Ekki var bú- ist við að löndun fengist úr skipinu fyrr en á mánudag! Guðmundur Huginn Guðmunds- son, skipstjóri á Hugin, sagði að í hans huga kæmi ekki til greina annað en að taka þátt í þjóðhátíð og helst með trompi. „Ég myndi aldrei fara frá Eyjum á föstudegi fyrir þjóðhátíð nema nauðbeygður. Ég hef séð full- orðna menn gráta úti á sjó yfir því að missa af þjóðhátíð og skil þá vel,“ sagði Guðmundur Huginn. Allmörg uppsjávarskip eru á síld og makríl þessa dagana og eru þau flest fyrir austan land. Vel hefur gengið á makrílnum og eru komin yfir 70 þús- und tonn á land. Alls ákvað sjávarút- vegsráðherra að heimila veiðar á 130 þúsund tonnum af makríl í ár. Hefð- bundin uppsjávarskip hafa heimild til að veiða 112 þúsund tonn af makríl samkvæmt veiðireynslu. Síðan var leyfilegum afla skipt í tvo potta eftir skipategundum og veiðarfærum. Heimild til veiða úr 15 þúsund tonna potti höfðu 73 skip, en einhver þeirra hafa skilað leyfum sínum og að- eins 13 skip hafa landað afla umfram 100 kíló úr þessum potti. Fjölmargir minni bátar hafa heimild til veiða úr 3 þúsund tonna potti. Talsvert fékkst af smærri makríl framan af sumri, en hlutföllin hafa breyst undanfarið. Guðmundur Hug- inn segir að Huginsmenn flokki mak- rílinn og frysti þann stærri, en smærri makríllinn fari í bræðslu. Gott verð fá- ist fyrir það sem fari í bræðslu, en væntingar um hátt verð fyrir frystar afurðir hafi ekki fyllilega staðist. Huginn er með mestan makrílkvóta uppsjávarskipa og er búinn að veiða um sjö þúsund tonn af rúmlega 10 þúsund tonna kvóta. Eftir þjóðhátíð verður stefnan sett á norsk-íslenska síld og makríl fyrir austan land. Þjóðhátíð tekin með trompi Á þjóðhátíð Glaðbeittir Huginsmenn með yfirskegg í lok mottumarz.  „Ég hef séð fullorðna menn gráta úti á sjó yfir því að missa af þjóðhátíð,“ segir skipstjórinn á Hugin VE  Vel hefur gengið á makrílveiðum að undanförnu Síðastliðna viku hafa 25 unglingar frá Zafra á Spáni dvalið hér á landi til að taka þátt í skipti- nemaverkefni á vegum Evrópu unga fólksins. Þeir hafa m.a. farið í Landmannalaugar í úti- legu, „Amazing Race“-keppni á Þingvöllum o.m.fl. ásamt íslenskum jafnöldrum sínum sem munu endurgjalda heimsóknina næsta sumar. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ segir Mar- grét Jónsdóttir, vararæðismaður Spánar á Ís- landi og einn af skipuleggjendum verkefnisins. Uppskeruhátíð var haldin í gær í Nauthólsvík og skemmtu börn og foreldrar sér konunglega. Morgunblaðið/Ernir Héldu uppskeruhátíð í Nauthólsvík Árni Múli Jón- asson, fiskistofu- stjóri, er nýráð- inn bæjarstjóri Akraness. Hann segir Akranes heimabyggð sína en hann býr þar með fjölskyldu sinni. Árni er sonur Jónasar Árnasonar, al- þingismanns og leikskálds, og Guð- rúnar Jónsdóttur. „Ég er í sjálfu sér mjög ánægður í starfi en hitt finnst mér nú ekki síður spennandi. Ég hef áhuga á stjórnsýslu og samfélagsmálum þó ég sé ekki flokkspólitískur. Ég hefði sótt um þetta starf burtséð frá því hvaða flokkar eru í meirihluta. Mér skilst að það sé þverpólitísk samstaða um að ráða mig og mér þykir vænt um það,“ segir Árni sem kveðst ekki hafa áhyggjur af því að yfirgefa góða stöðu til að taka að sér verkefni sem ráðið er í til fjög- urra ára. „Það er ekkert sem úti- lokar að menn hafi það traust að halda áfram. Ég lít bara á þetta sem ópólitískt framkvæmda- stjórastarf. Eins og er hjá mér akk- úrat núna. Ég framfylgi bara stefnu þeirra sem fara með valdið í þess- um sjávarútvegsgeira. Það er ekki svo mikil breyting hvað það varð- ar.“ Árni segist kveðja Fiskistofu með söknuði en þar hafi hann unnið með góðu fólki. Hann játar að hann eigi margt ólært en kvíði því ekki. „Ég ætla ekki að vera of brattur, auðvit- að þarf maður að læra mikið en ég er ekkert hræddur við það.“ Kveður Fiskistofu með söknuði  Árni Múli ráðinn bæjarstjóri Akraness Árni Múli Jónasson Fólksbíll fór út af á Suðurlands- vegi, austan við Bláfjallaveg, í gær. Bíllinn fór út fyrir veg norðan veg- ar, lenti þar á stórum steini og valt á hliðina. Ökumaðurinn mun hafa sofnað undir stýri. Tilkynnt var um eld í bílnum og fór slökkvilið á stað- inn en fann engan eld til að slökkva. Bíllinn var óökufær á eftir. Þá valt bíll efst á Bröttubrekku í gær, fór margar veltur og endaði eina 40 metra utan vegar. Ökumað- ur slasaðist ekki alvarlega. Bílveltur við Bláfjöll og á Bröttubrekku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.