Morgunblaðið - 31.07.2010, Qupperneq 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010
Fundist hefur
grjót á Mars sem
geymir í sér
steingerðar leifar
af lífverum, svo-
nefnd karbónöt,
að sögn breska
ríkisútvarpsins,
BBC. Grjótið
fannst á svæði
sem nefnist Nili Fossae og er bergið
um fjögur þúsund milljón ára gam-
alt.
Skýrt er frá þessari uppgötvun í
tímaritinu Earth and Planetary
Science Letters. Vísindamenn undir
stjórn Adrians Brown við Seti-
stofnunina í Kaliforníu notuðu búnað
í Marsfarinu Crism til að rannsaka
umrætt grjót með innrauðu ljósi.
Brown og liðsmenn hans notuðu
sams konar aðferðir við að rannsaka
grjót á svæði er nefnist Pilbera og er
í norðvesturhluta Ástralíu. Svæðið
er sagt nauðalíkt Nili Fossae á
Mars. Einhverjar elstu vísbendingar
um líf á jörðinni hafa fundist í Pil-
bera.
„Pilbera er stórkostlegt,“ sagði
Brown. „Þetta er hluti af jörðinni
sem hefur tekist að vera á yfirborð-
inu í um 3500 milljónir ára – um þrjá
fjórðu alls þess tíma sem jörðin hef-
ur verið til.“ Örverur sem þróuðust á
milljörðum ára hafa skilið eftir sig
fyrirbæri í klettum Pilbara er nefn-
ist strómatólít. Að sögn Browns er
það auðséð á formi strómatólíta að
lifandi verur hafi mótað fyrirbærin.
kjon@mbl.is
Leifar af
fornu lífi
á Mars?
Búnaður í Marsfari
fann karbónöt í grjóti
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Franskt samfélag er slegið vegna
frétta af 45 ára gamalli konu sem
hefur viðurkennt að hafa á 20 árum
kæft a.m.k. átta nýfædd börn sín.
Konan, Dominique Cottrez, hefur
starfað við umönnun á hjúkr-
unarheimili og er vel látin í því
starfi, feimin en prúð eins og eig-
inmaðurinn, Pierre-Marie Cottrez
sem vissi ekkert um glæpina.
„Hún gæti ekki gert flugu mein,“
sagði nágrannastúlka um Dom-
inique. Hún sagði fjölskylduna hafa
verið notalegt fólk í viðkynningu.
Pierre-Marie er trésmiður og var í
fyrra kjörinn í sveitarstjórn í þorp-
inu sem nefnist Villers-au-Tertre og
er með um 700 íbúa. Það er í norð-
austurhluta Frakklands, skammt
frá belgísku landamærunum. Hjón-
in hafa búið á staðnum í 15 ár.
„Venjulegt fólk“
„Ég er enn agndofa,“ sagði Dani-
el Collignon, fyrrverandi bæj-
arstjóri Villers-au-Tertre. Nágrann-
ar hjónanna lýstu einnig mikilli
undrun. „Þau eru venjulegt fólk
sem gegndi mikilvægu hlutverki í
samfélaginu,“ sagði einn þeirra.
„Þetta er ótrúlegt.“
Hjónin eiga tvær uppkomnar
dætur, Emeline og Virginie, og tvo
dóttursyni og bera dæturnar móð-
urinni vel söguna. Þær segja að hún
hafi verið góð móðir og umhyggju-
söm og hlý amma. „Við tókum aldr-
ei eftir því að nokkuð væri að. En
hún var oft þreytt, vann nærri því
allan sólarhringinn,“ sögðu dæt-
urnar í viðtali við blaðið La Voix du
Nord.
En hvað olli þessu athæfi og
hvernig stendur á því að enginn tók
eftir neinu?
Konan ber því við að hún hafi
ekki viljað eignast fleiri börn og
ekki viljað leita til læknis til að fá
getnaðarvarnir. Hún hafi haft
slæma reynslu af læknum. Hún er
feitlagin, mun vera um 130 kíló.
Holdafarið mun hafa gert henni
kleift að klæða af sér þungann
þannig að engan grunaði neitt.
„Þetta er óskiljanlegt,“ sagði
mágur Dominique, Yves Cottrez.
„Við trúum því ekki að svona nokk-
uð geti gerst. Og bróðir minn sá
ekki neitt, þó að hann svæfi við hlið-
ina á konunni sinni … En Dom-
inique var alltaf þéttvaxin, það sá
ekkert á henni þegar hún gekk með
dæturnar sínar tvær.“
Hugðust grafa fyrir sundlaug
Málið kom upp sl. laugardag þeg-
ar nýir eigendur húss í þorpinu
hugðust grafa fyrir sundlaug og
fundu þá beinagrindur af börnum
grafnar í garðinum. Húsið var áður
í eigu foreldra Dominique.
Fólkið hringdi í lögregluna sem
fann beinagrindur tveggja hvítvoð-
unga í garðinum. Lögregla handtók
síðan Cottrez-hjónin, sem búa í um
kílómetra fjarlægð frá húsinu þar
sem fyrstu líkin voru grafin og
fundu sporhundar þá sex lík til við-
bótar í bílskúr hjónanna. Öll voru af
nýfæddum börnum og vafin í plast.
„Tókum aldrei eftir því að nokkuð væri að“
Dætur móðurinnar, sem kæfði átta
nýfædd börn sín á laun, segja hana
hafa verið góða við sig og barnabörnin
Móðirin Dominique Cottrez er sögð
hlédræg og prúð mannskja.
Óvíst um sakhæfi
» Enn er ekki vitað hvort Cott-
rez er sakhæf en reynist hún
það á hún yfir höfði sér ævi-
langt fangelsi.
» Hún mun á næstunni gang-
ast undir ýtarlega sálfræði-
rannsókn og -próf til að ganga
úr skugga um að hún sé ábyrg
gjörða sinna.
» Verjandi hennar segir að það
sé mikill léttir fyrir hana að
upp komst loks um málið.
Julian Assange
segist hafa með
milligöngu The
New York Times
hafa haft sam-
band við embætt-
ismenn í Hvíta
húsinu áður en
hann birti á vef
sínum Wikileaks
tugþúsundir
leyniskýrslna hermanna í Afganist-
an. Gætu embættismenn þá farið yf-
ir gögnin og tryggt að með birting-
unni yrði lífi saklauss fólks ekki
ógnað. Assange segist ekki hafa
fengið nein svör.
Ráðamenn
áhugalausir?
Julian Assange
Íhaldsmaðurinn Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, hefur lengi verið
þekktur fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli. Hann hefur sett sér það
markmið að gera Lundúnir að reiðhjólaborg heimsins og í gær hleypti
hann af stokkunum nýju framtaki sem gerir vegfarendum kleift að leigja
sér hjól. Þegar hafa liðlega 12.000 manns gerst þátttakendur og talið er að
strax verði að fjölga hjólhestunum sem í fyrstu verða 5.000 og dreift á 315
miðstöðvar þar sem þau eru tryggilega hlekkjuð. Hægt er að leigja lykla
og fer verðið eftir tíma- og vegalengd. Ekki er sérstakur lás á hverju leigu-
hjóli og segir Johnson það vera til að koma í veg fyrir að fólk sé of lengi
með hvert hjól, þá sé hentugra að það einfaldlega kaupi sér eigið reiðhjól.
Reuters
London verði reið-
hjólaborg heimsins
Borgarstjórinn Boris
Staða Helle Thorning-Schmidt, leið-
toga Jafnaðarmannaflokksins
danska og stærsta stjórnarand-
stöðuflokks landsins, er nú talin
mjög ótrygg. Hún gæti átt yfir höfði
sér sektir eða jafnvel allt að fjögurra
mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa
vísvitandi gefið yfirvöldum rangar
upplýsingar um dvalartíma eigin-
manns síns í Danmörku, að sögn Jyl-
landsposten í gær.
Fjölmiðlar hafa krafist skýringa
en flokksleiðtoginn er í sumarleyfi
og hefur litlu sem engu svarað um-
ræddum ásökunum. Eiginmaðurinn,
Stephen Kinnock, er sonur Neils
Kinnocks, fyrrum leiðtoga breska
Verkamannaflokksins. Kinnock
yngri býr og starfar í Sviss.
Blaðið BT birti á fimmtudag frétt-
ir um að Thorning-Schmidt hefði
veitt dönskum stjórnvöldum misvís-
andi upplýsingar um það hversu oft
og lengi eiginmaður hennar hefði
verið í Danmörku en dvalartíminn
getur skipt sköpum varðandi skatta.
Hún sagði dómsmálaráðuneytinu í
fyrra að eiginmaðurinn væri í Dan-
mörku um hverja helgi og voru þær
upplýsingar veittar til að Kinnock
fengi að vera skráður meðeigandi að
fasteign hjónanna í Danmörku.
En fyrr í þessum mánuði sagði
Thorning-Schmidt hins vegar, að
eiginmaðurinn dveldi aðeins í 33
helgar á ári í Danmörku og því ætti
hann ekki að þurfa að borga skatta
þar í landi. Skattalögfræðingur
bendir á að Thorning-Schmidt hafi
vísvitandi veitt stjórnvöldum rangar
upplýsingar og það sé refsivert at-
hæfi. kjon@mbl.is
Leiðtogi sak-
aður um lygar
Thorning-Schmidt veitti yfirvöldum
rangar upplýsingar til að fá lægri skatta
Í ræðustólnum Helle Thorning-
Schmidt, leiðtogi jafnaðarmanna.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, segir að stjórn sín muni
ekki liðast í sundur þrátt fyrir
brotthvarf Gianfranco Fini, sem
var einn af stofnendum Frels-
isflokks (PDL) Berlusconis og 32
félaga hans. „Það er engin hætta á
ferð, við erum með meirihluta,“
sagði Berlusconi á fimmtudag. En
sumir fréttaskýrendur eru á því að
þótt Berlusconi njóti enn stuðnings
Norðurbandalagsins sé óvíst hvort
stjórnin sitji út kjörtímabilið, þ.e.
til 2013.
Berlusconi sakaði á fimmtudags-
kvöld Fini um að vera svikari sem
græfi undan flokknum og stefndi
að því að láta hann „deyja hægum
dauðdaga“. Hann fór fram á að
Fini léti af embætti forseta neðri
deildar ítalska þingsins en Fini vís-
aði í gær kröfunni á bug.
Fini hefur að undanförnu reitt
forsætisráðherrann til reiði með
því að hamra á mikilvægi siðferð-
islegra gilda og lögmætis. Auðkýf-
ingurinn Berlusconi hefur marg-
sinnis verið sakaður um svik og
pretti en sloppið við dóm, m.a.
vegna fyrningarákvæða. Fini tókst
einnig að þvinga stjórnina til að
útvatna ný lög sem áttu að minnka
tjáningarfrelsi blaðamanna.
Klofningur í ríkis-
stjórn Berlusconis
Silvio Berlusconi Gianfranco Fini