Morgunblaðið - 31.07.2010, Page 21

Morgunblaðið - 31.07.2010, Page 21
✝ Ósk Ólafsdóttirfæddist á Hesti í Hestfirði 11.3. 1916. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli 17.7. sl. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Hálfdánsson f. 4.8. 1891, d. 1973 og María Rögnvalds- dóttir f. 13.1. 1891, d. 1989. María og Ólaf- ur eignuðust 15 börn. 12 börn voru tvíburar og 3 börn einburar. Ósk var fyrsta barn þeirra og var hún einburi. Systk- ini hennar voru: Guðrún f. 1917, d. 2009; Karítas f. 1919, d. 1919; Ein- ar f. 1919; Kristín f. 1920, d. 2009; Rögnvaldur f. 1920, d. 1964; Lilja f. 1922, d. 2009; Fjóla f. 1922; Jón- atan f. 1925; Helga Svana f. 1926; Hálfdán f. 1926, d. 1999; Halldóra f. 1928; Haukur f. 1928; María f. 1932 og Ólafur Daði f. 1932, d. 1992. Árið 1930 flutti fjölskyldan til Bolungarvíkur og þar bjuggu for- eldrar hennar til æviloka. Ósk giftist 8.4. 1939 Halldóri Halldórssyni, verkstjóra og síðar skrifstofumanni, f. 20.10. 1907 í Bolungarvík, d. 14.1.1979. For- eldrar hans voru hjónin Guðríður Víglundsdóttir, f. 8.7. 1873 á Rauðasandi, d. 1959 og Halldór Benediktsson f. 9.5. 1872. í Hörgs- hlíð í Mjóafirði, d. 1933. Börn Ósk- ar og Halldórs eru: 1) Halldór Ben f. 19.6. 1939, kvæntur Erlu Sigríði Gunnlaugsdóttur f. 7.3. 1937. Dóttir Halldórs Ben og Sig- urlaugar Ásgrímsdóttur er Dóra Ósk f. 9.6. 1962 og á hún 2 börn, Dag og Sóleyju Arngrímsbörn. Erla á 3 syni frá fyrra hjónabandi: Vilhjálm, Gunnar Má og Arnar Jakobssyni. Barnabörn hennar Börn þeirra eru: Halldóra, Þór- hildur Bergljót og Einar Geir. Dóttir Jónasar og stjúpdóttir Sól- rúnar er Helga Theodóra. Ósk ólst upp við Ísafjarðardjúp til fermingaraldurs og naut kennslu í farskóla eins og þá var títt. Fjölskyldan flutti til Bolung- arvíkur að lokinni fermingu henn- ar og þar var hún í unglingaskóla hjá Steini Emilssyni. Ósk fór ung að vinna að þeirra tíma hætti; hún var í vist hjá Halldóri Kristinssyni, lækni á Siglufirði og Steingrími Jónssyni, rafveitustjóra í Reykja- vík og leit hún á það sem dýr- mætan skóla. Ósk tók fljótt þátt í félagsstörfum. Hún var formaður Kvenfélagsins Brautarinnar í fjöl- mörg ár og var gerð að heið- ursfélaga 1977. Einnig var hún heiðursfélagi í Sjálfstæðiskvenna- félaginu Þuríði sundafylli. Ósk var mjög virk í stjórnmálum og sat í hreppsnefnd Hólshrepps í átta ár og var hún fyrsta konan sem gegndi því hlutverki í Bolung- arvík. Hún sat í mörgum nefndum á vegum bæjarfélagssins. Hún var lengi í stjórn Félagsheimilis Bol- ungarvíkur og var þar formaður um skeið. Ósk tók mikinn þátt í leiklist bæði sem leikari og ekki síst í samstarfi UMFB og Kven- félagsins sem settu á svið mörg stór leikrit á þessum árum. Ósk var heimavinnandi meðan börnin voru ung. Hún var mikil handa- vinnukona og prjónaði og saumaði á börnin sín og fleiri. Upp úr 1960 hóf hún vinnu í vefnaðarvörudeild Einars Guðfinnssonar og var þar deildarstjóri til margra ára. Árið 1977 flytjast hjónin suður vegna veikinda Halldórs. Eftir lát hans rak hún Hannyrðaverslunina Hof til nokkurra ára, ásamt elsta syni sínum. Síðustu þrjátíu árin bjuggu þær mæðgur Ósk og Sólveig sam- an þar til hún fór á Hjúkr- unarheimilið Skjól árið 2005. Ósk verður jarðsungin frá Hóls- kirkju í Bolungarvík í dag, 31. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 14. eru fjögur. 2) Baldur Smári f. 19.8. 1941, d. 12.4. 1976. 3) Ólaf- ur f. 28.5. 1943, Kvæntur Sigurlaugu Ingimundardóttur f. 1.11. 1947. Börn Ólafs og Sigurlaugar eru: a) Halldór Svav- ar f. 18.5. 1971 d. 26.10. 1995. Hans dóttir er Hrafnhildur Ósk. b) Rögnvaldur f. 29.4. 1972. Börn Rögnvaldar og Gísl- ínu Kristínar Gísla- dóttur eru: Halldór Örn; Gunnar Smári og Sigurlaug Brynja. Sam- býliskona Rögnvaldar er Sigrún Edda Lövdal. c) Baldur Smári f. 16.9. 1978 í sambúð með Ragnhildi Ingu Sveinsdóttur. Sonur þeirra er Halldór Svavar. Dóttir þeirra, Ingibjörg Ósk, dó í fæðingu. Son- ur Ólafs og Lilju Hannibalsdóttur er d) Guðmundur Smári f. 7.10.1966, kvæntur Ingveldi Sæ- mundsdóttur f. 8.4. 1970. Dætur þeirra eru Svanborg María og Lilja Björk.Börn Sigurlaugar frá fyrra hjónabandi og fósturbörn Ólafs eru: d) Þorsteinn Ingi Hjálmarsson f. 28.07.1965. Börn hans og Hrannar Helgadóttur Bachman eru: Andri; Erla og Inga. Dóttir Þorsteins og Ingi- bjargar Óskar Jóhannsdóttur er Hulda Sigurlaug. e) Ingibjörg Ragnhildur Hjálmarsdóttir f. 23.04.1967. Börn Ingibjargar eru Jón Ólafur, Daníel Hjálmar; Sól- veig Svava og Guðmundur Atli. Maður Ingibjargar er Hlynur Guð- mundsson f. 23.4. 1968. 4) Sólveig f. 10.1. 1945. Stjúpdóttir Óskar er Una Halldóra Halldórsdóttir f. 26.7. 1933 gift Geir Guðmundssyni f. 9.5. 1931. Dóttir þeirra er Sól- rún f. 27.1. 1965. Hennar maður er Jónas Guðmundsson f. 28.5. 1958. Elsku mamma. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú varst svo farin að þrá. Það er svo skrítið að þó aldurinn sé orðinn hár og heilsan farin að bila þá er maður alltaf jafn óundirbúinn dauðanum. Ég er þakklát fyrir að hafa verið hjá þér þegar yfir lauk og sjá að þú kvaldist ekki heldur bara sofnaðir út af. Það verður tómarúm hjá mér að koma ekki við á Skjóli og heimsækja þig. Við ferðuðumst mikið saman bæði innalands og utan og þú naust sérstaklega að ferðast innanlands enda mjög fróð um landið og hafðir gaman af að fræða ferðafélaga okkar sem voru þér ómetanlegir. Meðan þú varst með heilsu var það venja að fara í berjaferð í ágústlok vestur á firði í heimhagana. Þú kallaðir það ekki ber nema um aðalbláber væri að ræða. Þau voru fryst og geymd til jólanna og sultað til að hafa á pönnu- kökur með rjóma. Mamma var mjög pólitísk og var Sjálfstæðisflokkurinn henni mjög hjartfólginn og sat hún flesta lands- fundi frá árinu 1949 til 2003. Árið 2001 greindist hún með krabbamein í munni og var það henni erfiður tími en hún komst yfir það mein en varð ekki söm eftir enda aldurinn farinn að segja til sín. Elsku mamma, ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að og fá að annast þig til síðasta dags. Hafðu þökk fyrir allt og Guð veri þér líknsamur. Ég veit það verður vel tekið á móti þér af eig- inmanni, syni, sonarsyni, foreldrum og systkinum. Ég á eftir að sakna þín mikið. Blessuð sé minning þín. Þín dóttir, Sólveig Halldórsdóttir. Kærleikur og hlýja eru þau tvö orð sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til ömmu. Ég var ekki gömul þegar ég fór að fara í heimsókn til þín, þú áttir alltaf tíma fyrir mig. Hjá þér lærði ég handavinnu og bakstur, og enn í dag er ég að nota uppskriftir frá þér. Síð- ar þegar ég átti börn þá fóru þau að fara til þín og alltaf tókstu á móti okkur með bros á vör. Elsku amma, þá er komið að kveðjustund, kysstu nöfnu okkar frá mér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Ingibjörg R. Hjálmarsdóttir. Nú er ættmóðirin Ósk Ólafsdóttir fallin frá. Á heitasta degi sumarsins laut hún í lægra haldi fyrir þeim ör- lögum sem bíða okkar allra. Undan- farin ár var hún búin að vera á Hjúkrunarheimilinu Skjóli og þótt oft fyndi maður fyrir óbilandi lífsvilja hennar, var andinn fangi líkamans. En ekki voru þessi síðustu ár lýsandi fyrir lífshlaup þessarar merku konu. Sem elsta barnið í stórum systkina- hópi í Bolungarvík hafði hún lært snemma að stjórna umhverfinu af röggsemi. Allt virtist gerast á ógn- arhraða og eiginlega án þess að mað- ur tæki eftir því. Dúkað veisluborð birtist eins og fyrir galdra, sokkar og vettlingar streymdu fram eins og hendi væri veifað og undir hljómaði dillandi hlátur ömmu sem hafði sér- stakt auga fyrir skondnum atvikum og atferli mannfólksins. Ég vissi það strax sem barn að amma var ekkert venjuleg. Vissu- lega saumaði hún og prjónaði og eld- aði og gerði allt eins og venjulegar ömmur, en á sama tíma ræddi hún þjóðfélagsmálin af öryggi þess sem þekkir málin í þaula, rauk óhrædd í slemmu og sló í borðið á bridskvöld- um og gat kveðið hvern sem var í kútinn. Amma var skörungur, hafði miklar skoðanir, klæddi sig eins og Parísardama og tók mikinn þátt í fé- lagslífinu í bænum. Ekki er hægt að minnast ömmu án þess að minnast þess hversu mikill ferðalangur hún var. Þau afi ferðuð- ust um Evrópu og sagði hún mér margar sögur frá þessum ferðalög- um. En utanlandsferðirnar voru þó ekki nema sem dropi í hafið miðað við öll ferðalögin innanlands. Ein af mínum fyrstu minningum er frá ferðalagi um Vestfirðina með ömmu og afa, og ég man að ég var þess full- viss að afi þekkti hvern einasta bæ, mann, fjall, hól og berjaþúfu. Það var eins og að hlusta á ævintýri að heyra hann segja frá. Þar sem ég var afar kvöldsvæft barn, átti ég stundum til að dotta í bílnum, en vaknaði oft við hlátur ömmu, sem var þá eins og fyr- ir galdra komin með fullar fötur af aðalbláberjum. Þannig var amma, göldrótt með afbrigðum. Þegar ég síðar eignaðist börnin mín, var amma eins og bjargvættur í mínu lífi. Þrátt fyrir að hún væri komin yfir sjötugt passaði hún börn- in þar til þau komust á barnaheimili. Alltaf þegar ég kom var kaffi á könn- unni og hún sagði mér allt sem á daga ættarinnar hafði drifið. Nokkr- um árum síðar bað hún mig að koma ekki á milli 5-6 á daginn því þann tíma vildi hún hafa fyrir sig. Í kaffi- spjalli okkar á því tímabili fóru að slæðast inn í sögur hennar af ætt- ingjunum, ansi sérkennileg erlend nöfn og voru þar á milli algjör dusil- menni sem amma hafði enga vel- þóknun á. Sem betur fer voru þetta ekki ættingjarnir, heldur voru þarna komnar persónur sápuóperu sem amma fylgdist með. Þegar ég stríddi ömmu á þessu hló hún, enda sá hún alltaf það spaugilega jafnt í eigin fari sem annarra. Á þessum útfarardegi ömmu vil ég biðja fyrir kveðju til allra ættingj- anna og þá sérstaklega til Sollu frænku, sem hefur hugsað um ömmu árum saman. Hugur minn er hjá ykkur. Blessuð sé minning Óskar Ólafsdóttur. Dóra Ósk Halldórsdóttir. Mig langar að minnast Oggu ömmu í fáum orðum. Það telst varla til tíðinda í dag að eiga þrjú sett af öf- um og ömmum en í minni bernsku heyrði það til undantekninga. Ég gerði mér snemma ljóst að ég var verulega rík að þessu leyti. Þegar ég var lítil þótti mér mjög flott að eiga ömmu sem vann í búð, en amma var verslunarstjóri í vefnaðarvöruversl- un EG, helstu tískuvöruverslun Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Á þessum árum snerust draumar lít- illar stúlku um að afgreiða í þessari glæsilegu verslun þegar fram liðu stundir. Reyndar held ég að ég hafi afgreitt í öllum öðrum deildum versl- unarinnar á unglingsárunum en aldrei í vefnó. Um tíma var ég haldin miklum handavinnuáhuga. Þá kom sér vel að amma rak ásamt Dóra frænda hann- yrðaverslunina Hof við Ingólfs- stræti. Þangað var alltaf gaman að koma og þar var amma í essinu sínu við afgreiðslu. Þau amma og afi höfðu flutt suður vegna veikinda afa en framan af undi amma því heldur illa. Þessi félagslynda kona, sem alla þekkti og spjallaði við alla í búðinni heima, átti erfitt með að sætta sig við að fólkið í blokkinni skyldi ekki einu sinni heilsast á göngunum. En í Hofi undi hún hag sínum vel, spjallaði við viðskiptavinina og best þótti henni þegar ættingjarnir og aðrir Bolvík- ingar litu inn, en í þá daga áttu allir erindi í miðbæinn. Eftir fráfall afa héldu þær mæðg- ur, amma og Solla, heimili. Amma var óskaplega heppin að eiga Sollu að. Hún var stoð hennar og stytta í lífinu, alltaf boðin og búin að gera allt fyrir mömmu sína, hvort sem var að skreppa í stuttan bíltúr, kíkja í Kola- portið eða bregða sér vestur að heimsækja vini og ættingja í Víkinni eða liggja í berjamó í Djúpinu. Þessir staðir voru ömmu kærastir á jarðríki og var henni bráðnauðsynlegt að koma vestur sem oftast og hlaða batteríin. Þá sótti hún ævinlega sam- komur Bolvíkingafélagsins í Reykja- vík og var þar hrókur alls fagnaðar. Þegar árshátíðir félagsins breyttust í þorrablót mætti amma gjarnan í upphlutnum sínum, trú upprunan- um. Amma hafði gaman af að ferðast, ekki bara vestur í heimahagana. Hún fór nokkrar ökuferðir um Evrópu ásamt Sollu og ferðafélögum þeirra. Amma naut þessara ferða og var gaman að heyra hana segja frá þeim, hún sparaði ekki lýsingarorðin, fannst allt svo æðislegt. Ekki fannst henni síst gaman að sjá uppbygg- inguna í Þýskalandi en þau afi höfðu komið þangað stuttu eftir síðari heimsstyrjöld og víða séð borgar- rústir. Ævi ömmu var ekki alltaf dans á rósum. Varla er hægt að hugsa sér meiri sorg en að missa barnið sitt. Það upplifði amma þegar Baldur, sonur hennar, lést af völdum heila- blóðfalls, tæplega 35 ára. Síðar missti hún sonarsoninn Halldór Svavar í snjóflóði. Á háskólaárunum var alltaf gott að geta litið inn hjá ömmu og Sollu í Skipasundinu, spjallað, spilað, kom- ist í tölvu og fengið heimabakkelsi. Í brúðkaupsveislu okkar Jónasar, fyrir 17 árum, stóð amma upp og hélt eftirminnilega ræðu, það þótti mér vænt um. Einnig þykir mér vænt um marga gripi sem tengjast ömmu, ekki síst handavinnuna hennar. Blessuð sé minning Oggu ömmu. Sólrún Geirsdóttir. Ég var ekki há í loftinu þegar Ogga frænka kom heim úr Evrópu- reisu með ótal sögur úr stórborgum meginlandsins í farteskinu. Þetta var á eftirstríðsárunum þegar slíkar ferðir voru afar fátíðar, a.m.k meðal íbúa Bolungarvíkur. En segja má að Ogga hafi verið sannkallaður heims- borgari, þar sem hún hafði mikið dá- læti á ferðalögum enda ferðaðist hún vítt og breitt bæði innanlands sem utan. Ogga frænka hét fullu nafni Ósk Ólafsdóttir og var móðursystir mín. Hún var elst í stórum barnahópi ömmu og afa, þeirra Maríu og Ólafs en alls voru systkinin fimmtán tals- ins. Oggu var því strax falin mikil ábyrgð þegar börnunum fjölgaði. Hún var ung að árum þegar hún gætti systkina sinna og sá um hin ýmsu störf sem til féllu á stóru heim- ili. Líklega hefur Ogga valist til for- ystu í hinum ýmsu félögum, nefndum og ráðum síðar á lífsleiðinni fyrir þær sakir að vera öflugur leiðtogi systkina sinna alla tíð. Ogga var m.a. formaður kven- félagsins Brautarinnar í Bolungar- vík, var í forystu fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Bolungarvík og í forsvari fyrir Leikfélag Bolungarvíkur svo fátt eitt sé nefnt. Við krakkarnir nut- um ávallt góðs af þessum félags- störfum Oggu, t.d. fengum við alltaf að sjá öll leikrit sem sýnd voru í Fé- lagsheimilinu og sátum á fremsta bekk á lokaæfingu. Einnig eru þeir ófáir landsfundir Sjálfstæðisflokks- ins þar sem Ogga átti fast sæti. Það var ekki að ástæðulausu sem Ogga starfaði svo mikið að fé- lagsmálum sem raun bar vitni. Hún var sannarlega mikil félagsvera og naut þess að hafa margt fólk í kring- um sig. Oftar en ekki voru spilin dregin fram og spilað brids, sungið og farið í leiki að ógleymdum jóla- boðunum þar sem stórfjölskyldan kom saman heima hjá Oggu. Ásamt því að sjá um heimilið og stunda félagsstörfin af kappi vann Ogga lengi vel í verslun Einars Guð- finnssonar, í dömudeildinni. Það hentaði henni ákaflega vel því hún hafði mikinn áhuga á fatnaði og tísku. Ogga flutti til Reykjavíkur um miðjan áttunda áratuginn. Þegar þangað kom var hún ekki af baki dottin heldur keypti verslun, hann- yrðaverslunina Hof við Ingólfs- stræti. Það var ákaflega gaman að koma við í versluninni hjá Oggu, fá sér kaffisopa og kaupa nýjustu hann- yrðavörurnar. Ogga var mikil hann- yrðakona, saumaði út, heklaði dúka og gardínur. Segja má að varla hafi verið farin nokkur ferð til Reykjavík- ur án þess að heimsækja Oggu, hvort sem var í Hof eða Skipasundið. Eftir að við fluttum suður fyrir um 15 árum héldum við áfram að heim- sækja Oggu og Sollu, dóttur hennar. Eftir að árin færðust yfir voru þær mæðgur einstaklega duglegar að heimsækja okkur frændfólkið og á Solla svo sannarlega þakkir skildar fyrir að annast móður sína af mikilli natni og hlýju. Á kveðjustund minnist ég Oggu með hlýhug og þakklæti. Ég sendi Sollu, Óla, Dóra Ben og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Jónína Guðmundsdóttir (Ninna). Í dag kveðjum við stórmerka konu, konu sem bar alveg einstak- lega mikla umhyggju fyrir sínu fólki og ekki sízt fyrir landi og þjóð. Það var dálítið merkilegt, Ósk mín, hvað við áttum strax vel saman þrátt fyrir aldursmun. Þú varst nefnilega allra, hvort sem maður var ungur eða gamall. Þú elskaðir að ferðast og oft voru ferðirnar okkar um Evrópu rifjaðar upp enda Solla dugleg með myndavélina. Þegar þú heyrðir að við hefðum ekki séð mikið af Íslandi þá tókuð þið mæðgurnar til ykkar ráða. Nú í dag eru þeir ekki margir staðirnir sem við höfum ekki séð saman. Það var auðheyrt hvað þú naust þess að segja frá og lýsa lands- laginu og hvað þér þótti mikið til landsins okkar koma. Ekki voru nú berjaferðirnar sístar, því ekki feng- um við nú alltaf sól og fínt. Þá var bara að galla sig upp, því upp í fjall var farið, við ætluðum ekki að koma til baka með hálftómar fötur. Engin ferð var nú farin án þess að spilin væru höfð með og aldrei varstu of þreytt til að taka í nokkur spil. Já, Ósk mín, margs er að minnast og ljúft er að ylja sér við góðar minn- ingar með ykkur mæðgum. Þú hefur gefið okkur svo mikið og þökkum við fyrir það. Meðal gjafa viskunnar sem gæða líf okkar hamingju er vináttan sú sem mest er um vert. Innilegar samúðarkveðjur. Ívar og Hafþór. Ósk Ólafsdóttir Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.