Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 22
Leiðir okkar Jakobs
lágu fyrst saman
haustið 1963 í gagn-
fræðadeild Austur-
bæjarskóla. Fljótt
kom í ljós að Jakob var
enginn venjulegur
unglingspiltur, hann var leiftrandi
greindur og víðlesinn, einkum í hvers
kyns hugvísindum, umfram allt
skemmtilegur og frjór í hugsun, rót-
tækur. Jakob varð því fljótt sjálfkjör-
inn leiðtogi þeirra sem hölluðust að
bókum og leyndardómum þeirra.
Mest héldum við hópinn fjórir, auk
okkar, Friðrik Kr. Guðbrandsson og
Sigurjón Páll Ísaksson eða Litla
gáfumennafélagið eins og Jakob kall-
aði okkur. Að loknu landsprófi skildu
leiðir, Jakob fór í MR, við hinir í MH,
en það breytti engu um samneyti
okkar og vinskap sem hélst öll
menntaskólaárin. Frá þeim tíma eru
ótal minningar, varla leið t.d. sú vika
að ekki var komið við í kjallaranum
hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni í er-
lendu bókadeildinni í Máli og menn-
ingu á Laugavegi. Þetta var á þeim
árum þegar Penguin-kiljurnar kost-
uðu flestar þrjá skildinga og sex
pence, 28 krónur hjá Magnúsi Torfa.
Eitt sumarið vann Jakob við grjót-
mulning í Hvalfirði og átti að fylgjast
með færibandi. Vildi þá ekki betur til
en svo að bók eftir franska róttæk-
linginn Regis Debray, sem hann
stalst til að lesa við vinnuna, lenti á
færibandinu. Hafa kenningar De-
brays varla hlotið harkalegri mót-
tökur annars staðar en með harðfylgi
tókst Jakobi að bjarga bókinni frá
glötun, en æði tætt og rifin var hún
eftir átök við íslenskt grjót. Aufúsu-
gestir vorum við alltaf á æskuheimili
Jakobs, hjá hans ágætu móður Unni,
líka eftir að hún stóð unglingana að
því að lauma áfengi í gosdrykki sem
hún hafði fært okkur.
Að loknum menntaskóla hélt Jak-
ob til Frakklands í sálfræðinám. Á
Frakklandsárunum hittumst við og
ungar fjölskyldur okkar reglulega að
sumri, oft hjá tengdaforeldrum hans
að Hafrafelli í Laugardalnum í
Reykjavík þar sem iðulega var gripið
í franskt ballvarp og sérhver dagur í
minningunni umvafinn gleði fyrstu
fullorðinsáranna. Tengsl okkar Jak-
obs rofnuðu einhverra hluta vegna
þegar hann hélt til Svíþjóðar í fram-
haldsnám en hófust að nýju þegar við
réðumst báðir til sálfræðideildar Há-
skóla Íslands fyrir hálfum öðrum
áratug. Var þá tekinn upp þráðurinn
Jakob Smári
✝ Jakob Smárifæddist 11. janúar
árið 1950. Hann lést
19. júlí 2010.
Útför Jakobs fór
fram frá Neskirkju í
Reykjavík 28. júlí
2010.
þar sem frá var horfið
eins og ekkert hefði í
skorist og margt síðan
verið skrafað og
skeggrætt í gamni og
alvöru. Á liðnum vetri
dró dökkt ský yfir
þessar samræður þeg-
ar ljóst var að Jakob
gekk ekki lengur heill
til skógar og læknavís-
indunum veittist erfitt
að henda reiður á sjúk-
dómi hans.
Eitt dimmt vetrar-
kvöld á unglingsárun-
um lögðum við Jakob leið okkar í
Hafnarfjörðinn að sjá kvikmynd Ing-
mars Bergman, Sjöunda innsiglið,
þar sem segir frá sænskum kross-
fara frá miðöldum og skák sem hann
teflir við Dauðann með lífið sjálft að
veði. Setti að okkur slíkan dauðabeyg
þarna í bíósalnum að okkur varð ekki
svefnsamt næstu nætur. Á fallegum
sumardegi í liðinni viku gaf Jakob
sína lífsskák. Við Aldís syrgjum hlýj-
an og góðan vin og vottum ástvinum
Jakobs okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Jakobs Smára.
Jörgen L. Pind.
Látinn er í Reykjavík vinur og
samstarfsmaður til áratuga, Jakob
Smári sálfræðingur og prófessor við
Háskóla Íslands. Þegar hugsað er til
baka er líklega einn eftirminnilegasti
eiginleiki Jakobs fróðleiksþráin, sú
fölskvalausa ánægja sem hann hafði
af því að afla þekkingar og skapa
nýja þekkingu. Því fylgdi að í huga
hans vöknuðu stöðugt nýjar spurn-
ingar sem leita þurfti svara við bæði
með lestri og rannsóknum og sú frjóa
leitandi hugsun knúði bæði hann
sjálfan og þá sem með honum unnu
áfram í þekkingarleitinni.
Mest af okkar samskiptum hin síð-
ari ár tengdist rannsóknastarfi af
ýmsum toga. Lokaverkefni nemenda
í sálfræði var algengur samstarfs-
vettvangur. Jakob var vinsæll meðal
nemenda og eftirsóttur leiðbeinandi,
þar sem bæði sinnti hann nemendum
vel og mörg lokaverkefni sem hann
stýrði náðu þeim styrk að verða að
birtanlegu efni í ritrýndum fræðirit-
um. Samstarf á þessum vettvangi var
einstaklega ánægjulegt og gefandi.
Auk þátttöku í mörgum rannsókna-
verkefnum innan HÍ, átti Jakob
einnig hlut að fjölmörgum verkefn-
um utan skólans. Gott var að eiga
hann að þegar maður stóð á kross-
götum í rannsóknavinnu eða þurfti
einfaldlega að viðra einhverjar hug-
myndir. Við sem áttum þess kost að
setjast niður til samræðna við hann
stóðum upp innblásnir af nýjum
spurningum og hugmyndum um
verkefni sem vinna þyrfti til að svara
þeim. Þegar kom að nauðsynlegri
gagnrýni setti hann hana fram á upp-
byggilegan og nærfærinn hátt, oft
sem spurningu: „Já, en getur ekki
verið …?“
Í hug kemur minningarbrot um að
hafa mætt Jakobi á Laugalæknum
þar sem hann var að leggja upp
gangandi til vinnu sinnar í Háskól-
anum með heyrnartól á höfði og lítið
kasettutæki um hálsinn. Þegar spurt
var kom í ljós að hann var að hlusta á
Einar Ólaf Sveinsson lesa Njálu.
„Maður þarf að mennta sig,“ sagði
Jakob. Það var eftirminnilegt og til
eftirbreytni hvernig þessi hámennt-
aði maður notaði markvisst hverja
lausa stund til að mennta sig í víðasta
skilningi þess orðs, öðlast dýpri
skilning, ekki einungis á fræðunum,
heldur á öllu umhverfinu, menningu
og sögu. Dugnaði hans og elju var
viðbrugðið og oft mátti sjá ljós í
glugga á skrifstofu hans löngu eftir
að hefðbundnum vinnudegi lauk.
Alvarleg veikindi Jakobs komu
okkur í opna skjöldu, sérstaklega
þegar haft er í huga að lífsstíll hans
byggði á heilbrigðum grunngildum
og var hann jafnan vel á sig kominn
líkamlega. Nú er þessi góði drengur
genginn og að honum mikill missir
fyrir sálfræðideild HÍ, fyrir okkur
sem þurftum á þekkingu hans og
leiðsögn að halda, en umfram allt fyr-
ir hans nánustu sem þurfa að takast á
við lífið án hans. Þeim eru færðar
hugheilar samúðarkveðjur á þessum
erfiðu tímamótum.
Páll Magnússon,
Evald Sæmundsen.
Það er nær aldarfjórðungur frá því
að ég hitti Jakob Smára. Þá bættist
hann í hóp sálfræðinga á geðdeild
Landspítala. Ég hafði heyrt af hon-
um og öllum þeim kostum sem hann
áttu að prýða. Þær frásagnir reynd-
ust allar á rökum reistar. Eftir því
sem ég kynntist Jakobi betur kom í
ljós að þar fór gull af manni. Við urð-
um fljótlega mjög góðir vinir og unn-
um saman að mörgum verkefnum.
Sum þessara verkefna, s.s. ritstjórn
og útgáfa tveggja bóka, voru margra
ára verkefni og kölluðu á nána og
mikla samvinnu. Það samstarf var
frábært. Jakob var ekki einungis af-
burða snjall, hann var víðlesinn, víð-
sýnn, jákvæður, vinnusamur, af-
kastamikill, frábær stílisti, skáld-
mæltur. Ég gat treyst því að hann
þekkti bakgrunn og samhengi þess
við vorum að fjalla um, hvort sem það
var tilvísun í sögu, bókmenntir, sál-
arfræðina eða rétta málnotkun. Þau
eru mörg hástemmdu lýsingaorðin
sem hægt er að nota um Jakob
Smára. Mörg þeirra snúa að óvenju
miklum hæfileikum en önnur að
miklum mannkostum. Hann hefði
getað tekið sér hvað sem er fyrir
hendur en kaus sálfræði þar sem
hann varð mikilvirkur og virtur fyrir
klínísk störf, kennslu, rannsóknir og
skrif. Þetta reyndist honum létt
hvort sem um var að ræða þekkingu
og skilning fræðilegra hugtaka, sýn á
aðferð til þess að prófa tilgátur eða
tölfræðileg úrvinnsla gagna. Þá gat
hann auðveldlega gert flókna hluti
einfalda og skýrt út fyrir öðrum. Jak-
ob hafði líka fjölmargt annað sem
gerði hann einstakan. Hann var
ástríðufullur, ákafur og hugrakkur í
öllu sem hann tók sér fyrir hendur,
greiðvikinn og gjafmildur á allt það
sem hann hafði. Þá var hann langt frá
því að vera einangraður í sínum
fræðaheimi, hann þekkti og kunni
listir og tungumál og gat svo auð-
veldlega samþætt þetta allt. Þrátt
fyrir þessa yfirburði var ekki til vott-
ur af hroka eða yfirlæti í Jakobi,
hann var allra. Í mínum huga var
Jakob „maður allra tíma“. Jakobi var
afar annt um að ráða við og sinna öll-
um verkefnum sínum og var annt um
ímynd sína. Þegar hann fann til
meins sem hann taldi að myndi gera
sér ókleift að starfa áfram af sömu
getu og fyrr, var komið að leiðarlok-
um.
Að eiga góðan vin verður órjúfan-
legur hluti tilverunnar, þarfnast ekki
réttlætingar, rúmar allt, þolir allt,
leyfir allt. Jakob var ómetanlegur
vinur, alltaf aðgengilegur, hjálpleg-
ur, jákvæður og traustur. Við hitt-
umst oft og með Jakobi kom alltaf
andblær krafts og lífs. Jakob hafði
mikil og jákvæð áhrif á líf mitt og ég
verð honum ævinlega þakklátur.
Undanfarin ár hlupum við reglulega
saman fjórir félagar, Páll Ólafsson,
Sigurjón Stefánsson, Jakob og ég.
Þetta hefur verið frábær vettvangur
fjögurra vina, oftast skemmtilegur,
stundum gáfulegur, jafnan fræðandi,
alltaf ómissandi og heilsusamlegur.
Jakob var sálin í þessum hópi, með
honum kom líf, umræðuefni, álita-
mál. Hans skarð verður ekki fyllt og
við hlaupafélagar söknum hans sárt.
Það eru margir sem eiga um sárt
að binda við fráfall Jakobs Smára.
Það á ekki síst við um fjölskyldu
hans. Þeim sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hörður Þorgilsson.
Jakob var fræðimaður í sérflokki
og gull af manni. Glettinn í tilsvörum
og lagði jafnan gott til málanna.
Nefndastörf með Jakobi voru leikur
einn enda var hann ætíð vel undirbú-
inn. Ráðleggingar Jakobs voru vel
ígrundaðar og dómgreind hans var
traust. Hann tók stundum þátt í um-
ræðum á póstlista starfsmanna Há-
skóla Íslands. Ekki til að rétta kúrs-
inn af í afstöðu manna heldur meira
til að gefa upplýsingar um málefnið
sem til umræðu var. Jakob gekk
löngum til vinnu sinnar þótt hann
byggi í austurbænum. Hlustaði á
fræðimenn af diskum og fylgdist með
dægurumræðunni. Ef Íslendingar
líktust Jakobi meira er víst að staðan
í þjóðmálunum væri önnur og betri
en hún er í dag. Missir okkar koll-
eganna er mikill en mestur fyrir fjöl-
skyldu hans sem var honum afar
kær.
Minningin um góðan dreng mun
ætíð lifa.
Helgi Gunnlaugsson
Ég hitti Jakob fyrst árið 1994 að
mig minnir, þegar hann kenndi okk-
ur stórum hópi áhugasamra sálfræði-
nema um leyndardóma sálfræðilegra
prófa. Leiðir okkar lágu aftur saman
átta árum síðar og þá á ráðstefnu í
Hollandi. Ég var að ljúka framhalds-
námi þar og hafði hringt í hann því
mig vantaði aðstoð við að gera rann-
sókn heima á Íslandi. Jakob tók vel í
það eins og hans var von og vísa. Þar
með hófst samstarf okkar í rann-
sóknum og síðar kennslu í sálfræði
við HÍ sem hefur staðið óslitið síðan
og hefur verið mér mjög mikils virði.
Af og til á lífsleiðinni kynnumst við
fólki sem við viljum taka okkur til
fyrirmyndar vegna góðra kosta þess.
Í mínum huga var Jakob slíkur mað-
ur. Hann var traustur félagi, heið-
arlegur og hafði sterka réttlætis-
kennd. Í samræðum var glettnin
sjaldan langt undan og hann hafði lag
á að sjá jákvæðar hliðar á mönnum
og málefnum. Hann var sanngjarn
við nemendur sína og kom ætíð fram
við þá af stakri virðingu. Jakob var
metnaðarfullur í störfum sínum og
var án efa fremstur íslenskra rann-
sakenda á sínu sviði. Þó var hann
alltaf hógvær og hvatti fólk áfram og
studdi.
Undanfarna daga hef ég heyrt í
mörgum fyrri nemendum Jakobs.
Óhætt er að segja að hann skipar
sérstakan sess í hugum okkar allra.
Vonandi getum við haldið merki hans
á lofti.
Ég votta öllum ástvinum Jakobs
mína dýpstu samúð um leið og ég
þakka fyrir kynnin af þessum góða
manni.
Ragnar Pétur Ólafsson.
Okkur langar að kveðja samstarfs-
mann okkar, Jakob Smára, með fá-
einum orðum. Fráfall hans er mikið
áfall. Hann var mikill öðlingur í sam-
starfi auk þess að vera frábær fræði-
maður.
Kynni okkar af Jakobi komu til af
mismunandi ástæðum. Nokkur okk-
ar þekktu hann frá því hann starfaði
sjálfur á geðsviði spítalans á níunda
áratugnum, nokkrir þekktu hann
sem samkennara við sálfræðideild
Háskóla Íslands, margir þekktu
hann sem kennara og leiðbeinanda
frá því þeir voru nemendur hans við
sálfræðideildina og við sem störfum
nú á geðsviði þekktum hann einnig
sem félaga, fræðimann, ráðgjafa og
samstarfsmann í fjölda verkefna, auk
þess sem nokkrir skokkuðu stundum
með honum í hádeginu.
Jakob var þekktur fræðimaður
bæði á innlendum og erlendum vett-
vangi og framlag hans til sálfræði á
alþjóðlegum vettvangi er mikils met-
ið. Að öðrum íslenskum sálfræðing-
um ólöstuðum er hann einn af
fremstu fræðimönnum Íslendinga á
sviði sálfræði. Framlag hans á þeim
vettvangi mun skipta máli um ókom-
in ár.
Þegar litið er yfir farinn veg kem-
ur margt upp í hugann. Jakob var
mjög úrræðagóður í samstarfi og
lagði sitt af mörkum. Hann var fljót-
ur að hugsa og skýr í framsetningu
og mjög ritfær. Þá var hann bóngóð-
ur og fljótur að bregðast við. Við er-
um mörg á Landspítalanum sem
komum til með að sakna Jakobs,
bæði sem félaga og samstarfsmanns,
en ekki síst sem fræðimanns. Missir
hans verður ekki bættur. Við vottum
fjölskyldu hans innilega samúð.
Fyrir hönd samstarfsmanna á
geðsviði Landspítala,
Jón Friðrik Sigurðsson,
yfirsálfræðingur.
Að kvöldi mánudagsins 19. júlí síð-
astliðins bárust þær þungbæru frétt-
ir að vinur okkar og félagi við sál-
fræðideild Háskóla Íslands,
prófessor Jakob Smári, væri látinn.
Jakob Smári nam fyrst sálfræði í
Frakklandi en síðar í Stokkhólmi þar
sem hann lauk doktorsprófi árið
1985. Jakob starfaði um árabil sem
klínískur sálfræðingur, fyrst við geð-
deild Borgarspítala, síðar við geð-
deild Landspítala auk þess að reka
eigin sálfræðistofu. Á þessum árum
sinnti hann einnig stundakennslu í
sálfræði við Háskóla Íslands. Með
árunum beindist hugur Jakobs í æ
ríkari mæli að vísinda- og fræðistörf-
um og var hann ráðinn dósent í sál-
fræði við Háskóla Íslands árið 1994
og varð prófessor árið 1999.
Jakob Smári var mikilsvirtur
fræðimaður og birti tugi vísinda-
greina í alþjóðlegum og innlendum
fræðitímaritum auk bókarkafla. Rit-
aði hann jöfnum höndum greinar í
ensk, frönsk og norræn fræðirit.
Fræðilegur áhugi Jakobs lá víða, en
var þó fyrst og fremst á sviði klín-
ískrar sálfræði, heilsusálfræði og sál-
mælinga. Jakob hafði sérstakt lag á
að virkja nemendur til rannsóknar-
starfa og var eftirsóttur leiðbeinandi
nemenda í BS-, meistara- og dokt-
orsnámi. Jakob var einnig vinsæll
samstarfsmaður í rannsóknarverk-
efnum innan sálfræðideildar og á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Hann hafði sérstakt lag á að gera
hlut samstarfsmanna sinna meiri en
efni stóðu til, þrátt fyrir að hann bæri
oft hitann og þungann af rannsókn-
arstarfinu og ritun fræðigreina. Jak-
obi var mjög umhugað um hag klín-
ískrar sálfræði á Íslandi og stóð
meðal annars að þýðingu og staðfær-
ingu á fjölda mælitækja á þessu sviði
sem hefur eflt mjög störf íslenskra
sálfræðinga. Jakob Smári lagði einn-
ig mikla áherslu á útgáfu á fræðslu-
efni fyrir almenning og var ritstjóri
ásamt Herði Þorgilssyni sálfræðingi
að bókunum Sálfræðibókin og Árin
eftir sextugt sem er efalaust víða að
finna í hillum landsmanna.
Jakob Smári var traustur sam-
starfsmaður og vann mikið og óeig-
ingjarnt starf við framgang sálfræði
á Íslandi. Hann tók virkan þátt í að
undirbúa og hleypa af stokkunum
kandídatsnámi í sálfræði við Háskóla
Íslands árið 1999 og kenndi þar alla
tíð námskeið í klínískri sálfræði
ásamt því að sjá um skipulagningu
starfsnáms fyrir stóran hluta nem-
enda.
Jakob var léttur í lund, sérstakt
ljúfmenni, óeigingjarn á tíma sinn og
kunnáttu og lagði sig fram um að að-
stoða yngri samstarfsmenn við að
feta fyrstu sporin í vísindastörfum.
Undirritaður átti því láni að fagna að
kynnast Jakobi fyrst sem kennara en
eiga hann síðar að sem samstarfs-
mann til margra ára og hefur eytt
ófáum stundum á skrifstofu Jakobs
við undirbúning rannsóknarverkefna
undir hans leiðsögn. Þess tíma er
minnst með söknuði. Stórt skarð er
höggvið í kennarahóp sálfræðideild-
ar með fráfalli Jakobs Smára og
sendum við eiginkonu hans Guð-
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HELGU FANNEYJAR STEFÁNSDÓTTUR,
Rauðagerði 12,
Reykjavík.
Jónína Kárdal, Þorbjörn Vignisson,
Anna María Kárdal, Ásgeir Karl Ólafsson
og barnabörn.
✝
Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar,
SOLVEIG BENEDIKTSDÓTTIR SÖVIK,
er látin.
Ragnheiður Sövik, Arnór Gunnarsson,
Óskar Arnórsson, Atli Gunnar Arnórsson.