Morgunblaðið - 31.07.2010, Qupperneq 24
Þegar ég hugsa til
systursonar míns Sig-
finns Pálssonar þá er
það fyrsta sem kemur
upp í hugann hve ein-
stakur drengur hann var. Hann var
búinn að berjast við illvígan sjúkdóm
í tæp 3 ár og þó svo við höfðum vitað
hvert stefndi, var það samt sem áður
mikið áfall þegar kallið kom.
Ég gæti skrifað heila bók um þær
yndislegu minningar sem ég á, alveg
frá fæðingu hans og fram á síðasta
dag, hversu hetjulega hann barðist
og hve elskulegur drengur hann var,
en minningarnar mun ég ávallt
geyma í hjarta mínu, en læt hér örfá
orð duga.
Ljósið á himnum lýsi þér,
litli fallegi drengur.
Í hjarta mér og fleiri hér
brostinn er einn strengur.
(Höf. ók.)
Sigfinnur var þroskaðri en flestir
hans jafnaldrar, það var alltaf jafn
gaman að sitja og spjalla við hann,
hann hafði skoðanir á öllu og var svo
fróður á svo mörgum sviðum.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir,
hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Elsku Viddý systir, Vignir Páll,
Elín, mamma og pabbi, megi góður
Guð styrkja ykkur og styðja í ykkar
miklu sorg.
Elínborg Ellertsdóttir (Ellý
frænka) og Bjarne Palm-
quist Svendsen.
Elsku Sigfinnur okkar.
Þú komst með látum í heiminn og
fórst á líkan hátt. Þú fæddist með
hjartagalla og þurftir að berjast
mikið fyrstu fimm mánuði lífs þíns.
En þú braggaðist fljótt og þetta
stóra ör var bara fyrsta stríðssárið
af mörgum þegar á leið. Brosmildi,
fallegi drengurinn okkar var mættur
á svæðið, stór og sterkur. Þú hefur
alla tíð verið rólegur, yfirvegaður og
fullorðinn í anda. Það kunna fáir að
meta lestur líkt og þú gerðir. Harry
Potter-bækurnar kláruðust á einu
kvöldi. Þú last líka á ensku og fannst
það nú ekki mikið mál. Enda var ég
viss um frá þeim degi sem þú byrj-
aðir að tala þá myndir þú verða pró-
fessor, elsku klári strákurinn okkar.
Þú þurftir aldrei að hafa mikið fyrir
náminu og fannst þig svo í boxi hjá
Hnefaleikafélagi Reykjanesbæjar.
Þar hefðir þú brillerað ef þú hefðir
ekki veikst.
Veikindin komu sem mikið áfall
fyrir okkur öll en þú vildir berjast og
það átti að skera þennan óþverra
burt. Það lýsir þér svo vel þegar ég
sat með þér á vöknun eftir fyrstu að-
gerðina á lunga, þá vaknaðir þú ró-
lega, leist á okkur mömmu þína og
svo niður á skurðina og sönglaðir
svo, 1 lítill, 2 litlir, 3 litlir skurð-
ir … og við gátum ekki varist hlátri.
Eða þegar mamma þín spurði eftir
þá aðgerð, hvort þú vildir ekki fara á
Man. Utd leik, þá sagðir þú, förum
fyrst í afslöppunarferð til Parísar.
Það er engin afslöppun að skreppa á
sigurleik hjá Man. Utd. Aldrei
komstu til Parísar en ég er svo
ánægð að hafa átt smáhlut í því að
þú komst samt á leik með þínu liði í
Sigfinnur Pálsson
✝ Sigfinnur Pálssonfæddist í Reykja-
vík 26. nóvember
1994. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja hinn 19.
júlí 2010.
Útför Sigfinns var
gerð frá Keflavík-
urkirkju 27. júlí 2010.
febrúar sl. og fékkst
líka að hitta nokkra
leikmenn. Myndin
með þér og Wayne
Rooney var stækkuð
og sett í ramma beint
upp á vegg. Það var
yndislegt að sjá þig
fylgjast með leikjum
þíns liðs, einbeitingin
og áhuginn var gríðar-
legur.
Síðustu jól vorum
við að spjalla og þá
komst ég að því hvað
þú varst víðlesinn
enda gastu rekið mig á gat um hin
ótrúlegustu atriði, t.d. vissir þú allt
um borgarastríðið í Bandaríkjunum
og hvaða mistök Napóleon gerði sem
varð til þess að hann tapaði sinni
orrustu.
Við erum svo stolt af þér, hvernig
þú hefur alltaf viljað berjast, allt
fram til hins síðasta. Við sitjum með
tárin í augum og sting í hjarta við að
skrifa þessi orð til þín, elsku frændi.
Við trúum og treystum á að þér líði
betur núna, getir hlegið, boxað og
rökrætt um allt mögulegt!
Elsku Viddý, Vignir Páll, Elín,
amma og afi, megi góður guð styrkja
ykkur og leiða á þessum erfiða tíma.
Sofðu nú blundinum væra,
blessuð sé sálin þín hrein.
Minningin, milda og tæra,
merluð, í minningar stein.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir.)
Elsku Sigfinnur, þú varst, ert og
verður alltaf litli prófessorinn minn.
Hvíl í friði, elsku frændi.
Halla Björg, Brynjar Örn,
Guðrún Elfa og Bryndís
Eva.
Hví var þessi beður búinn,
barnið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til mín,
kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(B. Halld.)
Kveðja,
Kristín Guðnadóttir
og fjölskylda.
Ég er samfærður um að hann Sig-
finnur frændi minn hafði gengið oft
um þessa jörð áður en hann fæddist
inn í fjölskylduna okkar. Hann var
gömul sál sem var send okkur til
leiðsagnar. Hann var fræðarinn sem
byrjaði samtölin á „Vissir þú að …“
Hann grúskaði í vísindum, alls kyns
fræði, sögu mannkyns, fólki og flóru
jarðar en líka í úrslitum Manchester
United og annarra liða. Allt mann-
legt vakti athygli hans og það var
honum eðlislægt að vilja fræða aðra
um það sem hann hafði uppgötvað.
Nærvera hans var róleg og róandi.
Hann lagði gott til allra og var
mannasættir með sínu rólega fasi.
Við litum öll upp til hans; þó hann
væri ekki orðinn hár í loftinu vissum
við að aldirnar höfðu fært honum
vitneskju sem vert var að hlusta á.
Hann sótti snemma í fróðleik og
safnaði til að læra meira en ekki til
að sitja að því einn heldur miðla til
okkar hinna sem vorum of upptekin
til að taka eftir. Hann var fyrirmynd
systkina sinna en ekki síður okkar
sem vorum eldri.
Það var auðvelt að gleðja Sigfinn
og þakklætið fyrir góða bók að gjöf
var einlægt og bókin eða tölvuleik-
urinn strax krufin til mergjar og
beðið með óþreyju eftir framhaldinu.
Alltaf að byggja ofan á og bæta við
þekkingu sína. Hann flutti líka inn í
heim skáldsögunnar og gekkst æv-
intýrunum á hönd, fannst ævintýrið
jafn sjálfsagt og raunveruleikinn.
Kannski hafði hann vitneskju um að
stundum yrðu ævintýrin að raun-
veruleik löngu síðar. Það eru grimm
örlög að vera 13 ára og þurfa að
horfast í augu við baráttu upp á líf
og dauða. Þurfa að sitja stundum
einn með hugsunum sínum um hvað
ef ? Sigfinnur lagði ekki byrðar sínar
á okkur hin. Hann bar þær í hljóði
og tók því sem að höndum bar af
sömu rósemd og öllu í lífinu.
Kannski var það að vissan um að
dagleiðinni gæti lokið en ekki ferða-
laginu, það myndi halda áfram. Nú
svífur Sigfinnur yfir Old Trafford á
vængjum drekans Sapphyru og
hvetur sitt lið.
Takk fyrir þína sögu, elsku
frændi. Þú ert einstakur.
Ómar frændi og Árni.
Ég vil fá að þakka þér, Sigfinnur,
fyrir öll árin saman. Þessum þús-
undum klukkustunda sem við höfum
verið saman var vel eytt. Takk fyrir
allt saman, allt frá vítaspyrnukeppni
um það hvort við yrðum atvinnu-
menn í fótbolta hjá Manchester
United eða Arsenal, til kvöldstunda
sem var varið í vel völdum tölvu-
leikjum.
Kæri vinur, minning þín mun lifa í
hjarta mínu að eilífu.
Þú varst hraustur, þjáning alla
þoldir þú og barst þig vel,
vildir aldrei, aldrei falla:
Uppréttan þig nísti hel.
Þú varst sterkur, hreinn í hjarta,
hirtir ei um skrum og prjál;
aldrei náði illskan svarta
ata þína sterku sál.
(Matthías Jochumsson)
Þinn vinur,
Elvar Ingi Ragnarsson.
Mikil tilhlökkun var þegar von var
á litla stubbnum honum Sigfinni í
þennan heim. Þar sem foreldar hans
voru komnir vel yfir þrítugt og hann
þeirra fyrsta barn var þetta ennþá
meiri spenningur.
Sólarhring eftir að hann fæddist
kom í ljós að hann var með hjarta-
galla. Nokkurra mánaða fór hann til
Boston í aðgerð sem heppnaðist
svona líka vel að aldrei varð það
neitt vandamál meir. Sigfinnur óx og
dafnaði rólegur og ljúfur drengur,
eignaðist systkinin Vigni Pál og El-
ínu með tveggja ára millibili.
Mikil breyting varð á lífi Sigfinns
þegar foreldrar hans slitu samvistir
og var hann allt í einu orðinn hús-
bóndinn á heimilinu, stoð og stytta
móður sinnar og systkina. Stóð hann
sig með mikilli prýði við að líta til
með systkinum sínum aðeins 10 ára
gamall meðan mamman var í
vinnunni.
Svo var það fyrir tæpum þremur
árum að hann greindist með krabba-
mein. Þá hófst mikil orrusta sem
Sigfinnur ætlaði sér að sigra en því
miður tókst það ekki. En oft komu
góðir tímar milli aðgerða og varð ég
þeirrar gæfu njótandi að fara með
honum og fjölskyldunni til Flórída
þar sem við áttum frábærar stundir
saman. Þar kynntist ég honum betur
en ég hafði nokkru sinni gert fyrr og
þvílíkur viskubrunnur sem hann var
og fræddi hann mig um ýmislegt
sem ég hafði aldrei heyrt áður.
Svona dags daglega var hann frekar
fámáll en þegar hann tjáði sig var
það alltaf eitthvað viturlegt og
skemmtilegt.
Hann var mikill dýravinur og átti
með fjölskyldu sinni köttinn Snúlla
og fiðrildahundana Múlan og Nettu.
Það var mikill spenningur hjá hon-
um að bíða eftir hvolpunum sem
Múlan hans gengur með og eiga að
fæðast á næstu dögum en nú verður
hann að fylgjast með þeim frá öðrum
stað.
Fyrsti hundurinn þeirra, hann
Stubbur, varð fyrir bíl og dó og veit
ég að hann hefur tekið vel á móti
Sigfinni og er búinn að kyssa hann
mikið.
Mig langar til að kveðja þig, elsku
Sigfinnur, með texta úr lagi Magn-
úsar Eiríkssonar,
Farðu í friði góði vinur
fylgir hugsun góð og hlý,
sama hvað á okkur dynur
aftur hittumst við á ný.
Elsku Viddý, Palli, Vignir, Elín og
aðrir aðstandendur, megi allt hið
góða í heiminum hjálpa ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Hvíldu í friði og verkjalaus dúllan
mín og takk fyrir að hafa leyft mér
að vera vinkona þín.
Jóna Karlotta Herbertsdóttir.
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010
✝
Faðir okkar,
ÞORSTEINN JÓNSSON
flugmaður,
Skipasundi 40,
sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 30. júní,
verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn
4. ágúst kl. 15.00.
Sigurbjörn Þór Þorsteinsson,
Jón Bergsveinn Þorsteinsson,
Unnur Þorsteinsdóttir
og aðrir ástvinir.
✝
Ástkær móðir mín og amma okkar,
SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR,
Góa,
Grænuhlíð 26,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 28. júlí á líknardeild
Landspítalans.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn
6. ágúst kl. 13.00.
Eva Sóley Sigurðardóttir,
Gígja Sigríður Guðjónsdóttir,
Karítas Sveina Guðjónsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN PÁLS GUÐMUNDSSON,
áður til heimilis að
Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn
29. júlí.
Valgerður Jónsdóttir,
Ágúst Ingi Jónsson, Margrét Theodórsdóttir,
Gísli Hafþór Jónsson, Jóhanna Úlfarsdóttir,
Ásrún Jónsdóttir, Árni Már Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskaður eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
INGÓLFUR HJARTARSON
hæstaréttarlögmaður,
Ólafsgeisla 16,
Reykjavík,
lést að morgni fimmtudags 29. júlí.
Lára Björnsdóttir,
Jón Ingólfsson, Fjóla Ósk Gunnarsdóttir,
Halldór Rúnar Jónsson, Iðunn Andrésdóttir,
Elísabet Jónsdóttir,
Hildur Björg Ingólfsdóttir,
Rebekka Lára Rósantsdóttir,
Björn Freyr Ingólfsson, Birna Hlín Káradóttir,
Húni Ingólfur Björnsson, Birnir Kári Björnsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN SIGTRYGGSDÓTTIR,
Árskógum 6,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 30. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Lína Þórðardóttir Jonsson,
Sigurður Jónsson, Jófríður Halldórsdóttir,
Áslaug Jónsdóttir, Róbert Melax,
Ágústa Jónsdóttir, Helgi Baldvinsson,
Steingrímur Jónsson, Ásta Kristín Davíðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.