Morgunblaðið - 31.07.2010, Side 32

Morgunblaðið - 31.07.2010, Side 32
32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010 Dagskráin í Skálholti um helgina verður fjölbreytt en um er að ræða næst síðustu helgi tónleikarað- arinnar Sumartónleikar í Skálholti. Á laugardeginum verður boðið upp á þrenna ólíka tónleika. Þeir fyrstu hefjast kl. 15 en þá mun Skál- holtskvartettinn flytja strengjakvartett í G-dúr op. 161 eft- ir Schubert sem talinn er eitt af hans bestu verkum. Skálholtskvartettinn hefur verið við upptökur í Skálholti síðastliðna viku en að sögn Pamelu De Sensi, framkvæmdastjóra Sum- artónleika eru staddir hér á landi tveir upptökumenn frá fyrirtæki í Boston sem tóku upp Skálholts- kvartettinn að spila kvartett og kvintett eftir Schubert. „Klukkan 17 verða svo tónleikar þar sem Greta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari og Ólafur Arnalds á hljómborð ætla að spila verk eftir Arvo Pärt og nýtt verk eftir Ólaf sjálfan sem hann samdi fyrir þessa tónleika,“ segir Pamela. Dagurinn endar svo með tónleikum í Odds- stofu í Skálholtsbúðum sem bera yf- irskriftina Kammerklassík og krep- pusinfónía þar sem flutt verður Lundúnasinfónía í D dúr eftir Ha- ydn í útsetningu Salomons auk verka eftir Bériot, Boccherini og fleiri. Helginni lýkur með tónleikunum Enska gullöldin, en þeir eru á dag- skrá bæði á sunnudag og mánudag kl. 15 og á þeim verður spiluð ensk 16. og 17. aldar hljóðfæratónlist. Í messu á sunnudeginum kl. 17 verður flutt tónlist af dagskrá helgarinnar. Aðgangur að tónleikum helgarinnar er ókeypis en gestir eru hvattir til að taka með sér frjáls framlög til að styrkja Sumartónleikana. Heimar mætast  Skálholtskvartettinn og Ólafur Arnalds í Skálholti Skálholtskvartettinn Hefur verið að taka upp efni í Skálholti. Málarinn og safnarinn Rick Norsigi- an hefur loks- ins fengið það staðfest að 65 negatívur úr gleri sem hann keypti á skransölu í Los Angeles fyrir tíu árum eru eftir ljós- myndarann Ansel Adams. Norsigian hefur barist fyrir því að fá uppruna myndanna staðfestan og hefur meðal annars staðið í deilum við fjölskyldu ljósmynd- arans sem er enn ekki sannfærð og hyggst lögsækja Norsigian fyr- ir að nota nafn Adams á ólögmæt- an hátt. 45 dollarar Ansel Adams varð heimsfrægur upp úr 1937, sérstaklega fyrir landslagsmyndir sínar af ameríska vestrinu. Talið var að negatív- urnar sem um ræðir hefðu brunnið í eldsvoða sem braust út í stúdíói Adams. Hins vegar hafa sérfræð- ingar nú staðfest að myndirnar séu sannarlega eftir ljósmynd- arann fræga og hefur safnið verið metið á 200 milljónir dollara, eða um 24 milljarða íslenskra króna, en sjálfur greiddi Norsigian 45 dollara fyrir myndirnar á skran- sölunni. Norsigian hefur komið upp vef- síðu þar sem hann hyggst selja eft- irprentanir af myndunum en auk þess verður heimildarmynd um til- raunir hans til þess að fá uppruna myndanna staðfestan frumsýnd í Kaliforníu seinna á þessu ári. Fann negatívur Adams Metnar á alls 200 milljónir dollara Fundin Ein af 65 negatívum á gleri. Ljósmyndarinn Ansel Adams Í dag kl. 14 verður farin sögu- ganga Minjasafnsins á Akur- eyri, en lagt verður af stað frá húsi skáldsins Matthíasar Jochumssonar, Sigurhæðum. Frá húsinu verður gengið í Innbæinn að Minjasafnskirkj- unni en það er leið sem Matt- hías gekk sér til heilsubóta. „Þaðan verður farið upp og norður Nonnastíg, um Búð- argil, Spítalaveg og Eyr- arlandsveg aftur að Sigurhæðum. Í lok göng- unnar verður boðið upp á kaffi, kakó og vöfflur á Sigurhæðum,“ segir í tilkynningu. Ekkert þátt- tökugjald er fyrir gönguna og á hún að henta fólki á öllum aldri. Söguganga Gengið í fótspor skáldsins Matthías Jochumsson Á morgun kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um sumarsýningar Gerð- arsafns. Annars vegar er um að ræða sýninguna Gerður og Gurdjieff þar sem líta má verk eftir Gerði Helgadóttur sem tengjast kenningakerfi armenska dulspekings- ins G. I. Gudjieff. Hins vegar er það sýningin Lífshlaup Kjarvals og fleiri úrvalsverk í einka- safni Þorvaldar og Ingibjargar en þar er til sýnis verkið Lífshlaup eftir Kjarval ásamt verkum eftir m.a. Ásgrím Jónsson, Louisu Matthíasdóttur, Gunnlaug Scheving og Guðmund Thorsteinsson. Leiðsögn um sýningu Sumarsýningar Gerðarsafns Lífshlaup Kjarvals Í dag kl. 16 verður opnuð sýn- ing myndlistarmannanna Finns Arnars og Kristjáns Steingríms og tónskáldsins Þorkels Atlasonar í Verksmiðj- unni á Hjalteyri. „Listamenn- irnir, sem eru búsettir á höfuð- borgarsvæðinu, lögðu land undir fót á húsbíl norður á Hjalteyri viku fyrir opnunina og settu upp sýninguna úr efn- is- og hljóðheimi staðarins,“ segir í tilkynningu. Við opnunina verður fluttur gjörningur en sýningin stendur til 5. september og safnið er opið um helgar frá kl. 14-17. Á virkum dögum er hægt að hafa samband í síma 692-7450 til að sjá sýninguna. Myndlist Opnun og gjörn- ingur á Hjalteyri Listamennirnir við húsbílinn Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Dagana 3.-15. ágúst næstkomandi verður Tónlistarhátíð unga fólksins haldin í þriðja sinn. Hátíðin var stofn- uð af Helga Jónssyni og Guðnýju Þóru Guðmundsdóttur, sem nú situr í framkvæmdanefnd hátíðarinnar ásamt Elínu Ástu Ólafsdóttur og Gunnhildi Daðadóttur. Strax fyrsta árið leituðu þau til Kópavogsbæjar sem tók að sögn Elínar mjög vel í hugmyndina og hefur styrkt þau frá upphafi bæði fjárhagslega og með því að veita þeim aðgang að húsnæði, en opnunarhátíðin á þriðjudaginn verð- ur einmitt haldin í tónlistarhúsinu Salnum. – Segðu mér frá hátíðinni ... „Þetta eru tónleikar og námskeið ásamt fyrirlestrum og málþingi um aðkomu ungs fólks að tónlistarlífi á Íslandi sem verður haldið á lokadegi hátíðarinnar. En þetta er hugsað sem sambland af tónleikum og námskeiðahaldi, ætlað nemendum bæði í almennum tónlistarskólum hér á landi og einnig nemendum sem eru lengra komnir í námi. Tónleikarnir sjálfir eru einkum hugsaðir til þess að aðstoða ungt fólk til að koma sér á framfæri í tónlistarlífinu hér á landi,“ segir Elín Ásta, sem sat fyrir svörum. Umfangið hátíðarinnar aldrei meira Hátíðin er hugsuð fyrir tónlistar- nemendur á aldrinum 12-33 ára sem sækja um að taka þátt í námskeið- unum en Elín segir alla velkomna á tónleika og fyrirlestra. „Fyrir allra yngstu nemendurna erum við með strengjasveit og höfum reyndar haft áhuga á því að koma á fót blás- arasveit en aðsóknin hefur því miður verið svo dræm að við höfum aldrei getað komið því í gegn. Strengja- sveitin er einkum ætluð þeim nem- endum sem eru í miðnámi í almenn- um tónlistarskólum. Síðan eru námskeiðin aðallega ætluð fyrir þá sem eru lengst komnir í almennu tón- skólanámi hér heima eða eru í háskól- unum.“ Elín segir umfang hátíðarinnar aldrei hafa verið meira, en að þessu sinni verða í boði 10 hljóðfæranám- skeið, strengjasveitarnámskeið, sviðsframkomunámskeið og jóganámskeið. „Sviðsframkom- unámskeiðið verður undir leiðsögn Gunnars Eyjólfssonar og er ætlað öll- um nemendum. Jóganámskeiðið er einnig nýjung hjá okkur og er hugsað til að huga að líkamlega þættinum hjá okkur tónlistarnemum, sem er ekki síður mikilvægur. Það er Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari sem hefur umsjón með því.“ – Og þið hvetjið fólk til að koma og vera með? „Já, áherslan hjá okkur er á tón- leikana, en einnig erum við með fyr- irlestraröð sem er opin bæði tónlist- arnemum og öðru áhugafólki um tónlist. Þar mun Gunnhildur Ott- ósdóttir sjúkraþjálfari tala um lík- amsbeitingu tónlistarfólks og for- varnir gegn álagseinkennum og síðan mun Jón Þorsteinsson söngkennari kynna sérstaka söngtækni sem er mjög áhugaverð fyrir alla sem stunda tónlist. Og síðan ætlar Atli Ingólfsson tónskáld að tala um nýja tónlist,“ seg- ir Elín að lokum en bætir því svo við að ef fólk sé mjög áhugasamt um námskeiðin sjálf þá geti það haft sam- band og fengið að koma og hlusta á það sem fram fer. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni wwm.music- fest.is. Áherslan á unga fólkið  Tónlistarhátíð unga fólksins haldin dagana 3.-15. ágúst  Umfang hátíðarinnar aldrei meira  Á dagskránni eru námskeið, fyrirlestrar, tónleikar og málþing Morgunblaðið/Jakob Fannar Skipuleggjendur Guðný Þóra Guðmundsdóttir og Elín Ásta Ólafsdóttir. Á myndina vantar Gunnhildi Daðadóttur. Strengjasveitin Skark sem spil- ar á opnunarhátíðinni 3. ágúst er skipuð tónlistarnemum sem allir eru í framhaldsnámi er- lendis. Stjórnandi hennar er Bjarni Frímann Bjarnason sem er rétt rúmlega tvítugur. Skark spiluðu undir innsetn- ingu fransks listamanns í sund- laug í Berlín fyrr á árinu en þau hyggjast í vetur snúa þangað aftur og spila á tónlistarhátíð. Þau stefna einnig á að gefa út geisladisk í náinni framtíð. Metnaðarfull SKARK Það hefur lengi verið sagt að „eldri“ konur geri það betur, en hvað með oftar? 34 »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.