Morgunblaðið - 31.07.2010, Side 40

Morgunblaðið - 31.07.2010, Side 40
LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 212. DAGUR ÁRSINS 2010 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég vaknaði í fyrrinótt með svo gríð- arlegan hálsríg að ég gat ekki rétt hausinn almennilega við. Ég fór til læknis og hann sagði að ég mætti ekki einu sinni hlaupa og mælti nú ekki með að ég tæki þátt í þessu móti held- ur yrði bara heima. Ég þurfti líka smá að rífast við mömmu til að fá að taka þátt,“ sagði Ólafsfirðingurinn Sig- urbjörg Áróra Ásgeirsdóttir hlæjandi í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún var þá í spjótkastskeppni á 13. Ung- lingalandsmóti UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um helgina og vakti at- hygli fyrir hálskragann sem hún skartaði. Þrátt fyrir tilmæli læknis og móður var spjótkastið síður en svo eina greinin sem Sigurbjörg ætlaði sér að taka þátt í um helgina. „Maður tekur þetta fram yfir allt. Þetta er alveg æðislegt hérna og þetta er líka langskemmtilegasta mótið. Ég keppi í kastgreinunum í frjáls- um, en á þessu móti er ég líka í fót- boltanum og kannski glímu. Ég var með kragann í fótboltanum en það þarf aðeins að ræða málin varðandi glímuna, hvort ég megi taka þátt í henni. En ég hlakka til og mig langar til að prófa allt,“ sagði Sigurbjörg sem á Íslandsmet í flokki telpna 11-12 ára í sleggjukasti og er ekki í vafa um hverjar eru fyrirmyndir hennar hér á landi. „Helga Margrét [Þorsteinsdóttir] og Ásdís [Hjálmsdóttir] eru bestar. Ég fylgist alltaf með þeim og lít upp til þeirra.“ Unglingalandsmótið í Borgarnesi hófst með miklu fjöri í gær og var keppt í fjölda greina frá morgni til kvölds, líkt og ætlunin er í dag og á morgun. Keppendur og áhorfendur fengu rjómablíðu í gær og var margt um manninn. MUnglingalandsmót UMFÍ » Íþróttir Hlustaði ekkert á lækninn Margmenni í rjómablíðu á Ung- lingalandsmóti Morgunblaðið/Eggert Ósérhlífin Sigurbjörg Áróra kallar ekki allt ömmu sína og keppti í Borgarnesi með myndarlegan hálskraga. Morgunblaðið/Eggert Landsmótið sett Gáski var í krökkunum frá UMSE við setningu unglinga- landsmótsins á íþróttavellinum í Borgarnesi í gærkvöldi, í blíðskaparveðri. Þrettánda landsmótið » Í ár fer fram þrettánda Ung- lingalandsmót UMFÍ en það fer jafnan fram um Verslunar- mannahelgina. Að þessu sinni er mótið í Borgarnesi. » Keppendur eru á aldrinum 11-18 ára og geta þeir meðal annars keppt í golfi, fótbolta, körfubolta, glímu, sundi, frjáls- um íþróttum, dansi, hesta- íþróttum, skák og fleira. » Auk keppnisgreinanna er ýmsa aðra skemmtun að finna í Borgarnesi yfir helgina fyrir þá fjölmörgu sem leið sína leggja þangað. Áætlað er að 10-15 þúsund gestir séu á svæðinu. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Herjólfur tafðist um þrjá tíma 2. Óvenjuleg snekkja í heimsókn 3. „Búið að vera … leiðinlegt“ 4. Fer að sofa á þriðjudaginn  „Þeir eru mjög hrifnir af landi og þjóð,“segir Geir Gunnlaugsson um hljómsveitina Super Mama Djombo frá Gíneu-Bissá sem heldur tónleika hérlendis á næstunni. »33 Morgunblaðið/Frikki Afrískir hljómar á leiðinni til landsins  Tökum á gam- anmyndinni Gauragangi lýkur í bili um helgina en þær hefjast aftur í október. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd um jól- in, en leikstjóri hennar er Gunnar Björn Guðmunds- son. Myndin er byggð á metsölubók Ólafs Hauks Símonarsonar og fer Al- exander Briem með hlutverk aðal- persónunnar, Orms Óðinssonar. Tökum á Gauragangi lýkur í bili  Jóhann Ágúst Jóhannsson, skipu- leggjandi tónlistarhátíðarinnar Pönk á Patró, segir að fyrri hlutinn hafi heppnast ótrúlega vel. „Ég er mjög ánægður með að hafa gert þetta. Það var svo gaman að sjá ungu kynslóðina upplifa tónlist á sín- um forsendum.“ Seinni hluti hátíð- arinnar fer fram laugardaginn 7. ágúst næstkom- andi. »33 Annar hluti Pönks á Patró næstu helgi FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, skýjað eða skýjað með köflum, en sums staðar þokuloft við N- og A-ströndina. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins. Á sunnudag Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en þurrt að kalla. Hiti víða 13 til 18 stig að deginum. Á mánudag Hæg austlæg eða breytileg átt og væta sunnan- og vestanlands þegar kem- ur fram á daginn, en annars þurrt að mestu. Hiti breytist lítið. Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur leikið sinn síðasta leik í bili með úrvalsdeildarliði Stjörnunnar í fót- bolta. Framherjinn samdi við sænska 1. deildarliðið Örgryte í gær. „Það er frábært að fá þetta tæki- færi enda hefur maður stefnt að atvinnumennsku síðan maður var lítill,“ sagði Steinþór í gær. »1 Steinþór Freyr samdi við Örgryte í Svíþjóð Helga Margrét Þorsteins- dóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni hætti keppni í sjö- þraut í gær á Evrópumeist- aramótinu í Barcelona vegna meiðsla. Helga kláraði þrjár greinar og eftir kúluvarpið hætti hún keppni. Þar með hafa allir íslensku keppend- urnir lokið keppni á EM. Óð- inn Björn Þorsteinsson og Þorsteinn Ingason kepptu í gær. »1 Helga hætti keppni á EM Tinna Jóhannsdóttir Íslandsmeistari í golfi kvenna slær 215 metra teig- högg að jafnaði með Titleist-dræv- ernum sínum. Meistarinn úr GK notar ávallt tí með enska lið- inu Manchester United í keppni og hún stefn- ir á atvinnumennsku að loknu háskóla- námi næsta vor. »4 Meistarinn er ekki „græjupælari“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.