Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Ég tek bara undir með formanni
Sjálfstæðisflokksins í þessu. Þetta
eru upplýsingar sem þarf að skoða.
Ég er sannfærð um það að þetta get-
ur ekki annað en styrkt okkar mál-
stað,“ segir Ragnheiður Elín Árna-
dóttir, þingflokksformaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur staðfest í svari til
Morgunblaðsins að engin ríkis-
ábyrgð sé á bankainnistæðum sam-
kvæmt tilskipun sambandsins um
innistæðutryggingar sem innleidd
var hér á landi fyrir rúmum áratug.
Hins vegar heldur framkvæmda-
stjórnin því fram að Íslendingar eigi
að greiða innistæðueigendum í Hol-
landi og Bretlandi vegna þess að inn-
leiðingin á umræddri tilskipun hafi
ekki verið með viðunandi hætti hér á
landi.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins segir að af rangri innleið-
ingu tilskipunar geti skapast skaða-
bótaábyrgð, en dómsmál vegna þess
yrði að höfða fyrir íslenskum dóm-
stólum að sögn Stefáns Más Stefáns-
sonar, lagaprófessors við Háskóla
Íslands, eins og fjallað hefur verið
um í Morgunblaðinu.
Standi með Íslendingum
Ragnheiður segir að það hafi alltaf
legið fyrir að Héraðsdómur Reykja-
víkur væri varnarþing bæði Lands-
banka Íslands og ríkisins. En það
hafi hins vegar ekki verið vilji við-
semjenda Íslendinga að fara með
þetta mál fyrir dómstóla.
„En það sem mér finnst vera lyk-
ilatriði í þessu er að íslensk stjórn-
völd verji málstað okkar Íslendinga.
Það er sama hvað kemur upp á þá er
eins og ráðamenn séu að tala máli
okkar viðsemjenda. Þannig hefur
þetta verið meira og minna til þessa.
Þegar komið hafa fram einhverjar
góðar fréttir sem hafa getað styrkt
stöðu okkar í málinu hafa viðbrögðin
verið þau að gera sem allra minnst
úr því. Ef semja á um þetta mál verð-
ur að gera það með sanngjörnum
hætti þannig að allir geti sæmilega
við unað.“
Reynt að finna rök
„Þetta hljómar nú bara eins og
einhverjir séu bara að leita dauðaleit
að einhverjum rökum til þess að rétt-
læta það að við Íslendingar eigum að
greiða þessa svokölluðu Icesave-
skuld,“ segir Gunnar Bragi Sveins-
son, þingflokksformaður Framsókn-
arflokksins. Hann segir að það hafi
þannig ekkert breyst að því leyti að
það hafi eins og áður engin rök kom-
ið fram sem sýna fram á það að ís-
lenska ríkið beri ábyrgð í þessum
efnum heldur þvert á móti.
Gunnar Bragi segir að ef einhverj-
ir vilji höfða skaðabótamál gegn ís-
lenska ríkinu vegna þessa máls, Hol-
lendingar, Bretar eða einhverjir
aðrir, þá verði þeir einfaldlega bara
að gera það. „Það er síðan alveg
ótrúlegt hvernig stjórnvöld hafa
haldið á þessu máli. Í stað þess að
stökkva á öll rök sem geta orðið okk-
ar málstað til framdráttar þá er
haldið akkúrat öfugt á málum.“
Segja stjórnvöld eiga
að standa með Íslandi
Gagnrýna stjórnvöld fyrir að nýta ekki rök sem geta gagnast í Icesave-deilunni
Morgunblaðið/Heiddi
Icesave Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur viðurkennt að engin ríkisábyrgð sé á bankainnistæðum samkvæmt tilskipun
þess um innistæðutryggingar en telur að Íslendingar eigi engu að síður að borga fyrir Icesave-reikninga Landsbankans.
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Gunnar Bragi
Sveinsson
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
„Þetta virðist vera allt hið sér-
kennilegasta mál,“ segir Þórólfur
Árnason um ráðningu Jón Ásbergs-
sonar í stöðu framkvæmdastjóra Ís-
landsstofu, en greint var frá henni í
gær.
Þórólfur, sem er fyrrverandi
borgarstjóri Reykjavíkur, fyrrver-
andi forstjóri Tals, Icelandic Group
og Skýrr og núverandi formaður fé-
lags Flugstoða og Keflavík-
urflugvallar, var einn umsækjenda
um starfið.
Umsóknarfrestur rann út hinn
11. júlí síðastliðinn. Jón Ásbergs-
son, annar umsækjandi, skrifaði
hins vegar grein í Morgunblaðið
hinn 10. júlí sem bar heitið „Ís-
landsstofa – kall tímans“ undir titl-
inum „starfandi framkvæmdastjóri
Íslandsstofu“.
„Það runnu tvær grímur á
nokkra umsækjendur þegar þetta
gerðist og ég veit um einn sem hætti
við. Ég taldi mig uppfylla öll skilyrði
auglýsingarinnar og rúmlega það en
ég heyrði síðan ekki neitt meira og
var ekki kallaður í viðtal. Þá sá ég
bara hvers konar leikrit þetta var.“
30 umsóknir, 3 viðtöl
Jón Ásbergsson var áður fram-
kvæmdastjóri Útflutningsráðs. Ís-
landsstofa tók til starfa 1. júlí síðast-
liðinn og í henni sameinast starfsemi
Útflutningsráðs, Fjárfestingarstofu
og erlent markaðsstarf Ferðamála-
stofu. Friðrik Pálsson, formaður
stjórnar Íslandsstofu, segir að 30
manns hafi sótt um starfið þegar
það var auglýst í júní og að lokum
hafi þrír verið kallaðir í viðtal.
Að hans sögn liggur skýringin í
titlinum við blaðagrein Jóns Ás-
bergssonar í því að þegar Íslands-
stofa tók við öllum réttindum og
skyldum Útflutningsráðs hafi Jón
verið beðinn um að vera starfandi
framkvæmdastjóri þar til sá nýi
yrði ráðinn.
Með Friðrik í stjórn Íslandsstofu
eru Eggert B. Guðmundsson, for-
stjóri HB Granda, Einar Karl Har-
aldsson ráðgjafi, Innform, Kolbrún
Halldórsdóttir, formaður Bandalags
íslenskra listamanna, Ólöf Ýrr Atla-
dóttir ferðamálastjóri, Sigsteinn
Grétarsson, forstjóri Marel á Ís-
landi og Vilborg Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Mentor.
Jón
Ásbergsson
Þórólfur
Árnason
„Allt hið sérkennilegasta mál“
Jón Ásbergsson tekur við Íslandsstofu Þórólfur Árnason gagnrýnir ráðningarferlið
Í fjöru Erlent markaðsstarf Ferða-
málastofu heyrir undir Íslandsstofu.
Morgunblaðið/RAX
„Hafi þessi tilskipun ekki verið
innleidd með tilskildum hætti þá
hefði Eftirlitsstofnun EFTA vænt-
anlega komið auga á það. Það er
hennar verkefni að benda stjórn-
völdum á það hvort verið sé að
framfylgja EES-samningnum,“
segir Þórunn Sveinbjarnardóttir,
þingflokksformaður Samfylking-
arinnar, um svar framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins þar
sem staðfest er að tilskipun sam-
bandsins um innistæðutryggingar
kveði ekki á um ríkisábyrgð á
bankainnistæðum.
Hins vegar segir framkvæmda-
stjórnin að tilskipunin hafi ekki
verið rétt innleidd hér á landi fyrir
rúmum áratug og því eigi Íslend-
ingar að greiða Hollendingum og
Bretum vegna Icesave-reikninga
Landsbankans.
Þórunn segir
að ef skoðun
framkvæmda-
stjórnarinnar,
eins og hún kem-
ur fram í svari
hennar, sé rétt
þá hafi Eftirlits-
stofnunin átt að
gera íslenskum
stjórnvöldum
viðvart fyrir löngu.
„Eftirlitsstofnunin hefur mjög
góða yfirsýn yfir innleiðingu gerða
á Íslandi, fylgist vel með og sinnir
sínu eftirlitshlutverki vel. Þess
vegna verð ég að taka því með
hæfilegum fyrirvara hversu
ígrundað þetta svar er. Ég sé ekki
að hægt sé að styðja þá fullyrð-
ingu rökum að ekki hafi verið stað-
ið rétt að þessu hér .“
ESA hefði átt að gera viðvart
ÞINGFLOKKSFORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar segir í
tilkynningu að í nýlegri úttekt
Euro RAP á íslenska vegakerfinu
fái vegurinn yfir Fjarðarheiði
slæma útkomu. Leiðin sé skil-
greind sem einn hættulegasti
vegur landsins.
Í tilkynningu segir að Seyðfirð-
ingar hafi lengi bent á nauðsyn
þess að ráðast í göng undir
Fjarðarheiði og fyrir því séu
bæði öryggissjónarmið og mörg
önnur rök hvað varðar atvinnulíf,
skólasókn og mannlíf almennt.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hafi
lýst fullum stuðningi við þetta
baráttuefni Seyðfirðinga á fundi
sínum í síðustu viku.
„Á sérstöku slysakorti Euro
RAP (Risk Rate Map), sem byggt
er á slysasögu með tilliti til
lengdar vegar og umferðar-
magns, fær Fjarðarheiði aðeins
eina stjörnu. Leiðin er með öðr-
um orðum skilgreind sem einn
hættulegasti vegur landsins,“
segir í tilkynningu frá bæjar-
stjórn Seyðisfjarðar.
Þörf á göngum
undir Fjarðarheiði
Landgræðslan og
Skógrækt rík-
isins eru ósam-
mála um eitrun
gegn lúpínu í
Þórsmörk.
Í tilkynningu
frá Skógræktinni
í fyrradag segir
að tilraunir til að
eyða lúpínu með eitri í Þórsmörk
hafi leitt til þess að annar gróður hafi
eyðst, en lúpínan hafi sprottið upp
jafnharðan af fræi.
Í tilkynningu Landgræðslunnar í
gær er bent á að í Gunnarsholti hafa
farið fram rannsóknir á notkun Ro-
undup-illgresiseyðis til að hamla út-
breiðslu lúpínu. Þær tilraunir hafi
gefið góða raun. Lúpínan hafi horfið
og fjölbreyttur gróður vaxið upp í
staðinn. Einstöku lúpínuplöntur hafi
þó vaxið upp á ný sem þurfi að eyða.
Landgræðslan hafi fyrir tveimur ár-
um hafið tilraunir til að hefta út-
breiðslu lúpínu í Þórsmörk og hafi
árangurinn lofað góðu.
„Nú í ár neituðu forsvarsmenn
Skógræktar ríkisins hins vegar
Landgræðslunni um heimild til að
eyða lúpínu í Þórsmörk og á Goða-
landi en þessi svæði eru á forræði
Skógræktar ríkisins. Verði ekkert að
gert mun lúpína því verða alls ráð-
andi á hluta af Rananum og jökulaur-
unum framan við Húsadal og berast
síðan niður alla Markarfljótsaura,
nema þar sem einhver beit er. Á
sama hátt mun lúpína berast frá
Álfakirkju og um Stakkholt og
Steinsholt,“ segir í tilkynningunni.
Neituðu um heimild
til að eyða lúpínu