Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞETTA ER EINN AF MÍNUM UPPÁHALDS STÖÐUM ÞÚ SEGIR EKKI Æ, NEI! ÉG ER EKKI EINN AF ÞEIM EFSTU Í BEKKNUM! HVAÐ HELDUR ÞÚ AÐ ÞAU GERI? FORELDRAR MÍNIR VERÐA EKKI ÁNÆGÐIR... ÞAU VILJA AÐ ÉG SÉ KLÁRASTUR Í BEKKNUM ÞAU EIGA ÖRUGGLEGA EFTIR AÐ KVARTA YFIR KENNARANUM SPEGILL, SPEGILL HERM ÞÚ MÉR... HVER ÁLANDI FEGURST ER AF HVERJU SEGIR ÞÚ HENNI EKKI BARA SANN- LEIKANN? HVAÐ GETUR HÚN SVO SEM GERT ÞÉR? EF HÚN BRÝTUR ÞIG ÞÁ FÆR HÚN SJÖ ÁRA ÓGÆFU EKKI VERA VITLAUS, HRÓI! EKKI HÆTTA Í HLÝÐNISKÓLANUM ÞARNA ER BÍLLINN OKKAR! ÞAÐ TÓK OKKUR ÞRJÁ KLUKKUTÍMA AÐ FÁ HANN AFTUR KOMUM OKKUR HEIM VAVIVNAV MÍNAV FVUSU FASTAV VIV BÍLINN ÉG ER SVO GLAÐUR AÐ SJÁ HANN! ÉG LOFA AÐ LEGGJA ALDREI ÓLÖGLEGA FRAMAR! ÞÓ ÉG HAFI EKKI NÁÐ ELECTRO ÆTTI MYNDAVÉLIN MÍN AÐ HAFA NÁÐ GÓÐUM MYNDUM AF HONUM! ÉG FESTI HANA HÉR... Æ, NEI! HÚN DATT OG BROTNAÐI EN AF HVERJU DATT HÚN? EF ELECTRO GERÐI ÞAÐ... VEIT HANN KANNSKI AÐ KÓNGULÓAR- MAÐURINN ER PETER PARKER Þakkir Ég vill þakka öllum sem lögðu leið sína til Vestmannaeyja á þessa þjóðhátíð og gerðu helgina ógleymanlega og frábæra. Þó sérstaklega vil ég þakka manni að nafni Grétar, en ég kann þó ekki meiri deili á hon- um, fyrir ómælda hjálp og hugulsemi. Helgi Þ. Bakreikningar Ég hlustaði á Samfylkinguna sem lofaði því að einfalda kerfi TR. Samt virðist kerfið enn flóknara en það var. Ég veit um konu sem fékk bakreikning, jú það var vegna þess að hún hafði fengið aukabætur í þrjá mánuði en það var síðan tekið af. Nú hafði þessi kona smá-fjármagnstekjur af inni- stæðu á bankabók og þá eru bætur hennar skertar út af þess- ari þriggja mánaða greiðslu sem hún fékk. Þannig fer rík- isstjórnin að því að fá þessa pen- inga til baka. Sigrún. Filma fannst Kannast einhver við þessa mynd? Vinsamlega hafið þá samband í síma 894-6845. Ást er… … að láta renna í heitt bað fyrir hana eftir langan dag. Velvakandi Kannast einhver við drenginn? Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag eldri borgara, Reykjavík | Fundur með farþegum ferðar um Arnarvatns- heiði, Húnaþing og Skagafjörð verður þriðjud. 10. ágúst kl. 11 í Stangarhyl 4. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur fellur niður 8. ágúst. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40 og félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinnustofan opin. Hádegisverður kl. 11.40. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Bridsaðstoð kl. 13 og kaffi. Hraunsel | Hraunsel opnað eftir sumarfrí mánudaginn 9. ágúst, félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16. Böðun fyrir hádegi, hádeg- isverður, miðdagskaffi, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Fjölbreytt dagskrá í Hæðargarði í haust. Skráning hefst 13. ágúst – lýkur 30. ágúst, sími 411-2790. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, hádegismatur kl. 11.45- 12.45, sungið við flygilinn kl. 13.30-14.30, kaffi kl. 14.30-14.45, dansað í aðalsal kl. 14.30-16. Fimmtudaginn 12. ágúst verður farið í Rangárvallasýslu, Landeyjar austur og vestur. Keyrt verður um Landeyjar undir leiðsögn Guðjóns R. Jónassonar. Matur innifalinn. Verð kr. 7.500. Lagt af stað frá Vesturgötu 7 kl. 8.50. Upplýs- ingar og skráning í síma 535-2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, matur og kaffi, bingó kl. 14. Það er skemmtilegt að blaða í göml- um Skírni og rýna í ritdóma. Árið 1905 fjallar ritstjórinn, Guðmundur Finnbogason, um Nokkur kvæði, ljóðabók Þorsteins Gíslasonar. Þar segir hann, að bestu söngfuglarnir séu oft litlir vexti og yfirlætislausir, við metum þá eftir röddinni en ekki stærð þeirra og státi. Allir læri undir eins vísuna um vorhimininn: Þú ert fríður, breiður, blár og bjartar lindir þínar; þú ert víður, heiður, hár sem hjartans óskir mínar. Næsta ár kom út Gígjan, kvæði eftir Guðmund skólaskáld. Um hann segir í ritdómnum, að hann sé skáld frá hvirfli til ilja: Það minni á það sem kerlingin sagði um nætur- galann. Hún ætlaði að hafa hann til matar og plokkaði hann, en þótti lít- ill matur í honum. „Hann er ekkert annað en röddin,“ sagði hún. Menn hlæja að kerlingunni af því að þeir finna að það er skammsýnt að vega söngfuglinn á matarvog. En kvæði Guðmundar skólaskálds eru liðin frá brjósti hans eins létt og söngurinn frá brjósti næturgalans, vakinn af líðandi stund. Síðan segir ritstjórinn um nafna sinn: Og fallega grípur hann í gömlu strengina, sem Sig- urður Breiðfjörð og Þorsteinn Erl- ingsson best hafa kunnað að stilla: Yfir grund er orpið snjó, álftir á sundi kvaka, meðan blunda bljúg í ró blómin undir klaka. Eða kvæðið Norðan frá hafi. Þar er þetta: Lögðu á flótta frá oss ótti og kvíði; felldi hljótt á hárin mín heilög nóttin tárin sín. „Pappírinn í bókinni er kvæð- unum ósamboðinn,“ eru niðurlags- orð ritdómsins. Árið 1913 komu út Nokkur smá- kvæði eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum. Guðmundur Finnbogason segir að hún sé fyrir löngu kunn sem ein besta íslenska skáldkonan að fornu og nýju. Hann tekur nokkur erindi af handahófi og segir, að „hátturinn“ sé alltaf mjúkur og að orðin falli létt eins og í leik. Hún kveði oft dýrt og rímnalögin kunni hún eins og þeir sem best geri: Lítil kæna lá á bæn, sér lyftu í blænum ögur. Heim að bænum grundin græn lá grösug, væn og fögur. Inn með lónum leiftri slær, lengra sjónum bendir: gengur á sjónum glóey skær, geislaprjónum hendir. Sest í rökkurs silkihjúp, sæll og klökkur dagur. Er að sökkva í sævar djúp sólar nökkvi fagur. Siglir í hafi sólar skip, sendir stafi að vogum, er sem vafi á öldu svip, er þær kafa í logum. Í öllum þessum vísum er frumlega farið með algeng efni, segir Guð- mundur. Kvenlegum eim finnst mér víða bregða fyrir, t.d. í þessu: Konung Ægi eyjan mín gaf armlög sín. Klæddist hún því, há og fín, í hermelín. Vísnahorn pebl@mbl.is Af vorhimni og söngfugli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.