Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 33
Dagbók 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
Sudoku
Frumstig
4 1 5 7
1 5 3 2 8
7 8 3 1
7 3 5
8 1
3 6 1 8 4
6 2
5 7
7 9
3 7
4 1 2
4 5 3
8 4 5
2 9 8
5 4 7
3 8 4
7 1 2
7 1 8 9
7 8 3 9 4 2
5 7
1
2 3 4 1 8
5 2 4
2 7 9 8 1
8 1
9
5 7 4 1 8 9 3 2 6
2 1 8 3 6 4 9 5 7
9 3 6 2 7 5 4 1 8
4 9 2 5 3 7 8 6 1
8 5 3 6 1 2 7 4 9
7 6 1 4 9 8 2 3 5
1 4 7 8 2 6 5 9 3
6 8 5 9 4 3 1 7 2
3 2 9 7 5 1 6 8 4
3 2 9 1 7 6 8 4 5
5 7 8 2 4 3 9 1 6
1 6 4 9 5 8 2 3 7
6 1 7 4 8 2 3 5 9
4 9 3 7 6 5 1 8 2
2 8 5 3 9 1 6 7 4
8 4 1 5 2 9 7 6 3
9 5 6 8 3 7 4 2 1
7 3 2 6 1 4 5 9 8
9 8 1 5 6 2 7 4 3
3 4 5 7 1 8 9 6 2
7 6 2 4 9 3 5 8 1
2 9 4 1 5 7 8 3 6
8 3 7 9 2 6 1 5 4
1 5 6 8 3 4 2 7 9
6 7 8 2 4 1 3 9 5
4 2 9 3 7 5 6 1 8
5 1 3 6 8 9 4 2 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 6. ágúst, 218. dagur
ársins 2010
Orð dagsins: Því að ekkert er hulið,
sem eigi verður opinbert, né leynt, að
eigi verði það kunnugt og komi í ljós.
(Lk. 8, 17.)
Víkverji segir gjarnan að það séhugarfarið sem skipti öllu máli
og aldur sé afstæður en hann kem-
ur misjafnlega við konur og menn.
x x x
Kona á besta aldri, stúdent ekkialls fyrir löngu, fór í Árbæj-
arsafn ásamt dóttur sinni og barna-
barni á dögunum. Þegar hún ætlaði
að borga sagði stúlkan í miðasöl-
unni að gjaldið væri 300 krónur.
Konan hváði og þá sagði stúlkan að
það væri frítt fyrir ellilífeyrisþega
og börn og hálft gjald fyrir háskóla-
stúdenta. Svipur kom á mæðgurnar
og dóttirin ætlaði að leiðrétta stúlk-
una en móðirin sætti sig við að fá
frítt inn og lét kyrrt liggja.
x x x
Jafnaldri umræddrar konu lenti ísvipaðri aðstöðu í Gróðrarstöð-
inni Mörk. Í röðinni við kassann
hitti hann ellilífeyrisþega og tóku
þeir tal saman. Ungur, kurteis mað-
ur sá um afgreiðsluna og þegar
kom að viðkomandi manni leit af-
greiðslumaðurinn á hann og spurði:
Afsakið, ertu orðinn heldri borgari
því ef svo er þá áttu rétt á að fá af-
slátt? Töluvert fát kom á manninn
en honum tókst að koma því út úr
sér að hann væri á besta aldri.
Ekki fékk hann afsláttinn en sagði
Víkverja að konurnar í röðinni
hefðu greinilega haft gaman af því
hvernig hann stamaði út úr sér
svarinu.
x x x
Víkverji er á aldur við þetta fólken hefur ólíka sögu að segja.
Hann mætti ungri konu og tóku
þau tal saman. Umræðan snerist
um ákveðið fyrirtæki og Víkverji
spurði hvort hún hefði rætt við eig-
andann, sem er árinu eldri en Vík-
verji. Yngri stúlka blandaði sér í
umræðurnar, var hin skemmtileg-
asta og lét ýmislegt flakka. Allt í
einu þagnaði hún, horfði á Víkverja
og spurði: Ertu nokkuð skyldur
eigandanum? Er hún kannski
mamma þín? Víkverji brosti, horfði
á ungu konuna og lét sér nægja að
segja að skyldleikinn væri enginn.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | Lárétt: 1 skríll,
4 ungum hrossum, 7
drusla, 8 úfinn, 9 ruggar,
11 horað, 13 fugl, 14 hin-
ir og þessir, 15 bjartur,
17 jörð, 20 spor, 22 kind,
23 styrkir, 24 landabréfi,
25 bjargbrúnin.
Lóðrétt | Lóðrétt: 1
fjallsranar, 2 andlegt at-
gervi, 3 kyrrir, 4 fer á
flótta, 5 kvendýr, 6
manndrápi, 10 tignasta,
12 guð, 13 amboð, 15 við-
arbútur, 16 hyggur, 18
leyfi, 19 skepnurnar, 20
fatnaði, 21 úrkoma.
Lausn síðustu krossgátu
Lausn síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 kunngerir, 8 kubbs, 9 garms, 10 kæn, 11
rengi, 13 agnir, 15 gorts, 18 iðjan, 21 kið, 22 múkki, 23
kappi, 24 krónprins.
Lóðrétt: 2 umbun, 3 níski, 4 eigna, 5 iðrun, 6 skýr, 7 ás-
ar, 12 gat, 14 góð, 15 góma, 16 ríkur, 17 skinn, 18 iðkar,
19 Japan, 20 náin.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5.
e3 axb5 6. Bxb5 Da5+ 7. Rc3 Bb7 8.
Bd2 Db6 9. Rf3 Rxd5 10. a4 e6 11. O-O
Be7 12. He1 Rb4 13. e4 O-O 14. Bf4 d6
15. Rd2 e5 16. Be3 R8c6 17. Ra2 Rxa2
18. Hxa2 Rb4 19. Ha1 d5 20. exd5 Bxd5
21. Hc1 Hfd8 22. Dg4 Hac8
Viktor gamli Kortsjnoj (2568) er
enn að og á dögunum tók hann þátt í
svissneska meistaramótinu sem fram
fór Lenzerheide. Þessi goðsögn í lif-
andi lífi byrjaði mótið vel en tapaði síð-
ustu þrem skákunum sínum. Í þessari
tiltölulega jöfnu stöðu lék hann herfi-
lega af sér gegn alþjóðlega meistar-
anum Beat Zuger (2404). 23. Dxb4??
Dg6! og hvítur gafst upp enda er
drottningartap eða mát óumflýjanlegt.
Má hvítur leika Dxb4?
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Fjörugur hringur.
Norður
♠85
♥D2
♦ÁDG2
♣86432
Vestur Austur
♠ÁG832 ♠KD1076
♥KG10985 ♥Á6
♦-- ♦643
♣K5 ♣D97
Suður
♠4
♥743
♦K109872
♣ÁG10
Suður spilar 7♦ doblaða.
Brian Platnick var fyrstur að taka til
máls í austur, á hættu gegn utan. Hann
horfði smástund á 11 punktana sína og
ákvað svo að opna á 1♠ – taldi vissara
að koma spaðalitnum strax í umferð.
Spilið er frá úrslitaleik Fleishers og
Diamonds í bandarísku landsliðskeppn-
inni.
Bobby Levin kom inn á 2♦ og John
Diamond í vestur átti næsta leik. Hann
sá fyrir sér alslemmu á móti réttu opn-
uninni og stökk í 5♦ til að spyrja um
lykilspil fyrir utan tígulinn. „Exclusion“
sagnvenjan, svokallaða. Í norður var
Steve Weinstein og hann setti óvenju-
legan endapunkt á fyrsta sagnhringinn
með fyrirframfórn í 7♦. Hárnákvæm
pressusögn, en A-V létu ekki freistast:
Platnick doblaði, sem Diamond túlkaði
réttilega sem tvö lykilspil (DOPI) og
sagði pass: fjórir niður og 800.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú vinnur þér aðeins tjón með því
að neita að horfast í augu við staðreyndir.
Láttu ekki mótbyrinn fara í taugarnar á
þér. Kapp er best með forsjá.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þegar mál geta farið á hvorn veginn
sem er verður maður bara að taka sína
ákvörðun og láta slag standa. Hvíldu þig
vel og lengi. Þú átt bara einn líkama,
hugsaðu vel um hann.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú hefðir gott af svolítilli ein-
angrun í dag. Hvernig væri að halda boð
fyrir vini sem þú hefur ekki hitt lengi?
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þótt þú hafir sett markið hátt er
engin ástæða til að ætla annað en þér tak-
ist að ná því. Vertu jákvæð/ur og hlustaðu
vel og ef þú gerir það áttu eftir að njóta
góðs af.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Málefni tengd sköttum, reikningum
og skuldum hafa íþyngt þér að undan-
förnu. Reyndu að láta sem ekkert sé því
mál munu upplýsast þótt síðar verði.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þér finnst einhverjir vera að seilast
inn á valdsvið þitt. Gleymdu ekki að líta
inn á við og biðja um handleiðslu. Þú færð
óvænta gjöf.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Ágreiningur um sameiginlegar eigur
eða forræði yfir einhverju virðist engan
endi ætla að taka. Einhverra hluta vegna
er ástin komin aftur í spilin.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Nýlega varðstu fyrir von-
brigðum þegar viss áætlun varð ekki að
veruleika. Gefðu þér tíma til að setjast
niður og ræða málin.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þig langar til að brjótast út úr
viðjum vanans. Haltu ró þinni, þótt eitt og
annað gangi á í kringum þig. Ágústmán-
uður er góður til ferðalaga.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Heilsa þín gengur fyrir öllu
öðru. Farðu til læknis ef eitthvað er ekki
eins og það á að vera. Óvissan er ekki góð.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú ert fín/n ein/n á báti – og
frábær í hóp. Sýndu vini skilning og vertu
til staðar þegar aðstæður breytast hjá
honum. Ekki er allt gull sem glóir.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þær áköfu samræður sem þú átt
við ástvin eiga eftir að koma þér úr jafn-
vægi, jafnvel klukkustundum eftir á.
Taktu hlutunum samt með ró og kláraðu
það sem skiptir máli.
Stjörnuspá
6. ágúst 1933
Hakakrossfáni var skorinn
niður við hús þýska vararæð-
ismannsins á Siglufirði.
Fimm menn voru síðar
dæmdir fyrir verknaðinn,
þeirra á meðal Steinn Stein-
arr skáld.
6. ágúst 1951
Peter Scott fuglafræðingur
kom úr fyrsta leiðangri sín-
um til að rannsaka heið-
argæsir við upptök Þjórsár.
Scott er talinn eiga mikinn
þátt í því að Þjórsárver voru
friðuð, en þar eru stærstu
varpstöðvar heiðargæsa í
heimi.
6. ágúst 1958
Opnuð var sýning á 46 mál-
verkum eftir
Guðmund
Thorsteinsson,
Mugg, sem
Elof Rysebye
hafði gefið
Listasafni rík-
isins. Morg-
unblaðið sagði
þetta mikla rausnargjöf sem
ekki yrði metin til fjár. Með-
al málverkanna var „Sjöundi
dagur í Paradís,“ eitt þekkt-
asta verk Muggs.
6. ágúst 2000
Þorgeirskirkja við Ljósavatn
í Suður-Þingeyjarsýslu var
vígð. Á bökkum Skjálfanda-
fljóts var sýnt á táknrænan
hátt hvernig Þorgeir Ljós-
vetningagoði fleygði goð-
unum í Goðafoss að lokinni
Kristnitökunni eitt þúsund
árum áður.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
Þann 9. ágúst
nk. verður Ró-
bert Örn Ólafs-
son, fv. slökkvi-
liðsmaður,
Lóulandi 6, 250
Garði, sjötugur.
Af því tilefni
er ættingjum og
vinum boðið til
fagnaðar í Samkomuhúsinu Garði
laugardaginn 7. ágúst frá kl. 19.
70 ára
„Ég ætla að vera með afmælispartí í kvöld og
bjóða vinum mínum heim. Hlusta á tónlist, dansa
og hafa það skemmtilegt,“ segir Salvör Þór-
isdóttir en hún fagnar 25 ára afmæli sínu í dag.
Hún segir að það afmæli sem standi kannski einna
helst upp úr í minningunni sé tvítugsafmælið
hennar. „Ég var að vinna með góðum vinkonum
mínum á afmælisdaginn og fékk afmælisknús frá
svona 40 unglingum. Ég var að vinna í sumar-
búðum fyrir norðan og það var æðislegt að eiga
afmæli þar. Ég fékk afmælisköku, afmælissöng og
allt tilheyrandi.“
Salvör stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands og er á loka-
sprettinum í því. Hún segir að það hafi alls ekki verið löngu ákveðið
að fara í lögfræði áður en hún hóf námið. „Þetta var eiginlega spurn-
ing um sálfræði eða lögfræði. Ég hafði engan sérstakan áhuga á lög-
fræði áður en ég byrjaði en svo er deildin bara alveg æðisleg,
skemmtilegt nám, frábært félagslíf og yndislegt fólk. Ég er voðalega
ánægð þarna.“
Aðspurð hvað taki síðan við að náminu loksins svarar hún einfald-
lega: „Alvara lífsins.“ hjorturjg@mbl.is
Salvör Þórisdóttir laganemi er 25 ára í dag
Hlusta á tónlist og dansa
Nýirborgarar
Reykjavík Magdalena
fæddist 13. maí kl. 20.08.
Hún vó 3.960 g og var 52
cm löng. Foreldrar henn-
ar eru Ragnhildur Páls-
dóttir og Guðfinnur Þor-
valdsson.
Reykjavík Örn Ingvi
fæddist 31. desember kl.
0.00. Hann vó 3.370 g og
var 51 cm langur. For-
eldrar hans eru Inga
Steinunn Arnardóttir og
Aðalgeir Arnar Jónsson.
Kópavogur Arnór fæddist
5. maí kl. 22.47. Hann vó
4.470 g og var 54 cm lang-
ur. Foreldrar hans eru
Ása Fríða Kjartansdóttir
og Víglundur Pétursson.