Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 ✝ Sigríður RannveigTómasdóttir fædd- ist í Glerárþorpi 26. mars 1934. Hún lést á líknardeild Landspít- alans 28. júlí 2010. Foreldrar: Sig- urlaug Sóley Sveins- dóttir, f. á Deplum í Stíflu, Skagafirði, 12. júní 1904, d. á Ak- ureyri 21. október 1998, og Tómas Hall- gríms Kristjánsson, f. í Götu í Árskógshreppi (Eyj.) 10. júlí 1902, d. á Akureyri 24. mars 1959. eldrum sínum og systkinum í Gránufélagsgötu 22 á Akureyri þar sem fjölskyldan átti sitt heimili um langt skeið. Góa lauk námi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og sótti sér síðar þekkingu í tungu- málaskólum. Starfaði í bókabúð á Akureyri um nokkurra ára skeið, vann sem bílfreyja og sem au pair í París um tveggja ára skeið. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur hóf hún störf hjá Samvinnubankanum og starfaði þar þar til hún hóf störf hjá Landsbankanum þar sem hún starfaði þar til hún fór á eft- irlaun. Dóttir Góu er Eva Sóley Sigurðardóttir f. 15. febrúar 1966, dætur hennar eru Gígja Sigríður Guðjónsdóttir f. 30. júní 1989 og Karítas Sveina Guðjónsdóttir f. 11. maí 1994. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju í dag, 6. ágúst 2010, kl. 13. Jarðsett verður í Sóllandi. Systkini Góu, eins og hún var oftast kölluð: Guðrún f. 21. janúar 1926, Sig- ursveinn f. 12. ágúst 1927, d. 2. janúar 2001, Ingibjörg Val- gerður f. 7. sept- ember 1929, d. 29. ágúst 1994, Gunn- hildur Anna, lést barn að aldri, Anna Sigurbjörg f. 30. okt. 1941, Haraldur f. 28. maí 1950, d. 2. janúar 1996. Góa flutti ung að aldri með for- Mamma lést að kvöldi dags 28. júlí eftir baráttu við krabbamein. Dagur- inn var langur og sólríkur og hún vissi það, þó að hún gæti ekki tjáð sig mikið með orðum síðustu tvo dagana fyrir andlátið. Hún heyrði og hún tjáði sig með augunum. Baráttan við sjúkdóm- inn var löng og mamma barðist hetju- lega. Þegar læknirinn sagði okkur í byrjun júlí að hún væri orðin Íslands- meistari í að lifa með sjúkdóminn held ég að mömmu hafi fundist það dálítið skemmtilegt – þrátt fyrir allt. Mamma var keppnismanneskja. Hún fæddist inn í samhenta fjölskyldu og átti gott samband við systkini sín og foreldra. Hún stundaði íþróttir fram á fullorð- insár, spilaði handbolta og fór í keppn- isferðalög um landið. Hún talaði oft um þessa tíma og fátt fannst henni skemmtilegra en að fylgjast með handboltaleikjum. Ég gleymi því seint þegar við fórum í Laugardalshöllina að horfa á Strákana okkar spila og hún klappaði og hrópaði. Hún mátti ekki missa af handboltaleik í beinni út- sendingu þegar handboltalandsliðið var að spila, hvort sem það var að degi eða nóttu, og svaraði þá hvorki síma né dyrabjöllu ef svo bar undir. Akur- eyri var henni alltaf einstaklega kær og hún var stolt af því að vera að norð- an. Hún sagði mér sögur sem báru með sér myndir af hörðum vetrar- veðrum á snjóþungri Brekkunni og sólríkum sumardögum við sjóinn á Eyrinni þar sem hún ólst upp. Eftir að skólanámi lauk starfaði mamma á nokkrum stöðum á Akureyri, lengst af í bókaverslun. Hún var bílfreyja um tíma og á þrítugsaldri starfaði hún sem au pair hjá sendiráðsfólki í París en þar fékk hún tækifæri til að ferðast til nokkurra landa og kynnast ólíkri menningu. Eftir að mamma flutti til Reykjavíkur starfaði hún í Samvinnu- bankanum og síðan í Landsbankanum þar til hún fór á eftirlaun. Mömmu var margt til lista lagt. Hún var fagurkeri og sælkeri og vissi alltaf hvað hún vildi. Hún var snillingur í matargerð og hafði gaman af því að elda góðan mat, hvort sem það var gamaldags ís- lenskur matur eða kryddaðir suðræn- ir réttir. Hún ferðaðist töluvert, á Ís- landi og erlendis, og var frábær ferðafélagi. Ég fór ekki að ferðast með mömmu erlendis fyrr en á þrítugs- aldri og frá þeim ferðalögum á ég margar ógleymanlegar minningar. Mamma var ekki allra eins og sagt er, en hún var vinur vina sinna og bar hag þeirra fyrir brjósti. Hún var kærleiks- rík og heiðarleg manneskja. Mamma hafði græna fingur. Hún gat dvalið heilu dagana og kvöldin úti í garði við að reyta arfa og huga að gróðri yfir sumartímann. Eitt af hennar síðustu verkum heima, nokkrum dögum fyrir andlátið, var að fullvissa sig um að blómin væru í lagi, bæði stofublómin og sumarblómin í garðinum. Hún var ljóðelsk og fylgdist vel með fréttum. Hún var sjálfstæð kona og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Við vorum ekki alltaf sammála en sambandið okkar var þó alltaf mjög náið og kærleiksríkt. Það er fallegur dagur, sólin skín og það er hlýtt og kyrrt. Allir búnir að koma, það er gott fólk í kringum þig. Elsku mamma mín, þetta verður allt í lagi. Eva Sóley. Amma Góa var frábær kona. Þar sem við systurnar erum hennar einu barnabörn hugsaði hún um okkur eins og sín eigin börn og var aldrei langt undan. Góa var ekki bara amma, held- ur var hún besta vinkona mín á mínum yngri árum og lékum við okkur saman daga og nætur í Grænuhlíðinni. Alltaf fundum við okkur eitthvað að gera og okkur leiddist aldrei. Blómaræktun, göngutúrar, strætóferðir, verslunar- ferðir, matargerð og fleira. Amma gat spjallað við mig um himin og jörð og hún sagði mér margar sögur frá sín- um yngri árum því hún átti margar frábærar og skemmtilegar minningar. Ég á einungis góðar minningar um hana ömmu mína, svo margar að ég kæmi skrifum um þær ekki í eina bók heldur yrðu það mörg bindi. Öll þessi ár sem hún barðist var ekki að sjá að hún væri sjúklingur. Á endasprettinum voru veikindin henn- ar orðin mjög mikil, hún barðist eins og hún gat og þvertók fyrir að vera veik þótt hún gæti varla hreyft sig. Þessi hugsunarháttur hefur komið henni í gegnum öll þessi ár sem sjúk- lingur. Á því augnabliki sem hún kvaddi kom bros á andlit hennar og ég sá að amma var komin á betri stað, stað þar sem hún hefur hreinan lík- ama og þarf ekki lengur að berjast. Amma Góa kvaddi brosandi og með aðstandendur sína grátandi sér við hlið. Það er merki um að hún gerði það gott á meðan hún lifði. Hvíldu í friði, elsku nafna mín. Gígja Sigríður. Elsku amma mín. Nú í dag er liðin vika frá því að þú kvaddir og ég hef notað þessa viku í það að rifja upp alla góðu tímana sem við áttum saman. Þú lést alltaf allt eftir mér alveg frá mín- um fyrstu og fram á þína seinustu daga, ferðaðist með mig út um allt, hvort sem það var erlendis eða bara út í garð og einnig eru bæjarferðirnar okkar alveg ógleymanlegar. Þú varst veik nánast allt líf mitt, en lést það aldrei stoppa þig við að framkvæma hlutina sem þig langaði að gera, kvart- aðir aldrei og það virtist aldrei neitt hrjá þig. Ég kveð þig með þökkum, elsku amma mín, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fyrir allar þær réttu ákvarðanir sem þú hefur hjálpað mér að taka. Er held ég enn á æskuslóð úti er napurt og sól er sest og er nóttin skellur á verð ég magnlaus í myrkrinu og minning þín er sterk sem bál. Ó hve sárt ég sakna þín sem lýstir mér inn í ljóðaheim og lífs mér sagðir sögur um landið okkar ljúfa og lífsins leyndarmál. En morgundaggar ég fer á fund og finn þar huggun í dalsins kyrrð og minningarnar lifna við um sveitina, fólkið og fjöllin sem fylgdu þér hvert fótmál. (Haraldur Haraldsson.) Karítas. Floginn er engill enn og aftur, elsku hjartans ömmusystir mín, Góa frænka, er ljóssins kraftur. Mér var það sönn hamingja að verða aðnjótandi þinnar heillandi og einlægu persónu sem þú varst, ynd- islega frænka. Fyrsta myndin mín af þér í minn- ingunni er hlý, dökk tindrandi augu og síða, ljósa, slétta hárið. Fyrir mér varstu lifandi hafmeyja, töfrum líkust og fögur. Þú hafðir dvalið sem ung stúlka suður í Frakklandi sem au pair og barst með þér listnæmi, tísku og fram- andi menningu sem fékk alla tíð notið sín í fasi þínu og heimili. Að ógleym- anlegri matargerðarlist Góu à la spe- ciale. Ferðahugurinn dreif þig víða og var Grikkland og Ítalía svo oft skemmti- legt umræðuefni. Fyrir örfáum dög- um var ég í sögustund hjá þér, einni af óteljandi, þá sagðir þú með þinni ein- beittu áherslu: „Oh, ég elska Mílanó,“ svo ótrúlega lífsglöð og frjáls í erfiðum veikindum. En önnur borg stóð hjarta þínu næst, Akureyri, æskuslóðin var stjör- nuljóma stráð í frásögnum þínum. Sem barn hélt maður það vera himna- ríki, svo mikið var ástríkið. Einu af mínum uppáhalds orðatiltækjum, sem þú áttir og notaðir óspart, „það er allt svo gott að norðan,“ verður haldið við. Þúsund þakkir áttu frá mér fyrir óþrjótandi hvatningu og hrós í gegn- um árin. Er mér sérstaklega minnis- stætt þegar við Eva Sóley vorum í tónlistarskóla að læra á blokkflautu og ég spilaði alltaf feilnótu en fékk ekki að gefast upp, bara að spila aftur og aftur með ykkur mæðgur sem áheyr- endur. Ennfremur vil þakka fyrir enda- laust dýrðlegar móttökur og notaleg- heit í æsku er ég lagði leið mína úr Breiðholtinu með leið þrettán í Hlíð- arnar margoft, svo gaman var að fá að koma og leika. Húmoristinn og töffarinn lágu und- ir fínlegu atgerfinu. Þú lést ekkert buga þig, heldur tókst á við erfiðleika með hugrekki og opnum huga á hetju- legan máta. Takk fyrir allt sem þú hef- ur kennt mér og og gefið því alltaf átt- irðu ráð undir rifi hverju fyrir vini og vandamenn sem þú hafðir alla tíð í há- vegum. Með ást og söknuði kveð ég kær- leiksríka frænku, trausta vinkonu, dásamlega manneskju og skemmti- lega stelpu. Bið englana að vaka með þér að ei- lífu. Himnadís, þú svífur sátt í himnaríki yfir regnbogann hátt, heillandi dansar við stjörnurnar dátt, syngur með englum töfrandi kátt, óskirnar rætast, þú hefur mátt. (JEI.) Við elskum þig alltaf, Góa frænka. Sigrún og börn. Sigríður eða Góa, eins og hún var al- mennt kölluð, er nú fallin frá eftir ára- langa og hetjulega baráttu við krabba- mein. Ég kynntist Góu, fyrrverandi tengdamóður minni, fyrir hartnær þrjátíu árum og tók hún mér strax opnum örmum. Hún bjó þá, ásamt Evu dóttur sinni, í fallegri íbúð við Grænuhlíð og má segja að þar hafi lengi vel verið okkar annað heimili. Það voru ekki slæmar stundirnar við matarborðið hjá henni Góu því bæði var hún góður kokkur og hafði um margt að spjalla. Hún gat haft mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum og vorum við ekki alltaf sam- mála um alla hluti eins og gengur og gerist en þegar talið barst að pólitík vorum við ávallt í sama liði. Góa var harðdugleg og samvisku- söm og fór ung út á vinnumarkaðinn en lengst af vann hún við bankastörf hjá Samvinnubankanum og síðar Landsbankanum. Hún bjó og starfaði sem ung kona í Frakklandi og talaði hún oft um þann tíma og sagði sögur af dvöl sinni þar. Góa bjó lengst af ein en tók mikinn þátt í lífi einkadóttur sinnar og ömmustelpnanna þeirra Gígju og Karítasar. Hún var dætrum mínum frábær amma og verð ég henni ævarandi þakklátur fyrir það. Ég veit að ömmu Góu verður sárt saknað. Það er með virðingu og þakklæti sem ég kveð hana Góu. Blessuð sé minning hennar. Guðjón Ingi. Sigríður Tómasdóttir (Góa) ✝ SigurbjörgBjarnadóttir fæddist 20. október 1924 í Miklaholtsseli, Miklaholtshreppi. Hún lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans við Hringbraut föstudaginn 30. júlí 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Ív- arsson, f. 24. júní 1873, d. 1. jan. 1950 og Magndís Bene- diktsdóttir, f. 5. mars 1882, d. 26. jan. 1964. Sigurbjörg var yngst sjö systkina sem öll eru látin. Þau voru Guðni, f. 20. júní 1907, Kristjana, f. 10. nóvember 1947. Barnabörnin eru 9, lang- ömmubörnin eru 14 og langalang- ömmubarn er 1. Sigurbjörg ólst upp á Snæfells- nesi til 5 ára aldurs, en fluttist þá með foreldrum sínum til Keflavík- ur. Þegar hún var unglingur fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og hefur Sigurbjörg búið þar alla tíð síðan. Eftir að hún giftist Haraldi vann hún lengst af í fyrirtæki þeirra hjóna, Reiðhjólaversluninni Ern- inum í Reykjavík, jafnframt því sem hún sinnti húsmóðurstörfum á heimili þeirra hjóna, en þar var stöðugur erill og gestagangur, enda bjuggu þau hjónin í sama húsi og fyrirtæki þeirra var til húsa. 1993 flutti Sigurbjörg að Lindargötu 61, Vitatorgi, og bjó þar til æviloka. Útför Sigurbjargar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 6. ágúst 2010, og hefst athöfnin klukk- an 15. 1908, Benedikta Magndís, f. 21. ágúst 1911, Auðbjörg, f. 27. júlí 1915, Íva, f. 28. september 1916 og Aðalsteinn, f. 1. mars 1920. Sigurbjörg giftist 29. maí 1943, Haraldi S. Guðmundssyni, f. 9. jan. 1917, d. 20. sept. 1979. Börn þeirra eru: 1) Harald G., fæddur 1. september 1943; 2) Sólveig, fædd 14. febrúar 1946, maki hennar er Neil Hart, fæddur 11. desember 1947; 3) Sigríður, fædd 24. október 1947, maki hennar er Sigurjón Sigurðsson, fæddur 7. júní Elsku amma Silla. Þú áttir fastan sess í lífi okkar allra um langan veg. Þegar þú hverfur á braut nánast fyr- irvaralaust hrannast upp minningar um sívakandi áhuga þinn og um- hyggju fyrir okkur öllum. Þessar minningar munu ylja okkur um hjartarætur og verða okkur leiðarljós um ókomin æviár. Heimili ykkar afa Halla stóð barna- börnunum alltaf opið og eftir fráfall hans fyrir rúmum þrjátíu árum hafðir þú sama hátt á. Heimsóknir þínar og gjafir brugðust aldrei á réttum augnablikum og þess á milli styrktir þú tengslin með reglubundnum, löngum símtölum. Þetta var í byrjun nýnæmi fyrir þá sem höfðu haldið að síminn væri eingöngu fyrir skilaboð. Þessara símtala verður sárt saknað. Þú miðlaðir okkur af lífsreynslu þinni og kunnáttusemi um ýmsa hluti, hafðir skoðun á mönnum og málefn- um, vissir hvað klukkan sló og hafðir það sem sannara reyndist. Þú varst góð, falleg og ástrík kona og það er dýrmætt og ómetanlegt að hafa átt þig að. Við þökkum þér innilega fyrir sam- fylgdina. Guðný og fjölskylda. Komið er að kveðjustund. Hún Silla, móðursystir mín, hefur nú síð- ust þeirra sjö systkina lagt í sína hinstu för og horfið á vit forfeðranna. Hún hét Sigurbjörg fullu nafni og var yngst þeirra systkina, en hin voru Guðni, Kristjana, Benedikta Magn- dís, Auðbjörg, Íva og Aðalsteinn. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Með Sillu er systkinahópurinn geng- inn og ný kynslóð leiðir för. Hún Silla frænka mín var létt í lund og skrafhreifin. Fyrir mér var hún „skottan“ í systkinahópnum. Ég man hvað mér fannst hún alltaf fín í tauinu, flott kona og vel til höfð. Henni var sjaldan orðavant, fylgdist vel með og var minnug á menn og málefni. Það var engin lognmolla í kringum hana Sillu frænku, hún kunni að létta lífið og gantast. Silla og Halli voru bæði létt í fasi, tilbúin í glens og gaman. Maður kom ekki að tómum kofunum á þeim bæ. Silla og Halli ráku Reiðhjólaversl- unina Örninn á Spítalastíg 8 í Reykja- vík og bjuggu með fjölskylduna í sama húsi. Spítalastígur 8 var í þá daga ekki bara verslun í hugum okkar hinna í stórfjölskyldunni. Þá komu allir við á Spítalastígnum í „bæjar- ferðunum“ og settust mislengi að í litla eldhúsinu á efri hæðinni. Þetta var bara viðtekin venja. Fyrir okkur var þetta miðstöð þeirra sem komu í miðbæinn, hvort sem komið var úr út- hverfi Reykjavíkur eða utan af landi. Það var í reynd engin alvöru bæjar- ferð í þá daga nema komið væri við í kaffi hjá Sillu frænku og Halla á Spít- alastígnum. Þetta var ómissandi þátt- ur í tilverunni. Alltaf stóð Silla tilbúin með kaffið og Bernhöftsbakarí á næsta horni ef eitthvað vantaði. Ég man líka hvað þetta var stór hluti af 17. júní hátíðarhöldunum. Þá var sko gott að geta farið á Spítalastíginn hvílt sig og þegið næringu. Manni verður hugsað til þess í dag hvað þetta hefur verið mikið álag á orku og útgjöld fjölskyldunnar. Okkur var svo sannarlega vel tekið og fagnandi. Minningin um kæra móðursystur og fjölskylduna á Spítalastíg 8 lifir í hjörtum okkar. Þar sem iðulega var fullt hús og alltaf sjálfsagt að taka á móti gestum. Nú eru rúm þrjátíu ár liðin síðan Halli, maður Sillu, dó. Lífs- gangan var henni ekki alltaf auðveld en Silla hélt ótrauð áfram og lifði líf- inu með reisn. Silla hefur í mörg ár verið ókrýndur heiðursgestur í jóla- boðum okkar í fjölskyldu Ívu og verð- ur nú saknað þar og ekki síður í af- mælisboðunum sem hún hefur notið með okkur. Orð ókunns höfundar eiga hér vel við að leiðarlokum. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Elsku Haddi, Solla, Sigga og fjöl- skyldur. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra frá okkur í fjölskyldunni. Megi minning Sillu lifa sem ljós í lífi okkar allra. Gyða Halldórsdóttir. Sigurbjörg Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.