Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 218. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Hafnaði boði um forgang 2. Gleðifréttir á sunnudagsmorgun 3. Ekki hallærislegur á vistvænum… 4. Grunur um barnamorð í Edinborg »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nú stendur yfir í Norræna húsinu ljósmyndasýning sem ber yfirskrift- ina bygdarlívið, eða þorpslífið. Sýn- ingin er á vegum bandarísku lista- konunnar, skáldkonunnar og mannfræðingsins Randi Ward. »35 Morgunblaðið/Eggert Randi Ward í Norræna húsinu  KK fagnar á þessu ári 25 ára starfsafmæli. KK ætlar að fagna þessum tímamótum og halda tónleika í Háskólabíói laug- ardaginn 11. sept- ember kl. 21.00. Þar ætlar KK að fara yfir ferilinn í tali og tónum og fá til sín góða gesti. Hljómsveitin verður svo undir styrkri stjórn Eyþórs Gunnarssonar. KK í Háskólabíói ásamt vinum  Söngkonan Kristín Birgitta Ágústs- dóttir, betur þekkt sem Stína August, og hljómsveit hennar NISTA eru væntanleg til landsins. Sveitin hefur nýlokið við gerð fyrstu plötu sinnar og mun hún koma fram á ýmsum viðburðum í ágústmánuði, ásamt því að vinna að tón- listarverkefni með Valgeiri Sigurðssyni. Stína August og NISTA á Íslandi Á laugardag Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og rigning sunnan til á landinu, en annars skýjað að mestu og úrkomulítið. Hiti 10 til 17 stig. Á sunnudag Norðlæg átt og dálítil væta suðaustanlands fram eftir degi en annars skýj- að með köflum. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG S- og SA 5-10 m/s, rigning og súld vestan til á landinu og einnig suðaustan til síðdegis en annars hægari og skýjað að mestu. Hiti 10 til 17 stig. VEÐUR Fimm leikir fóru fram í úr- valsdeild karla í fótbolta í gær. FH-ingar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir topp- liðunum ÍBV og Breiðabliki eftir 3:1 sigur í Vestmanna- eyjum. Selfoss vann botn- slaginn gegn Haukum. Grindavík var í ham gegn Fram, og KR-ingar sýndu takta gegn Stjörnunni. Ótrúlegur lokakafli hjá Keflavík gegn Fylki. »2, 3, 4, 5, 7 FH-ingar sýndu styrk sinn í Eyjum Kylfingurinn Kristján Þór á leið til Louisiana Hrafn Kristjánsson skrifaði í gærkvöldi undir samning við körfuknattleiksdeild KR um að taka að sér þjálfun karlaliðs fé- lagsins. Hrafn hafði fyrr í sum- ar tekið að sér þjálfun kvenna- liðs félagsins og mun því stýra þeim báðum á næstu leiktíð. »2 Krefjandi tímabil hjá Hrafni Kristjánssyni ÍÞRÓTTIR - 8 SÍÐUR Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Þrekraunakeppnin Ironman eða Járnkarlinn verður haldin 15. ágúst nk. í Danmörku og leggja 17 Íslend- ingar leið sína þangað til að spreyta sig í þessu strembna móti. Vignir Þór Sverrisson, starfsmaður Ís- landsbanka, er einn þeirra. „Þetta er ein mesta íþróttaþrekraun sem Ís- lendingar hafa tekið fyrir,“ segir Vignir. „Það er gífurlegur undirbúningur sem fer í svona. Flestir eru búnir að vera að æfa fyrir þetta í níu mánuði og allt upp í heilt ár,“ segir hann en sjálfur hefur hann verið að æfa stíft fyrir mótið í níu mánuði. Æfingarnar eru allt að 10 sinnum í viku, um þrjá klukkutíma á virkum dögum og upp í fimm tíma um helgar ásamt því auðvitað að taka mataræðið í gegn. Þríþrautin mikla Mótið samanstendur af sjósundi sem er 3,8 kílómetrar. Beint eftir sundið eru hjólaðir 180 kílómetrar og því næst er hlaupið maraþon. „Þetta er eins og að synda úr Reykjavíkurhöfn í Viðey, hjóla síðan í Stykkishólm og hlaupa þar mara- þon,“ segir Vignir og hljómar þetta ansi tyrfið. Þátttakendur hafa 17 klukkustundir til þess að ljúka þrautinni og þurfa því að vera á stöð- ugri hreyfingu allan tímann. Vignir segir að meðaltími við að klára hana sé um 12 klukkustundir, sjálfur stefnir hann hærra. „Ég stefni á að klára á bilinu 10-11 klukkutímum,“ segir Vignir. „Einar Jóhannsson á besta íslenska tímann, 9,24 klukku- stundir, frá árinu 1996.“ Aðspurður hvernig honum hafi dottið í hug að skella sér í þessa þrautakeppni segir Vignir þetta vera áskorun. „Flestir sem eru í þessu vilja prófa eitthvað nýtt og leggja eitthvað á sig. Það eru ekki margir í þessum „Ironman-klúbbi“ eða Járnkarlaklúbbi,“ segir hann en þeir sem eru í klúbbnum eru þeir sem hafa náð að klára Járnkarlinn. Hópurinn hefur verið að æfa sam- an og hvetja þátttakendur hver ann- an. „Það er einmanalegt að fara einn í 5-6 klukkustunda hjólatúr. Ef mað- ur hjólar til Þingvalla og til baka vill maður hafa smáfélagsskap.“ Markmiðið að klára mótið Margir velta því eflaust fyrir sér hvað sé í verðlaun eftir þessa erfiðu keppni og segir Vignir þau vera veg- leg. „En fyrir okkur er þetta fyrst og fremst heiðurinn að hafa klárað þetta. Ég held að markmiðið hjá flestum í keppninni sé bara að klára mótið,“ segir Vignir en sumir eru að fara í það í þriðja skiptið. Íslendingar stefna í Járnkarl  Vilja prófa nýja hluti og leggja eitthvað á sig Stálhraust Vignir Þór ásamt Karen Axelsdóttur, sem byrjaði í þríþraut árið 2006. Þau hafa æft stíft og eru hér hress og fersk með hjólin sín. Vignir er á leið í Járnkarlinn en Karen tekur þátt í bresku heimsmeistaramóti. Hvað og hvar er Ironman? Ironman-mótið er þrekraunakeppni haldin í Danmörku. Þar er keppt í þríþraut. Fyrst er keppt í 3,8 kíló- metra sjósundi, strax á eftir eru hjólaðir 180 kílómetrar og að lokum er hlaupið maraþon. Allan tímann eru þátttakendur á stöðugri hreyf- ingu og fá 17 klukkustundir til þess að ljúka við þessa erfiðu þraut. Hverjir ætla að taka þátt? 17 Íslendingar leggja leið sína til Danmerkur að taka þátt í mótinu en þeir koma alls staðar að, úr Kópa- skeri, frá Vestfjörðum, af Reykjavík- ursvæðinu og Suðurlandinu svo eitthvað sé nefnt. Eru kröfur fyrir þátttöku? Mikill tími fer í undirbúning fyrir þríþrautina. Vignir Þór þátttakandi hefur æft stíft í 9 mánuði fyrir mót- ið og segir aðra hafa verið að æfa í allt að heilt ár. Hafa margir Íslendingar tekið þátt í Járnkarlinum? Það hittist svo á að 17 Íslendingar hafa tekið þátt í Járnkarlinum í gegnum tíðina eða frá árinu 1996, en akkúrat 17 Íslendingar leggja nú leið sína þangað til að keppa. Spurt & svarað Afrekskylfingurinn Kristján Þór Ein- arsson hefur titilvörnina á Íslands- mótinu í holukeppni í dag á Garða- velli á Akranesi. Kristján Þór mun yfirgefa Ísland í lok ágúst þar sem hann mun hefja háskólanám í Loui- siana og leika jafnframt golf með skólaliðinu. Kristján er með ýmsar tegundir af kylfum í pokanum og þær er hægt að sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. »8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.