Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Fimm farþegaflugvélar á leið frá
Vesturheimi þurftu að lenda á
Reykjavíkurflugvelli í gær.
Skyggnið á Keflavíkurflugvelli var
afar slæmt. Blindþoka hafði lagst
óvænt yfir flugvöllinn, en við slíkar
aðstæður þykir óráðlegt að hleypa
flugvélum til lendingar. Þoka sem
þessi er mjög óalgeng á Keflavík-
urflugvelli.
Um er að ræða tvær vélar frá
Iceland Express og þrjár vélar frá
Icelandair. Þær voru að koma frá
borgunum Winnipeg, Seattle, To-
ronto, Boston og New York.
Vélarnar lentu um sjöleytið í
morgun og þurftu að bíða í dágóða
stund á Reykjavíkurflugvelli. Síð-
asta vélin fór frá Reykjavík laust
fyrir tíu í morgun. Í millitíðinni
tóku flugvélarnar eldsneyti.
Farþegar um borð í vélunum
voru hátt í sjö hundruð talsins.
Þeir fengu ekki að yfirgefa vél-
arnar fyrr en þær höfðu lent í
Keflavík. Hvorki bárust kvartanir
frá farþegum né íbúum Reykjavík-
ur og Kópavogs vegna atviksins, að
sögn Jóns Baldvins Pálssonar flug-
vallarstjóra.
Hafnaði boði um forgang
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra var meðal farþega
sem þurftu að bíða á Reykjavík-
urflugvelli. Hún var á leið heim frá
Winnipeg ásamt aðstoðarmanni
sínum Hrannari B. Arnarssyni.
Vefsíðan Pressan.is greindi frá
því í gær að starfsfólk flugvélar-
innar hefði boðið forsætisráð-
herranum að fara frá borði í
Reykjavík ásamt föruneyti sínu. Þá
mun Jóhanna hafa svarað því boði
neitandi og látið þau ummæli falla
að eitt skyldi yfir alla ganga.
Jóhanna sat því sem fastast
þangað til vélin lenti í Keflavík og
allir farþegarnir gengu í land.
Þrír varaflugvellir
Reykjavíkurflugvöllur er einn
þriggja varaflugvalla Keflavíkur-
flugvallar á Íslandi. Hinir eru á
Akureyri og Egilsstöðum.
Af öllum þremur er höfuðborg-
arflugvöllurinn sjaldnast notaður.
Flugvellirnir á Egilsstöðum og Ak-
ureyri eru reglulega notaðir í þess-
um tilgangi á meðan Reykjavíkur-
flugvöllur sinnir hlutverki
varaflugvallar aðeins tvisvar eða
þrisvar sinnum á hverju ári.
Reykjavíkurflugvöllur til bjargar
Í höfuðborginni Farþegar vélanna voru að koma frá Vesturheimi og þurftu
að bíða klukkustundum saman eftir að vélin þeirra hafði lent á Íslandi.
Fimm farþegaflugvélar gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun vegna óvæntrar blindþoku
Um sjö hundruð farþegar máttu ekki fara frá borði á meðan beðið var eftir því að rofaði til í Keflavík
húsinu verði tilbúið, nema glervirkið
á suðurhliðinni. Að sögn Péturs er
reiknað með að búið verði að glerja
það að innan en ekki utan. „Þá verð-
ur bara settur bráðabirgðaveggur
inn í anddyrið og upp með öllu þar,“
segir Pétur.
Ekkert hringlað með daginn
Og hann segir að menn muni
ekki setja það neitt fyrir sig þegar að
því kemur að opna húsið og hefja
reksturinn.
„Nei, nei, nei. Og þetta verður
ekki þannig í langan tíma. Þetta
verður þannig kannski fram eftir
júnímánuði. En hvað okkur varðar
erum við ekkert að hringla með opn-
unardaginn.“
Morgunblaðið/Golli
Tónar Sinfó og Vladimir Ashkenazy munu vígja Hörpu. Hér sést Kristján Jóhannsson þenja böndin með sveitinni.
Halda sínu striki
Mikill áhugi á að bóka Hörpuna strax eftir opnunardaginn
Portus: „Erum ekkert að hringla með opnunardaginn“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Harpa Suðurhlið tónlistarhússins er sú íburðarmesta. Hér sjást kubbarnir
frægu í forgrunni, sem ekki uppfylla kröfur ÍAV um efnasamsetningu.
SVIÐSLJÓS
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
„Í okkar huga erum við ekkert að
hringla með opnunardaginn. Þetta
bara stendur svona. Það þarf tals-
vert mikil frávik frá áætlun ef þetta á
eitthvað að breytast,“ segir Pétur J.
Eiríksson, stjórnarformaður Portus-
ar ehf., sem ásamt Austurhöfn ehf.
stendur að byggingu tónlistarhúss-
ins Hörpu.
Tvennir tónleikar með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands eru ráðgerðir í
Hörpu 4. og 5. maí 2011 og eru það
fyrstu viðburðirnir. Opnunarhátíð
hússins er svo á dagskrá 13. maí og
verður henni sjónvarpað í beinni. Í
kjölfarið sama mánuð kemur
Listahátíð í Reykjavík auk þess sem
bókanir eru farnar að berast um
fundi og ráðstefnur. Í júní á að frum-
sýna þar söngleik sem á að ganga allt
sumarið.
Leysa málið til bráðabirgða
Þórunn Sigurðardóttir, stjórn-
arformaður Ago, félagsins sem mun
sjá um rekstur Hörpu, vill ekki út-
lista nákvæmlega hvaða ráðstefnur
hafa verið bókaðar. Hún segir hins
vegar mjög mikinn áhuga á húsinu
nú þegar. „En það er gríðarlega mik-
ilvægt að það sé engin óvissa. Við er-
um að vinna að því að fullvissa okkur
um að við getum opnað á þessum
tíma áður en við getum sagt eitt-
hvað,“ segir hún.
Í þeim áætlunum sem nú liggja
fyrir er gert ráð fyrir að allt innan í
Landbúnaðarráðherra reyndi að
koma í veg fyrir það að Arion banki
seldi tvö svínabú sem hann eignaðist
í byrjun ársins enda telur hann að
bankinn og forverar hans beri mikla
ábyrgð á alvarlegri stöðu svínarækt-
arinnar. Hann íhugar aðgerðir til að
hamla á móti þróuninni í samvinnu
við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar.
Arion banki yfirtók rekstur
svínabúanna á Hýrumel í Borgar-
firði og Brautarholti á Kjalarnesi
vegna fjárhagserfiðleika og hefur nú
selt þau til stærsta svínakjötsfram-
leiðanda landsins, Stjörnugríss á
Kjalarnesi. „Mér finnst ábyrgðar-
hluti að Arion banki sé að selja þessi
bú til eins aðila í þeirri offramleiðslu
sem er í greininni,“ segir Jón
Bjarnason, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra. Hann segist hafa
bent bankanum á ábyrgð sína á stöð-
unni og beðið um að ábyrgari leiðir
yrðu kannaðar.
Stöðva verður hringekjuna
Jón segir að stöðva verði hring-
ekju skuldsetningar svínabúa, of-
framleiðslu, gjaldþrota, sölu og
áframhaldandi framleiðslu sem leið-
ir til enn meiri skulda og nýrra
gjaldþrota. Vekur hann athygli á því
að bú hafi þrisvar farið í þrot á síð-
ustu tíu árum og alltaf verið sett af
stað á ný með alvarlegum afleið-
ingum fyrir þessa búgrein. „Það
keppir enginn áratugum saman við
framleiðslueiningar sem fara ítrekað
í gjaldþrot og eru svo seldar á óvissu
verði.“
Landbúnaðarráðherra segir að til
skoðunar sé að grípa til aðgerða, á
grundvelli núverandi búvörulaga, til
að stöðva þessa þróun og hefur rætt
málið í ríkisstjórn. Hann segir of
snemmt að segja hvaða leiðir séu
færar í því efni. „Það þarf að grípa til
aðgerða sem gera svínarækt að
öruggri innlendri framleiðslugrein.
Framleiðslan takmarkist við eðlilega
innanlandsneyslu og að fjölskyldubú
geti þrifist. Einnig þarf að hugsa um
öryggi neytenda og umhverfismál,“
segir Jón. helgi@mbl.is
Ráðherra leitar
leiða til að hamla
á móti þróuninni
Varaði Arion banka við sölu svínabúa
Morgunblaðið/Ernir
Ráðherra Jón Bjarnason hefur
áhyggjur af stöðu svínaræktar.
Miklir erfiðleikar hafa verið í svínarækt í þrjú ár vegna offramleiðslu og
verðlækkunar. Ekki er séð fyrir endann á þróuninni og eru margir svína-
bændur komnir að fótum fram með rekstur sinn. Dregið hefur úr fram-
leiðslu svínakjöts en jafnvægi hefur ekki náðst. Hugmyndir hafa verið
settar fram um að minnka þurfi framleiðsluna um þúsund tonn.
Offramleiðslutímabilið sem nú stendur yfir er önnur kreppan sem
svínaræktin gengur í gegnum á tæpum áratug.
Jafnframt hefur framleiðslan færst á færri hendur. Nú eru um fimm-
tán svínabú eftir í landinu en voru um fimmtíu fyrir rúmum áratug og yf-
ir hundrað fyrir rúmum tuttugu árum. Og eftir að Arion banki seldi tvö
svínabú sem hann yfirtók vegna skuldavanda er stærsti framleiðandinn
með yfir 60% framleiðslunnar. Landbúnaðarráðuneytið telur stefna í
mikla fákeppni og ringulreið í framleiðslunni.
Fimmtán svínabú eftir
ERFIÐLEIKAR Í SVÍNAKJÖTSFRAMLEIÐSLUNNI
Tjón
» Tjónið vegna hins gallaða
stálvirkis nemur hundruðum
milljóna króna.
» Kínverski undirverktakinn
Lingyun hefur samþykkt að
taka á sig það tjón, en ÍAV
verða þó fyrir einhverju tjóni
vegna umstangs og tafa í sam-
bandi við þetta.
» Suðurhliðin verður öll tekin
niður, ný smíðuð í Kína, flutt
hingað og sett upp.