Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
Sautján umsóknir bárust um starf
sveitarstjóra í Skagafirði en um-
sóknarfrestur er runninn út. Meðal
þeirra eru fjórir fv. sveitarstjórar og
bæjarstjórar. Haft er eftir Stefáni
Vagni Stefánssyni, formanni byggð-
aráðs, á fréttavef Feykis að verið sé
að fara yfir umsóknir og næstu skref
verða að finna út við hverja verður
talað. Guðmundur Guðlaugsson er
að láta af störfum sem sveitarstjóri
undanfarin fjögur ár.
Umsækjendur eru Arna Bryndís
Baldvinsdóttir lögfræðingur, Andrés
Bjarni Sigurvinsson verkefnastjóri,
Björk Sigurgeirsdóttir ráðgjafi,
Daði Einarsson ráðgjafi, Gísli Krist-
björn Björnsson lögfræðingur, Hugi
Jens Halldórsson framleiðslustjóri,
Jóhann Ólafsson, Jón Baldvinsson,
fv. sveitarstjóri, Kjartan Þór Ragn-
arsson lögfræðingur, Pálmi Jónas-
son fréttamaður, Ragnar Sær Ragn-
arsson, framkvæmdastjóri og fv.
sveitarstjóri, Sigurður Sigurðsson
verkfræðingur, Valtýr Sigurbjarn-
arson, fv. bæjarstjóri, Theódór Skúli
Halldórsson framkvæmdastjóri,
Þorsteinn Geirsson verkefnastjóri,
Þórður Ingi Bjarnason vaktstjóri og
Þórir Kristinn Þórisson, fv. bæjar-
stjóri í Fjallabyggð.
17 vilja stjórna
Skagfirðingum
Fjórir fv. sveitarstjórar meðal þeirra
Atli Vigfússon
Þingeyjarsveit | Sumardagskrá Fornleifaskóla
barnanna lauk nýlega með veislu þar sem meg-
ináhersla var lögð á hráefni og eldamennsku að
hætti landnámsmanna en þar var lambalæri, lax,
silungur og svartfugl kryddað með villijurtum og
eldað í soðholu. Með þessu var drukkinn mysu-
drykkur og var íbúum sveitarinnar boðið að taka
þátt í ævintýrinu. Úr varð skemmtileg kvöldstund
þar sem brugðið var á leik í víkingaspilinu sem
gjarnan er kallað „kubb“ og kunnu allir vel að meta
þessa óvanalegu veislu.
Í sumarskólanum voru fjölbreytt viðfangsefni að
þessu sinni, en þar hélt dr. Christian Keller erindi
um fornleifafræði og landslag þar sem lögð var
áhersla á hversu mikið má lesa úr landslagi um bú-
setu manna og nýtingu lands. Farið var í vettvangs-
ferðir til þess að skoða ummerki um kolagrafir og
fengu eldri nemendur skólans að gera kolagröf og
búa til kol. Því verkefni stýrði Pétur Ingólfsson
kennari í samstarfi við dr. Sophiu Perdikaris frá
New York og Calvin Gore frá eyjunni Barbuda í
Karíbahafinu, sem og áðurnefndan Christian Kell-
er. Lokaverkefnið var svo að útbúa soðholu að
hætti víkinga sem eldað var í á lokadeginum.
Fræðsla um villijurtir
Yngri nemendurnir fræddust mikið um nýtingu
villijurta og fóru í söfnunarferð en hluti þeirra
plantna sem söfnuðust nýttist vel í víkingaveisl-
unni. Þá spreyttu þau sig á því að setja saman
og mála eftirlíkingu af torfbæ en segja má að
megináherslan hafi verið lögð á uppruna forn-
minjanna þ.e. hvernig þær verða til, við hvaða
framkvæmdir eða landnýtingu.
Almenn ánægja er með Fornleifaskóla
barnanna og hafa nemendur þar tileinkað sér
mikinn fróðleik og skemmtun sem hefur glætt
áhuga þeirra á fornminjum og lifnaðarháttum
fornmanna.
Vegleg veisla að hætti landnámsmanna
Fjölbreytt verkefni í Fornleifaskóla barnanna í Þingeyjarsveit
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Fornleifar Í lok sumarannar Fornleifaskólans var slegið upp grillveislu að hætti fornmanna.
Alþjóðlegt verkefni
» Fornleifaskóli barnanna er fjölþjóðlegt
þróunarverkefni sem unnið hefur verið
að í Þingeyjarsveit síðan árið 2007.
» Á hverju ári hefur verið haldinn sum-
arskóli þar sem unnið hefur verið að
verkefnum tengdum fornleifarann-
sóknum.
» Í sumar var boðið upp á dagskrá fyrir
9-11 ára börn og 12-16 ára, öllum að
kostnaðarlausu.
Haustvörur
komnar
Útsölulok
- verðhrun -
„Ef ég hefði vitað af þessum mæli
fyrir ferðina hefði ég haft með mér
smámynt og borgað í mælinn á með-
an verkefnið stóð yfir,“ segir Sig-
urður Harðarson rafeindavirkja-
meistari sem ásamt fleirum fór upp
á Hlöðufell í Árnessýslu á miðviku-
dag til að lagfæra þar sameiginlegan
VHF-endurvarpa björgunarsveit-
anna og 4x4 jeppaklúbbsins.
Í ferðinni rakst hópurinn á stöðu-
mæli sem hafði verið komið kirfilega
fyrir rétt við vörðuna á toppi fjalls-
ins. „Einhver grínisti hefur greini-
lega komið þessu fyrir. Vel hefur
verið gengið frá undirstöðum eins og
honum sé ætlað að standa þarna um
ókomna framtíð,“ segir Sigurður.
Til að taka niður eldri búnað á
fjallinu og setja upp nýjan fengu
Sigurður og félagar aðstoð frá þyrlu
Landhelgisgæslunnar sem gegnum
tíðina hefur aðstoðað björgunar-
sveitirnar við að halda endurvarp-
anum við á Hlöðufelli. Að þessu sinni
hafði búnaðurinn skemmst vegna
eldinga.
Spaugarar settu upp stöðu-
mæli á toppi Hlöðufells
Skipt var um endur-
varpa á fjallinu
eftir eldingar
Ljósmynd/Sigurður Harðarson
Stöðumælir Göngugarpar sem fara á topp Hlöðufells geta nú skilið eftir
mynt í stöðumælinum ef þeir vilja. Ekki er vitað hver myndi tæma.
Olga Hanna
Möller hefur ver-
ið ráðin nýr
framkvæmda-
stjóri hjá Heimili
og skóla, sam-
tökum foreldra
grunnskóla-
barna. Hún hóf
störf hjá samtök-
unum 1. ágúst sl.
Olga Hanna er
viðskiptafræðingur að mennt frá
Háskóla Íslands og er einnig með
M.Sc. í alþjóðaviðskiptum og hag-
fræði frá viðskiptadeild háskólans í
Álaborg, Danmörku. Hún er gift
Helga Rúnari Jónssyni og þau eiga
þrjú börn saman. Einnig á hún tvö
stjúpbörn. Olga Hanna hefur m.a.
starfað hjá Þjóðleikhúsinu, Land-
spítalanum, Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ og verið sveitarstjóri á
Tálknafirði.
Ráðin til Heim-
ilis og skóla
Olga Hanna Möller