Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
✝ Solveig Krist-björg Benedikts-
dóttir fæddist á
Húsavík 24. desem-
ber 1912. Hún lést á
Héraðshælinu á
Blönduósi að morgni
29. júlí 2010.
Foreldrar hennar
voru Benedikt
Björnsson, skólastjóri
á Húsavík, f. 1879, d.
1941 og Margrét Ás-
mundsdóttir, hús-
móðir, f. 1881, d.
1969. Systkini Sol-
veigar voru: Ragnheiður Hrefna, f.
1907, d. 1941, Ásbjörn, f. 1914, d.
1934, Jóhann Gunnar, f. 1916, d.
2010, Ólafur, f. 1917, d. 2000, Sig-
urður, f. 1919, d. 1967, og Guð-
mundur f. 1924, d. 2005.
5. september 1944 giftist Solveig
Óskari Sövik rafvirkjameistara, f.
1. janúar 1904, d. 9. júlí, 2002, frá
Veblungsnes, Noregi. Dóttir þeirra
frá 1937 til 1947, kennari við ungl-
ingaskólann á Blönduósi 1948-53
og síðar kennari við Kvennaskól-
ann á Blönduósi um langt árabil,
allt þar til hann var lagður niður
haustið 1978. Auk þess átti hún
löngum sæti í skólanefndum þess-
ara skóla. Hún samdi mat-
reiðslubók í samstarfi við Halldóru
Eggertsdóttur, sem kom út árið
1954 og var endurprentuð árið
1961, en er nú löngu ófáanleg. Var
hún notuð sem kennslubók í mat-
reiðslu við húsmæðraskólana í
landinu. Solveig starfaði við Tón-
listarskóla Austur-Húnavatnssýslu
í 10 ár, kenndi á píanó og gegndi
þar stöðu skólastjóra lengst af. Um
margra áratuga skeið var hún org-
anisti og söngstjóri við Blönduós-
kirkju og hljóp gjarnan í skarðið
við fleiri kirkjur ef þörf var á. Hún
starfaði lengi með Kvenfélaginu
Vöku og var formaður þess um
hríð. Hún átti sæti í stjórn Sam-
bands austur-húnvetnskra kvenna
og Sambands norðlenskra kvenna.
Síðustu æviárin bjó hún á dval-
ardeild Héraðshælisins á Blöndu-
ósi.
Útför Solveigar fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 6. ágúst
2010, og hefst athöfnin kl. 14.
er Ragnheiður Guð-
veig, f. 26. júlí 1953,
kennari, búsett í
Glaumbæ II í Skaga-
firði. Eiginmaður
hennar er Arnór
Gunnarsson, f. 19. júlí
1951, bóndi. Synir
þeirra eru Óskar, f.
30. mars 1976, tölv-
unarfræðingur í
Reykjavík, og Atli
Gunnar, f. 12. mars
1979, verkfræðingur
á Sauðárkróki.
Solveig ólst upp á
Húsavík og lauk prófi úr unglinga-
skólanum þar árið 1928. Síðan
stundaði hún nám við Húsmæðra-
skólann á Laugum og árin 1934-
1936 var hún við nám í hús-
mæðrakennaraskólanum í Sta-
bekk, Noregi. Að námi loknu
fluttist hún til Blönduóss þar sem
hún bjó til æviloka. Hún var skóla-
stjóri Kvennaskólans á Blönduósi
Í endurminningunni finnst mér
eins og amma á Blönduósi hafi verið
eins og allar ömmur eigi að vera.
Aldrei kom maður til ömmu og afa
öðruvísi en að fljótlega væru komnar
veitingar á borð, oftast í veglegri
kantinum, gjarnan bollur með
norskum geitaosti, pönnukökur og
þaðan af betra. Það sem fram var
borið var laust við allt óþarfa skraut,
það var fyrst og fremst gott og
örugglega ekki síður hollt. Þegar
meira var haft við, t.d. á nýársdag
þegar afi átti afmæli, sauð amma
súkkulaði. Sennilega var það svipað
súkkulaði og amma Álfgríms í
Brekkukoti sauð þegar hann varð
stúdent og Laxness segir að hafi
verið eitt af þeim miklu súkkulöðum
sem aldrei verði framar soðin.
Þessar veislur hjá ömmu virtust
verða til af sjálfu sér, aldrei sá mað-
ur asa eða fyrirgang í eldhúsinu, allt
virtist áreynslulaust, þó sennilega
hafi handtökin í raun verið fleiri en
gestkomandi gerðu sér grein fyrir.
Þegar svo var staðið upp frá borðum
og gestir þökkuðu fyrir sig, voru
svör ömmu iðulega í samræmi við
lítillætið sem einkenndi hana: „Þetta
var nú svo ómerkilegt“ eða jafnvel:
„Æ, fyrirgefðu“.
Ömmu var ævinlega mjög umhug-
að um alla í kringum sig, bæði fjöl-
skyldu og vini. Umhyggja hennar
fyrir afa síðustu árin sem hann lifði
ber því einna gleggst vitni. Eftir að
heilsu hans tók að hraka og hann var
lagstur inn á Héraðshælið heimsótti
hún hann á hverjum degi. Oftast
fékk hún bílfar hjá góðu vinafólki, en
ef ekki vildi betur til fór hún fót-
gangandi, jafnvel þó hún ætti orðið
mjög óhægt um gang. Af sama meiði
var umhyggja móður minnar fyrir
ömmu, allt frá því ég fyrst man eftir
mér.
Ömmu var æskuheimili sitt á
Húsavík hugleikið og ræddi oft um
foreldra sína og systkini. Amma hélt
mikið upp á bræður sína, sem voru
allir yngri en hún, og var sjaldnast
glaðari en þegar hún hitti þá eða
bara talaði við þá í síma. Amma lifði
þá alla og talaði oft um hvað sér
þætti það einkennileg ráðstöfun hjá
almættinu.
Ég hitti ömmu síðast um miðjan
júlí. Við fórum fyrst í bíltúr um
Blönduós og þar var líf og fjör, enda
verið að halda Húnavöku. Þegar við
keyrðum út Húnabrautina rak
amma augun í vínrauðan bíl á plan-
inu við Félagsheimilið. Hún virtist í
fyrstu ekki trúa sínum eigin augum,
það var þó ekki um að villast, þarna
stóð gamli Buickinn hans afa glans-
andi og næstum eins og nýr. Það
gladdi ömmu að sjá bílinn, enda er
hann í dag eins og minnisvarði um
þá einstöku hirðusemi sem fylgdi afa
alla tíð. Næst ókum við fram í Gunn-
fríðarstaði í Langadal, en þar er nú
sprottinn upp myndarlegur skógur.
Ræktunaráhugi fylgdi ömmu alla
tíð, hvort sem var fyrir ræktun mat-
jurta, skrautblóma eða trjáa. Það
gladdi hana mikið á efri árum að sjá
allan trjágróðurinn í kringum sig, og
hafði oft orð á því að það væri munur
að sjá Blönduós í dag eða fyrir 60 ár-
um, þegar þar var varla að sjá tré og
talið að þau þrifust ekki í bænum.
Þessi síðasti dagur minn með
ömmu er mér minnisstæður, líkt og
allir hinir dagarnir með henni, og
um þá mætti skrifa mun lengra mál
en hér er færi á. Blessuð sé minning
hennar.
Atli Gunnar Arnórsson.
Solveig frænka var stóra systir
hans pabba. Hún bjó í stóru húsi á
Blönduósi með ömmu Margréti,
Óskari, manni sínum, og Ragnheiði
Guðveigu, dóttur þeirra. Við nöfnur
erum jafnöldrur og þegar ég var lítil
fór ég oft á sumrin á Blönduós og
var þar í nokkra daga. Minningar
um Solveigu frá þessum tíma tengj-
ast garðinum hennar og eldhúsinu.
Solveig ræktaði úrvals grænmeti
sem hún matreiddi á sinn sérstaka
hátt. En hún ræktaði ekki bara
grænmeti í garðinum; ég man eftir
tómataplöntum í eldhúsglugga hjá
henni löngu áður en nokkrum datt í
hug að rækta tómata í heimahúsum.
Hún bjó til besta mat í heimi; það er
svo sem ekkert skrítið af því að hún
var matreiðslukennari og kunni því
vel til verka. En það var meira; hún
hafði yndi af að búa til góðan og holl-
an mat og lagði svo mikla alúð við
matargerðina; pabbi sagði alltaf að
hún klappaði matnum. Við hlökkuð-
um því alltaf til að koma í garðinn og
eldhúsið hennar Solveigar frænku.
Solveig átti afmæli á aðfangadag
jóla. Eftir að ég varð fullorðin og
farin að halda mín jól var símtal til
Solveigar hluti af jólahaldinu. Þegar
gæsin var komin í ofninn hringdi ég í
Solveigu. Samtölin færðu mér alltaf
eitthvað nýtt; Solveig var svo djúp-
vitur kona, las mikið og fylgdist vel
með. Hún hafði líka næman skilning
á því sem var að gerast í lífi fólks.
Hún fylgdist vel með pólitíkinni og
heimsmálunum og hafði ákveðnar
skoðanir á þeim.
Eftir því sem árin liðu fannst mér
ég kynnast Solveigu frænku æ bet-
ur. Ég heimsótti hana þegar ég átti
leið hjá og átti skemmtileg samtöl
við hana í síma. Hún sagði mér frá
því sem hún var að lesa og naut þess
að Ragnheiður Guðveig færði henni
nýjar bækur og því var hún vel
heima í því sem var að gerast í nú-
tímabókmenntum. Nýlega sagði hún
mér frá hve hrifin hún væri af Gyrði
Elíassyni og fannst hann mikið
skáld. En Solveig átti fleiri áhuga-
mál. Hún horfði á fótboltann í sjón-
varpinu, hafði lengi fylgst með
ensku knattspyrnunni og átti sitt
uppáhaldslið. Í sumar missti hún
ekki af leik í heimsmeistarakeppn-
inni og hafði ákveðnar skoðanir á lið-
unum. Hún dáðist að liðinu frá Suð-
ur-Kóreu, fannst þeir liprir eins og
kettlingar. Hún gladdist þegar Eng-
lendingar voru slegnir út, fannst það
svo gott á Gordon Brown. Og hún
sagðist ekki óska Hollendingum
góðs gengis, minnug ófara Íslend-
inga í viðskiptum við þessar þjóðir.
En svo hugsaði hún sig um og sagði
að það mætti nú ekki bitna á fótbol-
tastrákunum.
Nokkrum dögum áður en Solveig
dó heimsóttum við hana á Blönduós.
Hún var ótrúlega hress, orðin næst-
um heyrnarlaus en hugsunin alveg
skýr. Og hún hugsaði mikið. Hún
var m.a. að velta fyrir sér hvort
enska orðið “girl“ væri skylt ís-
lenska orðinu “kerla“. Henni fannst
orðin hljóma svo líkt. Á borðinu
hennar lá bunki af bókum og hálf-
prjónaður sokkur. Við fórum með
hana í bíltúr um Blönduós og það
sem hreif hana mest var hve falleg
tré voru í görðum Blönduósinga. Og
hún sagði okkur sögur, margar og
skemmtilegar sögur.
Blessuð sé minning Solveigar
frænku.
Ragnheiður Margrét
Guðmundsdóttir.
Bláir eru dalir þínir,
byggð mín í norðrinu,
heiður er þinn vorhiminn,
hljóðar eru nætur þínar.
Sólveig fór af lotningu með þetta
stef úr ljóði Hannesar Péturssonar,
veit að henni varð hugsað til Húsa-
víkur, „byggð mín í norðrinu“. Þang-
að hvarflaði hugurinn oft, á bernsku-
slóðirnar. Hún var ætíð Þingeyingur
þótt hún væri líka Húnvetningur eft-
ir dvöl hér í meira en 70 ár. Hún
fræddi mig um margt, sagði frá for-
eldrum sínum og bernskuheimilinu,
frændfólki okkar í Kelduhverfi og
fólkinu á Húsavík, systurinni sem dó
í blóma lífsins. Hún minntist
bernskubreka bræðra sinna og fé-
laga þeirra og þá hló hún dátt. Svo
sýndi hún mér hópmynd af börn-
unum á Húsavík þegar allir söfn-
uðust saman til að skera laufabrauð.
Sjálf var hún snillingur í laufa-
brauðsgerð og laufaskurður hennar
sannkallað listaverk.
Hún elskaði Noreg eins og landið
sitt, þangað sótti hún menntun sína í
Húsmæðrakennaraskólann á Sta-
bekk. Sagði mér oft frá náminu þar
og kennurunum. Þaðan kom líka
eiginmaður hennar hann Oscar Sö-
vik. Nafn hans var dregið af víkinni
við vatnið eins og algengt er í Nor-
egi að fólk kenni sig við staðina, en
móðurfólkið hét Hovde. Samt bjó
Sövikfjölskyldan á höfðanum en
Hovdefjölskyldan í víkinni. Þau
hjónin byggðu sér hús við Árbraut-
ina með útsýni yfir ósinn. Sólveig
ræktaði tré í garðinum sínum þegar
allir héldu að ekki væri hægt að
rækta tré á Blönduósi, auk blóma,
matjurta og berjarunna. Hún var
mikil ræktunarkona.
Hún helgaði Kvennaskólanum á
Blönduósi krafta sína, var forstöðu-
kona í 10 ár og kom aftur til starfa
sem kennari eftir nokkurt hlé og var
þá í 18 ár til viðbótar. Í millitíðinni
var hún stundakennari og prófdóm-
ari, auk þess sat hún í 26 ár í skóla-
nefnd. Í Kvennaskólanum lágu leiðir
okkar saman á annan áratug. Við
snerum bökum saman eins og hún
orðaði það. Við áttum líka samleið í
kvenfélaginu og kirkjukórnum þar
sem hún var organisti í áratugi. Þeg-
ar haustaði í lífi hennar hittumst við
oft. Síðustu árin dvaldi hún á elli-
deild. Hún sætti sig við það hlut-
skipti en sagði oft við mig að sig
vantaði eldhúsið sitt. Sólveig var
ákaflega fjölhæf og fær í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Það var
unun að fylgjast með henni í eldhús-
inu, hún töfraði fram kræsingar á
sinn hægláta og yfirvegaða máta.
Vann öll störf af vandvirkni og gerði
miklar kröfur til sjálfrar sín. Hún
var frábær kennari, vel lesin og end-
urnýjaði stöðugt þekkingu sína í fag-
inu. Síðustu árin undi hún oft við
lestur góðra bóka og las þá töluvert
á ensku.
Það hefur verið föst venja í fjöl-
skyldu minni frá fyrstu tíð að heim-
sækja Sólveigu á afmælinu hennar á
aðfangadag jóla og þiggja súkkulaði
og aðrar gómsætar veitingar. Nú
verða heimsóknirnar ekki fleiri.
Að leiðarlokum kveður fjölskylda
mín hana með virðingu, hlýhug og
þökk og sendir Ragnheiði og hennar
fjölskyldu samúðarkveðjur.
Aðalbjörg Ingvarsdóttir.
Þröng var á þingi á heimilinu
barnmarga á Húsavík. Höfði er lítið
hús og erfitt er að skilja hvernig
þessi hópur gat látið vel um sig fara í
því þrönga rými. Eitthvað var rýmra
eftir að skólastjórinn flutti með fjöl-
skylduna á loftið í skólanum, en þó
munaði ekki miklu. Mikið var um
gestakomur. Frændur, frænkur og
vinir áttu þar tíðum náttstað svo
dögum og vikum skipti. Því varð að
tvímenna í sum rúm. Sólveig var ell-
efu ára þegar yngsti bróðirinn, Guð-
mundur, fæddist og varð það hlut-
skipti hinnar ungu heimasætu að
deila rúmi með snáðanum og gæta
hans. Löngu síðar rifjaði Solveig
upp hvernig hún hefði litið þennan
blóðuga böggul í fyrsta sinn og
ákveðið að aðrir myndu ekki fá að
skipta sér af honum án hennar full-
tingis.
Snáðanum unga leið vel undir
verndarvæng stóru systur. Guð-
mundur óx og dafnaði næstu áratug-
ina undir verndarhendi Solveigar og
hún gaf honum þá móðurlegu ást,
sem dugði honum til að verða elsk-
andi faðir. Þegar Guðmundur faðir
minn eignaðist eigin börn, gat hann
gefið okkur þá birtu og þann yl, sem
hann hafði fengið í vöggugjöf frá
stóru systur sinni. Rúmum áttatíu
árum síðar sá hún á eftir sínum elsk-
aða litla bróður og það féll henni
sárt að horfa á eftir öllum sínum
systkinum.
Heimsóknir okkar til Solveigar á
Blönduósi voru endalaus uppspretta
hlýju og væntumþykju okkar góðu
frænku. Hún hafði einlægan áhuga á
því sem við og okkar börn tókum
okkur fyrir hendur og mundi það
stundum betur en við sjálf. Allt til
enda var athyglin og minnið óskert,
þótt heyrnin væri farin að bila. Sol-
veig fann alltaf leið til að hvetja okk-
ur með jákvæðum hugleiðingum og
hlýju, sem sárt verður saknað.
Við ferðalok velti ég því fyrir mér,
að ef tilvera hennar varð svo afdrifa-
rík fyrir einn lítinn bróðurson,
hversu umfangsmikil voru þá áhrif
hennar á allt hennar samverkafólk,
sem lifði með henni í áratugi í nánd
og fjarlægð?
Nú eru systkinin sameinuð á ný.
Húslestrar hafa verið endurvaktir
og Margrét les fyrir bónda sinn
Benedikt, líkt og hún gerði forðum
eftir að sjón hans fór að bila. Systk-
inin sjö hlýða á og fagna sameining-
unni við sína elskuðu systur.
Blessuð sé minning Solveigar Sö-
vik.
Eggert Benedikt Guðmundsson.
„Kynni okkar Sólveigar hófust
þegar ég var námsmey í kvennaskól-
anum á Blönduósi, veturinn 1967-
1968, en veturinn eftir var ég aðstoð-
arstúlka í skólanum og síðan þá hef-
ur kær vinátta haldist á milli okkar.
Sólveig kenndi matreiðslu og einnig
bókleg fög við skólann. Seinna var
ég til margra ára í heimilishjálp hjá
henni, þegar aldur færðist yfir og
kraftar hennar fóru að þverra.
Sólveig var hæg og stillt kona og
lítið fyrir íburð og prjál og vildi láta
lítið fyrir sér fara, en hélt sínu stolti
og var að eðlisfari mjög þrautseig.
Hún bjó í sínu stóra húsi þangað til
heilsan gaf sig og þá fór hún á deild
aldraðra á Heilbrigðisstofnun
Blönduóss.
Sólveig unni gróðri, sérstaklega
grænmetisræktun sem hún vann að
á meðan hún gat í garðinum sínum.
Það var unun að sjá hana vinna með
matvæli; naut ég þess oft að borða
ilmandi bakkelsi og annað góðgæti
hjá henni.
Sólveigu vil ég þakka kærleiks-
ríka vináttu við mig og mitt fólk í
gegnum árin.
Ragnheiður mín, innilegar samúð-
arkveðjur til þín og þinna.
Blessuð sé minning góðrar og
mikilshæfrar konu.
Ragnhildur Helgadóttir.
Solveig
Benediktsdóttir Sövik
Við viljum minnast
frænku okkar og vin-
konu Sigríðar Árna-
dóttur sem lést 7. júlí
sl. eftir erfið veikindi.
Sigga eins og hún var kölluð var
fædd að Suðurgötu 16 á Akranesi og
var næstelst í tíu barna hópi Stein-
unnar Þórðardóttur og Árna Árna-
sonar. Við vorum systkinabörn úr
stórri fjölskyldu afkomenda Emilíu
Þosteinsdóttur og Þórðar Ásmunds-
sonar frá Grund á Akranesi en þau
eignuðust átta börn. Samskipti hafa
alltaf verið mikil milli fjölskyldnanna
og myndast hafa ættar- og vináttu-
tengsl sem við ræktum vel og eru
okkur mikils virði.
Þegar hugurinn reikar til æskuár-
anna þá minnumst við þess að það
var mikið líf og fjör á Suðurgötu 16,
enda börnin mörg og vinirnir marg-
ir. Létt andrúmsloft var ríkjandi og
allir velkomnir og pláss fyrir alla.
Sigríður Árnadóttir
✝ Sigríður Árna-dóttir fæddist á
Akranesi 23. júní
1941. Hún lést á
Landspítalanum hinn
7. júlí 2010.
Útför Sigríðar fór
fram frá Akra-
neskirkju 15. júlí
2010.
Sigga bar með sér
þetta létta fas og góð-
látlegt grín úr föður-
húsunum. Hún var
skemmtileg, mjög fljót
til svara og orðheppin.
Einnig var hún ákveð-
in, samviskusöm,
traust og trygg.
Við frænkur sem
vorum á svipuðum
aldri áttum skemmti-
legar stundir saman
við leik og störf og
ferðuðumst mikið á
yngri árum. Margar
góðar minningar koma upp í hugann
frá þeim tíma sem við rifjuðum oft
upp, m.a. þegar við kynntumst verð-
andi mökum og fórum að festa ráð
okkar. Síðan fluttumst við hver í sína
áttina og eignuðumst börn og buru,
en þá urðu samverustundirnar færri
en við kusum. Við fylgdumst þó alltaf
vel hver með annarri og héldum
sambandi eftir því sem tækifæri gáf-
ust til.
Við viljum að leiðarlokum þakka
Siggu fyrir samveruna og biðjum
Guð að blessa Kidda, Hörpu, Petrún-
ellu og Kristján og fjölskyldur
þeirra.
Blessuð sé minning Sigríðar Árna-
dóttur.
Emilía Júlíusdóttir,
Margrét Ármannsdóttir.