Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Ómar Slökkviliðsmenn Sverrir Björn Björnsson, formaður LSS, og félagar hans stóðu í ströngu í gærdag. Fundurinn stóð í 16 klukkustundir. Launanefnd sveitarfélaga telur sig bundna af stöðugleikasáttmálan- um og geti þar af leiðandi ekki samið nema innan ramma sáttmálans. Stöðugleikasáttmálinn var undirrit- aður í júní í fyrra og rennur út í nóv- ember á þessu ári. Samkvæmt því geta slökkviliðsmenn gengið óbundnir til samninga eftir að stöð- ugleikasáttmálinn fellur úr gildi í nóvember. Þar sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna er aðili að BSRB eru kjara- samningar slökkviliðsmanna, sem stendur, bundnir af stöðugleikasátt- málanum. Launanefndin segir slökkviliðsmenn ekki hafa komið með nein haldbær rök sem réttlæti sérstakar kjarabætur nú umfram aðra starfsmenn sveitarfélaga. Meðal markmiða sáttmálans var að styrkja stöðu tekjulægstu launahópanna. Sömuleiðis standa vörð um grunnþjónustu og koma í veg fyrir uppsagnir. Sveitarfélögin unnu, í samræmi við sáttmálann, að því að hækka laun þeirra starfsmanna sem eru undir 200 þúsund krónum á mánuði. Á veg- um sveitarfélaga í landinu starfa um 22 þúsund manns. Meirihluti þeirra við þjónustustörf og því margir í tekjulægstu hópum samfélagsins. Felldu kjarasamning Þokkaleg sátt skapaðist milli allra stéttarfélaga og sveitarfélaga um að standa við sáttmálann enda var lítið annað í boði í ljósi yfirstand- andi efnahagsþrenginga. Þar sem laun slökkviliðsmanna eru talsvert yfir 200 þúsund krónum hafði stöð- ugleikasáttmálinn lítil áhrif til hækk- unar launa nema hjá nýliðum. Forsvarsmenn slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna undirrituðu kjarasamning á grundvelli stöðug- leikasáttmálans síðasta sumar. Sá kjarasamningur var felldur í at- kvæðagreiðslu félagsmanna Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna. Launanefnd sveitarfélaga heldur því fram að þar með hafi slökkviliðsmenn hafnað launahækkun fyrir þá launalægstu innan sinna raða. Kjarasamningar Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna hafa nú verið lausir síðan 31. ágúst í fyrra. Boðað verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna í dag stendur til miðnættis. Takist ekki að leysa deiluna fyrir sumarlok hefur verið boðað til alls- herjarverkfalls sem hefst þann 7. september næstkomandi. Ekkert samkomulag ennþá  Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn verða í verkfalli til miðnættis í kvöld 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 Morgunblaðið/Ómar Hiti Bæjarráð Grindavíkur harmar óvissuna um stöðu mála hjá HS Orku. Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Bæjarráð Grindavíkur samþykkti sl. miðvikudag ályktun þar sem hörmuð er sú óvissa sem nú ríkir um eign- arhald HS Orku og fullyrt að hún stefni atvinnuuppbyggingu á svæð- inu í hættu. Í ályktuninni segir enn- fremur að Grindavíkurbær sé tilbú- inn til viðræðna um styttingu leigutíma HS Orku á auðlindinni, verði það til að eyða óvissunni og leysa málið. Í ályktun bæjarráðsins er árétt- að að þær orkuauðlindir sem HS Orka hefur til nýtingar á Suðurnesj- um eru í eigu Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar en ekki HS Orku. Bæjarráð Grindavíkur leggur áherslu á það í ályktun sinni að at- vinnuuppbygging og verðmætasköp- un séu leiðirnar út úr kreppunni. Hlutverk ríkisins eigi að vera að stuðla að frekari uppbyggingu í stað þess að standa í vegi fyrir henni en atvinnuleysi á landinu er mest á Suð- urnesjum. Í júnímánuði var atvinnu- leysið á Suðurnesjum 11,9% saman- borið við 7,6% á landinu öllu. Þá skorar bæjarráð Grindavík- ur á ríkisstjórnina að standa ekki í vegi fyrir þeim aðilum sem vilja fjár- festa á lögmætan hátt á Íslandi. Guðmundur Pálsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir bæjar- ráð hafa farið yfir þessi mál frá því að ríkisstjórnin ákvað að vinda ofan af kaupum Magma Energy á eignar- hlutum í HS Orku. „Það sem við erum hrædd við er að núna stoppi allar framkvæmdir á Suðurnesjum. Hingað til hefur eng- inn sagt neitt um framhaldið. Þau ætla að vinda ofan af þessu en vita ekkert hvert þau stefna. Ríkisstjórn- in hefur ekkert sagt um hvað gerist svo,“ segir Guðmundur. Böðvar Jónsson, formaður bæj- arráðs Reykjanesbæjar, segist taka undir ályktun bæjarráðs Grindavík- ur. „Mér finnst líka mega taka fram að oft er talað um að einn aðili vilji eignast alla orkuna en auðvitað get- ur fyrirtæki eins og HS Orka ekki virkjað nema með leyfi Orkustofn- unar annars vegar og sveitarfélaga hins vegar,“ segir Böðvar. Harma óvissu um HS Orku  Bæjarráð Grindavíkur segir ríkis- stjórnina ekki hafa framtíðaráform „Það verður verkfall á morgun [innsk. í dag], það er ljóst,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmda- stjóri Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, í samtali við Morgunblaðið rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld. „Samningaviðræðum er lokið í bili. Þetta voru góðar umræður en engin niðurstaða liggur hins vegar fyrir. Það er dálítið í land með það.“ Valdimar sagði jafnframt að erfitt væri að átta sig nákvæmlega á stöðu málsins á þessu stigi. „Menn voru meira bara í að reyna að nálgast hver annan.“ Hann vildi heldur ekki tjá sig um hvort hann væri bjartsýnni á að far- sæl lausn fyndist á málinu eftir fund- inn langa í gær. „Það er allt fallið í ljúfa löð hérna núna en við sjáum svo til hvert framhaldið verður þegar næsti fundur verður boðaður.“ „Góðar umræður á fundinum“ Niðurstaða í deilunni liggur ekki fyrir Valdimar Leó Friðriksson „Það er búið að tala saman bók- staflega í allan dag [innsk. í gær] en það er engin niðurstaða komin í málið ennþá,“ sagði Inga Rut Ólafsdóttir, for- maður launa- nefndar sveitar- félaganna, í samtali við Morgunblaðið. Hún var þá nýstigin út af fundi sem stóð yfir í allan gærdag hjá rík- issáttasemjara og lauk um klukkan 22:40. Inga segir engar sérstakar nýjar kröfur hafa komið fram á fundinum. „Það er búið að ræða eitt og annað í dag en það hefur ekkert nýtt komið fram sem hægt er að ræða sérstaklega.“ Ekki er búið að ákveða hvenær næsti fundur verður haldinn. „Menn eru alla vega að tala saman núna, það eru jákvæðu tíð- indin,“ sagði Inga Rún. „Byrjaðir að tala saman“ Inga Rún Ólafsdóttir 252.000 kr. á mánuði samkvæmt upplýsingum úr launakerfum sveitarfélaga. 238.000 kr. á mánuði samkvæmt Lands- sambandi slökkviliðsmanna. ‹ MEÐALDAGLAUN › Aðila greinir á um hver núverandi laun eru FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson Halldór Armand Ásgeirsson Ekkert samkomulag náðist á löngum og ströngum fundi hjá rík- issáttasemjara í gær milli Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna og launanefndar sveitarfélaga. Fundurinn hófst um klukkan 13:30 í gærdag og honum lauk ekki fyrr en rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld. Verkfall hefst því klukkan 08:00 í dag og stendur til miðnættis. Að mati sérfræðinga launa- nefndarinnar hljóðar tillaga slökkvi- liðsmanna, sem lögð var fram 11. júlí síðastliðinn, upp á tugprósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Ómögulegt sé að verða við kröfunum í núverandi efnahagsástandi en slík kjarabót myndi skapa fordæmi fyrir kjaraviðræður annarra stéttar- félaga. Slökkviliðsmenn segja þetta alrangt og telja kröfur sínar aðeins hljóða upp á um 10% kostnaðaraukn- ingu fyrir sveitarfélögin. Launa- nefndin segir slökkviliðsmenn þó ekki hafa kynnt sér útreikninga nefndarinnar á kostnaðaraukning- unni. Með bundnar hendur Launanefndin setti fram tilboð fyrir tveimur vikum. Samkvæmt því myndi launakostnaður sveitarfélaga vegna slökkviliðsmanna aukast um 1,4%, en nefndin telur sig ekki geta boðið betur. Slökkviliðsmenn hafa ekki ansað því tilboði sem þeir segja hlægilegt og kalla eftir ferskum hug- myndum frá launanefndinni og segj- ast allir af vilja gerðir til að semja. Forsætisráðherra vill ekki staðfesta skipun Sveins Margeirssonar, dokt- ors í iðnaðarverkfræði, í nefnd, sem á að meta lögmæti kaupa fyrirtækisins Magma Energy á eignarhlutum í HS Orku og starfsumhverfi orkugeiran. Er ástæðan fjölskyldutengsl Sveins við Unni G. Kristjánsdóttur, formann nefndar um erlenda fjárfestingu. Sveinn sagði í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi að yrði hann ekki skip- aður í nefndina mundi hann vænt- anlega sjálfur skoða málið og birta það sem hann kæmist að. Á heimasíðu forsætisráðuneytisins er greint frá skipan nefndarinnar og þar segir: Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem skal meta lögmæti kaupa fyrirtækisins Magma Energy á eignarhlutum í HS Orku og starfs- umhverfi orkugeirans hér á landi. Nefndina skipa: Hjördís Há- konardóttir, fyrrv. hæstaréttardóm- ari, formaður Bjarnveig Eiríksdóttir, hdl., LL.M í Evrópurétti og alþjóða- viðskiptarétti, Sveinn Margeirsson, dr. í iðnaðarverkfræði, Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við Há- skóla Íslands, Aagot Óskarsdóttir, lögfræðingur. Vill ekki staðfesta skipun í nefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.