Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 6. Á G Ú S T 2 0 1 0
Stofnað 1913 181. tölublað 98. árgangur
ARNARNES-
GRÍSIR Í ANDA
SOUTH PARK
KOMA ÖLLUM
Í OPNA SKJÖLDU
GAMLIR
KJÓLAR Í
GLEYMMÉREI
AFSAGNIR Í BEINNI ÚTSENDINGU 14 KJÓLASJÚKAR SYSTUR Á SEYÐISFIRÐI 10ERPUR OG STEINDI JR. TALSETJA 36
Eftir hrun
hafa bílar verið
stöðvaðir á
Seyðisfirði til
eftirlits áður en
Norræna legg-
ur úr höfn.
„Það er óheim-
ilt að fara með
bíla af landi
brott hvort sem
það er góðæri
eða harðæri,“
segir Kjartan G. Gunnarsson,
framkvæmdastjóri SP Fjármögn-
unar.
Hann segir þetta snúast um
tryggingamál og alls engin mann-
vonska sé að baki. „Það eru ströng
ákvæði um þetta. Ef þú ferð í sum-
arleyfi með bílinn þinn og honum
er stolið þá tekur tryggingin ekki
til þess. Ef þú tapar bílnum þarftu
að borga af honum samt sem áð-
ur,“ segir hann og bætir við að
það endi nú alltaf með leiðindum.
„Ef menn vilja fara með bílinn úr
landi þurfa þeir að koma með
tryggingu fyrir bílnum á meðan,
en um leið átta þeir sig á því að
bíllinn er algjörlega á þeirra
ábyrgð.“
Borið hefur á því að menn reyni
að stinga af með bílinn og borga
ekki krónu eftir það. Kjartan segir
að komið hafi fyrir að menn hafi
verið sendir til útlanda til þess að
sækja bílana aftur. „Það er ekkert
nema skynsemi á bak við þetta,“
segir Kjartan. gunnthorunn@mbl.is
Óheimilt að fara
með bílana úr landi
Hverjir geta sótt um?
» Þeir sem keyptu fasteign á
tímabilinu 1. janúar 2006 til 1.
nóvember 2008 til að halda í
henni heimili og áttu á sama
tíma fasteign sem þeir höfðu
ekki selt.
» Skuldir á fasteignunum
verða að vera meiri en 75 pró-
sent af markaðsvirði.
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Lög um tímabundið úrræði einstak-
linga sem eiga tvær fasteignir til
heimilisnota fela í sér að hægt er að
flytja veð á milli eigna, jafnvel þann-
ig að eign verði yfirveðsett.
Í lögunum er gert ráð fyrir því að
einstaklingar, sem eiga tvær eignir,
geti að ákveðnum skilyrðum upp-
fylltum látið af hendi aðra fasteign-
ina og haldið hinni. Lánveitendur
eignast þá viðkomandi eign, en í lög-
unum er sá möguleiki fyrir hendi að
flytja veð sem hvíla á annarri eign-
inni yfir á hina.
Í fjórðu grein laganna segir að ef
í ljós kemur að á fasteigninni, sem
einstaklingurinn ákveður að halda
ekki, hvíla veðbönd fyrir hærri fjár-
hæð en sem nemur verðmati hennar
fái eigendur veðréttindanna kost á
að flytja veðin yfir á eignina, sem
halda á eftir. Hins vegar segir ekki í
lögunum að óheimilt sé að yfirveð-
setja þá eign sem eftir verður.
Bankinn eða lánasjóðurinn getur
því tekið yfir eina fasteign á metnu
markaðsverði og flutt þau lán, sem
eftir standa yfir á eignina sem eig-
andinn vill halda eftir.
Eins og áður segir getur þetta
þýtt að eign skuldarans í íbúðinni
sem hann heldur eftir verði nei-
kvæð. Fari svo að fasteignaverð
hækki að nýju hagnast bankinn á
því að eign hans í annarri íbúðinni
verður verðmeiri, en lengri tími get-
ur liðið þar til eign skuldarans í
heimili sínu verður jákvæð á nýjan
leik.
Yfirveðsett fjárhagsaðstoð
Ný lög sem ætlað er að hjálpa þeim sem sitja uppi með tvær fasteignir fela í sér
að lánveitandi tekur yfir aðra eignina Hægt er að flytja veð á milli eignanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Reykholti Haraldur kom síðast
2007, vegna opnunar Snorrastofu.
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Haraldur fimmti Noregskonungur
kemur til landsins í næstu viku og
heldur til laxveiða í Vatnsdalsá í
Húnaþingi. Heimsóknin til landsins
er óformleg og veiðin í boði vinar
konungsins.
Pétur Pétursson, leigutaki Vatns-
dalsár, staðfestir þetta í samtali við
Morgunblaðið. Pétur segir að þetta
sé hópur af körlum sem séu aldavin-
ir og þetta verði slík karlaferð. Sonja
Noregsdrottning verður því ekki
með í för og reyndar engir aðrir kon-
ungbornir gestir, að sögn Péturs.
Spurning er hvort Haraldur fái
lax, enda veiði víða afar slök núna.
Pétur segir þó ágætan gang í ánni og
nýjar göngur haldi áfram að berast.
„Þetta verður einkaheimsókn,“
segir Sven Gjerulfsen, upplýsinga-
fulltrúi konungshallarinnar í Ósló,
en verst annars allra frétta.
Samkvæmt heimildum er rokk-
arinn Eric Clapton nú í Vatns-
dalnum, en þegar Pétur er spurður
hvort fleiri tignir gestir séu þar seg-
ir hann: „Hér eru allir gestir tignir!“
Noregskonungur kemur
Í einkaheimsókn og fer í laxveiði í Vatnsdalsá með vinum
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, kom gest-
um opnunarhátíðar Hinsegin daga á óvart þegar
hann birtist í dragi. Mikil fagnaðarlæti brutust
út þegar Heimir Már Pétursson, framkvæmda-
stjóri Hinsegin daga, bauð Jón velkominn á svið-
ið. Hann sló á létta strengi og sagði ómþýðri
röddu að borgarstjórinn hefði ekki séð sér fært að
mæta. Hinsegin dagar standa fram á sunnudag en
hápunkturinn verður gleðigangan á morgun. »37
Óvæntur gestur á opnunarhátíð Hinsegin daga
Morgunblaðið/Eggert
Fundi fulltrúa
launanefndar
sveitarfélaga og
Landssambands
slökkviliðs- og
sjúkraflutninga-
manna lauk laust
fyrir klukkan 23 í
gærkvöldi og
hafði þá staðið í
allan gærdag. Niðurstaða er ekki
komin í kjaradeiluna og verður því
eins dags verkfall í dag.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
næsti fundur verður haldinn. »6
Dagsverkfall þrátt
fyrir langan fund