Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Þyrla Landhelgisgæslunnar var fjórum sinnum kölluð út síðasta sól- arhring. Tvö útköll komu nánast samtímis að kvöldi mánudags. Að- eins ein þyrluáhöfn var á vakt svo að læknir Gæslunnar þurfti að for- gangsraða útköllunum eftir alvar- leika. Mikill niðurskurður hefur gert það að verkum að aðeins ein vakt er starfandi hverju sinni sem bitnar m.a. á öryggi almennings í landinu auk þess sem gífurlegt álag er á starfsmönnum Landhelgis- gæslunnar. Fór landshorna á milli Eins og fram kom í gær sótti TF- Líf snemma að kvöldi mánudags sjómann um borð í norskan togara sem staddur var um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Maðurinn var með miklar bólgur í munnholi. Á meðan þyrlan var í þeim leiðangri komu tvö boð í gegnum Neyðarlín- una með stuttu millibili. Annars vegar vegna manns sem fékk heila- blóðfall í Öræfum og hitt var vegna manns sem slasaðist við höfnina í Grímsey. Læknisfræðilegt mat ræður því hverju sinni hvort þyrlan er kölluð út. Læknir Landhelgis- gæslunnar var því í óþægilegri stöðu þegar hann þurfti að meta, samkvæmt lýsingum sjónarvotta, gegnum síma hvort útkallið væri mikilvægara. Fjórða þyrluútkallið var svo vegna konu sem slasaðist við hellaskoðun við Miklafell í Eld- hrauni um hádegisbilið í gær. 24 tíma vaktir í einu Fimm menn eru á sólarhrings- vakt á þyrlunni hverju sinni sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelg- isgæslunni. Raðað er niður á vaktir eftir reynslu manna og þekkingu. Þessa dagana er aðeins ein áhöfn á vakt í einu. Að sólarhringsvakt lok- inni þarf áhöfnin 12 tíma hvíld. Þar af leiðandi þurfti að kalla til fólk úr fríum til að manna þyrluna til að sækja konuna í Eldhrauni. Slík bakvakt er venjulega ekki full- mönnuð sökum manneklu. „Ef upp koma tilfelli upp á líf og dauða eru menn kallaðir til þó svo að þeir hafi ekki fengið nægilega hvíld,“ segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan á eina þyrlu og leigir aðra frá Noregi. Um tíma tókst Landhelgisgæslunni að starf- rækja fjórar þyrlur í einu og voru þá alltaf tvær þyrluáhafnir á vakt hverju sinni. Hrafnhildur segir að vegna niðurskurðar hafi leigu- samningar ekki verið framlengdir á tveimur þyrlum og þá hafi þremur þyrluflugmönnum verið sagt upp í kjölfarið. Þriðja þyrlan væntanleg „Við vinnum nú í samvinnu við Landhelgisgæsluna að því að leita allra leiða til að tryggja þriðju björgunarþyrluna í rekstri í vetur og svo mögulega viðbótaráhöfn frá og með haustinu,“ segir Þórunn J. Hafstein, settur ráðuneytisstjóri í dóms- og mannréttindaráðuneyt- inu. Lögð sé mikil áhersla á að vinna hratt og örugglega í þessu máli. Verið sé að greina kostnað og hvaða möguleika Landhelgisgæsl- an hafi til að takast á við þær fjár- skuldbindingar sem fylgi nýrri þyrlu. Ríkisstjórninni var kynnt staða þyrlumála fyrr í sumar og segir Þórunn að nú standi yfir vinna við tillögur fyrir ríkisstjórnina; um hvernig best sé að standa að mál- um. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson Forgangsraða útköllum  Aðeins ein þyrluáhöfn er nú á vakt hjá Landhelgisgæslunni  Tvö útköll bárust samtímis í fyrradag  Unnið er að því að fá þriðju þyrluna í vetur 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvalveiðarnar hafa gengið mjög vel í sumar, að sögn Kristjáns Loftssonar, fram- kvæmdstjóra Hvals hf. Í gær var búið að veiða 89 hvali. Er það heldur meira en á sama tíma í fyrra, þótt veiðarnar hafi byrjað 10 dögum seinna í sumar. Er helsta ástæðan sú, að sögn Kristjáns, að hvalirnir hafa haldið sig nær landi en í fyrrasumar. Þá hefur veður verið mjög hagstætt til hval- veiða. Vinnslan í Hvalfirði hefur sömuleiðis gengið vel. Kvóti Hvals hf. í ár er 150 lang- reyðar auk 25 dýra frá fyrra fisk- veiðiári eða 175 dýr alls. Í fyrra lauk veiðunum 25. september og reiknar Kristján með því að þær standi jafn- lengi í ár. Kveðst hann bjartsýnn á að kvótinn náist. Báðir hvalbátarnir lágu í Hvalfirði í gær vegna brælu en þeir halda á veið- ar strax og veður batnar. sisi@mbl.is Hvalveiðar hafa geng- ið mjög vel 89 langreyðar komn- ar á land í Hvalfirði Egill Ólafsson egol@mbl.is Lögreglan hefur yfirheyrt og hand- tekið nokkra menn í tengslum við rannsókn á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni sem fannst myrtur í húsi í Hafnarfirði á sunnudag. Öllum hefur verið sleppt að lokinni yfirheyrslu. Einn maður var í haldi yfir nótt vegna rannsóknarinnar en honum var sleppt í gær. Í fréttatilkynningu frá lögreglu segir að ekki hafi þótt „efni til að krefjast gæsluvarðhalds yfir mann- inum.“ Maðurinn hefur neitað allri aðild að málinu. Hann hefur hins vegar réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Fleiri sem hafa verið yfir- heyrðir hafa sömu stöðu. Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi mannsins sem var handtek- inn í tengslum við rannsókn á morð- máli í Hafnarfirði, segir að tilteknir fjölmiðlar hafi farið offari í frétta- flutningi af málinu. DV birti nafn mannsins og mynd af honum. Í kjöl- farið var sambærileg frétt birt á Pressunni og Eyjunni. „Það var ekki einu sinni búið að fara fram á gæslu- varðhald og þá finnst mér slík mynd- birting algjörlega út í hött.“ Fjölmargir yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar  Maður var í haldi yfir nótt en sleppt að lokinni yfirheyrslu Morgunblaðið/Jakob Fannar Vettvangur Málið er enn í rannsókn. Margar ábendingar » Á fjórða tug lögreglu- manna vinnur að rannsókninni. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og önnur gagna- öflun í fullum gangi. Fjöldi ábendinga hefur borist frá al- menningi og verið er að vinna úr þeim. „Þetta ástand í þyrlumálum Land- helgisgæslunnar er áhyggjuefni og við höfum fundað bæði með Gæslunni og þingnefnd um málið og krafist þess að úr því fáist bætt,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómanna- sambands Íslands. Það sé mikið hagsmunamál fyrir sjómenn að vel sé búið að þyrlusveit Land- helgisgæslunnar. „Þyrlurnar eru mikilvæg þjónusta fyrir okkar fólk og því er staða mála okkur mik- ið áhyggjuefni.“ Þegar aðeins ein áhöfn er á vakt má þyrlan ekki fara lengra út á haf en sem nemur 150 sjó- mílum. Lengri út- köll krefjast þess að önnur þyrla sé fullmönnuð á vakt. Bitnar á öryggi sjómanna SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS Hólmgeir Jónsson Fjórar flugferðir á innan við sólarhring Reykjavík Grímsey Sjómaður fellur milli skipa við höfnina Útkall berst: 22.30 Í Reykjavík: 6.56 Öræfi Maður með heilablóðfall Útkall berst: 22.30 Í Reykjavík: um 3.00 Norskur togari Sjómaður með bólgur í munnholi Útkall berst: um 19.00 Í Reykjavík: 22.43 Miklafell í Eldhrauni Kona með höfuðáverka eftir fall Útkall berst: 12.26 Í Reykjavík: um 14.30 1 3 4 2 fyrir alla sem Tortillur erumun girnilegri meðgeometrísku mynstriúr sýrðum rjóma H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -1 2 0 4 sýrður rjómií flösku ÓTRÚLEGAHANDHÆGT! BARA KREISTA! Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi bisk- ups, átti fund í gær með Kirkju- ráði þar sem hún greindi frá sam- skiptum sínum við föður sinn. Upphaflega stóð til að fundurinn yrði eftir fimm vikur en tímasetn- ingunni var breytt og var boðað til fundarins með sólarhringsfyrirvara. „Þetta var mjög mikilvægt fyrir mig, að Kirkjuráð hlýddi á það sem ég hafði að segja,“ segir Guðrún Ebba en hún óskaði eftir fundinum bréfleiðis fyrir ári. Guðrún Ebba segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá Kirkjuráði á fundinum. Hún bauð ráðinu að leggja fyrir sig spurningar en það var afþakkað. Spurðu Guðrúnu Ebbu einskis Guðrún Ebba Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.