Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 20
✝ Petrea Ástríð-ur Sveinsdóttir fæddist í Kálfholti, Ásahreppi, þann 25. september 1926. Hún lézt á Landspítala í Foss- vogi þann 6. ágúst 2010. Foreldrar henn- ar voru séra Sveinn Ögmunds- son, f. 1897, d. 1979, sókn- arprestur í Kálf- holti, og kona hans Helga Sigfúsdóttir, f. 1903, d. 1935. Systkini Ástu voru Guð- rún, f. 1922, d. 1981, Steindór, f. 1923, d. 1947, Eiður, f. 1932, d. 1990). Seinni kona Sveins var Dagbjört Gísladóttir, f. 1915, d. 2006. Dætur þeirra: Helga, f. 1941, Guðrún Gyða, f. 1943 og Guðbjörg, f. 1954. Ásta var einungis átta ára að aldri þegar hún missti móður sína og var tekin í fóstur af hjón- unum Jónínu V. Sigurðardóttur og Friðriki Friðrikssyni í Þykkvabæ. Uppeldissystkini hennar eru Guðjóna Friðriks- dóttir, f. 1921, Hilmar Frið- riksson, f. 1929, Elinborg Guð- jónsdóttir, f. 1914, d. 1991, Freyja. Seinni eiginmaður Þóru er Aad Groeneweg, f. 1944). Börn: Harold, kona Bodil Mari- anne. Börn: Pernille Björk og Patrick Örn. Íris Anna, sam- býlismaður Þórarinn Ragnar Pálmarsson. Börn: Lilja Karitas og Anna Kristin. Ásta giftist seinni manni sínum, Magnúsi Inga Sigurðssyni, f. 1930, fv. framkvæmdastjóra, þann 1. des- ember 1979 og bjuggu þau í Kópavogi. Magnús hafði verið giftur Margréti Hertu Friðriks- dóttur, f. Reiss, þýzkrar ættar, f. 1937, d. 1976 og áttu þau fjögur börn. 1. Sigríður Margrét Magn- úsdóttir, f. 1959, eiginmaður Björn V. Jónsson, f. 1961. Börn: Eiríkur Snær, Eva Lind, Guðjón og Gísli Valur. 2. Kristín María Magnúsdóttir, f. 1964, eig- inmaður Jón Magnús Sveinsson, f. 1961. Börn: Magnús Ingi, unn- usta Helga Dagný Jónasdóttir, Margrét Ásta, unnusti Sigurður Sigurðsson, Sveinn, Þórhildur María. 3. Herta Maríanna Magn- úsdóttir, f. 1965, eiginmaður Arthur Pétursson, f. 1966. Börn: Ragnhildur Lára, Halldóra Kristín, Magnús Grétar. Eiríkur Páll Magnússon, f. 1967, d. 1968. Barnabörn Ástu og Magnúsar eru samtals 15 og barna- barnabörnin 13. Útförin fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 18. ágúst 2010, kl. 15. Sigurbjartur Guð- jónsson, f. 1918, d. 2004 og Ragnhild- ur Óskarsdóttir, f. 1937. Þann 10. janúar 1948 giftist Ásta fyrri manni sínum, Ólafi Eðvarð Sig- urðssyni, f. 1926, d. 1964, útgerð- armanni á Akra- nesi. Þau eign- uðust 3 dætur sem eru: 1. Helga Jóna, f. 1947, eiginmaður Ásgeir Friðsteinsson, f. 1944. Dóttir: Ástríður, gift Guðmundi Rúnari Benediktssyni. Dætur: Helga Rún, Erna Lóa og Guðný Petrea. 2. Edda, f. 1950. Eig- inmaður var Sigurjón Sigurðs- son, f. 1948, þau skildu. Börn: Valgerður, sambýlismaður Ágúst Líndal Haraldsson. Börn: Andri og Gunnhildur Fjóla. Sig- urjón, sambýliskona Margrét Rós Sigurjónsdóttir. Börn: Guð- laug Rós og Oliver. 3. Þóra, f. 1951. Eiginmaður 1: Jóel Fririk Jónsson, f. 1952, þau skildu. Syn- ir: Ólafur Þór, eiginkona Lára Óskarsdóttir. Sonur: Friðrik Þór. Jón Pétur, sambýliskona Ásdís Sigurðardóttir. Dóttir: Elsku mamma. Það er með miklum trega og sökn- uði sem ég kveð þig, en mikið er ég þakklát fyrir allar góðu minningarn- ar sem ég á um þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði. Þín Þóra. Í dag kveð ég elskulega móður mína eftir löng og erfið veikindi. Mamma fæddist í Kálfholti í Ása- hreppi,þar sem pabbi hennar var prestur. Átta ára gömul missir hún móðir sína og fer þá í fóstur til Jónínu V. Sigurðardóttur og Friðriks Frið- rikssonar að Miðkoti í Þykkvabæ. Reyndust þau henni alla tíð sem bestu foreldrar. Mat hún mikils allt það sem þau gerðu fyrir hana og gaf hún ljósakrónu í kirkjuna í Þykkva- bæ til minningar um þau hjónin og Ólaf eiginmann sinn. Mikill kærleikur var með mömmu og öllum hennar systkinum, en hún, Guðjóna og Dúlla voru sérlega nán- ar. Mamma var aðeins 37 ára þegar pabbi lést, en hún hélt ótrauð áfram að koma okkur systrunum þremur til manns. Það voru erfið ár sem fóru í hönd, en aldrei heyrðist æðruorð fá henni. Það þurfti aldeilis áræðni og dugnað þegar hún ákvað að flytja til Reykjavíkur, koma sér fyrir á nýjum stað og fara að vinna úti, en fram að því hafði hún verið heimavinnandi. Eins var það þegar hún ákvað árið 1968 að fara til New York að leita sér lækninga, en þar naut hún hjálp- ar Gyðu systur sinnar. Elsku mamma, ég á fallega mynd af okkur frá þeim tíma tekna uppi í Empire State. Mér hafa alltaf fundist forréttindi að hafa fengið að alast upp við eins gott atlæti og við höfðum hjá okkar góðu foreldrum. Mamma var falleg, góð og glæsi- leg kona, alltaf vel til höfð og flott, enda fagurkeri mikill og var heimili hennar glæsilegt alla tíð. Allt hennar handbragð bar því vitni, hvort held- ur sem var í matargerð eða sauma- skap. Heima hjá mömmu var alltaf mik- ill gestagangur, allir alltaf velkomn- ir, og var hún í essinu sínu þegar nógu margir voru í mat, enda fjöl- skyldumanneskja mikil. Árið 1979 giftist mamma Magn- úsi, en hann á þrjár dætur og var mjög kært með þeim og mömmu. Magnús og mamma byggðu sér sumarbústað í Vesturhópinu þar sem þau undu sér vel, þar til heilsan fór að gefa sig. Magnús reyndist mömmu einstaklega vel í hennar veikindum, og hefði ekki verið hægt að gera betur, enda erum við syst- urnar honum mjög þakklátar fyrir það. Elsku mamma, við Ásgeir þökk- um þér öll árin sem við áttum saman og munum við ávallt minnast þín með hlýhug, þakklæti og virðingu fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Magnús minn, megi algóður Guð styrkja þig í sorg þinni. Helga Jóna Ólafsdóttir. Ég er lánsöm því ég átti alveg yndislega stjúpu sem var hún Ásta. Hún reyndist mér og okkur systr- unum mjög vel, kom á þeirri stundu inní líf mitt þar sem ég var nýbúin að missa móður mína og átti auk þess við veikindi að stríða. Ég gleymi aldrei þegar ég hitti Ástu fyrst, hún var svo glæsileg með þetta fallega silfurhvíta hár og mér fannst svo gaman að heyra hana hlæja því hún hafði skemmtilegan hlátur. Pabbi og Ásta giftu sig árið 1979 og ég hefði ekki verið ánægðari þar sem ég var búin að biðja pabba um að giftast henni. Ekki var það verra að eignast þrjár stjúpsystur, þær eru frábærar og tóku okkur svo vel. Ég myndi segja að við værum sam- heldin fjölskylda, þökk sé Ástu þar sem fjölskyldan var alltaf höfð í fyr- irrúmi. Ásta var alltaf svo fín og glæsileg, ég man eftir því að á morgnana þá fór hún ekki fram í eldhús öðruvísi en að vera búin að laga á sér hárið og setja á sig varalit. Heimilið okkar var alltaf svo fallegt og fínt, hún var svo mikil húsmóðir, allt sem hún tók sér fyrir hendur var óaðfinnanlegt. Man eftir þegar við vorum að hjálpa henni við að brjóta saman rúmfötin, það mátti ekki muna millimetra á hornunum því allt varð að passa til að það færi vel í skápunum, enda voru allir skápar og skúffur eins og verið væri að fara að taka mynd í blað. Mér leið alltaf vel í návist hennar, við urðum strax miklir vinir og ég gat alltaf leitað til hennar með hvað sem var. Hún var mér sem móðir, betri stjúpmóður hefði ég ekki getað hugsað mér. En nú er kominn tími til að kveðja, það geri ég með trega því mér þótti svo óskaplega vænt um Ástu. Það er erfitt að þurfa að klippa á strenginn sem var á milli okkar en þó svo að samverustundum okkar sé lokið þá veit ég að Ásta er á góðum stað. Megi minning þín lifa. Þín stjúpdóttir Herta. Ef orðinu „amma“ væri flett upp í orðabók ætti að vera mynd af ömmu Ástu þar, enda var hún að mínu viti algjörlega eins og ömmur eiga að vera. Það er sama hvernig á stóð þegar maður kom í heimsókn, rifið var upp bakkelsi af dýrari gerðinni og kaffi eða jafnvel heitt súkkulaði sem hún var fræg fyrir. Innlit til ömmu Ástu og Magnúsar var fastur liður í hinum árlega jólarúnti okkar feðga en hann mun ekki verða sam- ur eftir að amma er farin. En það var ekki bara maginn sem fékk fylli sína í nærveru ömmu því flest þau gildi sem ég hef í lífinu í dag inn- prentaði hún í mig enda lagði hún mikla áherslu á að maður lifði heil- brigðu lífi og væri heiðarlegur fram- ar öllu, fyrir það er ég henni þakk- látur. Það er kom ýmislegt upp í hugann þegar fréttirnar af andláti ömmu Ástu bárust. Jákvæðar minningar sem minntu mig á hversu heiðarleg, dugleg og ástrík manneskja amma Ásta var. Blessuð sé minning hennar sem mun lifa með okkur alla daga. Ólafur Þór Jóelsson. Mín fyrsta minning um þig, elsku amma, er óljós minning um það þeg- ar þú tókst mig með þér í vegavinn- una. Þar sást þú um eldamennsku fyrir heilan vegavinnuflokk og er ótrúlegt hvernig þér tókst að sinna mér með þeirri vinnu. Ég er elst af barnabörnunum og naut þess því að hafa þig út af fyrir mig fyrstu árin. Ég man oft eftir að hafa verið hjá þér á Birkimelnum og eyddum við þá drjúgum tíma saman í eldhúsinu. Amma saumaði nær alla mína jólakjóla fram til 8 ára aldurs og var þá ekki verið að spara púffermarnar og pífurnar, enda þeir allir hinir glæsilegustu. Amma var mikil fjölskyldukona og hélt oft fjölskylduboð við ýmis til- efni. Þar standa frænkuboðin upp úr í mínum huga með allar sínar glæsi- legu tertur og góðan anda. Það er svo í seinni tíð sem ég sé hvað þau voru mikilvæg til að maður kynnist betur hinni stóru fjölskyldu sem að ömmu stóð. Mér fannst alltaf gaman að fá að taka þátt í sláturgerð hjá ömmu. Það lá því beinast við að fá ömmu til að- stoðar við sláturgerð þegar ég byrj- aði að búa. Og að sjálfsögðu gerði hún það af miklum myndarskap eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Eftir að amma kynntist Magnúsi breyttust hagir hennar mikið og fjöl- skyldan stækkaði. Alltaf var þó jafn- gott að koma til ömmu og Magnúsar á Þingholtsbrautina en þar var oft mikið um að vera. Við amma ræddum stundum um það hvernig það væri að ala upp þrjár dætur, sem við gerðum báðar og amma í raun tvisvar, og hver væri munurinn á því þá og nú. Komumst við að því að þó margt hefði breyst þá væru ótrúlega margir þættir sem enn væru eins. Í Vesturhópinu nutu þau sín vel amma og Magnús. Við Guðmundur skiljum það vel í dag hvað það var sem þau sóttu í, því það er alltaf jafn yndislegt að koma í Vesturhópið. Amma fylgdist vel með fjölskyld- unni og vissi alltaf hvað var um að vera hjá fólkinu sínu. Í gegnum ömmu fékk maður fréttir af því og gat því fylgst betur með þessum stóra hópi. Amma vildi alltaf vera fín og vel til höfð hvort heldur var í veislum eða í eldhúsinu heima, enda glæsileg kona sem hafði gaman af að punta sig. Elsku amma, takk fyrir allan þann tíma sem við höfum átt saman, þín verður sárt saknað. Ásta Ásgeirsdóttir. Kær systir er látin. Hugurinn reikar til liðins tíma og margs er að minnast. Hún var glæsileg hún Ásta systir, með fallega svarta hárið. Ung varð hún alhvít fyrir hærum, flott og eligant. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum, ung missti hún móður sína. Faðir okkar stóð þá einn uppi með fjögur börn. Úrræði þeirra tíma voru takmörkuð og því var heimilið leyst upp. Ásta fór í fóstur til kaup- mannshjónanna í Miðkoti, Jónínu og Friðriks. Þar ólst hún upp við gott atlæti og bast því fólki traustum fjöl- skylduböndum, en alltaf hélt hún góðu sambandi við systkini sín, föð- ur og seinna við móður mína og okk- Ástríður Sveinsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku hjartans Ásta mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þú verður ávallt með mér. Þín Kristín. 20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR STEFÁNSSON Iðnverkamaður, Stafholti 3, Akureyri, sem lést á heimili sínu laugardaginn 14. ágúst, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju föstudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri og Krabbameinsfélag Akureyrar. Matthea Arnþórsdóttir, Arnfríður Ólafsdóttir, Sigurður Arnar Styrmisson, Eygló Ólafsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Stefán Ragnar Ólafsson, Björg Friðjónsdóttir, Leifur Ólafsson, Ásdís Sæmundsdóttir, Ómar Ólafsson, Lára Tryggvadóttir, Sigurður Rúnar Ólafsson, Linda Hrönn Ríkharðsdóttir, Steingrímur Ólafsson, Ingibjörg Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HELGASON múrarameistari, Seljalandsvegi 40, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugar- daginn 14. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 21. ágúst kl. 14.00. Steinunn Margrét Jóhannsdóttir, Jóhann Einars Guðmundsson, Júlíana Bjarndís Ólafsdóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Herbert Sveinbjörnsson, Bára Guðmundsdóttir, Kristinn Þór Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Hamarsgötu 4, Seltjarnarnesi, lést miðvikudaginn 11. ágúst á Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Kristín Bernhöft, Pétur Orri Þórðarson, María Fjóla Pétursdóttir, G. Birnir Ásgeirsson, Þórður Orri Pétursson, Hildur Harðardóttir, Kristín Hlín Pétursdóttir, Davíð Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.